Morgunblaðið - 23.04.1950, Qupperneq 9
I Sunnudagur 23. apríl 1950.
MORGUNBLAÐIÐ
0
REYKJAVÍKURBRJEF
Vorið er komið
VÍGSLA Þjóðleikhússins á sum
-ardaginn fyrsta, á að marka
mikilvægt spor í menningar-
málum þjóðarinnar. Alt fram
á þenna dag hefur leiklist lands
-manna verið borin uppi af
fórnfúsum áhugamönnum, sem
haí'a þurft að hafa leiklistina
í hjáverkum.
Með allri virðingu fyrir Iðnó
hefir mátt segja, að leiklistin
hafi verið húsnæðislaus að
kalla. Ef veðráttan leyfði,
myndi leikstarfsemin hafa far-
ið fram undir beru lofti eins og
þing haldið til forna-
Þessari húsnæðislausu list
Ihefir nú verið búið giæsilegra
húsnæði hjer í Reykjavík en
Siokkurri annari starfáemi. Og
að því er tekur til orðlistarinn-
ar, verður öllum landslýð gef-
inn kostur á að njöta þess, sem
þar fer fram. Útvarpið getur
sjeð fyrir því.
Við vígslu Þjóðleikhússins
skýrðu forráðamenn þess frá,
hvaða verkefni biðu stofnunar-
innar. Þau eru bæði mikil og
vandasöm. Þó einhverjum
kunni að finnast að risið sje
ekki hátt á íslenskri nútíma-
menningu, þá er það stórt orð,
að ætla sjer, að efna til mið-
stöðvar hennar, einskonar há-
borgar, sem m. a. að kynna það
besta í erlendri list, svo ís-
lenskum anda sje þannig búin
leið til að eflast og frjóvgast
við erlend kynni. En það eitt
er mikið verk, og vandasamt,
að gerá Þjóðleikhúsið að mið-
stöð íslenskrar málfegrunar að
öllu leyti. Því leikhúsið hefir
þar ekki við að styðjast erfða-
venjur frá fyrri leikstarfsemi í
landinu.
Við skulum vonarað þetta alt
megi takast giftusamlega.
Einangrun rofin
Einangrunin hefir verið mein
allrar menningar með okkar
fámennu þjóð Þetta hefir ekki
verið öllum jafnljóst. Stundum
hefir það heyrst hjá nágranna-
þjóðum okkar að íslensk menn-
ing hafi haft sjerstök lífsskil-
yrði, þroskast í emverunni, á
löngum dimmum vetrarkvöld-
um við grútarlampa og önnur
álíka lífsþægindi. Hjer heima
hefir því verið trúað alt fram
á síðustu tíma, að hjerlendir
menn gætu naumast orðið
skáld, eða listamenn í öðrum
greinum, ef þeir lentu í þeirri
„ógæfu“, að hafa nægilegt lífs-
viðurværi.
Mönnum hefir líka láðst að
veita því eftirtekt að á þeim
öldum, sem menning okkar stóð
hæst, í samanbúrði við sam-
tímamenning frændþjóðanna,
var það gæfa okkar að við vor-
tun farandþjóð sem hafði öllu
meiri kynni við fremstu
Evrópuþjóðir en aðrir Norður-
landabúar.
Á síðustu árum hefir íslensk
leikment notið meiri áhrifa frá
öðrum þjóðum en áður. Ungt
leikfólk hefir sótt mentun til
ýmsra þjóða. En nú, þegar Þjóð-
leikhúsið tekur til starfa, verð-
ur fyrst áuðvelt að kveðja hing-
að listamehn, til að koma fram
á þjóðsviðinu, og kynna al-
menningi list sína. Á þann hátt
. verður hægt að veita áhrífum
erlendrar leiklistar bejnt, til al-
áýðu manna hjer á landi.
Þær fáu heimsóknir erlendra
úrvalsleikara, sem við hingað
til höfum notið, örfa Þjóðleik-
húsið til, að leita inn á þessar
brautir í framtíðinni.
Myndlistin
Á þessu ári gerast væntan-
lega fleiri atburðir á sviði ís-
lenskra menningarmála, sem
valda svipbreytingum og að-
stöðumun frá því sem áður var.
Þess er vænst, að Listasafn
ríkisins fái húsnæði, í hinni
nýju byggingu Þjóðminjasafns-
ins. Og Þjóðminjasafnið sjálft
fái um leið það húsrými til yfir-
ráða, að það geti notið sín, hægt
sje að sjá alla markverða muni,
sem það hefir að geyma. Þar
verði í stuttu máli aðgengileg
mynd af menningarsögu þjóð-
arinnar, sem öllum safngestum
liggur opin, eftir því sem efni
standa til.
í Listasafni ríkisins er fyrst
og fremst íslensk mvndlist frá
þessari öld. Osjeð er enn, þang-
aðtil listaverkin koma í fyrsta
sinn öll á sama stað hve full-
nægjandi úrvai þar er. Hvernig
safnið fullnægir því hlutverki
að gefa yfirsýn yfir íslenska
nútímamyndlist. En þegar eign
-ir safnsins eru komnat á einn
stað, þá fyrst verður hægt að
vinna að því, að fylla í skörð-
in, af viti og fyrirhyggju.
Þegar Listasafnið er komið
upp, er nauðsynlegt, að gera
öllum almenningi ljóst, hvaða
erindi myndlistin á til almenn-
ings. Hvernig hún getur auðg-
að alt líf manna, víkkað sjón-
deildarhring þeirra, og leið-
beint þeim til, að hafa ánægju
af allri fegurð, er þeir fyrir-
hitta á lífsleiðinni.
Sýningar
En þegar safnið er komið
upp, eða þau húsakynni, sem
því eru ætluð. ætti það að vera
hqggðarleikur. að koma þar upp
við og við sýningum erlendrar
myndlistar, svo almenningi geti
gefist kostur á, að kynna sjer
með eigin augum, erlenda list,
frá ýmsum tímum og fá hana
til samanburðar við það, sem
hinir innlendu Hstamenn hafa
fengið þjóðinni í hendur. Verða
bessi tækifæri ómetanlegur
fengur, bæði fyrir þá íslenska
myndlistamenn sem heima eru,
og fyrir allan listunnandi al-
menning í landinu, sem á þess
kost að sjá hjer sýningar.
Miðaldarár 20. aldarinnar
ætti því á margan hátt að geta
orðið merkisár í sögu íslenskra
menningarmála.
Sundruð þjóð
I hvert skifti sem rætt er um
menningarmál íslensku þjóðar-
innar, og þau ráð sem eru fyrir
hendi, og liklegust eru til þess
að íslensk menning geti orðið
skjólgarður um sjálfstæði okk-
ar og þjóðartilveru, fer ekki
hjá því, að menn renni hugan-
um til þeirrar ömurlegu stað-
reyndar, að jafnvel í þeim mál-
um standa íslendingar ekki
lengur sameinaðir.
Við íslendingar, sem aðrar
vestrænar þjóðir höfum orðið
fyrir þeirri ógæfu, að verða að
sjá á.bak allmörgum5jn<ipnui-n
senfi sagt hafa sig ur menning-
arsambandi við vestrænan
hugsunarhátt, og frelsishug-
sjónir, til þess að ganga á hönd
einræðisflokki, sem stefnir
leynt og ljóst að heimsyfirráð-
um. Þessir menn af íslenskum
ættum hafa skift um fóstur-
jörð, hafa gengið í Fimtuher-
deild kommúnista. Flokkur
þess.ýra manna, kommúnista-
flokkurinn, lýtur stjórn hins
alþjóðlega kommúnistaflokks,
eða framkvæmdastjórn hans,
„Kominform“
Meðal Norðurlandaþjóða eru
tiltölulega flestir íslendingar í
Fimtuherdeildinni. Tiltölulega
flestir, sem hafa ekki enn skil-
ið, hvað Kominform er, eða
hver er raunveruleg stefna
kommúnistaflokksins.
Þegar flokksdeildir komm-
únista í Vestur-Evrópu hefja
áróður fyrir ,.heimsfriði“, þá
veit allur almenníngur það og
skilur í Vestur-Evrópulöndum,
að sú ,,friðarhugsjón“ sem
kommúnistar ala i brjósti er,
að einræði Moskvavaldsins nái
sem víðast um heiminn, og
kommúnistum takist með her-
valdi Rússa, að leggja undir sig
sem flest lönd, og það sem
fyrst, þurka frelsi þjóðanna út.
Þessvegna er „herdei)dum“
kommúnista fvrirskipað að
vinna að því. að lýðræðisþjóð-
irnar, sem enn hafa varist of-
beldi Moskvamanna, verði sem
varnarlausastur.
Allir óblindaðir Islendingar
vita í dag, að Atlantshafsbanda
-lagið miðar að því, að halda
uppi því jafnvægi í heiminum,
sem eitt getur trygt friðinn.
Kommúnistar rísa andvígir
gegn allri viðleitni í þessa átt.
Því þeir vilja ekki jafnvægið.
Þeir vilja að húsbændum
þeirra megi takast, að skella
hersveitum sínum sem þeir
hafa vígbúnar austan Járn-
tjalds, vestur yfir löndin. Svo
flokksdeildirnar í sem flestum
löndum geti sem fyrst brotist
til valda eins og kommúnistar
fengu tækifæri til í Tjekkó-
slóvakíu í febrúar 1948.
Þeir sem vinna fyrir flokks-
deildir kommúnista, hvort held-
ur hjer á landi, eða annarstað-
ar, vinna markvisst gegn þjóð
sinni fyrir Kominform og sam-
kvæmt fyrirskipunum þaðan.
Ellegar þeir eru svo mikil
erkifífl, að þeir gera sjer ekki
minstu grein fyrir því, hvað
þeir eru að gera, eða til hvers
þeir eru notaðir, af erlendu
valdi.
I»eir sem hverfa frá
villu síns vegar
Fyrir nokkru síðan sagðí einn
af forystumönnum dönsku
flokksdeildar komrhúnista sig
úr flokknum, Frode Danielsen
að nafni. Hann hafði fengið nóg
af þjónkun flokksmanna sinna
við hið erlenda ofríki. Hann
hafði verið í kommúnistaflokkn
-um í 30 ár. Svo hann var starf-
seminni kunnugur. Þótti á-
gengni Kominform keyra fram
ur hófi.
Nokkru síðar sagði héil
fjelagsstjórn sig úr kommún-
istaflokknum danska, formað-
ur, ritari og gjaldkeri fjelags-
deildar járnbrautarmanna. Þeir
birtu ítarlega skýrslu um frá-
hvarf sitt. Og sögðu m. a. að
Deim væri það óskiljanlegt,
hversvegna þessi flokkur,
kommúnistar, gætu ekki rekið
stjórnmál með hagsmuni þjóð-
ar sinnar fyrir augum, og mið-
aði að því, að þeir möguleik-
ar sem þjóðin hefir yfir að ráða,
geti komið að sem mestu gagni.
Aðalmálgagn Jafnaðarmanna
í Danmörku svaraði þessari
spurningu um leið og það birti
úrsagnarskýrsluna. Þar stóð í
forystugrein að spurningin sje
í sjálfu sjer eðlileg, hversvegna
kommúnistar geti ekki unnið
ajóð sinni og fynr hana. En
iað væri alveg jafn eðlilegt að
spyrja úlfinn hvernig á því
stendur, að hann skuli vera
rándýr.
„Því sannleikurinn er, að
engin flokksdeild kommúnista
getur rekið sjálfstæða pólítík,
með tilliti til hagsmuna þjóðar
sinnar. Allar eru flokksdeild-
irnar ekkert annað en umboðs-
menn fyrir sovjet-rússneskan
kommúnisma, sem er í sjálfu
sjer ekki orðinn neitt annað en
skálkaskjól fvrir ágenga yfir-
ráðastefnu stórveldis“, segir í
blaðinu.
I Danmörku er reynslan sú,
að með degi hverjum fjölgar
þeim mönnum, sem segja skilið
við stefnu kommúnista og þau
skaðsemdar verk, sem þessi
flokkur vinnur en reynir að
fela undir því yfirskyni, að þeir
sjeu að vinna að sátt og friði
þegar þeir þjóna hernaðar og
yfirgangsstefnu. Þeir þykjast
vinna að frelsi, þegar þeir eru
erindrekar erlendrar kúgunar,
þykjast vinna að jöfnuði og
bættum lífskjörum almennings,
þegar þeir ætla sjer að hneppa
verkalýðinn í ánauð og þræl-
dómsfjötra.
Loftslagið og
þjóðin
í Lesbók Morgunblaðsins i
dag er gerð nokkur grein fyr-
ir niðurstöðum þeim, sem Jón
Eyþórsson veðurfræðingur hef-
ir komist að, við rannsóknir sín
-ar á íslenskum veðurskýrsl-
um.
Allir sem muna íslenska veðr
-áttu fyrir 25—30 áruní gera
sjer ljóst, að hjer hefir hlýnað
á síðustu áratugum. En það er
mikils virði, að geta gert sjer
grein fyrir því nákvæmlega
hversu mikil hitabreytingin er.
Eins og kunnugt er, er þetta
ekkert sjerstakt fyrirbrigði.
hjer á landi. Þeim mun nær
sem dregur heimskautinu, þeim
mun meiri hefur loftslagsbreyt
-ingin orðið.
En þegar þess er gætt, að
meðalhitinn þarf ekki að lækka
meira, frá því sem hann er nú,
en um einar 5 gráður, til þess
að hjer yrði isöld, og landið
óbyggilegt með öllu og meðal-
hitinn hefir hækkað um alt að
því 2 gráður frá því sem hann
var á síðustu áratugum 19 ald-
arinnar, þá gefur að skilja
hversu breytingin er þýðingar-
mikil.
AÖ bæta landið
Enginn getur um það spáð
með nokkrum líkindum, hve
Laugardagur
22, aprrl
varanleg þessi hlýindi verfa.
En þessar athuganir gefa sagn-
fræðingum okkar umhugsunar-
efni. Því vel geta menn ímynd-
að sjer, að veðurfarsbreytingar
á umliðnum ðldum hafi haft
mikil áhrif á líf og sögu þjóð-
arinnar. Enda bendir kornrækt
-in hjer fyrr á öldum til þess,
að þá hafi verið hjer hlýrra■ en
á síðustu öldunum.
En hvernig sem menn spyrja
og.spá.um þessi efni, þá er'eitt
víst, að það er hið mesta nauð-
synjamál fyrir komandi kyn-
slóðir, að sú kynslóð, sem-'nú
er uppi noti yfirstandandi hlý-
indatímabil sem best, komi -þv*'
til leiðar, eftir fremstu getu,’ctí>
þetta veðurlag sem nú er komt
landsmönnum að varanlégi*
gagni. Með því að leggja -ná
áherslu á að koma hjer upp
skógargróðri.
Með skógunum batnar veðr-
áttan, þar sem skógarnir ná að
veita skjól. Og þegar þeir ero
komnir upp, eða þar sem þeii
komast upp, bæta þeir skilyrð-
in fyrir komandi kynslóðir
skóga.
Skógrækt íslendinga er hags-
munamál og hugsjónamál iands
-manna. I fáum efnum haldast
innilegar í hendur hugsjónir
og hagsmunamál einsog í skóg-
ræktinni.
Sjerkenni skógræktarmál-
anna eru þau, að þeir sem
vinna að gróðursetningu skóga
uppskera lítið af arðinum sjálf—
ir. Hann geymist eftirkomend-
unum. Margir skilja í dag, að
það er tryggara og afiarasælla,
að afhenda eftirkomendunum
skóg í uppvexti, en sparisjóðs-
bækur.
Myndarieg sam-
koma UMF á Selfossl
ANNAN páskadag efndi Ung-
mennafjelagið á Selfossi til
samkomu með fjölbreyítri dag-
skrá í Selfossbíó.
Hófst skemmtiinin kl. 9 siðd.
með því að Leifur Eyjólfsson,
kennari, mælti nokkur orð,
skýrði frá fyrirkomulagi skemt
unarinnar og drap á helstu við-
fangsefni Ungmennafjeiag.Áns.
Hófst þar næst dagskráin
með því að sýndir voru víki-
vakar, en þar næst sungu þr jár
ungar stúlkur nokkur lög við
gitarundirleik. Var söngur-
þeirra Ijettur og látlaus. — Að
þvi loknu voru dansaðir þjóð-
dansar og gjörðu það hinir sönia
og þeir eru sýndu víkivakana.
Voru það 12 piltar og stúlkur,
undir stjórn Aldísar Bjarnar-
dóttur, íþróttakennara, en húit
hafði æft dansana og víkivak-
ana og augsýnilega tekist pa®
með ágætum, enda voru sýning'
ar þessar áhorfendum til hinn-
ar bestu skemtunar. Að síðusta
var svo glímusýning 10 pilta,
undir stjórn . Kristjáns Giít-
mundssonar, bakara, en ung-
mennafjelagar á Selfossi haía 4
vetur æft glímu af hinu mesta
kappi, og mátti það reyndar
sjá af glírhusýningU þessari.’
Skemtiatriðurú öllum lar
mjög vel tekið, enda sýniíegt
að vel hafði verið uniiið að urfd-
Frhábls. 12i