Morgunblaðið - 06.06.1950, Qupperneq 1
Fánaborg á Austurvelli
MYND þessi er tekin af fánaborg sjómanna á Austurvelli s.l.
sunnudag. Frásagnir af sjómannadeginuni hjer og víðar eru á
bls. 2. (Ljósm. Mbl.: ÓI. K. M.)
Ovissa itm friSarsamninga
efftr lapömku kosningarnar
Einkaskeyti til Mbl. fró Reuter.
TOKYO, 5. júní. ■—- Endanleg úrslit eru ekki enn kunn í jap-
önsku þingkosningunum, sem fram fóru á sunnudag, en stjórn-
arflokkurinn, .Frjálslyndir hafa mest fylgi enn sem komið er,
þó ekki hreinan meirihluta. Kommúnistar hafa enn sem komið
er aðeins fengið einn þingmann kosinn.
Kommúnistar
reka lestina.
Þegar síðast var vitað til,
hafði frjálslyndi flokkurinn
fengið 45 þingsæti af 100 kjör-
dæmum, sem talið hafði verið
í, . Næstir komu jafnaðarmenn
og síðan nokkrir smáflokkar.
Kommúnistar ráku lestina með
aðeins eitt þingsæti. Má segja,
að þeir hafi ginið yfir miklu
en gleypt lítið, því svo mikill
var hamagangurinn í kosninga-
sprautum þeirra fyrir kosning-
ar.
Óyíst um friðarsamninga.
Það þykir nú alveg óvíst, að
frjálslyndi flokkurinn nái meiri
hluta á þingi og mun han;i þá
tekki geta komið fram helsta
þaráttumáli sínu í kosningun-
um, þ. e. að Japanir semji sjer-
frið við þær þjóðir, sem vilja á
það fallast. Andstöðuflokkarn-
ir eru allir þeirrar skoðunar,
áð ganga eigi frá sameiginieg-
um friðarsamningum við allar
andstöðuþjóðirnar úr síðasta
stríði, þar á meðal við Rússa.
Johnson og Bradley
heimsækja með-
limalönd Ailanls-
hafsbandalagsins
WASHINGTON, 5. júní. — Lou
is Johnson, hervarnaráðherra
Bandaríkjanna, skýrði svo frá í
dag, að hann og Omar Bradley
hershöfðingi, yfirmaður banda-
ríska herforingjaráðsins, mundu
í september næstkomandi fara
í heimsókn til meðlimalanda
Atl antshaf sbandalagsins.
í október er 'svo von á her-
málaráðherrum bandalagsríkj-
arina r tíu daga héimsókn tilj
Bandafíkjanna. — Reuter. I
Opinberir siarls-
menn ræða vinnu-
iíma
í GÆRKVELDI boðaði Banda-
lag starfsmanna ríkis og bæja
til almenns launþegafundar í
Iðnó.
Á fundi þessum var sam-
þykkt allítarleg ályktun, þar
sem mótmælt var lengingu
vinnutíma opinberra starfs-
manna,' en jafnframt lýst yfir
vilja til þess að ná samkomu-
lagi við ríkisstjórnina um lausn
málsins.
Þar sem blaðið var að fara
í pressuna, þegar fundi lauk,
er ekki hægt að rekja nánar á-
lyktun þessa, nje umræður fund
arins. Þess skal þó getið, að
stjórn Bandalagsins bar álykt-
unina fram og stóð einhuga að
henni.
Kommúnistar og fylgifiskar
þeirra höfðu mikinn liðssafnað
á fundinum og gerðu oft hróp
að ræðumönnum. Tókst þeim
að lokum að fá samþykkta á-
skorun til opinber'ra starfs-
manna um að hafa að engu
hina nýju reglugerð. Varaði
bæði formaður Bandalagsins,
varaformaður þess og ýmsir aðr
ir við þeim afleiðingum, sem
þessi vanhugsaða tillaga kynni
að hafa og benti fundarstjóri á,
að þessi fundur væri þannig
boðaður, að mjög óeðlilegt væri
að hann bæri fram slíka áskor-
un, auk þess, sem hún hlyti að
spilla árangri af tillögu stjómar
innar, sem samþykkt hafði
verið nær einróma. Töldu æs-
ingamennirnir það engu máli
skipta.
Fiugufregnir um
kvaðningu Albingis
fi! funda
SÁ orðrómur hefur gengið
um bæinn undanfama
daga að í undirbúningi
væri að kveðja Alþingi
saman til aukafundar nú á
næstunni. Jafnframt hafa
verið uppi ýmsar bolla-
leggingar um tilefni slíks
aukaþinghaids á miðju
sumri. •
Morguublaðið getur full
yrt að þessi orðrómur hef-
ur ekki við minnstu xök
að styðjast. Engin áform
eru uppi um kvaðningu
Alþingis til aukafundar,
enda engar ráðagerðir á
seyði, er gefi tilefni til
þess.
Beigísku kosningarnar:
Kaþólski flokkurinn t
fœr hreinan meirihlutd)
Einsflokksstjórn - Hebnkoma LeopoMs
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BRÚSSEL, 5. júní — Kosningar til efri og neðri deildar belg-
íska þingsins fóru fram á sunnudag. Það er nú víst, að kaþólski
flokkurinn, stuðningsflokkur Leopolds hefur fengið hreinati
r
;■ meirihluta í neðri deildinni. Ekki verður kunnugt um hvernig
atkvæði fjellu til efri deilaarinnar, fyrr en síðar, en búist er
við að kaþólski flokkurinn hafi þar ennþá sterkari meirihluta.
Kaþólski flokkurinn hefur ákveðið að beita nú meirihluta sín-
um til að Leopold fái að snúa heim.
Hafnarverkfalli
lokið í London
LONDON, 5. maí. — 1000 hafn-
arverkamenn í London, sem
hófu verkfall í síðustu viku,
komu flestir til vinnu í dag. Er
því verkfalli þar með lokið, en
óttast var um tíma, að það
ætlaði að breiðast út til fleiri
hafnarverkamanna. — Reutre.
Sendinefnd frá Alþjóda-
bankanum fil Tyrklands
WASHINGTON, 5. júní. — Eug
ene Black, forseti Alþjóðabank-
ans, skýrði frjettamönnum frá
því í dag að bankinn mundi
senda sendinefnd til Tyrklands,
að beiðni stjórnarvaldanna þar.
Er í ráði, að nefndin fram-
kvæmi rannsókn á efnahagi
landsins og dveljast þar í tvo til
þrjá mánuði. Síðan mun það
taka nokkra mánuði að ganga
frá skýrslu um niðurstöður
nefndai'innar. — Reuter.
Iðnaður bjóðverja
gefinn frjáls
BONN, 5. júní. — Landstjórn
Vesturveldanna í Þýskalandi
gaf í dag út reglugerð, sem ger-
ir frjálsan mestallan efnaiðnað
Þýskalands. Einu efnin,; sem
Þjóðverjum er hjeðan í frá
bannað að framleiða eru svo-
kölluð „stríðshættuleg11 efni,
svo sem sprengiefni, eldflugu-
púður og eiturgas. Einnig er
Þjóðverjum nú frjálst að fram-
leiða útvarpstæki. Hinsvegar er
þeim eftir sem áður bannað að
framleiða Radar-tæki.
28 stiga hiti
í London
LONDON, 5. júní — Mikill hiti
var í Vestur Evrópu í dag, mest
ur yfir 33 gráður. í London var
nær 28 stiga hiti, eða meiri en
nokkru sinni áður s. 1. 12 mán-
uði.
Spáð er áframhaldandi góð-
viðri. — Reuter.
Engar þrælkunar-
búðir í Frakklandi
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
GENF, 5. júní — Amazaps Arutiunian, fulltrúi Rússa í efna-
hagsráði Evrópu, fullyrti á fundi þess í dag, að Marshalláætl-
unin ætti sök á atvinnuleysinu, sem nú er í Frakklandi og
Ítalíu. Hann bætti því við, að ekkert atvinnuleysi hefði verið
í Sovjetríkjunum um mörg undanfarin ár.
^Hreinn meirililuti
Úrslit eru nú kunn í atkvæða
greiðslunni til neðri deildarinn-
ar. Þar mun kaþólski flokkur-
inn hafa fengið 108 þingsæti af
212. En með þessu hefur ka-
þólski flokkurinn í fyrsta skipti
fengið meirihluta í neðri deildl
inni. Áður vantaði flokkinn tvö
þingsæti til þess að hafa meiri-
hluta, en nú hefur hann fjög-
urra atkvæða meirihluta.
Enn tapa kommúnistar!
J af naðarmannaf lokkurinn
bætti við sig atkvæðum og þing
sætum á kostnað frjálslyndá
flokksins og kommúnista. Hvor
þessara flokka um sig missti 6
þingsæti. Er það sjerstaklega
mikið afhroð fyrir kommúnista.
sem höfðu áður 12 þing-
sæti. Er kommúnistaflokkui
Belgíu því enn á sinni öru
braut fylgistaps.
Einsflokksstjórn.
Forustumenn kaþólska
flokksins komu saman á
fund í Briissel í dag og var
þar ákveðið, að kaþólski
flokkurinn myndaði oins-
flokksstjórn. Var ekki talið
líklegt, að neinn hinna flokk
anna fengist til stjómarsam-
starfs, vegna hitans sem ver
ið hefur í konungs-málinu.
Snýr Leopold heim?
Kaþólski flokkurinn Iiefur
og ákveðið við fyrsta tæki-
færi að kalla belgiska þingið
saman í eina inálstofu og
afnema „ríkisstjóra‘‘-lögin,
en í þeim lögum var Leopoldi
gerður útlægur úr Belgíu
1945. Eftir það er Leopold
heimilt að snúa heim.
ip—»najy»- m
Andre Pliilip (Frakkland)^
svaraði Rússanum því til, að
franska stjómin leysti ekki at-
vinnuleysisvandamál sitt með
því að senda þá, sem væru
henni andvígir, í þrælkunar-
búðir.
Áður en fundi lauk í -lag,
ljet Karin Kock (Svíþjóð), for-
maður ráðsins, í ljós þá von,
að hægt yrði á morgun (mið-
vikudag) að bera undir at-
kvæði framkomnar franskav og
rússneskar tillögur. En júgó-
slavneski fulltrúinn í ráðinu
hefur fyrir sitt leyti lýst yfir,
að flestar rússnesku tillögurnar
sjeu einungis settar frarn í áróð
ursskyni.
Sprengjum kasiað á
breskt skip við Kína
HONG KONG, 5. maí. — Flug-
vjelar kínversku þjóðernissinna
stjórnarinnar rjeðust í dag á
bresk skip, sem var á siglingu
undan Kína-ströndum á leið til
Hong Kong. — Köstuðu þær
sprengjum á skipið. Tveir menn
ljetu lífið og 6 særðust. Skip
þetta var á leiðinni frá Amoy
til Hong Kong með 100 flótta-
fólk af Evrópuættum.
— Reuter.
ísland vann Koreg
í fyrslu iimferð
BRIGHTON, 5. júní. —
Evrópumeistaramótið í
bridge hófst hjer í gær. í
fyrstu umferð spiluðu ís-
lendingar við Nox-ðmenn
og unnu þá með 14 stigum.
í sveit íslendmganna
spiluðu þeir Hörður Þórð-
arson og Einar Þorfinns-
son, Kristinn Bergþórsson
og Lárus Karlsson.
— Gunnar.
I II. —■ l.lt I..I. . .11 I