Morgunblaðið - 22.02.1950, Side 4
MORGUyBLAÐiÐ
Miðvikudagur 22. febr. 1950.
S. $ i $ i' |f £
iif! jí W¥ æ i5
ggEgwra.-
Leikkvöld Menntaskóians 1950:
Stjórnvitri
Leirkerasmiðurinn
Gamanleikur í 5 þáttum eftir Ludvig Holberg.
Leikstjóri Baldvin Halldórsson.
Sýning í Iðnó fimtudag 23 febrúar kl. 8,30.
Aðgöngumiðar seldir : Iðnó frá kl. 4-—-7 á miðvikudag
og eftir kl. 2 j fimtudag..
Athugið: Miðarnir kosta aðeins kr. 15.00.
Hafnfirðingar
Hafnfirðingar
Stjórnvitri
Leirkerasmiðurinn
verður fýndur í Bæjarbíó í kvöld kl. 8,30.
Aðgöngumiðar seldir í Bæjarbíó frá kl. 2 í dag.
Sími 9184.
Athugið! Miðarnir kosta aðeins kr. 15.00.
Gamlir stúdcrdar!
Ungir stúdentarl
Kvöldvaka
stúdentafjelagsins verður haldin n. k. fimmtudagskvöld
að Hótel Borg og hefst kl. 8,30 stundvíslega.
DAGSKRÁ:
1. Guðni Jonsson, skólastj.: Þjóðháttalýsing.
2. Sigurður Friðþjófsson, stud. oecan: Frum-
samin smásaga.
3. Guðm. Jónsson, stud. med.: Einleikur á
píanó.
4. Spurningaþáttur. Einar Magnússon stjórn-
ar. Spurningum svara: Baldur Bjarnason,
sagnfræðingur, sr. Jakob Jónsson, Sig.
Grímsson, lögfræðingur og dr. Sigurður
Þórarinsson.
DANS.
Aðgöngumiðar verða seldir í dag kl. 5—7 að Hótel
Borg og á sarna tíma á morgun verði eitthvað óselt, og
verða ósóttar pantanir einnig seldar þá.
Öllum stúáentum er heimill aðgangur. Skuldlausir
fjelagar í Stúdentafjelagiuu, sem framvísa fjelagsskír-
teínum njóta sjerstakra hlunninda við aðgöngumiða-
kaup. Fjelagsskírteini verða afgreidd á ofangreindum
tíma.
Engin borð verða tekin frá.
Dragið ekki að tryggja yður míða í dag. — Færri
komust en vildu á síðustu kvöldvöku fjelagsins.
Stúdentafjelag Reykjavíkur.
.!
Málfundur
Málfundir fjeíagsins hefjast að nýju í kvöld kl. 8,30 í
Fjelagsheimibnu.
Umræðuefni:
Almenn fjclagsmál.
Nefndin.
^&ciahó h
TOnnrt,
53. i!ii"iir úrsins.
S’jetursmessa.
Öskudagur.
Tungl fjærst jörðu.
Árdegisflæði kl. 8,30.
SíSdegisflæði kl. 20,48.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki, simi 1760.
Næturakstur annast Hreyfill simi
6633.
31essur í dag
Dómkirkjan. Föstuguðsþjónusta í
kvöld kl .8,20. Sr. Jón Auðuns.
Ilallgrímskirkja. Föstuguðsþjón-
usta í kvöld kl. 8,15. Sr. Sigurjón
Ámason.
Fríkirkjan. Föstnmessa kl. 8,15
e.h. Sr. Þorsteinn Björnsson.
Afmæli
1 dag er Valur Benediktsson
fimmtugur. Hann býr á Hverfisgötu
32. Trúað gæti jeg því að margur
maðurinn heilsaði upp ó hann á þess-
um degi. Hann hefur verið sjúkur
í mörg ár, og er það því miður
ennþá. Eins og flestir vita er Valur-
sonur mesta ljóðskálds, sem Island
hefur ótt, Einars Benediktssonar. -—
Vinir hans óska honum innilega til
hamingju á afmælisdaginn.
Hjónaefni
Nýlega Opinberuðu trúlofun sina
tmgfrú Þorbjörg Þorhjömsdóttir frá
Akranesi og Helgi Ibsen, sjómaður,
Stórholti 21.
S.l. laugardag opinberuðu trúlofun
sina ungfrú Jórunn Jónsdóttir, Hó-
teigsveg 40 og Pjetur Sörlason, starfs
maður hjá Stálsmiðjunni, Hverfis-
götu 102 B.
Akfæri á þjóðvegum
Samkvæmt upplýsingum frá Ferða
skrifstofunni kl. 6 e.h. í gær.
Mosfellstieiði er fær allt austur
að Almannagjá, en þar vait. allt að
fara á kaf. Hvalfjörður var fær þeg-
ar síðast frjettist, en þar var mikil
fannkoma í gærdag. Fróðúrheiði er
enn ófær og Kerlingarskarð á Snæ-
fellsnesi var í þann veginn að tepp-
ast fyrrihluta dags í gær. Bratta-
brekka í Dölum var fær í geer. Fært
var um Borgarfjörð, en um Holta-
vörðuheiði var ekki vitað. Póstmála
stjómarbilarnir fóru ekki lengra en
að F’omahvammi í gær. Hellisheiði
er ófær strax og komið er upp í
Svínahraun. Krísuvíkurleiðin var
orðin tafsöm á Selvogsheiði.
Aðalfundur K. R
veður haldinn n.k. þriðjudag í
Fjelagsheimili V.R. í Vonarstræti.
Gjafir til S. í. B. S.
í desember 1949. Frá Drangsnesi
kr. 10,00, Kyenfjelaginu Von, Þing-
eyri 200,00, Kvenfjelaginu Fjallkon-
an 350,00, Lilju Halldórsdóttur til
minningar um Hrefnu dóttur henn-
ar 500,00, Olgu Bemdsen 50,00, ó-
nefndri konu 30,00, Norður-Múla-
sýslu 3000,00, Bimi Einarssyni, Siglu
firði 100,00, bifreiðastjóra 500,00,
Árnesingafjelaginu í Keflavik til
minningar um Tómas Snorrason
500,00, Maríu Albertsdóttur, Hafnar
firði 15,00, D. O. 50,00 Fóskrúðsfirði
afhent af umboðsmanni S.l.B.S.
10C.00, Starfsfólki Brynju og S. Árna-
son & Co. 900,00, Starfsfólk Leifturs
400,00, Sveini, Sigurjóni, Helgu og
Þórey, börnum Jóns og Júliönu frá
Djúpadal 3000,00, P. A. 50,00, Eyja-
fjarðarsýslu 2000,00, Strandasýslu
3000,00, Austur-Barðastrandasýslu
2000,00, Björgu Lýðsdóttur 60,00. —
Samtals lcr. 16.715,00. — Með kæru
þakklæti f.h. S.l.B.S. M. H.
Skipafrjettir
Eimskip ;
Brúarfoss er i Abo í Finnlandi, fer
þaðan væntanlega 23. febr. til Kaup-
mannahafnar. Dettifoss var væntan-
legur til Vestmannaeyja í gær frá
Stykkishólmi. Fjallfoss fór frá Norð-
firði um hádegi í gær til Seyðisfjarð-
ar. Goðafoss er í New York. Lagar-
foss fór frá Hull í gær tíl Leith og
Reykjavikur. Selfoss fór frá Hofsósi
19. febr. til Kaupmannahafnar.
Tröllafoss fór frá Reykjavik 14. fehr.
HeiSlaráð
Flestar húsmæður hafa reynt,
það, að hita vínarbrauð og líkar
kökur á brauðrist, og orðið fyrir
því óhappi, að brauðið hefir brunn
ið að neðan áður en það hefir ver-
ið orðið heitt að ofan. En reynið
þennan hátt: — leggið kökurnar á
brauðristina yfir mjög veikan
straum. Setjið lok yfir þær og
þegar þær fara að ilma eru þa‘r
orðnar beitar I gegn og mjúkar.
til NeW York. Vatnajökull fór frá
Darizig 17. íebr. til Reykjavíkur.
E. & Z.:
Foldin er í Reykjavik. Lingestroom
er í Amsterdam.
Ríkisskip;
Hekla er í Reykjavík. Esja fer frá
Reykjavík í kvöld vestur um land tíl
Akureyrar. Herðubreið fór frá
Reykjavík í gærkvöld austur um land
til Siglufjarðar. Skjaldbreið er á leið
frá Húnaflóa til Reykjavikur. Þyrill
er í flutningum í Faxaflóa.
Eimskipafjelag Reykjavíkur:
Katla kom til Piraeus þriðjudags-
morgun 21. febr.
Iltvarpið
8.30 Morgunútvarp. — 9,10 Veður-
fregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp.
15,30—16,30 Miðdegisútvarp. —.
(15,55 Veðurfregnir). 18.25 Veður-
fregnir. 18,30 Islenskukennsla; I. fh
— 19,00 Þýskukennsla; II. fl, 19,25
Þingfrjettir. — Tónleikar. 19,45 Aug
lýsingar. 20,00 Frjettir. 20,20 Kvöld-
vaka: a) Föstumessa í Dómkirkjunni
(sjera Jón Auðuns). b) 21,20 Tón-
leikar (plötur). c) 21,30 Frásögu-
þáttur: Vorhret í varplandi (Bjarni
Sigurðsson bóndi í Vigur. — H“lgi
Hjörvar flytur). 22,00 Frjettir og
veðurfregnir. — 22,10 Passíusálmar.
22^20 Danshljómsveit Björns R. Ein-
arssonar leikur. 22,50 Dagskrórlok.
Erlendar útvarpsstöðvar
Noregur. Bylgjulengdir: 19 — 25
Fimm mínúfna krossgáfa
SKÝRINGAR
Lárjeit: — 1 fornkappi — 7 far —
8 samtenging — 9 til — 11 tvihljóði
— 12 helgistaður----14 sögðu — 15
sjer eftír.
LáSrjeM: — 1 matar — 2 nefnd —
3 fer — 4 drykkur — 5 vera á hreyf
ingu — 6 fyrirferðarmikill maður —
10 fat — 12 í húsi —- 13 tré.
— 31,22 — 4l m. — Frjettir kl.
06,06 — 11,00 12,00 - 17,07.
Auk þess m. a.: Kl. 15,05 Siðdegis-
hljómleikar. Kl. 18,10 Samnorrænir
hljómleikar frá Sviþjóð. Kl. 19,00 Fyr
irlestur um J. B. Halvorsen (prófess-
or Halvdan Koht). Kl. 20,30 Dans-
miisik.
Svíþjóð. Bylgjulengdir: 1588 og
28,5 m. Frjettir kl. 13 og 21,15.
Auk þess fn. a.: Kl. 17,30 Gömul
danslög. K!. 18,10 Samnorrænir
hljómleikar. Kl. 19,40 Ebon Holt spil
ar og syngur. É.1. 20,30 Danslög.
Danmörk, Bylgjulengdir: 1250 og
31,51 m. — Frjettir kl. 17,45 og
kl. 21,00.
Auk þess m. a.: Kl. 18,10 Samnor-
rænir tónleikar. Kl. 19,00 Paul
Ileúmert les upp. Kl. 20,30 Ensk
lyrik.
Sjötugur:
Þorður ÞorEáksson
í DAG er sjötíu ára Þórður
Þorláksson íyrrum bóndi á
Hryggjum í Mýrdal. Hann er
fæddur á Þykkvabæ í Landbroti
22. febr. 1880. Ætt hans verður
hjer ekki rakin, en hún er kunn
og fjölmenn í Skaftafellssýslu.
Meðal systkína Þórðar eru
Sveinn símstöðvarstjóri í Vík
og Stefán bóndi í Arnardrangi.
Þórður kvæntist Ingibjörgu
dóttur Tómasar Jónssonar í
Vík. Búskap hófu þau hjón í
Hæðargarði í Landbroti um
1910. Jörð sú hafði þá verið í
eyði um skeið og var afkoma
þar öll hin óhægasta. Enginn
var þá byggínga- eða nýbýla-
styrkur Engu var fram að tefla
nema sínum eigin dugnaði. Og
Þórður og Ingibjörg lágu ekki
á liði sínu. Hagur þeirra á ör-
reitiskotinu blóingaðist svo vel
að undrum sætti. Er sá kafli í
æfi Þórðar góð áminning um,
hve mikils má sín í lífsbarátt-
unni, samhentni, ráðdeild og
dugnaður. Fáar konur hafa
staðið svo vel með bónda sín-
um sem Ingibjörg Tómasdóttir,
þó að nafni margra kvenna sje
meira á lofti haldið að minni
verðleikum. Það var ein mesta
hamingja Þórðar að eiga hana
að lífsförunaut.
Vorið 1922 fluttu þau hjón
frá Hæðargarði búferlum að
Hryggjum í ?vlýrdal. Voru þau
þá búin uð ofhlaða kotið með
búfje, sem eigi varð komið,
nema með mikilli heyöflun
annars staðar frá. sem kostaði
mikla fyrirhofn. Á Hryggjum
misti Þórður sina ágætu konu,
en hjelt þó sfram búskap þar
með dætium sínum allmörg ár.
Fyrir nokkrum árum fluttist
hann til dóttur sinnar í Víkur-
■kauptúni. Vinnur hann þar
hverskonar daglaunavinnu og
er enn Ijcttur í hreyfingum og
beinn í baki, þó að óspar hafi
hann verið á krafta sína, enda
Framh. á bls. 8.