Morgunblaðið - 18.04.1950, Side 8

Morgunblaðið - 18.04.1950, Side 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. apríl 1950. JlifpistMal’ifr Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðaxm.X WMEJS, Frjetteiritstjóri: ívar Guðmunuason Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aiira eintakið, 75 aura með Lesbók, 501 mannslíf SLYSAVARNAFJELAG íslands heldur um þessar mundir ársþing sitt hjer í Reykjavík. Hefur forseti fjelagsins gefið þar skýrslu um starfsemi þess s. 1. tvö ár. Samkvæmt henni hefur 501 mannslífi verið bjargað fyrir atbeina fjelagsins síðan það var stofnað, þar af 51 á s. 1. ári og 50 á þeim hluta árs, sem liðinn er. Fimm hundruð mannslíf eru mikil verðmæti, verðmæti ,sem ekki verða metin til fjár. Hvert einasta mannslíf er dýrmætt, ekki síst meðal fámennrar þióðar. Starfsemi Slysavarnafjelags íslands hefur þessvegna ómetanlegt gildi fyrir íslendinga. Með hverju mannslífi, sem það bjargar, hvort sem það er líf íslenskra manna eða erlendra, er mikill sigur unninn, sigur, sem öll þjóðin fagn- ar innilega. Við íslendingar höfum óbeit á hernaði og hyggjum ekki á neinskonar þátttöku í mannvígum. Við gerum okkur aldrei vonir um að vinna sigra á slíkum vígvöllum. En við viljum vinna sem flesta sigra á sviði líknarmála og björgunar- starfs. Við erum þess alráðnir að berjast ötullega undir for- ystu Slysavarnafjelagsins fyrir auknu öryggi við strendur lands okkar. Um þessar mundir erum við að eignast nýtt og fullkomið björgunartæki, sem er Björgunarskúta Vestfjarða, sem er væntanleg hingað til lands á næstunni. Verður hún full- komnasta björgunarskip okkar. Til þess er þessvegna rík ástæða að fagna komu hennar og vænta hins besta af rekstri hennar. Slysavarnirnar eru mál allra íslendinga. Slysavarnafjelag íslands mun þessvegna halda áfram að eflast og hafa for- ystu um vernd og björgun hinna dýrmætustu verðmæta. Mikilvæg ráðstöfun efnahagssam vinnu- stjórnarínnar ÞANN 8. apríl s. 1. ákvað Efnahagssamvinnustjórn Evrópu- n'kjanna,, sem hefur aðsetur sitt í Washington, að setja þar á fót sjerstaka deild við stofnunina, sem á að hafa það hlut- verk að greiða fyrir og hvetja til aukins útflutnings frá Ev- rópu til Bandaríkjanna. Mun starfsemi þessarar deildar stefna að því að ljetta innflutningstollum af vörum, sem iJuttar eru frá Evrópu til Bandaríkjanna og vinna þar nýja markaði. \Jíl?at* ólzrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Brjef frá Akranesi FRÁ Akranesi hefir Daglega lífinu borist eftirfarandi brjef um umferðarmálin. Kemur höf undur þess fram með tillögur til úrbótar því vandræðamáli, sem hlýtur að verða með okk- ur meðan menn limlesta sjálf an sig og aðra á vegunum. Brjefið fer hjer á eftir: Alsstaðar sama hámarkshraða „KÆRI Víkar! — í dálkunum þínum 24. mars skrifar borg- ari um umferðina. Jeg er hon- um sammála að öðru leyti en því, að jeg vil hafa sama há- markshraða í öllum bæjum og kaupstöðum á landinu, enda er svo gert ráð fyrir í bifreiðalög unum.. Með því að hafa ekki sama hámarkshraða í öllum kaupstöðum á landinu, kemur það oft fyrir, að bifreiðastjórar brjóta settar reglur óafvitandi. Aukið valdsvið löggæslumanna „EN jafnframt því, að hámarks hraðinn væri samræmdur, þyrfti að koma á því refsifyrir komulagi, að löggæslumenn geti sektað þá brotlegu strax á staðnum, fyrir öll algeng af- brot. Jeg er þess fullviss, að það fyrirkomulag getur gjör- breytt til hins betra umferðar- menningu vegfarenda, bæði bif reiðastjóra og ekki síður gang- andi fólks, sem oft gerir sjer leik að því að brjóta umferðar- reglurnar. Þá fyrst myndi starfið ná til- ætluðum áhrifum, þeir brot- legu færu að gá að sjer, þá fyrst myndi umferðarbrotunum fækka og í kjölfar þess fækk- aði umferðarslysunum. • Hægt að áfrýja „JEG veit, að margir munu segja sem svo, að ekki sje hægt að fá óbreyttum lögreglumanni svona mikið vald í hendur. En því er til að svara, að þetta er ekki mikið vald, það er sjálf- sagt að setja löggæslumönnun- um svo fastar starfsreglur, að misbeiting geti ekki átt sjer stað, enda geti hinn brotlegi vegfarandi látið málið ganga til dómara, ef hann þykist hafa einhverja málsvörn, sem lög- gæslumaðurinn ekki vill taka til greina. Ahrifin á vegunum „JEG hefi átt tal af mörgum sýslumönnum og bæjarfóget- um um þessa hugmynd, og hef- ir mjer fundist þeir vera sam- mála_mjer um þetta. Nú vil jeg, ’máli mínu til stuðnings, lýsa nokkuð, hvern- ig það verkar meðal bifreiða- stjóra, að umferðardómari er á ferðinni á vegum landsins með tvo löggæslumenn sjer til að- stoðar. • Halda uppi spurnum „BIFREIÐASTJÓRAR halda margir hverjir uppi spurnum um það, hvar dómarinn er á hverjum tíma. Þeir vilja ó- gjarnan verða á leið hans, því hann gengur strax frá afbrota málum þeirra, ef einhver eru. Bifreiðastjórar eru þó ekki eins hræddir við að hitta löggæslu- mennina, sem þeir vita að ekki eru í fylgd með dómara, vita sem er, að löggæslumenn verða að fara aðra leið með afbrota- mál þeirra, hve lítil, sem þau kunna að vera. Bifreiðastjórarn ir þekkja seinaganginn og um- stangið, sem fylgir kærunni, og treysta því, að þeir sleppi með áminningu. • Aukið eftirlit „AÐ síðustu vil jeg benda á, að það þarf að fjölga eftirlits- mönnum úti á vegum landsins, þeir þurfa að verða það marg- ir og dreifðir um landið, að bifreiðastjórar geti altaf átt von á að mæta einhverjum þeirra og að bifreiðarnar verði skoð- aðar fyrirvaralaust. Skoðun, sem þannig er framkvæmd, hlýtur líka að gefa raunhæfari hugmynd um ástand bifreiðar- innar yfirleitt, heldur en hin árlega aðalskoðun, sem tilkynnt er löngu fyrirfram. Fjölgun löggæslumanna hlýt ur að hafa talsvert aukinn kostnað í för með sjer, en hjá því verður ekki komist, slysa- saga síðustu ára ber ástandinu of ófagurt vitni“. • Lindarpennar í skólum „SÍÐASTLIÐINN fimmtudag (segir í brjefi til Daglega lífs- ins), birtist í Morgunblaðinu smágrein um notkun lindar- penna í barnaskólum. Jeg vil lýsa ánægju minni yfir þess- ari grein, þetta er mál, sem þyrfti að taka til alvarlegrar athugunar. Jeg hefi stundað farkennslu í nokkur ár, og reynsla mín er sú, að börn nái yfirleitt betri árangri með góðum penna í pennastöng, en með notkun lindarpenna, sem sjaldan end- ast vel í höndum þeirra. Auk þess eru lindarpennar allt of dýrir til þess að hægt sje að ætlast til að foreldrar sjái börnum sínum fyrir nýj- um penna í hvert sinn, sem einn skemmist eða glatast. Væri ekki ráðlegt að banna notkun lindarpenna í barna- skólum, að minnsta kosti þar til börnin eru orðin tólf til þrettán ára gömul?“ • Rjúpan og veiði- mennirnir HJER er að lokum stutt brjef um rjúpuna og friðunarlögin: „Jeg vil lýsa ánægju minni yfir því, að í þinginu skuli nú vera rætt um algera friðun rjúpunnar. Það væri gleðilegt, ef það mál fenei fram að ganga. En það er fleira, sem jafn- framt þarf að athuga. — Til dæmis þarf að líta betur eftir því en gert hefír verið, að frið- unarlögunum sje framfylgt. • Hvað segja lögin? „MJER er ekki kunnugt um, hvort friðunarlög íslands eru til prentuð í heild, þannig að almenníngur eigi greiðan gang að þeim. Ef svo er, væri gam- an að fá upplvsinear um það. En sje svo ekki, bá þyrfti að taka þau saman í eina heild og gefa þau út. svo að almenning- ur geti vitað með vissu, hvað eru lög og hvað ekki. „Þeir menn. sem ekki vilja hlýða friðunarlögunum, eða eru svo ilia að sjer í fualafræði, að þeir þekkia ekki svo mikið sem æðarkollu frá önd. eiga ekki að hafa leyfi til að bera skot- vopn, sem hæf eru til fugla- veiða“. Með stofnun þessarar deildar er mikilvægt spor stigið í þá átt að náð verði tilgangi Marshalllaganna. Aðalástæða þeirra var eins og kunnugt er sú, að hinar styrjaldarþreyttu þjóðir Evrópu þurftu að kaupa miklu meira í Bandaríkjun- um til viðreisnar sinnar en þær höfðu efni á. Utflutningur þeirra til Bandaríkjanna tryggði þeim ekki nægilega mikið af dollurum til þess að þær gætu keypt þær vörur, sem þeim var nauðsynlegt að fá þaðan. Marshallframlögin hafa síðan brúað þetta bil að meira eða minna leyti og átt ríkan þátt í að ljetta þjóðum Evrópu hinn þunga róður til efna- hagslegrar endurreisnar. En takmark Efnasagssamvinnunnar er að hafa komið á jafnvægi í þessum viðskiptum þegar Marshallaðstoðinni lýk- ur árið 1952. Þá eiga þjóðirnar að vera komnar yfir örðug- asta hjallann og fjárhagslegum stuðningi Bandaríkjanna að Ijúka. Þessvegna er þaö mjög þýðingarmikið að Evrópu- þjóðirnar geti aukið útflutning sínn til Ameríku sem allra mest og fullnægt þannig þörfum sínum fyrir gjaldeyri til kaupa á þeim vörum, sem þær verða að kaupa þar. Til þess er sjerstök ástæða fyrir okkur íslendinga að fagna 'stofnun hinnar nýju deildar Efnahagssamvinnustofnunar- irmar. Otflutningur okkar til Bandaríkjanna hefur til þessa verið lítill. Þörf okkar fyrir dollara til kaupa á margskonar vörum frá Bandaríkjunum er hinsvegar rík og mun verða það framvegis. Við verðum þessvegna að leggja á það mikið kapp að auka útflutning okkar þangað og hljótum að vænta þess að við eigum vísan stuðning hinnar nýju deildar Efna- hagsssamvinnustjórnarinnar í þeirri viðleitni okkar. I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . niiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiMfmmmminiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimutiuiiintiiimiimiiiitHiifiiiiiiiiiiiii 5» Siörf fjelagsmálanefndar S. Þ. Eftir Miriam Lee, frjettamann Reuters. LAKE SUCCESS: — Búast má við, að S. Þ- taki að veita náms- styrki til að gefa þeim mönn- um, sem áhuga hafa á störfum í þágu fjelagsmála, kost á að njóta fræðslu í bestu háskól- um, sem völ er á í heiminum. Aðalritari S. Þ., Trygve Lee, hefir farið þess á leit, að starfs- svið S- Þ. verði fært út að þessu leyti, svo að ýmsum afbragðs- nemendum, sem ekki eiga völ á fræðslu í fjelagsstarfsemi heima fyrir, verði veittur styrk ur til háskólanáms þar, sem best' hentar. • • TILLAGAN Á FYLGI AÐ FAGNA ÝMSIR fulltrúar fjelagsmála- nefndar S. Þ. hafa þegar lýst sig hlynnta tillögunni um náms styrki, og er gert ráð fyrir, að nefndin samþykki hana innan skamms, en hún situr á rök- stólum um 5 vikna skeið frá þriðja apríl að telja. Telja má, að þeim mönnum verði til að mynda veittur styrkur þessi, sem vilja kynna sjer barnagæslu, afbrot ung- linga, húsagerð til almennings- nota o. s, frv. • • HJÁLP VIÐ ÞÁ, SEM VANDVIRKIR ERU ÆTLA má, að störf f jelagsmála nefndarinnar verði annars merkari að þessu sinni en áð- ur. Hjer skulu talin nokkur þeirra mála, sem skipa munu öndvegi á fundum nefndarinn- ar. 1. Hjálp við þá, sem eru van- heilir líkamlega. Undanfarin 3 ár hafa S- Þ. gefið kost á ráð- um og leiðbeiningum við til- búning ýmiskonar hluta í þessu skyní, eins og gervilima og heyrnartækja. Þá munu S. Þ. fara þess á leit við nefndina, að hún geri áætlun um, hvernig blindir megi best komast áfram í þjóð- fjelaginu. • • VANDAMÁL AF- BROTAMANN - ANNA 2. Hvernig vinna megi gegn glæpum og um meðferð afbrota manna. Nokkur ár að undan- förnu hefir verið safnað gögn- um um og gerð rannsókn á eðli ýmissa brota í því skyni að koma í veg fyrir glæpi og kynn ast meðferð afbrotamanna. Nefndin mun líka; athuga hvort ekki muni gerlegt að koma á alþjóðasamkomulagi um meðferð gæslufaríga. Einnig mun nefndin fá til umsagnar skýrslu, sem Trygve Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.