Morgunblaðið - 25.05.1950, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.1950, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLIT. FAXAFLÓIi Ljettir sennilcga til með V- kalda. 117. tbl. — Fimtudagur 25. maí 1950. NOREGSBRJEF frá Skúla Skulasyni á bls. 9. _______________________| 9 ^riðja landssöngmót Sambands ísl. karla- lcóra haldið hjer í júní ! Sjö kórar ntunu iaka þáli í bví TRIÐJA landssöngmót Sambands íslenskra karlakóra verður baldið hjer í Reykjavík dagana 9.—11. júní n. k. í mótinu taka þátt sjö karlakórar. Þeir eru Karlakór Akureyrar, söng- stjóri Áskell Jónsson, Karlakórinn Fóstbræður, söngstjóri Jón Halldórsson, Karlakórinn Geysir, Akureyri, söngstjóri Ingi- mundur Árnason, Karlakór Reykjavíkur, söngstjóri Sigurður Þórðarson, Karlakórinn Svanir, Akranesi, söngstjóri Geirlaug- ur Árnason, Karlakórinn Vísir, Siglufirði, söngstjóri Þormóð- ur Eyjólfsson og Karlakórinn Þrestir, Hafnarfirði, söngstjóri Ragnar Björnsson. Margar söngskemmtanir Mótið verður með þessum hætti: Föstudaginn, 9. júní verður eöngskemmtun kl. 8,30 og rnót- ið sett í Austurbæjarbíó. — Laugardaginn 10. júní verða tvær söngskemmtanir í Austur- bæjarbíó, kl. 3 og kl. 6. Sama eöngskrá er á öllum konsert- unum, og eru á henni 19 lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Sunnudaginn 11. júní verð- Ur sungið í Tívoli og er áform- að, að söngurinn hefjist kl. 1.30. Verður sungið þar bæði íúðdegis og um kvöldið. Ætlast er til, að hver-kór syngi tvö lög á hverjum konsert og allir kór arnir, landskóiinn, fimm .lög. Aðalsöngstjóri landskórsins er Jón Halldórsson, en einnig mun honum verða stjórnað af Ingimundi Árnasyni, Sigurði Þórðarsyni og Þormóði Eyjólfs- syni. Um 250 söngmenn taka þátt í mótinu. Fjölmennasta mótið. Þetta verður fjölmennasta eöngmót Sambands íslenskra karlakóra, sem haldið hefir ver ið. Þau tvö söngmót, sem áður hafa verið, voru árið 1930 í sam bandi við Alþingishátíðina. Var það haldið á Þingvöllum og í Reykjavík og árið 1934 í Reykjavík. í báðum þeim mótum tóku þátt sex kórar. Sú breyting varð, að Karla- kórinn Þrymur á Húsavík, sem fitjórnað er af Friðrik A. Frið- rikssyni prófasti, og ætlaði að taka þátt í þessu móti, varð vegna ýmissa ófyrirsjáanlegra orsaka að hætta við það. Söngmálaráð SÍK. í söngmálaráði SÍK eiga sæti söngstjórarnir: Jón Halldórs- ;;on, skrifstofustjóri, formað- ur. Ingimundur Árnason, full- trúi og Sigurður Þórðarson, skrifstofustjóri. Framkvæmda- ráð SÍK skipa: Ágúst Bjarna- son, skrifstofustjóri, formaður, sjera Garðar Þorsteinsson, rit- ari, Óskar Sigurgeirsson, skrif- stofumaður, gjaldkeri, Guð- mundur Gissurarson, fulltrúi, Hafnarfirði og Þormóður Eyj- ólfsson, ræðismaður, Siglufirði. LANDHELGiH - bók efiir Júlíus Havsleen sýslumann . NÝLEGA ER komið út rit eft- ir Júlíus Havsteen, sýslumann, sem ber titilinn Landhelgin. Útgefandi þess er Landssam- band íslenskra útvegsmanna. Formála fyrir því ritar Sverr ir Júlíusson, formaður Lands- sambandsins. Minnist hann m. a. hins sívakandi áhuga Júlí- usar Havsteen fyrir landhelg- ismálum íslendinga. í riti þessu, sem er tæþar Borgir Þýskalands byggjasl upp Þjóðverjar vinna nu ötullega að því að byggja upp borgir sínar, sem margar hverjar hrundu til grunna á loftárásum og fallbyssuskothríð. Myndin er frá nýrri múrsteinaverksmiðju í Frankfurt am Main, sem framleiðir 3 milljónir múrsteina á mánuði. — Eldur í Irjesmíðaverk- dæði í gær 1 GÆR var slökkviliðið kvatt að Trjesmíðaverkstæðinu Rauð- ará, en þar hafði kviknað í út írá dínamó. Eldur var þó lítill og skemmd i ekki miklar. Júlíus Havsteen. 130 bls. að stærð eru birtar ritgerðir, blaðagreinar og út- varpserindi, sem sýslumaður hefur flutt allt frá því árið 1918. Er þar rakin baráttusaga okkar í landhelgismálunum og gert grein fyrir samningum er að þeim lúta. Allir þeir, sem láta sig þessi þýðingarmiklu mál varða munu áreiðanlega hafa gagn og gam- an af því að lesa þessa bók Júlíusar Havsteen, sem á heið- ur skilið fyrir sinn mikla á- huga og óþreytandi kjark í bar áttunni fyrir stækkun íslenskr- ar landhelgi og friðun land- grunnsins umhverfis landið. Úlvegsbanki íslands vann bridge-iirma- 'teppnina HRMAKEPPNI Bridgefjelags leykjavikur lauk í fyrrakvöld. 3ar Útvegsbanki íslands sigur 'ir býtum, en Gunnar Guð- mundsson spilaði fyrir hann. 32 firmu komust í úrslita- œppnina, og varð röð þeirra em hjer segir: 1. Útvegsbanki íslands 259 ’L, 2. Hamar h.f., 3. Ásbjörn ílafsson, 4.—5. Hafnarbíó og Sverrir Bernhöft h.f., 6. Verð- andj h.f., 7. H. Benediktsson & Co., 8. Prentsmiðjan Edda h.f., 9. Samvinnutryggingar, 10. Öl- gerðin Egill Skallagrímsson, 11. Alliance h.f., 12. H. B. Bjarna- son, 13. Heildv. Haraldar Árna- sonar, 14. Heildv. Hekla. 15. Elding Trading Co., 16. S. Árna son & Co., 17.—18. Sanitas og Vinnufatagerð íslands, 19. F.rec tric h.f.,. 20. Tjarnarbíó. 21 — 22. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og Haraldarbúð. 23. Niðursuðuverksmiðian á Bíldu- dal, 24.—25. H. Ólafsson & Bernhöft og Samtrygging ísl. botnvörpunga, 26.—27. Shell og Natan & Olsen ,28. Slippfjelagið í Reykjavík, 29. Sjóklæðagerð íslands, 30. Húsgagnav. Krist- iáns Siggeirssonar, 31. Austur- bæjarbíó og 32. Almennar trygg ingar. Finnarnir keppa við Ármann í kvöld Leikurinn verður í Iþróllahúsinu við Háiogaland FINNSKU handknattleiksmenn irnir keppa annan leik sinn hjer í kvöld. Keppa þeir þá við Ármann, og fer sá leikur fram í Iþróttahúsinu við Háloga- land. ’ Ármenningarnir kepptu við flesta af Finnunum, sem hjer eru í keppnisför sinni til Sví- þjóðar og Finnlands í fyrra, og keppendur Ármanns verða flest ir þeir sömu og þá. — Verður þetta sennilega fjörugur leikur og tvísýnn. Bæði finnsku og is- lensku handknattleiksmennirn- ir eru miklu vanari inni- en útileikvangi eftir vetur;->n. Leikurinn í kvöld h fst kl. 8,30. Aðgöngumiðar er ’ seldir í Bókaverslun Lárusar Blöndal og við innganginn. — Ferðir eru frá Varðarhúsinu. WARWICK, 12. maí — Anthony j Eden, fyrrverandi utanríkisráð, herra Breta og einn helsti leið- ( togi breska íhaldsflokksins hjelt í dag ræðu í kjördæmi sínu Warwick, þar sem hann lýsti yfir fullum stuðningi sín- 1 um við tillögur Schumans ut- ( anrikisráðherra Frakka um •ameiningu stáliðnaðar og kola náms Þjóðverja og Frakka. Hertoginn af Windsor til Englands New York. — Hertoginn af Windsor, fyrrum Játvarður VIII Englakonungur, lagði í dag af stað með Queen Mary til Eng- lands. Sagt er, að hann hafi fengið ávítunarbrjef frá Georg VI, bróður sínum, fyrir ævi- minningar þær, er hann skrifar nú og birtast í tímaritum víða um heim. Búasl við árás kommúnisia BERLÍN, 24. maí. — Nú tekur að nálgast hvítasunnuna, en á hvítasunnudag ætla kommúnist ar í Austur-Berlín að fara í stór ar hópgöngur og gengur orð- rómur um að þá ætli þeir að nota tækifærið tli að ná á sitt vald hernámssvæðum Vestur- veldanna í borginni. — Vestur- veldin eru við öllu búin. Hefur lögreglulið verið mjög aukið í borginni og þessa dagana munu allt að 25 þús. lögreglumenn og hermenn Vesturveldanna standa vörð við takmarkalín- una að rússneska hernámssvæð inu. — Reuter. Tveir íslenskir þing- menn í boði breska þingsins BRFSKA þingið bauð Alþingt íslendinga fyrir skömmu að senda tvo íslenska þingmenn í stutta heimsókn til Bretlancls á þessu sumri. Hefur Alþingi tek- ið boði þessu og hefur verið á- kveðið að Sigurður Bjarnason. og Skúli Guðmundsson fari ferð ina. Munu þeir fara til Bret- lands fyrri hluta næsta mán- aðar. Á s.l. ári komu tveir broskir þingmenn til íslands í boði Al- þingis og dvöldu hjer rúmlega viku tíma. Er boð breska þings- ins nú endurgjald á þeirri heim sólcn. Gagnkvæmar heimsóknir af hálfu þjóðþinga hafa tíðkast um nokkurt skeið milli þinga margra Evrópulanda. A VEITINGUM SKRIFSTOFA verðlagsrtjóra skýrði frá því í gær, að ákveð- ið hefði verið að fella niður verðlagsákvæði á veitingum. Mun verðið því eftirleiðis verða ákveðið af gisti- og veitinga- húsunum sjálfum. Af þessu tilefni hefir Morg- unblaðið spurst fyrir um það hjá skrifstofu Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda. hverjar verðbreytingar væru væntanlegar. Þar sem einungis hefir verið leyfð um 6% verð- hækkun á veitingum síðan í árslok 1947, taldi skrifstofan sennilegt, að nokkrar verð- hækkanir mundu verða gcrðar. einkum á kaffi og allskonar brauði, en þetta hvort tveggja hefir hækkað gífurlega í verði. Á hinn bóginn var ekki talið, að verð á máltíðum mundl hækka að nokkru ráði, var jafr.t vel búist við því, að sumar mál- tíðir mundu lækka í verði, t. d, máltíðir úr ódýrustu fiskteg- undum. Tel-Aviv. — Fyrir herrjettí í Tel-Aviv var í dag kveðinn upp dómur yfir liðþjálfa að nafni Melech Reicher. Hanri fjekk 10 ára fangelsi fyrir að gefa kommúnistum hernaðar-i lega mikilvægar upplýsingar. ' -0SfcoP- MENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.