Morgunblaðið - 18.04.1950, Síða 5
Þriðjudagur 18. apríl 1950.
MORGUNBLAÐIÐ
Kristjáns beif. Sig-
urðssonsr, kennsra
á Akureyri, minnsl
AKUREYRI, 17. apríl. —
Kristjáns Sigurossonar frá Dag
Verðareyri, er andaðist þann 7.
þ. m., að heimili sínu að Odda-
götu 1, Akureyri, var minnst
fneð hátíðlegri athöfn þann 12.
þ. m. í Gagnfræðaskóia Akur-
eyrar, en þar hafði hann verið
kennari s. 1. 4 ár. Viðstaddir
voru, auk ættingja hans, kenn-
arar skólans, nemendur,
fræðsluráð o. fl. Sk.ólastjórinn,
Þorsteinn M. Jónsson, flutti
Eijartnæma minningarræðu og
lagði út af orðum fjallræðunn-
ar; Sælir eru hógværir, því að
þeir munu landið erfa. Á und
an og eftir ræðu skólastjórans
Voru sungnir sálmar undir
Etjórn Áskels Jónssonar.
Minningarathöfn í Akureyr-
arkirkju fór svo fram þann 15.
' þ. m. kl. 11 f. h. Nemendur
Gagnfræðaskólans stóðu heið-
tirsvörð við kirkjudyr. Gamlir
tneðlimir söngfjelagsins Heklu
báru kistuna í kirkju. Sjera
Friðrik J. Rafnar vígslubiskup
flutti ræðu. Úr kirkju báru
kennarar kistuna. Var hún þá
flutt að Dagverðareyri, ættar-
óðali hins látna. Þar flutti sr.
Sigurður Stefánsson á Möðru-
völlum húskveðju kl. 2 e. h.
við fjölmenni. Jarðsett var að
Glæsibæ. Þar flutti og sr. Sig-
urður Stefánson ræðu. Karla-
kór söng við allar athafnirnar,
er fram fóru þ. 15. Stjórnaiidi
var Jóhann O. Haraldsson, er
Ijek ennfremur á orgel.
H. Vald.
Yfirlýsing frá Rug-
mönnum Flugfjel.
fslands b.f.
VEGNA fullyrðinga Þjóðvilj-
nns um öryggismál flugsins,
að undanförnu og dylgjur um
að farþegaflugvjelar bær, sem
flogið hafa síðan um áramót,
sjeu ekki í góðu ásigkomulagi
og þá ekki síst að skoðanir og
aðgerðir á þeim sjeu ekki í
jgóðu lagi, vildum við undirrit-
aðir starfandi flugmenn hjá
Flugfjelagi íslands h.f., lýsa
því hjermeð yfir að allar þess-
ar flugvjelar hafa verið í góðu
ásigk.omulagi og þeim vel við
haldið. Allar skoðanir og að-
jgerðir hafa verið unnar af ná-
kvæmni og alúð af Brandi Tóm
assyni, yfirvjelvirkja F. 1, eða
tindir hans stjórn, enda berum
við til hans fullkomið traust.
Við vilaum geta þess að lok-
um, að allar þessar flugvjelar
hafa, frá okkar sjónarmiði sjeð,
verið í betra ásigkomulagi síð-
an um áramót, heldur en áð-
yr.
Þesar dylgjur Þjóðviljans
Um að teflt sje á tæpasta vað-
lð, hvað öryggi snertir, eru því
fiilefnislausar með öllu.
Rvík, 15. apríl 1950.
Jóhannes R. Snorrason,
Sigurður Ólafsson,
Gunnar Frederiksen,
Þorstemn E. Jonsson,
Hörður Sigurjónsson,
Anton Axelsson.
Samsöngur karle-
kórsins Geysis
AKUREYRI, 15. apríl: —
Karlakórínn Geysir hjelt sam-
söng í gærkveldi undir stjórn
Ingimundar Árnasonar. — Við
hljóðfærið var Árni Ingi-
mundarson. Á söngskrá voru
alls 30 lög, en kórinn valdi úr
þeim 15 til flutnings. Af is-
lenskum lögum voru flutt lög
eftir Björgvin Guðmundsson,
Karl Ó. Runólfsson, Pál ís-
ólfsson, Sigfús Einarsson, Sig-
urð Þórðarson, Sigurð Ágústs-
son og íslensk þjóðlög raddsett
af Emil Thoroddsen. Ennfrem-
ur söng kórinn lög eftir ýmsa
erlenda höfunda- Einsöngvarar
voru Hermann Stefánsson og
Kristinn Þorsteinsson. Sóló-
kvartett söng, sem í voru þeir
Jóhann Guðmundsson, Her-
mann Stefánsson, Sverrir Páls-
son og Guðmundur Gunnars
son. Húsið var fullskipað til-
heyrendum, er tóku söngnum
ágætlega. Voru mörg viðfangs-
efnanna endurtekin. — Söng-
stjóranum bárust margir
blómvendir. — H. Vald.
!
Merklleg tilraun með **um wrnar-
beitarfé í Gunnarsholti±aAtoi 1 Nd'
er besla friar-
tryggingin
CHARLOTTESVILLE, 14. þ.m.:
— Louis Johnson, landvarna-
ráðherra Bandaríkjanna, hefir
haldið ræðu í háskólanum 1
Virginia- Kcmst hann m. a. svo
að orði, að Vesturlönd mundu
bera sigur af hólmi í viðleitni
þeirra til að varðveita frelsið í
heiminum. Ljet hann þá skoð-
un sína í ljós, að friðurinn yrði
best tryggður með því að hafa
augljósa yfirburði fram yfir
hvern þann, sem kynni að vilja
rjúfa hann.
„í þessari baráttu munu
Bandaríkin standa við hlið vina
sinna handan hafsins og veita
þeim hernaðar- og efnahagsað-
stoð að því leyti, sem þörf og
ástæður segja til um“.
Aidargamall þjénandi
presfur syngur messu
TOCKENHAM, wiltshere. —
Sóknarpresturinn í Tockenham
síra Cooper, á nú senn aldar-
afmæli. Hefir hann í hvggju.að
messa sunnudaginn 16. júlí n.k.
en fáir eða engir þjónandi prest,
ar hafa orðið til þess áður að
messa hundrað ára. Þetta verð-
ur seinasta messa síra Coopers,
því að hann ætlar að segja af
sjer prestskap, er hann hefir
leyst hana af hendi.
Árið 1892 f jekk hann brauð-
i.ð í Tockham, og enn þann dag
í dag fer hann gönguíerðir um
þorpið á hverjum degi, stansar
öðru hverju og tekur menn tali.
Hann heyrir vel, ritar örugga
hönd og sjer býsna vel þótt
hann sjái ekki til að lesa
Það er nú orðið sjaldan, sem
síra Cooper syngur messu. cn
þó kemur það stundum fyrir.
Það er heldur ekki lengra síðan
en í fyrra, að hann skírði sonar
sonarson sinn þá nálega 99 ára
gamall. — Reuter.
RUNÓLFUR Sveínsson, sand-|
græðslustjóri, sagði mjer fráj
merkilegri tilraun, sem hann
gerði austur í Gunnarsholti í
fyrrahaust, með beit og slát-
urfje. Hann skýrði svo frá:
Skipt í flokka.
„Þann 7. sept. byrjaði athug-
un þessi. Við tókum 60 dilka
hjá Boga Thorarensen á Kirkju
bæ og skiptum þeim í þrjá
jafna þyngdarflokka, þannig,
að við tókum þrjá dilka, sem
voru að heita mátti eins að
þyngd og settum sinn í hvorn
flokkinn, og þannig koll af kolli
þangað til í hverjum flokki voru
20 dilkar.
Einum flokknum var svo
slátrað strax, öðrum var sleppt
aftur, með ánum í heimagirð-
ingu á Kirkjubæ, og briðji
flokkurinn var tekinn undan
ánum og settur á beit á rækt-
að land í Gunnarsholti.
Eftir 30 daga.
Eftir 30 daga var báðum
flokkunum slátrað, sem eftir
voru. Kom þá í ljós, að dilkarn-
ir, sem voru undir ánum, höfðu
þyngst að meðaltali um 2 kg.
af kjöti á þessum mánuði. En
hinir, sem höfðu verið færðir
frá, og voru á rækaða landinu
móðurlausir, höfðu þyngst um
nál. 4 kg.
Kjötþyngd þeirra dilka, sem
gengu með ánum, var 12,25 kg.
að meðaltali, en kjötbungi
hinna, sem voru á ræktaða land
inu, var 14.20 kg.
Til þess að gera samanburð-
inn fyllri, verður að geta bess,
að af skrokkum dilkanna, sem
gengu undir ánum, komust að-
eins þrír í 1. gæða Ifokk, helm-
ingurinn í 2. flokk og þriðjung-
ur í 3. flokk. En kjötið af öilk-
um þeim, sem voru á ræktaða
landinu, dæmdist þannig, að
11 skrokkar komust í 1. flokk,
9 í 2. flokk enginn lenti í þriðja
flokki.
Ein dilkær hafði komist út úr
Kirkjubæjargirðingunni í milli
tíð, og kom fram í skilarjett-
um á næsta bæ. Hún hefir
sennilega lent í tveggja sólar-
hringa innistöðu, og verið á
flæking um sveitina nokkra
daga. Lambið undir þessori á,
var það eina af 40, er þarna
var slátrað, - sem hafði ljest á
undanförnum 30 dögum. Hin
öll höfðu þyngst.
Sauðfje verður beitt
á ræktað land.
„Það er mín skoðun“, segir
Rúnólfur, „að menn geri sjer
ekki grein fyrir því, hversu hin
mikla yfirferð og rás sauðfjár-
ins tekur á það og gerir það
rýrara til íráfalls.
Menn gera sjer heldur ekki
grein fyrir því að jafnaði, hve
fjallgöngurnar eru dýrar.
Jeg er sannfærður um, að
eftir því sem ræktunin eykst,
eftir þvi verður fjeð meira haft
á ræktuðu landi og minna hirt
um afrjettirnar. Og þegar tím-
ar líða, þá mun það fara svo,
að afrjettirnar verða girtar af,
til þess að komast hjá því að
sauðfje rási þangað.
í Rangárvallasýslu eru menn 1
mjög hættir að reka á fjall,'
enda er mjög erfitt að fá menn ;
til að fara í göngur. Hreinsa I
verður að sjáífsögðu afrjettinn '*
á haustin. En til þess þai-f færri
menn.
Þegar farið verður að beita
sauðfje á ræktað land, kemur
einnig til greina að rækta hjer
þyngri og hagspakara fjárkyn,
heldur en íslenska kynið er.
Vanda þarf til
kúahaganna.
„Jeg fullyrði“, sagði Runólfur
ennfremur, „að það sje ekki
hægt að fá fullt gagn af mjólk-
urkúm með því að*beita þeim
á óræktað land.
Til þess liggja tvær ástæð-
ur. Grasið er bæði lítið víðast
hvar og ljett fóður. Og svo er
það hitt, að með því að hafa
kýrnar á óræktuðum víðlend-
um bithögum, rása þær svo mik
ið, að það mirmkar í þeim nyt-
in við þá áreynslu.
Sumir bændur eru farnir að
bera tilbúinn áburð á bithaga
kúnna, þó þeir sjeu ekki
ræktaðir að öðru leyti. Aðrir
beita túnin fram eftir vori og
beita hána í stað þess að tví-
slá túnin.
Það er augljóst mál, að mjólk
urkúm verður eftir skamman
tíma aðeins beitt á ræktað land,
enda er ekki ástæða til að hafa
það öðruvísi hjer, heldur en
með nágrannaþjóðunum.
Líflð er dufffímgsfuiif
LONDON: — Á landsfundi
stúdenta, sem haldinn var ekki
alls fyrir löngu í Lundúnum,
var þessi sanna saga sögð um
10 stúdenta frá Lundúnahá-
skóla:
Þeir voru að leggja út í lífs-
baráttuna. Höfðu 9 þeirra lok-
ið prófi. Af þeim ætluðu 4 að
verða kennarar, og þeir urðu
líka kennarar. Aðrir fjórir
vildu fyrir enga muni verða
kennarar, en þar sem þeir áttu
ekki armars úrkosti, þá urðu
þeir að sætta sig við það. Sá
9. var guðieysingi og kommún-
isti. Hann kennir nú guðfræði.
Tíundi fjell á prófinu eins og
fyrr greinir. Hann kemst nú
betur áfram en nokkur hinna.
Aflar hann sjer þrisvar sinn-
um meiri tekna en þeir, með
þvi að selja kvennærföt.
•— Reuter.
NOKKRAR deilur voru í neðri
deild Alþingis í gær um frum-
varp það, sem kommúnistar
hafa flutt um lækkun vaxta á
lánum þeim, sem tryggð e u
með veði í íbúðarhúsum og
lengingu lánstíma þessara lána-
upp í 40 ár.
Meirihluti allsherjarnefndar
vill fella frumvarpið, þar sem
vafi leikur á, hvort það brýt-
ur ekki í bága við 67. gr. stjórn-
arskrárinnar.
Minnihluti nefndarinnar —•
(kommúnistinnj — vildi sam-
þykkja frumvarpið.
Jóhann Hafstein, framsögu-
maður meiri hlutans, benti á,
að þetta frumvarp bryti frek-
lega í bága við samningsfrel ;i
manna, þar sem það legði skuiól
ara í hendur vald til að breyta
lánum sjer til hags. Væri hætta
á, að því valdi yrði misbeitt.
Þar að auki mundi það leiða
af sjer mikið misrjetti, þar sem
þeir menn, er lánað hefðu fjo
sitt til að koma upp íbúðarhús-
um, yrðu miklu verr settir en
t. d. þeir, sem sett hefðu fje sií.t
í allskonar brask.
Einar Olgeirsson játaði ð
frumvarpið gæti leitt til mís-
rjettis. Hinsvegar gaf hann lít-
ið út á stjórnarskrárbrotið. —.
Sagði hann að stjórnarskráin
hefði þó oft verið brotin áður,
eins og t. d. með húsaleigulög-
unum. — Umræðu var frestað.
Kaoðiyn að ftýía
samningum Brela
og Egypta
Fensu í.eninorðuna
MOSKVU: — Nýlega var þeim
Ivan Bolshakov, kvikmyndaráð-
hevra. og Pudovkin, kvikmynda-
framleiðanda, veitt æðsta rúss-
neskt heiðursmerki fyrir borg-
araleg störf, Leninorðan.
VegJeg g jöf
BOMBAY: — Fyrir skömmn var
2 fílungum skipað um borð í
Bombay. Voru þeir gjöf Nehrus
til dýragarðsins í Washington.
Hafa þeir því átt 22 daga sigl-
ingu fvrir höndum.
Tuttngu og eins barns móðir
SALERNO: — Á dögunum varð
kona í borginni Saler-no á Ítalíu
ljettari af 21. barni sínu. Konan
heitir Gemma Mastantuono og
er 43 ára gömul.
BEIRUT, 17. apríl: — Samn-
ingar milli- Lebanon og Irag,
hefjast væntanlega í næstu
viku. Snúast þeir um efnahags-
og menningarmál. Forsætisráð-
herra Lebanon, sem er nýlega
kominn af þingi Arabaráðsins,
kvaðst þá og þegar vænta boðs
frá forsætisráðherra Iraqs, :;ð
koma til Bagdad. Þá lýsti ráð-
herrann yfir þeirri skoðun sinni
að málefni Egj^pta og Breta
þyrftu skjótrar úrlausnar.
Ráðherrann var ánægðvr
með þann árangur, sem náðst
hefði á þingi Arabaráðsins í
Kairo. — Reutér.
Skipsbruni í Hamborg
HAMBORG, 17. apríl: — Lög-
reglan í Hamborg leitaði i dag
að 23 ára gömlum Adenbúa,
Hussein Scharpur að nafni. —
Var maður þessi kyndari á
Panamaskipinu ,La Rosa. se.n
brann hinn 11. þ. m. í höfninni
í Hamborg í einum þeim mesta
skipbruna, sem þar befir orð-
ið síðan stríð." í bruna þessum
fórst éinn Svíi, en hann var
háseti á skipinu.
Eldurinn kom upp í kleía
Scharpurs. Ekki kvaðst lögregl
an geta um það sagt, hvort am
íkveikju væri að ræða eða ekki,
þar sem skipið hefði nú legj tí
nokkra daga á hafsbotni, pg
skipsmenn væri farnir til heimífc
landa sinna. Scharpur var hafffr
ur í haldi fyrst eftir brunann,
en hafði síðar verið sleppt.
— Reuter,