Morgunblaðið - 22.02.1950, Page 6
ö
MOKGVNnLAÐIÐ
Miðvikudagur 22. febr. 1950.
jrcgmifelððid"
Crtg.: H.f. Árvaktir, Reykjavfk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Rltstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCanaJ
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mányði, innanlands,
I lausasölu 50 aura eintakið, 75 áura með Lesbók,
kr. 15.00 utanlands.
rar:
Síðasta hálmstráið
SÍÐASTA HÁLMSTRÁ kommúnista í umræðum um ís-
lensk atvinnumál hefur um allangt skeið verið það að telja
allar þrengingar okkar íslendinga nú spretta af því að van-
rækt hafi verið að freista þess að selja Rússum útflutnings-
afurðir okkar. í sæti utanríkisráðherra hafi setið vondur
rnaður, sem ekki hafi fyrir nokkum mun viljað leita samn-
inga við Rússa eða aðrir Austur Evrópuþjóðir um verslun
og viðskipti.
Að sjálfsögðu er þetta hálmstrá kommúnista löngu fokið
út í veður og vind. íslensku þjóðinni er kunnugt um að utan-
ríkisstefna allra þeirra ríkisstjórna, sem hjer hafa setið síð-
an síðustu heimsstyrjöld lauk, hefur verið sú að vilja við-
skipti við hverja þá þjóð, sem við okkur hefur viljað skipta.
Þetta var stefna nýsköpunarstjórnarinnar, þegar að Ólafur
Thórs fór með utanríkismálin og þetta var stefna ríkis-
sljórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar, þegar Bjami Bene-
diktsson stjórnaði þessum málum. Stefna núverandi ríkis
stjórnar er gjörsamlega hin sama, enda leiðir það af eðli
málsins að svo hlýtur að vera. Kommúnistar trúa því að
svo oft sje hægt að Ijúga og lengi að einhver haldi lygina
sannleika. Þessvegna staglast þeir enn á því að Bjarni
Benediktsson hafi ekki viljað semja við Rússa og að við
það hafi íslendingar orðið fyrir stórfelldu markaðstapi
Enda þótt öll skjöl hafi verið lögð á borðið um þessi mál
og þessi staðhæfing marghrakin, skulu hjer dregnar fram
örfáar staðreyndir, sem sýna það Ijóslega, að allt hefur ver-
ið gert sem unnt var til þess að selja íslenskar afurðir til
Rússlands og annara Austur Evrópulanda.
Árin 1946 og 1947 tókust allmikil viðskipti milli íslend-
inga og Rússa. Hefur síðan jafnan verið leitað eftir áfram-
haldandi viðskiptasamningum en án árangurs. Þannig sendi
ríkisstjórnin í ársbyrjun 1948 rússneskum stjórnarvöldum
ítarlegt uppkast að vörulistum til undirbúnings viðskiptum
fyrir það ár. Ef samningar hefðu tekist á þeim grundvelli
hefðu Sovjetríkin orðið eitt aðalviðskiptaland okkar á því
ári. í þessu tilboði var Rússum boðið að kaupa helming af
aðal framleiðsluvörum íslendinga en jafnframt lýstum við
okkur reiðubúna til þess að kaupa frá Sovjetríkjunum all
ar okkar kornvörur og fóðurvörur, auk ýmsra annara vara.
Svör frá Rússum við þessum málaleitunum drógust mjög
á langinn. Ýms ný tilboð voru gerð af hálfu Islendinga
En ekkert gerðist. Rússar höfðu engan áhuga fyrir við-
skiptunum. Niðurstaðan varð sú að engir viðskiptasamning-
ar tókust fyrir það ár. . .
Svipuð saga gerðist árið 1949. Tilmæli íslenskra stjórnar-
valda um samninga fyrir það ár voru send Rússum í nóvem-
ber 1948. 1 júnímánuði 1949 fengust Rússar fyrst til þess
að taka upp viðræður hjer í Reykjavík. Niðurstaðan af
þeim varð engin. íslendingar vildu selja en Rússar ekki
kaupa. Rússneski verslunarfulltrúinn kvað vöru íslendinga
vera alltof dýra. Rússar höfnuðu jafnvel tilboði okkar um
jafnvirðiskaup, þ. e. að Rússar keyptu af okkur sjávarafurðir
fyrir komvöru og timbur.
Þann 17. nóv. s. 1. leitaði svo íslenska utanríkisráðuneytið
eftir því við Rússa að umræður um viðskipti á árinu 1950
yrðu teknar upp. Við þeirri málaleitan hefur enn ekki bor-
ist svar.
Um viðskipti við önnur lönd Austur Evrópu er það að
segja í stuttu máli, að þau hafa aukist stórlega undir for-
ystu núverandi utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar
Er þar fyrst og fremst um að ræða Pólland og Tjekkó-
slóvakíu.
Lygar kommúnista um markaðsmálin hafa nú enn einu
sinni verið reknar ofan í þá. Engum kemur annað í hug
en að þeir muni halda áfram að jóðla á þeim. Það er aðferð
þeirra til þess að leiða hug almennings frá þeim vanda,
sem atvinnulíf þióðarinnar er nú í. Það er alveg sama, hvað
yerðbólgan er mikil á íslandi, segja kommúnistar, markað-
irnir eru nógir í Rússlandi. Það er nóg af þeim þar eins og
, andlega frelsinu" hans Þórbergs!! Spurningin er aðeins
sú, hvort nóg sje til af einfeldni á íslandi til þess að trúa
kjaftæði kommúnista.
ViL- ábrifa
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Það er ekki einsætt
SAMBANDI við atburðinn á
Reykjavíkurtjörn síðastliðinn
sunnudag, þegar hundruð eða
jafnvel þúsundir borgarbúa
gerðu tilraun til að detta í
Tjörnina í forboði lögreglunn-
ar, má benda á, að það er ekki
einsætt, hvað íslendingum er
meinilla við að hlýða vinsam-
legustu tilmælum og ábending-
um lögregluþjóna. — Islenskir
borgarar margir hverjir virð-
ast miklu fremur vilja eiga á
hættu limlestingu eða líftjón,
en sýna þess nokkur merki, að
þeim liggi sæmilega vel hugur
til einkennisklæddu mannanna,
sem gæta eiga laga og rjettar
hjer á landi.
•
Tekinn úr umferð
Á GAMLÁRSKVÖLD skeði til
dæmis sá atburður, að aðsúgur
var gerður að kunnum lög-
regluþjóni í bænum, er hann
forðaði gömlum manni frá að
tortíma sjálfum sjer. Sá gamli
var fullur eða vitlaus eða hvort
tveggja, og hann gerði sjer það
að leik í Miðbænum að fleygja
sjer fyrir bílana, sem þar fóru
um, þá stærri sem þá smærri.
Lögregluþjóninn bar þarna
að, og hann „tók manninn úr
umferð“, í bókstaflegasta skiln
ingi þess orðs. En hvað skeður?
Hópur manna ræðst að lögreglu
þjóninum og vill „bjarga“
þeim gamla frá honum —
væntanlega svo hann geti hald
ið áfram við þá gamlárskvölds-
skemmtun sína að kasta sjer
fyrir bíla borgaranna.
Hafnarsaga
OG fleira skeði þetta kvöld,
sem kastar nokkru ljósi á þá
hlið „samvinnu“ borgara og
lögreglu, sem
nefndu snýr.
Lögreglumenn eru sendir \
niður að höfn, til þess að hand- ;
sama þar mann, sem sýnt er að
ætlar að fleygja sjer í sjóinn_
Þeir ná manninum á hafnar-
bakkanum og búa sig undir að
fara með hann á lögreglustöð-
ina, en eru þá umkringdir af
æpandi strákum, sem nú vilja
„bjarga" manninum, sem ætl-
aði að drekkja sjer.
að þeim fyrr-' þeim forheimska flokki, sem
heldur því fram í ræðu og riti,
að í lögreglusveit borgarinnar
sjeu allir menn svartir og allS
engir hvítir.
Fá „betri pressu“
JEG vil meira að segja halda
því fram, að hvítliðarnir sjeu
mun. fleiri en svartliðarnir. —
Hitt er svo annað mál, að at-
vikin hafa hagað því svo, að
„svartliðamir" hafa frá upp-
hafi fengið „betri pressu“, en
samstarfsmenn þeirra. En sje
það að einfaverju leyti lögregl-
unni að kenna, þá er það engu
að síður sök borgaranna og þá
einkum og sjer í lagi þess fá-
menna hóps, sem hefur gert
sjer það að nokkurskonar lífs-
starfi að sverta lögreglustjett-
ina. Þó er jeg efins um, að sú
iðja sje jafn vinsæl og þessir
menn kunna að ætla.
•
Vantar
blaðafulltrúa
AÐ lokum mætti svo skjóta
fram þeirri hugmynd, hvort
nokkuð væri á móti því, að lög-
reglan hjer fengi sjer rjettan
og sljettan blaðafulltrúa Hún
á að ýmsu leyti í vök að verj-
ast, einmitt vegna þess, að
menn hirða ekki um að geta
þess, sem henni fer best úr
hendi.
Getur þá nokkur amast við
því, þótt hún segi oftar en nú
frá atburðum, sem sýna það og
sanna, að hún er ekki jafn há-
Skrítinn skilningur
SVO fórí þetta skifti, að pöru-
piltamir fjellu frá áformi sínu
og lögreglan fjekk að fara með
fanga sinn í gæslu. En hitt er
staðreynd, að um stund leit svo
út, sem árásarliðið væri stað-
ráðið í að „frelsa“ mannaum-
ingjann og hegna lögreglu-
þjónunum, sem ekki vildu leyfa
honum að steypa sjer í höfn-
ina, með því að hrekja þá sjálfa
fram af hafnarbakkanum og
beint í sjóinn.
Svona góðan skilning höfðu
þessir Reykvíkingar á starfi
lögreglunnar það kvöldið.
•
Svart og hvítt
ÞAÐ er ekki að efa, að þau leið
indaatvik hafa hent einstaka
lögregluþjón, sem gefið hafa
tilefni til ádeiína og jafnvel
blaðaskrifa. En hefur það þá
nokkurntíma komið fyrir, að
mennirnir, sem hæst hrópa á-
deiluorðin og stærstar skrifa
blaðagreinarnar, hafi reynt að
halda því á lofti, sem best má
segja um lögregluna og starf
hennar? Jeg er ekki sá auli að
ætla, að í liði lögreglunnar hafi
alla tíð verið eintómir englar
og engir árar; en jeg afsegi
líka að tilheyra á nokkurn hátt
J bölvuð og ætla mætti af sög-
, unum um hana? Og það er þó
að minsta kosti staðreynd, að
Iþeir sjálfboðaliðar eru mun
fleiri, sem reyna að ófrægja
starf lögreglu okkar en frægja
það.
MEÐAL ANNARA ORDA
iHiimittiiiiiimHiniM
lltllilMim»*miiiHiiiliillllllllllllM
Fatigar við sundið bláa.
Eftir frjettaritara Reuters.
RÓM — Fjórtán liðsforingjar
fasistastjórnarinnar ítölsku,
sem breskir og bandarískir
dómstólar dæmdu í þetta frá
5 ára til ævilangs fangelsis, bíða
þess nú vongóðir, að fólkið kref j
ist þess, að þeir verði látnir
lausir.
• •
FANGARNIR í GAMLA
SKÓLANUM.
ÞEIR bíða og vona í skólahúsi
nokkru á eynni Procida í
Neapelflóanum. Dyranna er lít-
ið gætt, og fyrir gluggunum eru
engar járngrindur. Þeir eru
þarna í góðu yfirlæti, ganga
um skólagarðinn, hlusta á út-
varpið í herbergjum sínum og
lesa blöð hægri manna, sem
hafa tekið málstað þeirra.
• •
NEITUÐU AÐ ETA.
ÞAÐ er stutt síðan fangarnir
fjórtán voru fluttir þangað úr
fangelsi eyjarinnar, sem um-
lukt er háum veggjum. Þar
gerðu þeir „hungurverkfall“,
þeir neituðu að eta til að and-
mæla því, að þeir væru hafðir
samvistum við „venjulega stríðs
glæpamerin“.
• •
MARGIR NÁÐAÐIR.
ÞEGAR hafa 8 þeirra manna,
sem breskur og bandarískur
rjettur dæmdi eftir hertöku
Italíu, horfið til meginlandsins,
frjálsir eftir nokkurra ára fang-
elsi. Margir þeirra nutu góðs
af náðun þeirri, sem fór fram
vegna ársins helga, sem stytti
fangelsisdóm þeirra um 3 ár.
• •
ÞEIR SETJAST
ÞAR AÐ.
ENDA þótt á eynni Procida
dveljist ýmsir þeirra verstu
glæpamanna, sem teknir hafa
verið höndum á Ítalíu, þá er hún
enein „djöflaey“.
íbúar eyjarinnar eru um 10
þús. Þeir sinna störfum sínum
rólegir og ánægðir, og muna
varla eftir hinu andstyggilega
fangelsi, þar sem það húkir á
ásnum og mænir yfir Neapel-
sund.
Margur harðskeyttur glæpa-
maður hefir sest að á eynni,
er hann hefir afplánað sekt
sína.
Á sumrin bruna skemmti-
snekkjur frá Bretlandi, Frakk-
landi og Bandarikjunum um
hinn bláa Neapel-flóa. Þá er
nóg að gera í gildaskálunum
við ströndina og uppi fótur og
fit. Þegar vetrar þá liggur við
borð, að þeim sje lokað, þeir
bíða komandi vors.
• •
EYJA SJÓRÆN-
INGJANNA.
HÚSIN eru með flötu þaki og
minna á Tangiers, Casablanca
og Algier og gefa jafnframt til
kynna, að Procida var einu
sinni eftirlætishæli sjóræningj-
anna. Elstu íbúarnir segja mönn
um ógnþrungnar sögur um lit-
fagrar ítalskar meyjar, sem
| numdar voru á brott og þær
hnepptar í ánauð í Tunis og
Algier.
í sjálfu fangelsinu sitja 90
fangar, sem ekki eru hernaðar-
legir stríðsglæpamenn. Þeir
una sjer við ýmiskonar dundur.
Attilio Feruzzi, Afríkumálaráð-
herra fasista, ver til að mynda
• að minnsta kosti 3 stundum
I daglega í að nema ensku og
I spænsku. En konan hans rekur
nýtt gistihús niður við strönd-
ina. Vonir hans standa til að
setjast að á eynni, þegar hann
hefir lokið vist sinni að hurð-
arbaki.
Tito viðurkennir
' Ho-Chi-Minh
. BELGRAD, 21. febr. — Þrátt
i fyrir hin ströngustu mótmæli
! frá frönsku stjórninni, ákvað
(stjórn Titos i Júgóslafíu í dag
að viðurkenra stjórn komm-
únismans Ho-Chi-Minh í Indó
Kína. Kardelj utanríkisráðh.
Júgóslafíu sendi Ho-Chi-Minh
í dag símskeyti gegnum Rúss-
land, þai sem segir, að Júgó-
slafneska stjórnin hafi ákveðið
að viðurkenna stjórn hans sem
hina einu rjettu í Indó-Kína.