Morgunblaðið - 18.04.1950, Page 10

Morgunblaðið - 18.04.1950, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. apríl 1950. Wlerkur maður frá miðbiki aldar ( ,JEG er staddur í stórhýsi við Snorrabraut, á fallegu heimili. Þar yljar aflgjafinn, serp fyrst var taminn á þessari öld, og spar- ar mikinn gjaldeyri til Jóns bola, og eykur heldur ekki á- hyggjur neinna í sambandi við Marshall-hjálp. A annari hæð Hftssins búa miðaldra hjón með uppkomna dóttur sína. I skjóli þessa ágæta heimilis býr faðir .•frúarinnar. Hann er kominn til ára sinna, því hann er fæddur 1860, og er því níræður í dag. — Þessi maður er Ólafur smiður Þorsteinsson frá Kambshól, nú á Snorrabraut 38 í Reykjavík. — Enginn er sjer hann, eða talar við hann — lengur eða skemur v-— gæti komið til hugar að slikur sje aldur hans. Ólafur Þorsteinsson er kominn Si gagnmerku bændafólki í Eorg arfirði. Sonur Þorsteins bónda Jónssonar á Kambshól í Svína- dal í Borgarfjarðarsýslu, og konu hans, Sigrúnar Oddsdóttur bónda á Reykjum í Lundarreykjadal. Ólafur er fjórði maður frá Birni Markússyni lögmanni (Björn and aðist á Innra-Hólmi 1791 og er jarðsettur þar). Hann er og fjórði maður frá sr. Snæbirni Þorvarð- arsyni frá Brautarholti á Kjalar- nesi. Og hann er sjötti maður frá þeim nafnfræga manni Daða Hall dórssyni. — Systkini Ólafs voru mörg og öll hinar merkustu manneskjur. Þeirra á. m. Jón Þorsteinsson, frá Kalastöðum, faðir Snæbjarnar Jónssonar, skjalaþýðara í Reykjavík, og þeirra systkina. ^ Ættleggur Ólafs bjó í Kambs- hól í 94 ár samflevtt, frá 1820— 1914, og þar er Ólafur fæddur ,18. apríl 1860. Þá var öldin önnur Það má nú til sanns vegar færa á rnarga vegu. Þetta er aðeins 15 árum eftir að Alþingi var endur- reist. Þá voru aðeins 8 læknar á öllu landinu. Aðeins tveir skólar. Engir lasrðir vegir. Ekki hestvagn eða haffært skip. Harðindi og heljartök náttúr- unnar voru enn tíð. Hinn fræga frostavetur 1880-1, var Ólafur hjá hinum nafnkunna manni Magn- úsi hrepnstjóra Einarssyni á Hrafnabiörgum á Hvalfjarðar- strönd. Þann vetur þurfti sjald- an að krækia inn fyrir fjörð. því J>á mátti víða fara á hestum yfir þveran fjörð lengi vetrar. Það var þennan mikla harðindavetur, sem póstskipið Phönix strandaði við Mvrar. Fór Óli Finsen, póst- meistari, þá vestur vegna strands •ins. í suðurleið kom hann að Hrafnabiöreum og með honum Þó’-ður bóndi á Rauðkoisstöðum o. fl., þar á. m. 4 strandmenn, 8 saman með 20 hesta. Þetta fóllc flutti Óiafur þá eða Ieiðbeindi yfir fiöi-ðinn á ísi, beina leið frá H’-afnabiörgum að Hvammi í Kiós. Þetta var 22. febrúar 1881. Þennan vetur riðu Saurbæiar- hión á ísi vfir fiörðinn, frá Saur- bæ að Hálsi í Kiós. Einnig fór Ó’pfur þennan sama vetur eftir miðium firði með klvfiahest frá H-afnabiörgum að Katanesi. — Ó’afur se»ir að frá Katanesi, yfir á Hvpifiprðarevri á móti, hafi verið braut gangandi manna. En ekki telnr hann að svo utarlega hafi vprið farið með hesta þvert yfir fjörðinn þenna vetur. Menntasatur Áður var þess getið að lítið b»fi verið um skóla í landinu J860. En menntasetrin voru bá, oo lengi síðan — mörg. Allt að þvl ’pfr. mörp sem prestsembætt- jn síálf. Það var happ mörgum Unglingi, sem þráði að menntast og mannast. Það var ekkert eSn- stakt, að þangað væri sótt kjal- festa fyrir lífið, bæði andleg og efnisleg. Þannig hefur hún orðið Ólafi Þorsteinssyni drjúg og notasæl tveggja mánaða skóla- gangan til prestsins í Saurbæ, sr. Þorvaldar Böðvarssonar. Þessi skólaganga kostaðí Ólaf kr. 26,41 og á hann enn reikninginn með hendi sr. Þorvaldar Bóndi — sjómaður .— smiður A þessum árum var það ekki fyrsta orð foreldranna við hvern óráðinn ungling. Hvað villt þú verða? Þá var ekki margra kosta völ og talið þarflítið og þýðingar- laust að setja sig á háan hest. Þá hentaði best að spyrja sjálfan sig ,og láta svo lífsferilinn segja til um svarið. Æfi Ólafs Þorsteinssonar fer nú senn að verða öll. Sjerstak lega sá hluti hennar, sem næst liggur, hefur gefið fullgilt svar við því, að hann hefði verið hið besta til langskólagöngu fallinn, og verður síðar, aðeins vikið að því. Ólafur hugsaði gott til að fást við búskap og hóf hann á Miðfelli í Strandahreppi, með fvrri konu sinni, Ingileif Sigurð- ardóttur, uppeldisdóttur hinnar merku konu, frú Ingileifar Mel- steð, en hana missti Ólafur eftir um eins árs sambúð. Nokkru síðar kvæntist Ólafur öðru sinni, Lárettu Þorvaldsdóttur frá Saur- bæ, dóttur læriföður síns. Lá- rettu fýsti fremur í kaupstað, enda langaði Ólaf ekki að fást við einyrkja búskap. Hann vildi ekki búa í sveit, ef hann ekki gæti búið sæmilega stórt. A því voru ekki góðar horfur um þetta levti, svo hann afrjeð að flytja alfarinn til Akraness 1897. Meðan hann var vinnumaður í svpitinni, hafði hann fengist við sióróðra um 10 vertíðir. Hann hafði löngun til að stunda sjóinn, en mikil og viðvarandi sióveiki hamlaði honum frá því að halda bví áfram, þótt hann flyttist nær sjónum. Meðan hann var vinnumaður og bóndi í sveit gekk hann oft til smiðju, því þá varð hver að biarga sjer heima viðkomandi brýnustu búsýslu. Smíðaði Ólaf- ur bá þpvar amboð, hestajárn o. fl. A þeim árum hlóð hann og vrunn undir kirkju þá er enn stendur á Lundi í Lundareykja- dal. Triesmiðnr — múrari — málari Þegar Ólafur kemur á Akranes ’897, kaunir hann Halldó-shús, •ásprot V>álflpndunni i Nviabæ, fyrír 2000 kr. Þetta voru góð kaup með góðum kjörum, en hin góðu kjör urðu endasleppari en ráð var fyrir gert í upohafi. Seliand- inn, sá sem gaf bina góðu skil- mála andaðist á þriðia ári á eftir, en bá heimtuðu erfingiar hans skuldina greidda með þriggia mánaða fyrirvara. Átti Ólafur þá óbsevt um vik með greiðslu, því bá var ekki eins hægt að fá lán eins og síðar varð, og lítið um npnipgp. Hann átti þá kost á að selia 400 ferfaðma af hinu um ræclda landi, fyrir 50 aura fer- faðminn. (Nú kostar ferf. á Akra nesi um 100 kr.). Hálft pakkhús — pf fvlgt hafði kaupunum — og unohlaðinn kjallari ásamt grióti í hann, allt fyrir 450 kr. Með bessu, og 550 kr. er honum tókst — fvrir milligöngu Trvggva Gunnarssonar — að fá í Lands- bankanum til miög stutts tíma. tókst honum að bjarga eigninni. Fyrir og um síðustu aldamót, var vaknaður allmikill og al- mennur áhugi manna um að bæta byggingar. Ólafur var vel Ólafur Þorsteinsson, búhagur, en hafði ekkert lært til smíða. Hann var harðduglegur verkmaður og hataði iðjuleysi. Eftir slíkum mönnum var sóst, mönnum, sem lögðu maxgt á gjörva hönd, voru iðnir og sam- viskusamir og var sama í hVað þeir gengu. Hann gerði nokkuð að því að hlaða kjallara og sletta í þá kalki, sem þá var al- gengasta aðferðin, einnig að fást nokkuð við smiðar. Af afköstum hans og elju fór fljótt mikið orð, svo að hann varð fljótlega eftir- sóttur til smíða. Var sama hvort hann telgdi, múraði eða málaði, enda ekkert fengist um hvort menn stunduðu eina grein eða þetta allt, aðeins ef röggsamlega var að gengið, traustlega og sæmi lega við skilið. Ólafur smíðaði í ákvæðisvinnu, dag- eða tíma- kaup eftir því sem verkast vildi og um samdist í það og það sinn. Hann byggði fjölda húsa á Akra- nesi og um allt Borgarfjarðar- hjerað, eða yfír 50 stærri og smærri byggingar alls. Árði 1905 byggði hann Heima- skaga-húsið á Akranesi. Notaði hann þar sem fyrirmynd nýbyggt hús í Reykjavík, með svokölluðu norsku lagi. — Þá þótti Heima- skaga-húsið glæsileg bygging. — Var það með útskornu bandi of- an við miðju. Miklu stærri þak- brún en þá gerðist, skornum vind skeiðum og skrauti fyrir ofan dyr og glugga. Ólafur tók þetta hús í ákvæðisvinnu, en man ekki hvað upphæðin átti að vera, en hann tapaði á byggingunni 300 kr. Það tjón, bætti Jón, — eig- andinn — með því að greiða Ól- afi sem svarar 100 kr. í töðu af Heimaskagatúni. Næsta ár, 1906, byggði Ólafur svo hið myndarlega samkomu- hús, Báran, á Akranesi. Það var í upphaflegri mynd 26x15 álnir. Vegghæð var óvenjuleg á þeim tíma. Fyrir að teikna þett.a hús, bvggja og mála, fjekk Ólafur 750 kr. — sjö hundruð og fimm- tíu kr. — Á þessu húsi var líka svipað skraut að utan sem á Heimaskaga-húsi. Húsið í Mörk bvggði Ólafur lika, sem var — áður en þvi var breytt — mjög líkt Heimaskaga-húsinu, en skrautlaust. Sveinsstykki Ólafs er einmitt í því húsi, sem er snú- inn stigi upp á loftið. Árið 1913 byggði Ólafur Hrafneyrarrjett, og 1914 Leirarkirkju, hvort- tveggja ár steinsteypu, og standa bæði mannvirkin enn. Næmar fvrtr nvnngum, en þó enginn flysjnngur Eins og nýlega var sagt, var Ólafur frumkvöðull að nokkurri nýbreytni, sjerstaklega um útlit timburhúsa á Akranesi eftir síð- ustu aldamót, er þá taldist mikið í skraut og gaf húsunum mikið ! moiri svip. Einnig mun hin mikla ] vegghæð hins nýja samkomuhúss i hafa veriS óvenjuleg, a m.k. ilitl- um kauptúnum úti á landi. Uppi um hjeráð leiddi Ólafur vatn í mörg bæjarhús skömmu eftir síðustu aldamót Hefur Ólaf- ur sjálfsagt átt nokkurn þátt í þeirri nýbreytni og þarfa fram- taki. Eftir lát síðari konu sinnar, Lárettu, 31. júlí 1925. fluttist Ól- afur til Reykjavíkur, hálfsjötug- ur að aldri, lúinn maður eftir langan starfsdag og áhyggjusamt líf að ýmsu leyti. Þrátt fyrir það var það fyrsta verk Ólafs að sjá sjer út byggingarlóð og koma upp eigin húsi yfir sig og skyldulið sitt. Nú voru tímarnir svo breytt ir að hann, sem þegar hafði byggt yfir 50 hús, mátti nú ekki standa fyrir byggingu síns eigin húss. Hann fjekk því Reykvíking til að taka að sjer byggingu húss að Lokastíg 18, en vann vitanlega mest að byggingunni sjálfur. Eftir að Ólafur fluttist til Reykjavíkur, settist hann ekki í helgan stein, þrátt fyrir aldur og erfiðan starfsdag. Hann smíðaði eitt og annað, t.d. miklar bygg- ingar í Norður-Gröf á Kjalarnesi fyrir Sigurjón skipstjóra Ólafs- son. Teiknaði það allt sjálfur og vann mest að því einn. Þegar útivinnu lauk Það munu vera 17 ár, síðan Ólafur hætti að fást við smíðar, og ætlaði sjer að hætta að vinna. Þar misreiknaði Ólafur sig alveg. Maður með hans upplagi og starfsferil að baki gat ekki verið iðjulaus, einkalnega maður með hæfileika hans og andlegt at- gerfi. Nú settist hann því á skóla- bekk í annað sinn. Ekki í tvo mánuði í viðbót við hið fyrra nám, heldur samfleytt allt að tuttugu árum. Ekki í háreistum höllum ríkis-skólanna, heldur í eiein skóla. Þar, sem hann var sjálfur nemandi og kennari, auk- andi við sjálfsmenntun sína að gömlum oggóðum íslenskum sið. Það er líka svo komið fyrir þess- um ólærða manni, að segja má að hann sje orðinn menntaður maður, svo mikið hefur hann numið og lesið um hin margvís- leeustu efni. Þó hefur hann sjer- staklega lagt mikið kapp á sögu þjóðarinnar, sagn- og mannfræði, og má áreiðanlega vel kalla hann einn af ættfræðingum vorum. — Hann hefur þegar safnað og skráð firnin öll um ættfræði, um bændur og búalið í Strandar- hreppi. Nokkuð af þessu hefur birst á prenti, t.d. um Katnes- dýrið o. fl., í Sagnakveri Snæ- björns Jónssonar og frásagnar- þættir í Lesbók Morgunblaðsins. Þannig mun Ólafur kunna því best, að sið vaskra manna, að falla frá sem verkfær maður, í dagsins önn, þrátt fyrir háan aldur. Farsæll maður frá fyrri öld Hjer hefur nú lítillega verið getið um undirbúning og ævi- starf merks manns frá miðri 19. öld. Þótt eigi sje þetta rækilega rakið, má sjá, að þjóðfjelagið hef ur meira af honum þegið en til hans kostað.* Vart mun hægt að hugsa sjer meiri breytingar á öllum sviðum, en hjer hafa orðið á þessari tæpu öld, er hjer um ræðir. Það mun margra reynsla, að gömlum möntium hafi gengið illa að fylgj ast með öllum þeim breytingum og laga sig eftir hinum gjör- breyttu viðhorfum, og það þótt skrefið væri minna en nú er orð- ið. ók’ nnugir kunna því að halda að Ólafur sje einskonar forngripur frá öldinni sem leið, sem engan veginn samlagist hinu unga tt ki og nýrri háttum atóm- aldarir.' r. > ví cr-allt annan veg farið. Það ef- eitt af aðalsmerkj- um viturra manna og göfugra frá öllum öldum, að hefja sig upp yfir umhverfið og breyta því til batnaðar, ecja að reyna það að minnsta kosti. Að reyna af fremsta megni, að vera jafnan yfir — en ekki undirmáls — maður. Slíkir menn eru ætíð vaxandi menn í bestu merkingu talað. Þeim er Ijóst að það er aðal markmið lífsins og mesta gæfa hvers einstaklings, að samhæfa sig þeim óumbreytanlega til- gangi þess sem „sagt hefur upp lögin". Að því athuguðu, hve mörgum veitist þetta erfitt, er undravert hve Ólafi hefur veist það auðvelt að vera nýmóðins maður, án þess að afklæðast bestu flíkum fortíð- arinnar. Um hann hafa þó blásið nepjur og næðingar lífsins eigi síður en ýmsa aðra. Þó hefur hann aldrei blásið í kaun, látið undan síga, eða slakað á kröfun- um til sjálfs sín. Manndómur hans hefur því vaxið við hverja raun og samhliða og í svipuðu hlutfalli trúin á hið besta í fari mannanna. En sjálfsagt er það innri maður Ólafs og eigin per- sónuleiki, sem á sinn veigamesta þátt í því, að honum hefur hald- ist á þessari tröllatrú sinni á hið besta í samferðamönnunum. Hinn orðvari, prúði maður, sem ekki hefur viljað ganga á rjett nokk- urs manns, en aftur á móti verið boðinn og búinn til að rjetta hjálparhönd, hefur ekki safnað glóðum eids að höfði sjer. Allt gróft og Ijótt er honum fjarri skapi, þvert á móti hefur hið lát- lausa Ijúflyndi hans, með heið- ríkju karlmennskunnar að bak- hiarli vaxið við ár oa andstreymi lífsins. Smámennunum er gott að r-i—— u*' -- bví að þeir ganga fyrir og sýna hið rjetta for dæmí í þvi sem mest á veltur. Jeg minnist m-’n'cra fagurra fordæma úr ’H’ Þorsteins- sonar. Þar á m'’ð-’i manndóms og sjerstöku umhyggju fyrir stiúdótt,” "-><5. *•—• um fjölda ára lá rúmföst og algerlega magn laus á he’m’'l: ' —• Og síðast í skjóli hans utan þess. Ólafur oz LárpttR áttu tvær dætur. Sigrún Ingileif, ógift, og ^ mftGuð- mundi kaupmanni Gunnlaugs- syni, búandi é ' s-æt.a heimili, sem minnsí var á í upphafi þessa máls. Á þessum de"i. mun jeg ekki einn um það að ósVa Ölafi Þor- steinssyni til hamiupiu og bless- unar á þessum m'”-,-ísdcgi i lífi hans. Jeg voua að bað sem eftir er, auki vði ham’”"’u hans, uns hann nýtur him*,°sVs friðar, fyr- ir fagurt mannlíf. Ól. B. Björnsson. Kveðjustef H! Ólafs trjesmíðameistara, á nírœðisafmadi hans 18. apríl 1950. Æfjdagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár. Sálm. 90. Míslöng enn er aefi manna, einc svo fáar stundir spanna, annars drýgri en Davíð kvað; einum virðist ekkert falið, öðrum meira en v-rði talifi; svona var og verður það. jYfir niu áratuga j ungan mundi svima huga að hugSfi til að horfa skeið; þjer, í dag sem þetta getur, og þykir veenet áð gerir betur, finst það haia hæ’aHeið. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.