Morgunblaðið - 22.02.1950, Page 10

Morgunblaðið - 22.02.1950, Page 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. febr. 1950. gniiiiiimiHitiimiif Frsmhaídssagan 43 iiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriii'T; ! BASTIONS-FÖLKIÐ i C Z Eftir Margaret Ferguson | e : ||t|l|||||||||l|||||||||||llllllllll■ll■lllllllllllllllllllllll•lllllll■llmlllllllll■llll"lmlll"■lllllll»Hl■mll"|lllllll(|l,■lllla"l■l"ll|ll,llllltltl•"lf|rrll"llllllml»lllllllll"ll"llll■lllll|||l „Nei, nei, það er ekkert að“, sagði Simon nærri hvasslega. „Hún fer að geta stigið í fót- inn eftir nokkra daga. Jeg held að jeg komi ekki á morgun, en jeg kem við hjerna í kvöld með nýjar svefnpillur handa þjer. Jeg skal ýta þjer inn“. „Þakka þjer fyrir, Simon, ' en jeg kemst auðveldlega sjálf. Það er gott Eyrir mig að reyna á mig, jeg get þá kannske orð- ið dálítið þreytt og sofnað. — .Viltu ekki d:-ekka te með Jane? Jeg býst ekki við að koma út aftur“. Það varð rugnabliks þögn um Ieið og hú:i renndi stólnum sínum inn um dyrnar. Skömmu seinna heyrðu þau að dyrnar að herbergi henrlar lokuðust. „Jeg hef haft áhyggjur af Leah, Simon“, sagði Jane. ,,Hún er ekl i hraustleg og það hlýtur að /era hræðilegt að geta ekki s-afið. Jeg er fegin að Christine flutti niður. Hún getur þá verið hjá henni, þeg- ar henni líður illa. Geturðu ekki gefið hmni sterkari svefn piílur?“. v „Ekkert sterkara en hún hef- ur núna, en ef hún heldur að þær sjeu sterkari, þá sefur hún Sjálfsagt allan sólarhringinn_ Það er svc mikil sjálfsefjun með þessun svefnmeðulum“. Hann kveikti sjer í sígarettu og bætti við: „Þjer er óhætt að treysta bví að það er ástæðu- laust að hafa áhyggjur af Le- ah, Jane. í 'auninni er hún á- kaflega hrai st, og hún á sjálf- •sagt eftir ið verða hundrað ara“. „Simon!“ Jane leit undrandi á hann. „E1 köstin, sem hún fær alltaf innað slagið? Það er undarlegí að heyra þig segja þetta .... því að það er ein- mitt ekki lengra síðan en í gær, að Leah va - að tala um .... hvað hún m indi lifa lengi. Nei, ékki tilger 5arlega eða með mæðuhroim. heldur mjög skyn samlega Hún segist ekki óttast neitt, eins og það að eiga eftir að verð^ tennlaus og sköllótt beinahrúga, sem fólk þarf að ýta á milli lærbergja, öllum til ama og arm seðu. Það er ómögu legt að hug: a sjer Leah þann- ig“- — „En hún verður það nú samt“, sagð Simon hugsandi. „Hún verðu • það, Jane og hún er nógu hrt inskilin og greind til að sjá Dað. Veistu hvaða mannleg tilfinning er sú hættu legasta og örlagaríkasta, sem tíl er í hein inum?“ „Ást.in9“, ;agði Jane svo lágt að varla l.eyrðist, en hann hristi höfuðið. „Nei. Það er meðaumkun. Meðaumkumn getur eyðilagt fleiri líf en ástin nokkurn tím- ann getur. Lattu ekki með- aumkunina leika þig þannig, Jane. Hún c; eins og blóðsuga. Hún læúxr lann gefa og gefa, en géfur aldrei neitt til baka, þangað tíl hún er búin að sjúga úr manni m ;rg og bein. Jeg er aldrei h-ærdur við að elska, en jeg fylliit skelfingu þegar jeg finn ‘il raeðaumkunar gagn vart einhverjum. Jeg held að jeg hafi ekl i tíma til að bíða eftir te-inu. Vertu sæl“. Hann fór svo skyndilega að Jane sat eftir með hálfopinn munninn og ótöluð orð á vör- unum Það var skrítið að heyra hann tala þannig, hugs- aði hún með sjer um leið og hún horfði á eftir honum nið- ur tröppurnar. Hann gekk hratt eins og hann væri að flýta sjer, eða flýja eitthvað. Það var eins og allir væru á flótta undan einhverju og það fór hrollur um hana þrátt fyrir hitamoll- una, sem enn var úti. „Er Crowdy læknir farinn?“. Hún hrökk við. Það var Christ ine, sem hafði komið hljóðlega út um dyrnar að baki hennar. Christine hafið tamið sjer þann' sið upp á síðkastið að læðast eins og köttur um húsið og gera ekki vart við sig, fyrr en einhver tók eftir henni, svo að maður vissi aldrei nema hún stæði að baki manns, athugul óg hlustandi. — „Rannsakaði hann Leah nákvæmlega?“. „Hann .... nei, ekki bein- línis“, sagði Jane. „Hún sagði honum að hún hefði ekki getað sofið undanfarnar nætur þrátt fyrir það að hún hafði tekið svefnpillurnar, og hann ætlar að gefa henni aðrar .... sterk- ari“. „Hann virðist hafa tekið þessu mjög ljett“ Christine starði ásakandi á Jane. „Hann hlýtur að hafa tekið eftir því, hvað hún er veikluleg, en hann gerir varla annað en fárast út af öklanum á þjer“. „Christine, Simon er fyrsta flokks læknir, og ef honum hefði sýnst Leah veik, hefði hann tafarlaust rannsakað hana nánar. Jeg held að það sje varla á þínu færi að segja honum til í hans fagi“. „Hann sefur ekki nálægt henni og heyrir ekki hvernig hún stynur og byltir sjer alla nóttina, og stundum grætur hún“, sagði Christine alvarlega og með spenntar greipar. „Eng inn ykkar heyrir það nema jeg og jeg á auðvitað ekki að segja það. Þið getið hvort eð er ekk- ert við því gert“. „En hvað er að?“, spurði Jane. „Hvers vegna grætur hún? Hvers vegna er hún ó- hamingjusöm? Jeg skil það ekki“. „Nei?“. Bros Christine var dauft og fyrirlitlegt, svo að Jane fannst hún sjálf vera ó- þroskuð og barnaleg, saman- borið við visku Christine — Christine hafði ekki einu sinni orðið sjer til athlægis sem barn, svo að Jane myndi eftir því, en það hafði hún sjálf ver- ið oftar en einu sinni. En það var eins og það hefði aldrei þurft að segja Christine til. „Hvar er Sherida?“, spurði Christine allt í einu. „Jeg hef ekki sjeð hana í allan dag. „Hún fór með pabba á fund- inn hjá A.R.P. Hún ætlar að taka þátt í Ioftvarnaræfingun- um“. „Hún virðist vera farin að gefa sjer tíma til ýmislegs fyrir utan það sem hún á að gera fyrir Leah“, sagði Christine með vandlætingarsvip. „Leah gerir ekki mikið núna“ sagði Jane. „Jeg veit ekki hvernig stendur á því, að það er eins og hún sje búin að missa allan áhuga á ritstörfunum — Jeg held að hún ætli að hætta þeim alveg þegar samningur- inn er útrunninn“. „Já, jeg býst við því að það geti alltaf verið þægilegt fyrir Sheridu að vera búin að æfa sig með loftvarnarliðinu, hvar sem hún verður þegar þar að kemur“, sagði Christine og gaut augunum til Jane, en hún ljet eins og hún sæi það ekki. „Við vérðum öll að leggja fram okkar skerf til einhvers slíks“, sagði hún. „Jeg ætla að fara inn núna. Það er að verða kalt hjerna úti. Jeg get hoppað á öðrum fætinum, ef þú vilt styðja mig“. Ofveðrið, sem lengi hafði verið í aðsigi, skall á snemma um kvöldið. Þegar Sherida fór upp að hátta, var hávaðinn svo mikill af hamförunum í veðr- inu, að hún heyrði varla sjálfa sig hugsa. Sterkir bitar hússins titruðu undan átökunum og vindurinn og regnið lamdi utan gluggana. En húsið var orðið vant þessu veðurfari og veitti öryggi fólk- inu, sem í því bjó. Það var allt of hvasst til þess að opna gluggann, en Sherida slökkti ljósið og dró glugga- tjöldin til hliðar og horfði út Regndroparnir runnu í stríð- um straumum niður gluggarúð una, og himininn var kolsvart- ur, á milli þess, sem allt varð upplýst af eldingu, sem skaut til jarðar. Þetta ætti að verða ljettir, hugsaði Sherida, bæði skræl- þurri jörðinni og ofreyndum taugum manna. St. Aubyn-fólk ið var fætt og uppalið á Corn- wall og veðurfarið hafði áhrif á það eins og fuglana og blóm- in. Það gat vel verið að eyrðar leysi Mallorys þessar síðustu vikur, hefði eins stafað af veð- urfarinu, eins og af einhverj- um persónulegum ástæðum. — Samt sem áður varð Sherida að viðurkenna það, að það olli manni kvíða, að sjá hinu ann- ars óhagganlega rólyndi Mall- orys misboðið. Þessa mánuði, sem hún hafði verið í Basti- ons, hafði hún vanist því að líta á hann, eins og hitt fólkið gerði, sem ímynd öryggis og rólyndis. Elding skar himininn í tvennt og blindaði hana, svo að hún hrökklaðist burt frá glugganum, en áður en þrum- urnar komu aftur, heyrði hún undarlegt hljóð fyrir utan dyrn ar á svefnherbergi sínu. Um leið og þrumurnar skullu, á, svo að undir tók í húsinu, opn- aði hún dyrnar hægt og stóð augliti til auglits við Christ- ine. Hún var klædd morgun- slopp og hjelt á vasaljósi, sem hún hafði auðsjáanlega beint að skráargatinu hjá henni. — | Rauðgult hárið sveipaðist nið- ur um vanga hennar og varð næstum ósýnilegt í myrkrinu. „Christine. Hvað í ósköpun- um ertu að gera hjer?“, spurði Sherida. „Jeg hjelt að þú hefð- „Kvöldskin“ .-í Hjálmars á Hofi íslendingar hafa löngum unnað al- þýðuskáldum sínum og er ástæðan sú tð þau hafa oft fremur öðrum túlkað hug þeirra, raunir þeirra og sár vonbrigði, gleði þeirra og ákafan fögnuð í vísum sínum og ljóðum. Al- þýðuskáldin eru flest úr sveitum landsins, menn og konur, sem hafa setst niður í miðjum flekk eða lagt frá sjer orf eða reku til þess að festa á blað í rímuðum urðum þakkir sínar til gjafarans allra góðra niuta fyrir eina ógleymantega sólskinsstund á rosasumri eða hressandi skúr eftir langvarandi þurrk, eða kvitta fyiir einn heitan ástarkoss frá sumrinu sem leið. Stundum er tilefnið kannske kuldalegt tilsvar. Hjálmar á Hofi er eitt kunnasta alþýðuskáld núlif- andi, fjörmikill, heitur og harðskeyttur. Hann minnir helst á íslenskan goshver, duttlungafullur og hörkuleg- ur við fyrstu sýn, en borgar margfalt það. sem honum er veitt. Lengi og oti hafa íslenskir bókaútgefendur lagt hart að Hjálmari að fá að gefa út ljóðin hans, en Hjálmar kemur, þegar honum hentar og ekki fyrr. Nú er hann tilbúinn með bók, sem hann hefur sjálfur valið kvæðin í, og henni mun áreiðanlega verða fagnað um byggðir íslands. í ljóðabók Hjálmars, sem hann nefnir ,,Kvöldskin“, eru öll ljóð hans, eldri og yngri, þau sem hann er sjálfur ánægður með. Bókin verðui" seld í mjög fallegu bandi og kostar kr. 45.00 til áskrifenda, en vegna pappírsvandræða verður upplag að takmarkast við pantanir. Hjálmar geiur ljóðin út á eigin kostnað, eins og fyrri bók sína, sem hann gaí út 1928, en hann hefur falið okkur að annast afhendingu til áskrifenda og sölu til bókaverslana. Undirr....... gerist hjer með áskrifandi að bók Hjálmars á Hofi, KVÖLDSKIN, og lofar að greiða bók- ina við móttöl-u, innbur.dna á kr. 45.00. Nafn .................................. i Heimili...............-................ Póststöð 1. tbl. 3. árg. Tónlistarblaðsins Musica er nú komið út. — Efni blaðsins að þessu sinni er m. a.: Efniságrip Bláu kápunnar, eftir Lárus Sigurgjörnsson, rithöfund, Franska tónskáldið Erik Satie, eftir Henri T. Meyer, 3. frjt.ttabrjefið frá Ítalíu, eftir Ólaf Jakobsson, Saga Tónlistai innar 9. grein, eftir Vagn Kappel, Lag á . nótum, Nú skal jeg fagna lag Karls Sigurðssonar, texti ' Bryndýs Jónsdóttir, Víðsjá, smáfrjettir, Molar o. m. fl. ; ATHUGIÐ að Musica kostar nú aðeins kr. 5 00 í lausa- j : sölu og kr. 32.00 til áskrifenda (fyrir 10 tbl.). ■ .................................................... D ■ ’i'- » Gerist því ásluifendur. S : TÓNLISTABLAÐIÐ MUSICA ■ . • ■ afgreiðsla Laugaveg 58, símai 3311 og 3896. E ■ ................................................... AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.