Morgunblaðið - 20.05.1950, Blaðsíða 10
>u iiiiiiiiiiiiiiiiiiiMmimtMiiniiumi
10
VOK^rVBLAÐlB
Laugardagur 20. maí 1950
tfiiiiiitiiniti*
Framhaldssagan 37
iiiiiiiiiiimittiiiiitititiiimii*Hmmf|'*H£
Gestir hjá „Antoine“
Effir Frances Parkinson Keyes
,Auðvitað geri jeg það. Jeg
skil ekkj hvers vegna mjer hef-
ur ekki dottið það fyrr í hug.
Við skulum fara strax heim til
hans. Þú hefur víst aldrei sjeð
Judith? Jæja, jeg get sagt þjer
það fyrirfrím að hún hefur
ekki meira álit á mjer en þú
.... eða meira en þú hafðir í
fyrstu. En hún er dásamleg
manneskja fyrir því. Jeg býst
við að þau sjeu bæði heima
núna. Þau ery oftast heima hjá
börnunum síðari hluta dagsins".
„Já, jeg held að það væri
ágæt hugmynd að þú færir. En
heldurðu að jeg ætti að koma
með þjer? Jeg hef aðeins hitt
Joe Racina ( inu sinni og aldrei
konuna han: “.
„Auðvitað kemurðu með
mjer. Komdu; Þau búa hjerna
skammt frá‘.
Hún dró F uth upp af bekkn-
um og næstúírt teymdi hana
með sjer. Þa r gengu í gegp um
garðinn. Caresse gekk greitt og
gaf sjer varla tíma til að tala
við Ruth. Þ<- hægði hun göng-
unni snöggvaat fíl að gefa henni
smáupplýsin ?ar.
„Það getur vel verið að þjer
finnist Judilh dálítið stirðleg í
fyrstu", sagði hún. „En hún er
það alls ekki í eðli sínu. Hún
varð fyrir sprep.gju eða ein-
hverju slíku í stríðinu og hún
verður alltaf að vera i kjólum
með háum kraga og greiða hár-
ið á sjerstakan hátt til að hylja
örin. Og þcít ótrúlegt sje, þá
er það Joe ;em velur sniðið á
kjólana hennar og ræður hár-
greiðslunni",
Ruth lar gaði til að vita
meira um Judith, hvernig það
hafði viljað J að hún varð fyr-
ir sprengju, pn Caresse greikk-
aði aftur sporið og hlióp
síðan upp tröppurnar á litlu,
skemmtilegi húsi við Henry-
Clay-götu. loe opnaði sjálfur
fyrir þeim.
„Þetta va: svei mier gleðileg
og óvænt heimsókn", sagði
hann, „Jndi'h kemur niður eft-
ir augnablik. Hún er að ljúka
við að hátta börnin. Jeg vona
að þið borðifí með okkur kvöld-
verð. HverrJg væri að fá sjer
smáhressinai.’á undan?“.
Hann leic di þær inn í her-
bergi. þar sem allir veggir voru
þaktir bókum og bauð beim
sæti í djúpu n stólum sitt hvoru
megin við arininn. Svo hvarf
hann, en kom von bráðar aftur
með glös á hakka.
„Jeg sagð Judith að þið vær-
uð komnar“. sagði hann. „Hún
bað ykkur e idileéá að doka við.
Hún kemur rjett strax“.
„Já. auðv íað bíðum við eftir
henni. Jeg barf að tala við hana
Iíka“, sagði Caresse og tók við
glasinu. sem hann rjetti henni.
„En aðallega kom jeg til að
leita ráða hiá bjer. Míer var
sent brief og ieg sýndi Ruth
það, en hún 'rfakk unn á bví að
jeg svodi hier það líka og
spyrði þig r-\5a svo að við kom-
um hingað beina leið“.
„Það var riett hiá ykkur“.
sagðí Joe. Þ'?ð var ekkert í fari
hans, sem b°nti til bess að hann
tmdraðist að hnn væri svo upp-
tekin af einhveriu briefi sama
damnn og cystir h°nnar var
jorðuð. ..ECu m.eð bað þarna?
Við skulum ifta á bað“.
Caresso r otti honum briefið
«g horfði á hann full eftirvænt-
ingar á meðan hann las það.
„Þetta voru svei mjer góðar
frjettir", sagði hann þegar hann
hafið lokið við að lesa það. —
„Auðvitað átt þú að grípa þetta
ágæta tækifæri, Caresse, og jeg
efast ekki mn að þú standir þig
vel. Þú veist ekki fyrr en Haas
og'Hector eru farnir að fram-
leiða ný ilmvötn og snyrtivör-
ur með þínu nafni“.
„Er þjer alvara, eða ertu bara
að gera gys að mjer?“.
„jeg mundi ekki gera gys að
þjer og síst núna“, sagði hann
alvarlegur á svip.
„Þetta kemur alveg mátu-
lega“, sagði Caresse. „Jeg er
næstum viss um að mamma....
ja, þið vitið það sjálfsagt að Or-
son Foxworth hefur verið að
reyna að telja hana á það í
mörg ár að giftast sjer og jeg
held að núna, úr því....“.
„Já, maður hefur auðvitað
heyrt orðróminn", sagði Joe.
„Auðvitað mundir þú verða
mjög velkomin hjá þeim, en jeg
býst varla við að þú kærir þig
um að fara til Mið-Ameríku
með þeim. Og ekki getur þú
orðið eftir í Richmond, þar sem
þessi mágur þinn...
Hann þagnaði skyndilega.
Svo stökk hann á fætur. „Þarna
kemur Judith", sagðj hann og
rödd hans varð full blíðu. „Jud-
ith, Caresse færir okkur gleði-
legar frjettir. Og þetta er Ruth
Avery, sem jeg var að segja þér
frá“.
„Mjer þykir mjög gaman að
sjá ykkur báðar. Má jeg fá að
heyra þessar gleðilegu frjettir
strax áður en jeg fer og tek til
matinn?“.
Hún heilsaði báðum stúlkun-
um með handabandi og settist
síðan á stólbríkina hjá Joe. —
Ruth fjekk tækifæri til að virða
hana fyrir sjer á meðan hún las
brjefið. Jeg skil, hvað Caresse
hefur átt við, hugsaði hún, og
jeg er fegin að hún varaði mig
við klæðaburðinum og hár-
greiðslunni. Annars hefði jeg
getað haldið að hún væri eitt-
hvað smáskrítin. En jeg er viss
um að þetta er indæl kona. Það,
getur verið að hún hafi verið
hljedræg þegar hún var ung.
En hún er það ekki lengur. Hún
er of hamingjusöm til þess. —
Ruth leit í kring um sig í hlý-
legu herberginu og á Joe og
Judith þar sem þau sátu saman
í stóra stólnum. Yfir þögnina í
stofunni heyrðist barn syngja
sig í svefn. Það er engin furða,
þótt hún sje hamingjusöm, hugs
aði Ruth. Jeg mundi líka vera
hamingjusöm ef jeg ætti þetta
allt. Auðvitað er jeg hamingiu-
söm, en ekki eins og Judith
Racina.
Judith leit upp frá brjefinu.
„Þetta er dásamlegt“, sagði hún.
„Veistu nokkuð um það hve-
nær þú getur lagt af stað, Car-
esse?“.
„Jeg hef mælt mjer mót við
ungfrú Hickey. Jeg gæti farið
á morgun með „Crescent", ef
hún færi þá“.
Örvæntingin var aftur kom-
in í rödd hennar. í þetta skipti
var Ruth viss um að henni hafði
ekki skjátlast, því Joe hafði
tekið eftir því líka'
„Jeg mundi nú ekki hafa svo
mikinn hraða á“, sagði hann.
„Er ekki betra að fá að vita
fyrst um fyrirætlanir móður
þinnar. Jeg á við að ef hún ætl-
ar að fara að gifta sig, þá mund
ir þú þurfa að vera viðstödd,
en giftingin verður sjálfsagt
ekki strax. En þú gætir kannske
farið snöggvast og komið aftur
til að vera við giftinguna og
kveðja þau áður en þau leggja
af stað“.
„Mjer er alveg sama, þó að
jeg verði ekki viðstödd gifting-
una“, sagði Caresse niðurbældri
röddu.
„Nei, þjer er alls ekki sama.
Þú ert þreytt núna .... og auk
þess í miklum hugaræsing. —
Þegar þú hugsar málið betur þá
kemstu áreiðanlega að þeirri
niðurstöðu að þú verðir að vera
viðstödd".
„Nei, jeg vil það ekki“.
„Jæja, við skulum ekki tala
meira um það. En úr því þjer
er svona umhugsað um að rjúka
strax af stað, þá ætti jeg
kannske að minna þig á annað
atriði, sem kemur til greina,
þó að guð megi vita að mjer sje
illa við það. Þú skalt ekk; láta
þjer detta í hug að þú fáir að
fara burt úr New Orleans fyrr
en allt er komið á daginn hvað
snertir (feuðaorsök Odile“.
„Murphy er búinn að taka
Tossie fasta. Hún er komin í
fangelsið".
Hafnarfjörður Hafnarfjöröur. j
■
FfáröIIunardag
heldur Dagheimili Hafnarfjarðar næstkomandi sunnu- ;
dag, 21. maí. ;
Hefst hann með skrú.ðgöngu kl. 1,15 frá Ráðhúsinu. •
Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilar fyrir göngunni.
Ólafur Þ. Kristjánsson flytur ræðu. ;
Kl. 2: Skemmtun í Bæjarbíó fyrir börn og fullorðna. !
TIL SKEMMTUNAR: Í
•
1. Söngfjelagið Þrestir syngur. ;
2. Leikþáttur. Áisæll Pálsson o. fl. i
•
3. Kvikmynd. 1
4. Leikþáttur «
5. Söngur. ;
STYÐJIÐ GOTT MÁLEFNI i
■
Sækið skemmtaniinar og kaupið merki dagsins. I
DAGHEIMILISNEFNDIN. j
9
m n 5> m ■* ■ * ■ n s mm n a ijh u «Jt9>úalíJlllUÚUjUlBJiJi ■■■
Hús í bygginga
á Kópavogshálsinum til sölu.
KAUPHÖLLIN
Silfur í Syndabæli
FRASÖGN AF ÆVINTÝRUM ROÝ ROGERS
34.
Regan var búinn að segja mönnum sínum að skjóta þá
Roy og Cookie niður, þegar þá bæri í pollinn. Þetta ákváðu
þeir, til þess að ekki væri neinn til að segja frá hvarfi Eds
gamla. Svo átti að afsaka þetta þannig, að Regan hefði ætlað
að taka Roy fastan, en hann hefði veitt mótspyrnu.
Þeir Roy og Cookie voru nú komnir hjer um bil móts við
pollinn og menn Regans lyftu byssum sínum og miðuðu.
Þá kvað við mikill hávaði. — Setjið þið byssurnar niður,
sagði Davíð og Regan kinnkaði kolli til samþykkis. Vagninn
með lögreglustjóranum var kominn svo nærri að þeir gátu
ekki skotið úr þessu.
Eftir fáein augnabhk var vagninn kominn alveg niður að
þeim. Hann nam staðar og nú sáu þeir, að það var Carol,
sem ók honum og eini maðurinn í vagninum, sem var hand-
járnaður var einmitt lögreglustjórinn.
— Roy, hrópaði Carol. — Lögreglustjórinn er búinn að
handtaka okkur. Ef þú segir honum, að þú sjert búinn að
finna silfurnámuna, þá sleppir hann okkur aftur.
Fjelagar Roys og Vanderpool stigu niður af vagninum.
— Jeg veit það eitt, sagði Roy . að silfurnáman er hjer
einhvers staðar rjett hjá. En jeg veit ekki nákvæmlega, hvar
hún er.
— Trúleg saga, eða hitt, muldraði lögreglustjórinn.
— Hann er ekki búinn að finna silfurnámuna, sagði Carol
vonleysislega. — Jæja, þá eru allar mínar vonir brostnar.
Þá er ekki annað en opna handjárnin. Hún tók upp lykil og
opnaði handjárnin á lögreglustjóranum.
— Það er aðeins ein ákæra í viðbót á þig, Carol, sagði
lögreglustjórinn. Þú hefur sett handjárn á lögreglumann og
það er mjög refsivert afbrot. Svo sneri hann sjer að Roy og
Cookie.
— Það eruð þið tveir, sem skuluð fá að bera þessi fallegu
armbönd. Hann smellti handjárnunum um handlegginn á
Roy, en þegar hann ætlaði að setja þau á Cookie, höifaði
Cookie undan og stökk út í pollinn við hhðina á Gunnu. En
þegar hann stendur þarna í pollinum, skilja menn ekki hvað
fyrir kemur, nema hvað Cookie sígur hægt niður og hverfur
ofan í vatnið.
JAr£Z-KÍ,UMlBUMi
MSM.ANMÞS
Fræðslufundur
verður í Breiðfirðingabúð í dag kl. 3 e. h.
1. Kvintet Gunnars Ormslev.
2. Plötukynning: Nýjar Be-bop plötur.
3. Erindi: Gísli Jakobsson.
Ath. Síðastí fundur á þessu starfsári
Stjórnin.
HAFNARFJÖRÐUR
Auglýsing um unglingavinmi
Bæjarstjórn Hafnaríjarðar hefir ákveðið að efna til
vinnu fyrir drengi á aldrinum 12 til 14 ára. — Unnið verð-
ur við garðrækt og fleira.
Gera má ráð fyrir, að mánaðartekjur drengjanna verði
um fimm hundruð krónur, og vinnan standi um þriggja
mánaða skeið.
Forstöðumaður vinnu þessarar hefir verið ráðinn Stefán
Júlíusson, yfirkennari og verður hann til viðtals um
_vinnuna á bæjarskrifstofpnni, laugardagínn 20. maí kl.
~4—6 e. h.
Bæjarstjórinn 1 Hafnarfirði 19. maí 1950
Helgi Hannesson.
..............................................