Morgunblaðið - 16.05.1950, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.05.1950, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. mai 1950. Norðmenn hjer maí Sendiherra Norðmanna. FJELAG Norðmanna hjer í bæ, Nordmannslaget, minnist að venju þjóðhátíðardags Norð- manna, sem er á morgun, mið- vikudag, 17. maí. Að morgni þess dag, kl- 9,30 t'er fram í Fossvogskirkjugarði, stutt athöfn við minnismerkið. Sendiherra Norðmanna Terger Anderssen-Rysst, leggur í nafni norsku þjóðarinnar blómsveig að minnismerkinu, svo og Einar Farestveit, í nafni Norðmanna búsettra hjer í bæ, en hann er formaður Nordmannslaget. Sendiherrahjónin hafa frá kl. 11—12,30 árd. móttöku fyrir norsk-íslensk börn í sendiherra bústaðnum. Síðar um daginn, frá kl. 4—6 hafa sendiherra- hjónin svo þjóðhátíðarmóttöku fyrir gesti, eins og venja er til. Um kvöldið hefur svo Nord- mannslaget samsæti í Tjarnar- kaffi fyrir Norðmenn og Nor- egsvini og er öllum heimil þátt- taka, svo sem húsrúrn frekast leyfir. Panis* þyngja hegning- arákvæðin um háltsemi fimmtuherdeiidarmanna Einkaskeyti til Mbl. K.HÖFN, 13. maí — í gær lagði Steincke, dómsmálaráðherra Danmerkur, frumvarp fyrir Ríkisþingið þar sem gert er ráð fyrir þyngdum viðurlögum við hverskonar landráðastarfsemi. Dauðarefsing. Meginatriði frumvarpsins eru þessi: Dauðarefsing getur legið við því, ef menn reyna að steypa löglegri ríkisstjórn af stóli. Ennfremur er gert ráð fyr | ir dauðarefsingu fyrir tilraun til að koma landinu undir er- lend yfirráð, fyrir meiri hátt- ar skemmdarstarfsemi, ólög- mæta framleiðslustöðvun og við stjórnskipulagið, ef tjeð háttsemi er höfð í frammi með- an á styrjöld eða umsátri stend- ur eða er yfirvofandi Að öðr- um kosti liggi ævilangt fang- elsi við þessum afbrotum. Njósnarar í ævilangt fangelsi. Þá geta njósnir varðað ævi- löngu fangelsi. Það varðar allt að 16 ára fangelsi að lama bar- áttuþrek landsins og að beita Ríkisþingið eða stjórnina of- beidi. I frumvarpinu er gert ráð fyrir allt að 6 ára fangelsisvist fyrir að láta sjer um munn fara ummæli, sem fallin eru til að efna til fjandskapar erlendra ríkja í garð Danmerkur. Erlendir áróðursstyrkir refsiverðir. Loks verður allt að tveggja ára fangelsi lagt 'við að þiggja fjárhagsstyrk til stjórnmála- áróðurs frá erlendp valdi, ef ekki er tilkynnt um þesskonar aðstoð. Dómsmálaráðherranum fór- ust m. a. svo orð, er hann mælti fyrir frumvarpinu: „Lagafrumvarp þetta er al- varleg viðvörun til þegnanna um að athuga sinn gang í tíma, þegar sjálfstæði og stjórnskipu- lag ríkisins er í hættu statt“. ÍI» B Ó T T E Tiarnarboðhlaupið Verkalýðsfjefögin í Júgóslavíu segja sig «r LUNDUNUM, 15. maí: — Að sögn útvarpsins i Belgrad afrjeð miðstjórn verklýðsfjelaganna í Júgó-Slavíu í dag að segja sig úr alheimssambandi verkalýðs fjelaga, sem kommúnistar ráða lögum og lofum í. í mars s. 1. skýrði alþjóðasambandið svo frá, að það hefði afráðið að slíta öllum tengslum við verka- lýðsfjelög' Júgóslavíu, þar sem leiðtogar þeirra væri „svikarar við verkamennina“. — Reuter. Gullbrúðkaup Verður Baldur Möíier skáfcmeisiari íslands 1950! Líður að lokum laitds- liðskeppninnar SÍÐASTL. laugardag voru tefld ar biðskákir á lándsliðskeppn- inni, og fóru þær sem hjer seg- ir: Bjarni vann Sturlu, Hjálm- ar vann Sturlu, en jafntefli var hjá Hjálmari og Gilfer og Jóni og Sturlu. Biðskákum Ásmund ar og Gilfers og Ásmundar og Benónýs varð ekki lokið. Níunda umferð var tefld á sunnudag. Þá vann Baldui Lár us og Benóný vann Hjáimar. Jafntefli varð hjá Sturlu og Guðjóni og Bjarna og Jóni. — Biðskákir hjá Guðmundi og Ás mundi og Margeir og Gilfer. Staðan eftir 9. umferð: Baldur Möller 8 vinn. Guðm. Ágústsson 6, 1 bið. Guðjón M. Sigurðsson 5 46, Benóný Bene- diktsson 5, 1 bið. Bjarni Magn- ússon 5. Ásm. Ásgeirsson 4y2, 3. bið. Eggert Gilfer 4V2, 2 bið. Lárus Johnsen 3, Sturla Pjet- ursson 3. Hjálmar Theódórsson 2. JónKristinsson 2. Margeir Stéingrímsson 1%, 1 bið. Sigurmöguleikar Baldurs eru miklir, en hann á þó eftir að tefla við tvo harða skákmenn, Ásmund og Benóný. Tíunda umferð var tefld í gærkvöldi, en ekki lokið, er blaðið fór í prentun. Eilefta og eíðasta umferðin verður tefld á fimmtudag, en biðskákir verða tefldar fyrir þann tíma. í DAG eiga þau hjónin, Þórður Bjarnason (frá Reykhólum) cg Hansína Linnet, hálfrar aldar hjúskaparafmæli — gullbrúð- kaup. Þau voru gefin saman í hjónaband í Borgarnesi hinn 16. maí árið 1900 af sjera Einari Friðgeirssyni á Borg, og byrjuðu búskap sinn í Borgarnesi, en fluttust nokkrum árum síðar til Reykjavíkur, þar sem þau hafa átt heimili síðan, telji maður Lambastaði á Seltjarnarnesi með, sem óhætt er í þessu sam- tandi. Þau hjónin eignuðust 7 börn en eitt þeirra, drengur, andaðist í æsku. Nú eiga þau 13 barnabörn og tvö barnabarnabörn á lífi. Eitt barn, stúlku, tóku þau mjög unga til fósturs, en hún hafði misst foreldra sína úr „spönsku veikinni“ árið 1918. — Einnig ólu þau upp sonarson sinn, sem fárra daga gamall missti móður sína. Heimili þeirra hjóna hefur frá upphafi verið alþekkt að rausn og myndarskap, sem fjölda margir, skyldir og óskyldir, hafá notið góðs af, hvort sem með bljes eða móti. Vinsældir þeirra hafa vaxið eftir því, sem árin liðu, og þeir munu margir, sem nú minnast þeirra með hlýhug á þessum merkisdegi í æfi þeirra. J. L. Haukur Clausen, sem hljóp síðasta sprettinn fyrir sveit ÍR í Tjarnarboðhlaupinu, kemur að marki. — Sagt frá úrslitmn á öðrum stað I blaðinu. — (Ljósm. Mbl. ÓI. K. M.). Reykjavíkurmótið: Enn stór ósigur fyrir Víking Fram vann með 6:1 FYRST 5:1 gegn KR og nú 6:1 gegn Fram! Segja má að kominn sje timi til fyrir Víking að spyrna við fótum, en eftir þeim nýlið- um, sem fjelagið hefir kynnt í vor, að dæma, er skjótra um- skifta ekki að vænta. Liðið náði aldrei neinum tökum á leiknum, ijek undantekningarlítið á 2. fiðlu að undanteknum stuttum köflum, og þegar við bætist, að framherjum andstæðinganna stóðu lengst af allar dyr opnar, þurfa úrslitin ekki að vekja furðu. Markasyrpan hófst um miðjan fyrri hálfleik, er há sending lend ir á vítateig Víkings, og vegna óskiljanlegra mistaka Helga Ey- steinssonar, tókst Lárusi að skalla inn. Næstu tvö komu úr aukaspyrnum, það fyrra skoraði Ríkharður eftir aukaspyrnu á markteig en hið síðara skoraði hann úr vítaspyrnu. Undir lok hálfleiksins eftir þvögu við mark Víkings tókst Óskari að bæta því fjórða við með skalla. í síðari hálfleik bætti Fram síðan tveimur við áður en Vík- ingur skoraði huggunarmarkið. Það fyrra var verk Lárusar, en hið síðara var með fallegri mörkum sem hjer hafa sjest. Eft- ir sókn hægra megin kemst Ósk- ar með knöttinn að endamörkum og sendir Ríkharði hann að horni vítateigs. Augnabliki síðar hafn- ar hann innan á hliðarneti Víkingsmarksins, Ingvar Pálsson skoraði eina niark Víkings stund- arfjórðungi fyrir leikslok. Ríkharður var nú allur annar maður en gegn Val, ljek mun meir með samherjum sínum en hans er venja. Bjarni Guðnason er bersýni- lega ekki í æfingu, gamli bar- áttuviljinn og dugnaðurinn er horfinn og þar með er sókn Víkings „skotfæralaus". — Veik- ustu blettir Víkings voru útherj- arnir, sjerstaklega var v.-úth. gjörsamlega dauður punktur í liðinu. Ekki vottaði fyrir tækni og vegna umsvifa gafst honum aldrei tóm til að afgreiða knött- inn svo að gagn væri að. í marki Víkings ljek nýliði, Sigurjónl Nielsen. Sýndi hann nokkrum sinnum góðar „dýfingar", en ekki bar hann úthlaup við utaif einu sinni, er af hlautst mark. Fram: Adam Jóhannsson, Karl Guðmundsson, Guðmundur Guð- mundsson, Sæmundur Gíslason, Haukur Bjarnason, Hermann Guðmundsson, Óskar Sigurhergð son, Ríkharður Jónsson, Lárus Hallbjörnsson, Karl Bergmann, Magnús Ágústsson. Víkingur: Sigurjón Nielsen, Guðmundur Samúelsson, Svein- björn Kristjánsson, Kjartan Elíaa son, ' Helgi Eysteinsson, Gunn- laugur Lárusson, Sigurður Jóns« son, Ingvar Pálsson, Bjarnl Guðnason, Baldur Árnason, Ei- ríkur Helgason. Ahorfendur voru um 1000 og veður gott. — S. Staðan í mótinu: KR ........... 2 2 0 0 9:1 £ Fram ......... 2 2 0 0 7:1 £ Víkingur....... 2 0 0 2 2:11 Valur ........ 2 0 0 2 0: 5 0 ÍR vann TjankirboÓ- hlaupið í 5. jhn TJARNARBOÐHLAUP KR fÓJ? fram s. 3. sunnudag og lauk me3 sigri ÍR í fimmta sinn í röð. Keppt er um bikar, sem Morg- unblaðið hefir gefið og er bettá í annað sinn, sem ÍR vmnui? hann. Eftir þriðja sprettinn hafðl IR tekið forystuna, en Ár- mannssveitin hjelt forystunna þangað til eftir forskot, sens Hörður Haraldsson gaf sveit- inn á fyrsta 200 m. sprettinum, Eftir það jókst bili 3 nær jafní og þjett og var um 25 m. S markinu. ÍR-sveitin hljóp á 2.30,8 mín. Ármannssveitin var önnur á 2.35,4 mín. og KR þriðja át 2.36,2 mín. í ÍR-sveitinni voru: Reynií Sigurðsson, Pjetur Einarsson;. Rúnar Bjarnason, Þorvalduc Óskarsson, Finnbjörn Þorvalds- son, Ólafur Örn Arnarson, GarA ar Ragnarsson, Vilhjálmup Ólafsson, Stefán Björnsson og Haukur Clausen. Erlendar frjettir ENGLAND og Portúgal ljeki á. sunnudag landsleik í Lissa bon. Sigraði England meg 5:3 þar af skoraði v.-úth. Finne.' fjögur. í hljei stóðu leikar 3:0 en síðan náði Portúgal gjörsam lega yfirhönd um stund o; skoraði þrisvar á 20. mín. Síð ast sigraði England í Lissaboi með 10:0! ÞAÐ er orðin venja í Englandi, að fjelagsskapur íþróttablaða-< manna velji í lok knattspyrnu- tímabilsins „Knattspyrnumanns ársins“, daginn f>rir úrslit bik- arkeppninnar. í vor varð fyrii? valinu fyrirliði Arsenal, fyrr- um fyrirliði Englands, J. Mer- cer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.