Morgunblaðið - 21.03.1950, Blaðsíða 6
6
MOtil, LHULAOIÐ
Þríðjudagur 21 mars 1950.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmunusson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók,
kr. 15.00 utanlands.
Lággengi og lífsafkoma
VIÐREISNARTILLÖGUR fyrrverandi ríkisstjórnar, sem
núverandi ríkisstjórn síðar gerði að sínum, hafa nú verið
lögfestar og eru komnar til framkvæmda. Hinu skráða
gengi íslensks gjaldmiðils hefur verið breytt í samræmi við
ákvæði laganna. Um þessa ráðstöfun er það fyrst að segja,
að það er í sjálfu sjer jafnan mjög óæskilegt, að þurfa að
lækka gengi gjaldeyris síns. Það hlýtur að vera vilji hverr-
ar þjóðar að gjaldeyrir hennar sje sem verðmestur, kaup-
máttur hverrar einingar hans sem mestur. Lággengi þarf
þó engan veginn að þýða þröngan kost eða versnandi lífs-
kjör almennings. Ef framleiðslu þjóðarinnar vegnar vel og
jafnvægi skapast í þjóðarbúskapnum, eru lífskjörin tryggð.
Tilgangur þeirrar gengisbreytingar, sem hjer hefur verið
framkvæmd, er einmitt þessi, að draga framleiðsluna upp
úr fúafeni hallareksturs og ríkisstyrkja, koma á jafnvægi í
viðskiptunum við útlönd og rekstri þjóðarbúsins inn á við
og treysta atvinnugrundvöll almennings.
Þessi gengisbreyting er í raun rjettri aðeins staðfesting
á þeirri staðreynd, að íslenskur gjaldmiðill er fyrir löngu
fallin í verði. Á það hefur margsinnis verið bent bæði af
hagfræðingum okkar og öðrum, sem um þessi mál fjalla.
Það er þessvegna rangt að hún hafi í för með sjer stórfellda
nýja kjaraskerðingu fyrir almenning. Afleiðingar lágengis-
ins eru löngu komnar fram og hafa að sjálfsögðu bitnað á
þjóðinni í heild á fjölmarga vegu.
Gengisbreytingunni er ætlað það hlutverk að veita nýju
lífi í útflutningsframleiðsluna, útrýma hallarekstrinum og
ríkisstyrkj unum. Ef að það tekst, og það verður að takast,
er afkomu þjóðarinnar borgið. Launþegar þurfa þá ekki að
kvíða atvinnuleysi og versnandi lífskjörum. Landbúnaðar-
framleiðendur þurfa þá ekki heldur að óttast markaðs-
kreppu vegna slæmrar afkomu fólksins við sjávarsíðuna.
Verslun og iðnaður hagnast hinsvegar á bættu gjaldeyris-
ástandi, rýmri innflutningi og frjálsari verslunar- og við-
skiptaháttum.
Þetta er tilgangur þeirrar leiðrjettingar, sem gerð hefur
verið á hinu skráða gengi íslenskrar krónu. Takmark henn-
ar er að viðhalda í landinu mannsæmandi lífskjörum en
koma í veg fyrir það öngþveiti og örbirgð, sem við hlaut
að blasa ef eigi hefði verið að gert.
Öll þjóðin á mikið undir því, að þessu takmarki verði
náð. Þessvegna verða allar stjettir hennar að leggjast á eitt
um að stuðla að því. Við íslendingar megum ekki gerast
okkar eigin böðlar með því að eyðileggja þessa ráðstöfun,
en það gerum við ef við tökum nú til við að hækka fram-
leiðslukostnað bjargræðisvega okkar og rænum þá þar með
því læknislyfi, sem gengisbreytingin átti að vera þeim.
Það hefur hent fleiri þjóðir en okkur að þurfa að lækka
gengi gjaldmiðils síns. Á gengi flestra Evrópumynta hefur
orðið veruleg breyting síðan að síðustu heimsstyrjöld lauk.
Tilgangur gengisbreytinganna hefur verið hinn sami meðal
þessara þjóða og hjá okkur nú, að efla útflutningsfram-
leiðsluna og tryggja þar með afkomu einstakra atvinnu-
stjetta og þjóðarinnar í heild.
Það hafa ekki aðeins verið fámennar þjóðir og fátækar,
sem breytt hafa gengi sínu. Ríkustu þjóðir Evrópu eins
og Bretar og Frakkar, hafa lækkað gengi gjaldmiðils síns.
Það eru heldur ekki ákveðnir stjórnmálaflokkar, sem hafa
gengislækkanir á stefnuskrá sinni og standa að framkvæmd
þeirra. Það getur ekki verið keppikefli neins stjórnmála-
llokks að framkvæma slíka ráðstöfun. En nauðsyn hennar
getur barið að dyrum, hvaða ríkisstjórnar sem er og hefur
gert það. Þessvegna hafa ríkisstjórnir verkamannaflokka og
sósíalista þrásinnis orðið að framkvæma gengislækkanir, nú
síðast í Bretlandi, Finnlandi, Danmörku og fleiri löndum.
En jafnhliða gengisbreytingunni þurfa að gerast fjöl-
margar aðrar ráðstafanir: Alþingi og ríkisstjórn verða nú
að tryggja skynsamlega afgreiðslu fjárlaga og framkvæma
víðtækan sparnað í meðferð ríkisfjár. Það hlýtur að vera
krafa þjóðarinnar. Það e|r, ennfremur eitt skilyrðanna fyrir
því að sú viðreisn takist, sem að er stefnt með þeim ráð-
, stöfunum, sem nú hafa ýerið lögfestar.
w.-
\Jibar áhrija
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Það vantar vinnuföt
VERKAMAÐUR hefur sent
dálkunum línu og beðið þá að
hreyfa því, hversu lítið fæst nú
af vinnufötum í verslunum
(Mbl. s. 1. sunnudag). „Það
horfir til vandræða“, skrifar
hann, ,,ef ekki verður úr bætt“.
Auðvitað er þetta hárrjett
hjá manninum, og megnasta
furða, hvernig þessu máli er
komið. Því verður ekki neitað,
að við eigum við mikla erfið-
ieika að etja þessa dagana og
að stefna verður að sparsemi
og hagnýtni, ekki síst þár sem
erlendi gjaldeyririnn er annars
vegar. En ef fólkið á að vinna,
verður það að hafa fötin til
þess, vinnufötin, vetlingana,
stígvjelip, og þar fram eftir göt-
unum.
Það ætti hver heilvita maður
að sjá.
•
Hversvegna slíka
skömmtun?
ANNARS hefur sá, sem þessar
línur ritar, frá upphafi furðað
sig á því, að tekin skyldi upp
skömmtun á vinnufatnaði. Slík
skömmtun á alls ekki að vera
nauðsynleg, með þeim sjálf-
sögðu forsendum, að nægar
birgðir af vinnuklæðnaði sjeu
jafnan fyrir hendi. En sjeu þær
það ekki, eins og t. d. þessa
dagana, er ,,systemið“ bilað, svo
ekki sje meira sagt.
En skömmtun á vinnufatnaði
á að vera ónauðsynleg, af þeirri
einföldu ástæðu, að enginn hfil
vita maður kauþir sjer fleiri
nankinbrækur en hann þarf
nauðsynlega á að halda. Okkur
kemur ekki til hugar, að halda
hvíldardaginn heilagan vinnu-
klædd, nema þá nauðsyn krefji.
Við höldum tryggð við nýpress-
uðu sunnudagafötin og eigum
langt í frá þá ósk heitasta, að
fá að fylla alla skápa okkar
samfestingum.
Vantar vinnu.
HOLLENDINGURINN W. v. j
Keppel, Soetdykschekade 113,
den Haag, Hollandi, sendir
Morgunblaðinu línu og biður
það vinsamlegast að spyrjast
fyrir um meðal lesenda sinna,
hvort einhver þeirra geti ekki
útvegað honum vinnu á íslandi.
Hann lætur þess ógetið, hvað
hann vill starfa, en upplýsir
á hinn bóginn, að hann kunni
hollensku, frönsku, þýsku og
ensku.
•
Spyr um Ianda sína.
BRJEF hans til Morgunblaðs-
ins er á ensku, en í því er inn-
skot á móðurmáli höfundarins.
Það er á þessa leið: Wie kan
jonge Hollander aan work help-
en in Ysland? Brieven: W. v.
Keppel, Soestdykschekade 113,
den Haag, Holland.
Að lokum spyr van Keppel,
hvort margir Hollendingar
dveljist á íslandi og sje þar
nokkur Hollendingabyggð?
•
íslenskar skyrtur.
DAGLEGA lífið hefur verið
beðið um að koma þeirri fyrir-
spurn til rjettra aðila, hvort
ekki sje hægt að beita meiri
fjölbreyttni en nú í sambandi
við karlmannaskyrturnar, sem
hjer eru framleiddar. Efnið er
oft hið ákjósanlegasta, en snið-
ið leiðinlegt og einstrengings-
legt.
Á því er enginn vafi, að skyrt
-urnar gætu orðið mun klæði-
legri en nú og raunar engu
lakari en þær erlendu.
•
Ef tiljinn er fyrir
hendi.
NÚ ÆTTU framleiðendurnir að
taka sig til, ná í eitthvað af nýj-
um erlendum fyrirmyndum og
gleðja karlmennina með meiri
fjölbreytni á skyrtumarkaðin-
um. Það mun að vísu hægur
vandi að selja karlmannaskyrt-
ur þessa dagana, en vissulega
yrði það þegið með þökkum. ef
úrvalið gæti orðið eitthvað
meira og betra.
Það er athyglisvert, að ís-
lenskar skyrtur eru ekki nær
því eins þægilegar og margar
erlendar tegundir. Þær íslensku
vilja fara ver og vera eitthvað
pokalegri.
En þessu ætti sem sagt að
vera hægt að kippa í lag, ef
viljinn er fyrir hendi.
Læstar dyr.
LOKS má vekja athygli á því,
að lyklar að sumum tegundum
smekklása hafa ekki fengist
hjer um langt skeið. Um leið
og þetta er sannarlega í meira
lagi bagalegt, lýsir það svo
mikilli flónsku, að engu tali tek
-ur.
Auðvitað liggur í augum
uppi, að það er þýðingarlaust
að halda upp á lása, sem engir
lyklar ganga að. Árangurinn er
svo sá, að þegar síðasti lykill-
inn glatast (og það er dæma-
laust auðvelt að glata lykli) og
enginn fæst í staðinn, er lásinn
numinn burt og annar settur í
staðinn.
Einfalt dæmi.
GJALDEYRIRINN, sem farið
hefði til kaupa á nýju lykla-
efni, hefur „sparast". En ágæt-
ur lás er kominn út á ösku-
hauga, hefur vikið fyrir nýj-
um, sem hefur þann höfuðkost,
að til eru lyklar, sem opna
hann.
Það þarf væntanlega ekkert
einstakt reikningshöfuð til þess
að sjá, að með þessu móti fer
talsverður gjaldeyrir í súginn.
Það er dýrara að kaupa nýja
lása erlendis en efnið í lyklana
að þeim gömlu.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
Þeim ler Ijöleandi i Frahklnmli, seffi drekka sig í hel.
Eftir Russel Howe,
frjettamann Reuters.
PARÍS. — Enda þótt vín sje nú
40 sinnum dýrara í Frakklandi
en fyrir stríð, þá drekka fleiri
Frakkar sig nú í hel en nokkru
sinni fyrr. Tölur, sem franska
heilbrigðismálaráðuneytið hef-
ur birt, sýna, að dauðsföll
vegna ofdrykkju eru nálega
helmingi fleiri 1948 en 1947.
• •
ABSINT BANNAÐ
MEÐAN Þjóðverjar hersátu
Frakkland, var alger vínþurrð-
ur í landinu. Er svo sterk vín
flæddu yfir það á ný, urðu á-
hrifin verri en svartsýnustu
menn hafði rennt grun í.
Absint, sem sumir kalla „hæg
fara sjáífsmorð“ var bannað
1915. Pastis kom í staðinn, en
það var bannað 1940. Fyrir
skömmu hefur stjórnin viljað
gefa þessar víntegundir frjálsar
á ný til að hafa af þiem skatta.
Þeirri hugmynd hefur þó verið
vísað á bug, þar sem þar
væri um nokkuð kaldrif jaða leið
að ræða til að stuðla að „við-
reisn“ landsins.
• •
1302 LÍETUST VEGNA
OFDRYKKJU 1948
SÁ drykkur, sem nú er sterk-
astur' og jafnframt falur hvar-
veÍna, er pernod. Hefur það að
geyma a.m.k. 40% vínanda, en
vinsælasti drykkurinn er þó
rauðvín.
Mesta drykkjuskaparárið í
Frakklandi fyrir-stríð var 1936,
en þá ljetust 1140 manns af of-
drykkju, 1944 var dánartalan
232, 1946 457, 1947 721 og 1948
dóu 1302 vegna ofdrykkju.
• •
ÞJÓRARARNIR EKKI
TALDIR MEÐ
ÞESSAR tölur fela þó alls ekki
í sjer þá, sem vínneysla hefur
flýtt fyrir að einhverju leyti,
en vafalaust hefur margur þjór
arinn farið um aldur fram, en
yfir þá ná engar skýrslur.
• •
SKÝRSLA GEÐ-
VEIKRAHÆLANNA
GEÐVEIKRAHÆLIN skýra og
frá því, að sjúklingum hafi
fjölgað, þar sem ástæðan er of-
nautn áfengis. Árið 1945 voru
641 þess konar geðsjúklingar,
1947 963, en 1948 voru þeir
orðnir 1666. Sömu hæli telja, að
hjá 43% þeirra barna, sem þar
dveljast, sje geðbilunin að
kenna áfengisneyslu foreldra
þeirra eða annarra náinna ætt-
ingja.
• •
DÓMSMÁLARÁÐU-
NEYTID SEGIR FRÁ
ÞÁ hefur' dómsmálaráðuneytið
látið orð í belg. Þrjú stór fang-
elsi hafa birt skýrslu um málið.
Þar segir, að 14,5% fanganna
hafi verið dæmdir fyrir glæpi,
er þeir frömdu undir áhrifum
áfengis, 15,5% þeirra voru ó-
læknandi drykkjusjúklingar og
25,3% voru andlega slappir
vegna drykkjusjúkdóms foreldr
anna.
VERST í VÍNYRKJU-
HJERUÐUNUM
í VÍNYRKJUHJERÖÐUNUM í
Frakklandi er samband dauð-
ans og flöskunnar enn nánara
en hjer hefur lýst verið. í Cal-
vados í Normandí eru framleidd
ódýr vín og sterk. Árið 1948
frömdu drukknir menn 53%
glæpanna þar. Svipuðu máli
gegndi í Saone og Deux-Sevres.
• •
6,4 MILLJ.
VINNUDAGAR
Á ÞESSU ári ráðgera Frakkar
að verja feikilegum fjárhæðum
til lækningar drykkjusjúkling-
um, í sjúkrahús, alls konar
hæli, hjúkrun og aðra aðstoð.
En það er líka á ýmsan annan
veg, sem verðmæti fara for-
göiðum vegna drykkjuskapar-
ins í Frakklandi, sem annars
staðar. — Árið 1948 töpuðust
6,393,225 vinnudagar vegna
drykkjuskapar.