Morgunblaðið - 25.03.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.03.1950, Blaðsíða 12
YEBURÚTLITTÐ. FAXAFLÓI: All-Iivass suðaustan. — Rign- •ng. —_________ Hundrui fdgira Eiafa lokað fyrir göngy fisks í Fiéann fiskimiðunum og bátaútgorð við Faxa- ftéa er sletnt í voða, segja sjómenn SJÓMENX á bátaflotanum úr verstöðvunum hjer við Faxaflóa, t afa Skýrt frá því, að á hinum venjuiegu fiskimiðum bát- anna, á þessum tíma árs, sje nú svo gífurlegur fjöldi togara, að annar eins hefir ekki sjest þar, að flestra dómi. Sjómenn telja, að setja megi í samband við þennan aðgang togaranna, þá óvenjumiklu aflatregðu, sem verið hefir hjer í Faxaflóa. Vilja sjómenn líkja ástandiiiu á miðunum við sam- feldan vegg af botnvörpu, sem hreint og beint loki fyrir göngu fisksins inn á grunnmiðin. Ótölulegur fjöldi Um töiu togaranna sem eru F.jer í mynni Faxaflóa er ekki vitað. En þeir eru á svœðinu allt frá Jökuldjúpi, það er suð- vestur af Snæfellsnesi, og suð- ur á Eldeyjarbanka. Þarna eru allra þjóða skip, frönsk, spönsk. belgisk, þýsk, bresk, færeysk og svo íslensku togar- arnir. Sjómenn hafa talið á litlu svæði eina 60 togara í hnapp. Gtfur þetta nokkra hugmynd um skipafjöldann. ÁHt Akurnesinga 1 símtali við Sturlaug Böðv- arsson útgerðarmann á Akra- Kesi í gær, skýrði hann frá þvi að Akurnesingar settu afla- tregðuna í Flóanum í samband við þessa miklu mergð togara. fíagði hann skipin vera á hinum venjulegu miðum bátanna, en að ætla sjer að sækja dýpra út, væri einnig tilgangslaust fyrir vjelbátana. í gær fóru aðeins níu bátar á sjó frá Akranesi af 18. Hinir töidu ekki borga sig, vegna' afla tregðunnar, að fara út. Afli þe. ara níu báta var frá hálfu öðru tonni upp í þrjú tonn. — Fiaflavíkurbátar fengu í gær tvö íj.1 íjögur tonn á bát. Alvarlegt mál Borgþór Guðjónsson skip- stjóri telur, að hjer sje að skap- aV vandamál, sem skjótlega þarf-að taka til athugunar. — Fiskimiðunum er stefnt í voða, og þar með útgerð bátaflotans, með áframhaldandi átroðningi s 'ks fjölda togara. Óvíst um áframhald vertíðar Ef ekki verður breyting á til V: tn-gðar, um aflabrögð, nú um » ínaðamótin, þá er óvíst um áframhaldandi útgerð, það sem eftir er vertíðar, sagði Sturlaug iu Böðvarsson. Og fyrirsjáan- I -gt er, að v^rtíðin hjer verður tneiri en helmingi verri en á » ■ jðal-vertíð, sagði hann að lukum._________________ fnnanfjeiags hnefa- kíkmél Ármanns ‘ÁRivIANN heldur innanfjelags- t ref-aleikamót á morgun í f xóttahúsinu við Hálogaland l 4 e.h. Keppendur verða alls 19 í ítta þyngdarflokkum. í þunga- v^_t eigast við Jens Þórðarson cg Jón Ólafsson. Ánægjufecir hljónt- í GÆRKVELDI hjelt Sinfóniu- hljómsveitin, aðra hljómleika síná. í Austurbæjarbíó. — Húsið var að vonum þjettskipað áheyr endum. Dr. Urbantshitsch stjórnaði hljómsveitinni, en með henni söng Guðmundur Jónsson barrytonsöngvari. Var hljóm- leikunum mjög vel tekið, og hljómsveitarstjóri, einsöngvari og hljómsveitin, hyllt mjög af áheyrendum og þakkað fyrir ánægjulega hljómleika. Á MORGUN, sunnudaginn 26. mars kl. 2 e. h., flytur Jón Jó- hannesson dósent fyrirlestur í hátíðasal háskólans, er hann nefnir: „Brot úr heimsmynd íslend- inga á 13. öld“. í-gamalli íslenskri heimslýs- ingu segir svo: „Af Bjarmalandi ganga lönd óbyggð of norðurætt uns við tekur Grænland. Suður frá Grænlandi er Helluland. Þá er Markland. Þá er eigi langt til Vínlands hins góða, er sumir menn ætla, að ^angi af Afrika, og ef svo er, þá er útaf inn- fallanda á milli Vínlands og Marklands“. Fyrirlesarina mun ræða um, hvernig þessi heimsmynd hafi skapast og hversu algeng hún hafi verið. — Fyrirlesturinn hefst stundvíslega kl. 2 og er öllum heimill aðgangur. Minkafrumyarpið komið íi! 2. umr. í Ed. Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær var frumvarpinu um bann við minkaeldi vísað til 2 umr. Engar umr. urðu um máliÁ — Enn fremur var frumv. til jarð- ræktarlaga vísað til 2 umr; og landbúnaðarnefndar. í neðri deild var aðeins tekið fyrir eitt mál, frv. Alþýðuflókks manna um breytingar á tekjh- og eignaskattslögunum. Mælti Gylfi Þ. Gíslason fyrir frumv. eg var því, að ræðu hans lok- inni, vísað til 2. umr. og fjár- hagsnefndar. ✓, TUGÞÚSUNDIR manna í Indlandi eru nú rannsakaSar við berklum á vegmn Sameinuðu þjóðanna. — Hjer sjest norsk hiúkrunarkona og indvcrskur piltur. Á. FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ var komu 20—30 menn saman á umræðufund í veitingastofunni „Höll“ í Austurstræti, til þess að ræða um möguleikana á því, að komið verði upp „Bænda- heimili11 hjer í Reykjavík, er yrði samkomustaður fyrir bænd- ur, sem dvelja hjer í bænum um lengri eða skemmri tíma og aðra, sem hafa áhuga fyrir málefnum bændastjettarinnar. „Hiíf" framlengir kaup- og kjara- samninga I GÆR var undirritað sam- komulag milli Hlífar í Hafnar- firði, atvinnurekenda þar í bænum og Hafnarfjarðarbæjar, þar sem kaup- og kjarasamn- ingar milli þessara aðila voru framlengdir um óákveðinn tíma. Samningarnir eru uppsegjan- legir með mánaðar fyrirvara. Á FIMMTUDAGSKVÖLD fóru leikar þannig í handknattleiks- mótinu, að KR vann SBR í meistaraflokki kvenna með 6:2. III. flokki kvenna unnu Hawk- ar Fram með 3:2. í I. flokki karla vann Ár- mann SBR með 8:7 og Valur Fram með 5:3. í III. flokki karla vann Vík- ingur Fram með 7:4 og KR Val með 4:2. Staðan í III. flokki er nú þannig: L St. Mörk Ármann . . . .. 3 6 14:5 KR . . 4 5 14:9 Víkingur . . . . . 3 4 11:9 Valur . . 4 4 10:13 FH .. 3 1 8:11 Fram .. 3 0 8:13 * Fundarboðendur voru þeir Benedikt Gíslason frá Hofteigi og Arnór Sigurjónsson fyrrv. skólastjóri. Arnór hefir gengist fyrir því norður á Akureyri, að haldnar væru þar samkomur eða um- ræðufundir, til þess að ræða um ýms málefni sem snerta búskap og hugðarefni bænda. Þessir tóku til máls á fund- inum, auk fundarboðendanna, Gísli Kristjánsson, ritstjóri Freys, alþingismennirnir Pjetur Ottesen og Jörundur Brynjólfs- son og Hannes Pálsson frá Und- irfelli. Búnaðarfjelagshús við Hagatorg í ráði er, sem kunnugt er, að Búnaðarfjelag íslands reisi stór hýsi vestur við Hagatorg á Melunum og hefir bæjarstjórn- in vísað á lóð undir byggingu þessa. í þessu væntanlega Búnaðarfjelagshúsi eiga að vera þau salarkynni, sem hentug yrðu fyrir samkomur bænda. Jafnframt yrði þarna gistiheim- ili fyrir bændur, sem yæru hjer á ferð. Ákveðið var á fundi þessum að „Höll“ að boða til annars fundar bráðlega, og þess vænst, að Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra kæmi á þann fund, og skýrði frá því, hvar komið værí undirbúningi undir húsbyggingu Búnaðarf jelagsins, og hvernig sú byggjng myndi fullnægja óskum manna, um slíkt „Bændaheimili“, er fund-' arboðendur hafa í huga. i BALDUR GUÐMUNDSSON skrifar grein um bátaútveginn og styrki til hans. Grein á bls, 7. 491 Ný þmgtnál: Frliuíi rjúpunnar JÓN PÁLMASON og Bjarn! Asgeirsson flytja á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um frið- uri rjúpú, svöhljóð'andi: „Alþingl ályktar að fela rík- isstjórriintíi að alfriða rjúpu fyr- ii skotum um næstu 5 ár frá fyrsta sumardegi n. k.“ í greinargerð segir svo: Undanfarin ár hefur rjúpum fækkað raunalega mikið í landi voru. Er það í sjálfu sjer ekki svo undarlegt, þegar þess er gætt, hve gífurleg ásækni hefur verið í að drepa þennan merki- lega rrytjafugl. Flutningsmenn þessarar tillögu telja miklu varða að komá í veg fyrir, að rjúpunni verði útrýmt, og því , leggja þeir til, að hún verði al- friðuð um. 5 ára skeið til að byrja með. „Suonií" kveffur finnsku irsfafajónin FINNSK-ÍSLENSKA fjelagið „Suomi“ hjelt söngkonunni Tii Niemelá og ~ manni hennar Pentti Koskimies, kveðjusam- sæti s. 1. fimm£udagskvöld í Tjarnareafé. Brynjólfur Jóhínnessori skemmti þar með upplestri, Árni Stefánsson og dr. Sigurð- ur Þórarinssori sýndu kvik- mynd frá Vatnajökulsleiðangri og Tii Niemelá söng með undir leik manns síns. Að lokum ávarpaði formað- ur „Suomi“, Jens Guðbjörnsson, finnsku gestina, þakkaði þeim fyrir komuna hingað og færði þeim litla minningargjöf, borð- fánastöng með íslenska fánan- um- — Þau hjón hafa beðið blaðið að færa hinum mörgu vinum sínum, sem þau eignuð- ust hjer, bestu þakkir fyrir frá- bærar móttökur. Finnsku listahjónin fóru hjeð an í nótt áleiðis heim. í haust munu þau fara til Bandaríkj- anna og halda þar hljórnleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.