Morgunblaðið - 23.04.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. apríl 1950. i í-'. Gtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyxgCurm.1 Frjettarilstjon: ivai uuóiiíc Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölH 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Hámark gikksháttarins FYRIR nokkru var vakin athygli á því hjer í blaðinu, hversu fráleitt það væri að við íslendingar eyddum miljónum króna érlega í erlendum gjaldeyri til kaupa á kartöflum. Var jafn- framt hvatt mjög til þess að ræktun þessara hollu og nauð- synlegu matvæla yrði aukin að miklum mun þannig að þörf- tim þjóðarinnar yrði fullnægt. í þessu sambandi var bent á nauðsyn þess að skapa bætt geymsluskilyrði fyrir kartöflur, þannig að framleiðendur gætu losnað við þær þegar að lokinni uppskeru. ★ Allir, sem eitthvað hafa fylgst með þessum málum vita, að skortur á geymslum er ein meginorsök þess, hversu kart- cfluræktin hefur gengið í bylgjum hjer á landi. Þess vegna er það eitt þýðingarmesta atriðið fyrir eflingu hennar og þar með til þess að spara þjóðinni stórfje í erlendum gjald- eyri, að búa svo um hnútana að hvorki framleiðendur nje neytendur þurfi að vera í vandræðum með kartöflugeymsl- ur. Blaðið beindi þeirri ósk til Grænmetisverslunar ríkisins, er það ræddi þessi mál, að hún gæfi upplýsingar um það, hvað forstöðumenn hennar hefðu gert til stuðnings kartöflufram- leiðslunni. Við þeirri hógværu beiðni hefur þessi virðulega líkisstofnun orðið á þann hátt, að einn af starfsmönnum hennar er í gær látinn skrifa dólgslegar dylgjur á hinn gikks- legasta hátt í Tímann. ★ Þessi prúði starfsmaður Grænmetisverslunar ríkisins held- ur því fram í Tímagrein sinni, að Morgunblaðið telji ókleift 3,að geyma hjer kartöflur nema með ríkisrekstri“!! Ekki er þetta ráðvandlega ályktað hjá starfsmanninum. Morgunblað- ið hefur bent á það að það standi fáum nær en Grænmetis- verslun ríkisins að hafa forystu um að skapa möguleika til þess að hægt sje að rækta og geyma þá vöru, sem hún á að versla með. Það hefur hún hinsvegar ekki gert. Hún hefur iátið við það sitja að flytja inn erlendar kartöflur fyrir mil- jónir króna árlega. Svo kemur starfsmaður þessarar stofn- imar og svarar hógværum og rökstuddum óskum til hennar með frekjulegum sleggjudómum og skætingi. Það er sann- arlega að bíta höfuðið af skömminni. ★ Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings, sem hald- inn var fyrir nokkrum dögum hafði allt aðra skoðun á þess- um málum en talsmaður Grænmetisverslunarinnar. Fund- urinn samþykkti tillögu, þar sem þeirri skoðun er lýst að henni beri að sinna því hlutverki betur framvegis en hún hefur gert hingað til, að annast geymslu á kartöflum og gefa framleiðendum kost á að losna við þær að lokinni uppskeru. Bændur á þessu búna.ðarsvæði vita það, sem hrokagikkurinn, sem skrifar í Tímann, veit ekki, að það er skorturinn á hent- ugum geymslum, sem átt hefur sinn stóra þátt í að kartöflu- framleiðsla okkar er ófullnægjandi og að við verðum að flytja þessi matvæli inn fyrir miljónir króna. Að sjálfsögðu loma þar fleiri atriði til greina, svo sem niðurgreiðsla ríkis- sjóðs á kartöfluverðinu. í ályktun Búnaðarsambands Kjalar- r.esþings er einnig vikið að því og skorað á ríkisstjórnina að hætta henni. Þær niðurgreiðslur hafa hinsvegar verið fram- kvæmdar til þess að halda dýrtíðinni niðri ásamt fleiri hlið- stæðum ráðstöfunum. ★ Kjarni þessa máls er sá að ef við ætlum okkur að spara okkur framvegis þær miljónir króna í erlendum gjaldeyri, sem við höfum varið til innkaupa á kartöflum, þá verðum við að taka upp ný vinnubrögð. Bændur og aðrir framleið- endur verða að geta komið framleiðslu sinni í örugga , ^geymslu sem fyrst að uppskeru lokinni. Grænmetisverslun- inni, sem hefur það hlutvérk að versla með þessa vöru, hlýtur að bera að hafa foiiystu um að skapa möguleika á í þessu. ,Til þess, að henni takist það, eru að vísu ekki miklir . i rnöguleikar meðan menn með hugarfar umræddrar Tíma- greinar, eru þar mikils ráðandi. \JiLar ihrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Viðtalstími 2—3 FYRIR nokkrum dögum kom jeg á opinbera skrifstofu, þar sem ákveðinn embættismaður átti að vera til viðtals frá kl. 2—3 síðdegis. Skrifstofustúlk- urnar tilkynntu þennan tíma, þegar spurt var eftir mannin- um, og ljetu á sjer skilja, að ó- gerningur væri að mæta honum augliti til auglits á öðrum tím- um sólarhringsins en ofan- greindum. Hann er til viðtals frá 2—3, sögðu þær, og þá skuluð þjer koma. # Biðröð hjá * opinberum JEG fór að ráðum þeirra og var mættur fyrir framan dyr em- þættismannsins nokkru fyrir kl. 2- Þa voru þar fyrir þrír menn, sem kváðust vera að bíða eftir þeim opinbera. Þeir stóðu þarna í nokkurskonar biðröð og jeg tók mjer stöðu fyrir aftan þá. Og skömmu síðar bættist sá fimmti í röðina. • Svo leið og beið SVO leið og beið og klukkan varð tvö og ekki kom embættis- maðurinn. Svo varð hún tíu mín útur yfir tvö og fimmtán mínút ur yfir tvö — og ekki kom em- bættismaðurinn. Hann er til viðtals frá tvö til þrjú, sögðu skrifstofustúlkurn- ar kurteislega, þegar þær voru spurðar, hvar maðurinn væri. Annað var ekki út úr þeim haf- andi. • Mikil eftirvænting SVO varð klukkan 20 mínútur yfir tvö og svo 25 mínútur yfir, og þá kom sá sjötti í biðröðina okkar — en enginn embættis- maðurinn. Og svo var klukkan orðin hálf þrjú, og allir við- staddir — skrifstofufólkið engu síður en við biðraðarmennirnir — litu eftirvæntingarfullir á aðaldyrnar, rjett eins og þeir hjeldu, að embættismaðurinn væri einhverskonar prins í álög um, sem birtist aðeins einu sinni á dag og þá á slaginu hálf þrjú. • Veskú fyrsti! OG hvað skeður! Þarna stendur hann í dyrunum, einbeittari á svipinn en sigldur íþróttamað- ur, snarar sjer úr frakkanum, hendir Trá sjer hattinum og hverfur inn á einkaskrifstofu sína, eins og ónefndur sje á hæl unum á honum. Og svo opnast hurðin á einkaskrifstofunni og út kemur hausinn á embættis- manninum og út um munninn á honum, hátt og snjallt: Veskú fyrsti! Og biðraðarmaður nr. 1 sprettur á fætur og eltir haus- inn inn um gættina — rösklega hálfri klukkustundu eftir að boð að hafði verið, að nefndur haus yrði til viðtals. • Dýrt spaug MJER er ókunnugt um, hvað tafði manninn. Það skiptir litlu máli. En þessi óstundvísi hans hafði samtals yfir þriggja klukkustunda vinnu af þeim, sem biðu eftir honum, og það er góður þriðjungur úr venjuleg- um vinnudegi. Sjálfsagt telur þessi embætt- ismaður, að það breyti engu, þótt hann komi stöku sinnum hálfri klukkustundu eftir boðað an vinnutíma. En þótt hann hafi ekki nema þrisvar á mánuði þrjár vinnustundir af borgur- unum, sem þurfa að leita til hans, þá er þar kominn einn heill vinnudagur, og rúmlega þó, eða tólf dagar á ári. Og ef við margföldum þennan daga- fjölda með tölu þeirra embætt- ismanna, sem með óstundvísi sinni stela vinnutíma frá sjálf- um sjer og öðrum, þá ætla jeg að þessir dagar verði að árum. • Sjálfsögð krafa HJER er um að ræða sóun á vinnuafli, sem aldrei verður endurheimt. Og þessi sóun verð ur ekki stöðvuð, fyrr en sú lág- markskrafa er gerð til opin- berra starfsmanna, að þeir mæti á rjettum tíma til vinnu sinnar, — og hangi við hana vinnu- tímann út, — engu siður en aðr ir borgarar. Þjóðleikhúsið í Times „THE Times Educational Supp- lement" birti heilsíðugrein um Þjóðleikhúsið 14. þessa mánað- ar. Greininni fylgdu f jórar stór- ar myndir, og öll er hún hin vin samlegasta í garð okkar íslend- inga. En það eitt, að eitt af fylgiritum Times skuli birta grein um Þjóðleikhúsið, sýnir ljóslega, að fleiri en íslending- ar hafa undanfarna daga haft áhuga á opnun þess. • Góður landkynnir FRJETTAMAÐURINN, sem of- annefnda grein skrifaði, heitir Wayne Mineau. Hann var hjer á ferð í júlí í fyrrasumar á veg- um Flugfjelags íslands. Flug- fjelagið fór víða með hann — meðal annars norður til Siglu- fjarðar — og sjálfur var hann hinn ötulasti að viða að sjer efni. Þótt hann dveldist hjer að- eins í eina viku, hefur hann skrifað að minnsta kosti tíu greinar um land og þjóð, meðal annars um íslensku pressuna og S.Í-B.S. Grein hans um Þjóðleikhúsið ber með sier. að hann hefur með góðri aðstoð Flugfjelagsins, reynst okkur hinn ágætasti landkynnir. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Eftir Henry Buckley, frjettamann Reuters. MADRID: — Nýlega sóttu 120 fulltrúar hvaðanæfa af Spáni, landsþing æskulýðsfjelagsskap ar falangista, en það var hald- ið í Arenys de Mar í grennd við Barcelona. Fulltrúarnir komu fram fyrir hönd 200,000 æskumanna undir 21 árs aldri, en þetta er 9- landsþing þeirra. • • FLOKKURINN HEFIR VITKAST OG STYRKTST AÐ þingstörfum loknum hjeldu fulltrúarnir til Barcelona, þar sem dómsmálaráðherrann og rit ari flokksins, Raimundo Fern- andez, sléit þinginu. Þá var haldið til Madrid, en þar hjelt Franco ræðu yfir unglingunum og stappáði í þá stálinu. Að undanförnu hefir falang- istaflokkurinn talsvert styrkt stjórnmálaaðstöðu sína. Flokk- urinn hefir rjett við, hann er nú meira hægfara en hann áð- ur var, ekki eins ofsafenginn í áróðri sínum, og strangka- þólskur. • • STERKUR ÆSKU- LÝÐSFJELAGS- SKAPUR TVENNT vil jeg nefna hjer, sem gert hefir falangistaflokk Sfefnuhvörf á Spáni inn sterkan. Engum öðrum flokki helst uppi nokkurskon- ar áróður, og þúsundir æsku- manna njóta ár hvert uppeldis um lengri eða skemmri tíma í skólum og á fræðslunámskeið- um æskulýðsfjelagsskaparins og er það flokknum meginn styrkur, enda þótt það muni á fárra færi að ráða í, hvaða stefnu hinn öflugi æsltulýðsfje- lagsskapur muni endanlega taka. • • | ÁTT TIL FRELSISINS HINSVEGAR er enginn vafi á, að þetta fólk lætur sig miklu skipta það, sem er að gerast í kringum það. Hjeraðsstjórar landsins eru 50. Embætti þeirra skipa yfirleitt ungir menn, sem alist hafa upp í æskulýðshreyf- ingunni. Koma þeir saman til fundar nokkrum sinnum ár hvert, og er sannast að segja enginn drungi yfir stefnum þeirra. í fyrra sumar fóru þeir til að mynda fram á afnám ritskoð- unar og að dregið yrði úr verð- lagseftirliti. • • ÆSKA SPÁNAR FER EIGIN BRAUTIR DÓMSMÁLARÁÐHERRANN talaði um stefnu æskulýðsfje- lagsskaparins á þessa leið, er hann sleit þingi hans í Barce- lona: „Fyrir augliti hins efnis- hyggjandi heims hefir æska Spánar tekið afstöðu með ka- þólskri trú og urhbótum í fje- lagsmálum til hagsbóta fyrir einingu þjóðarinnar“. • • FRANCO EKKI í FLOKKSBÚNINGI OG Franco ávarpaði þingið með einni sinni snjöllustu ræðu. Og það var athvglisvert og um leið einkennandi fyrir rás við- burðanna hjer í landi, að hann kom ekki fram í einkennisbún- ingi flokksins, heldur í liðs- foringjabúningi sínum. — Og sannast að segja klæðist Franco sjaldan einkennisbúningi flokks ins nú orðið, enda þótt hann gerði það í fyrra haust, er minst var dauða leiðtogans Jose Ant- onio Primo de Rivera. Morðingi fekinn af lífi CAIRO, 22. apríl. —- Hinn ungi egyptski menntamaður Abul Hassan, sem myrti íorsætisráð- herránn Nöchrazy Pasha í des- ember 1948 var fyrir skömmu dæmdur til lífláts. Var tilkynnt í dag, að aftakan færi fram næst komandi þriðjudag. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.