Morgunblaðið - 06.06.1950, Blaðsíða 10
10
Þriðjudagur 6. júní 1950.
noftcr^BLÁÐim
..niiiimiinir
Framhaldssagan 49
iiiiiiiiiiiiiiiimmmiiiHHinnminiimnj
Gestir hjá „Antoine
Eftir Frances Parkinson Keves
44
Himitiiimauim: mn
„En jeg get ekki beðið svo
lengi, Joe. Jeg er búin að segja
ungfrú Hickey að jeg komi með
henni og það er búið að gera
allar ráðstafanir. Ef jeg þyrfti
að segja henni að jeg hefði skipt
um skoðun, að jeg geti ekki
komið fyrr en seinna og jeg
viti ekkert hvenær það verður.
.... Skilurðu það ekki, Joe, að
jeg verð að fara. Ef Haas og
Hector fá það álit á mjer að
jeg sje svo óákveðin og skipti
um ákvarðanir frá degi til dags,
þá er ekkert líklegra en þeir
taki tilboðið aftur, og þar með
missi jeg betta tækifæri, sem
mjer er svo mjög umhugað um
að nota mjer af“.
„Jeg held að þú hafir óþarfa
áhyggjur. Það er mjög ólíklegt,
að ungfrú Hickey hafi lesið um
sjálfsmorð. Odile og hafi hún
gert það þá setur hún ábyggi-
lega ekki nafnið Odile St. Am-
ant í sároband við Caresse
Lalande. Hversvegna segir þú
henni ekki .bara að það hafi orð
ið dauðsfaH í fjölskyldunni, og
móður þinni hafi fallið það svo
þungt. Þú hafir haldið í fyrstu
að þú mundir geta komið með
henni, en sjáir nú að þú munir
þurfa að vera hjá móður þinni
í viku eða svo“.
„Nei, jeg get það ekki. Þú
hlýtur að skilja að jeg get það
ekki. Og jeg skil ekki hvað það
getur snert þig hvort jeg fer
eða ekki ún því mamma bað þig
ekki um að tala við mig“.
„Jeg er ekki að tala um það
við þig, hv.ort þú eigir að fara
eða ekki. Jeg er að reyna að
koma þjer í skilning um það að
þú getur ekki farið“.
„Get það ekki? Og hvers-
vegna? Hver segir það?“
„Toe. Tqe Murphy“.
Augu Caresse urðu snöggvast
stór og óifaslegin. Hún starði
á Joe dálitla'stund, eins og það
væri skyndilega komið fram,
sem hún hafði lengi ákviðið.
„Vegna þess að hann tekur
mig þá fasta? En hann getur
það ekki, Joe. Þeir eru búnir
að taka Tossie. Maðurinn sagði
að hún hefði myrt Odile. Jeg
veit að hún gerði það ekki, en
hann sagði það. Þú heyrðir það
sjálfur, Joe. Þú mátt ekki láta
þá taka mig. Jeg hefi ekkert
gert af mjer. En jeg veit hvað
jeg geri. Jeg fer strax í kvöld.
Jeg hringi til ungfrú Hickey og
-segi henni . ... ja, jeg veit
ekki hvað jeg á að segja henni.
En mjer dettur sjálfsagt ein-
hver skýring í hug. Jeg er
næstum búin að taka saman
dótið mitt. Þeir geta ekki tek-
ið mig fagta, Joe. Ef þeir gerðu
það og ungfrú Hickey heyrði
það, þá væri öllu lokið. — Þú
hjálpar mjer, Joe? Jeg segi það
satt að jeg hefi ekki gert
neitt....“'.
„Hættu þessu, Caresse",
sagði Joe hvasslega. Hún hrökk
við, eins og hún áttaði sig og
þagnaði. Hún horfði spyrjandi
á hann, en hristi svo höfuðið.
„Jeg haga mjer eins og
kjáni“, sagði hún rólega. —
„,Segðu mjer, hversvegna
Murphy vill ekki lofa mjer að
fara til Nev/ York“.
„Það er dálítið flókið mál. —•
Það er ekki um að ræða neina
handtöku eða slíkt. Hann mundi
i mesta lagj taka af þjer heit
um að vera viðstödd sem vitni
þegar yfirheyrslurnar byrja. En
hann gerir ekki einu sinni það,
ef þú lofar að fara ekki til New
York fyrr en hann hefir gefið
þjer sitt samþykki“.
„Jeg skil. Auðvitað fer jeg
ekki fyrr, því að hann mundi
sjálfsagt hafa einhver ráð með
að sækja mig hingað aftur og
það mundi vera það versta sem
fyrir gæti komið. Verra heldur
en að segja að jeg verði að vera
hjá mömmu í aðra viku vegna
dauðsfalls í fjölskyldunni. En
hvers vegna vill Murphy að jeg
verði kyrr hjer?“
„Jeg var að reyna að skýra
það fyrir ykkur um daginn,
hvernig maður Toe er. Hann er
enginn afburðamaður. En hann
tekur eftir öllum smáatriðum
og skrifar þau á bak við eyrað.
Eins og til dæmis blettirnir sem
hann sá á kjólnum þínum um
kvöldið. Manstu að hann spurði
þig, hvernig á þeim stæði. Og
þú sagðir að það væru blóð-
blettir, því að þú hefðir lent
í bílárekstri".
„En það var satt“.
„Vissulega. En það er ekki
bílliryr þinn, sem þú fórst í nið-
ur í bæinn um daginn, sem
hafði lent í árekstrinum. Og
ekki heldur bíll Léonce. Toe
ljet athuga það strax um kvöld
ið. ílann hefir látið safna
skýrslu um alla bílaárekstra.
Þú veist að samkvæmt lögun-
um verður að tilkynna vissum
yfirvöldum um öll slys, hversu
lítilfjörleg sem þau kunna að
vera, ef þau verða hjer í New
Orleans“.
„En þetta var....“, byrjaði
Caresse en hún þagnaði.
,Já?“
„Ekkert. En það gekk svo
mikið á heima þennan dag og
um kvöldið, að mjer datt það
alls ekki í hug að jeg þyrfti að
gefa skýrslu. Auk þess var það
Léonce sem sat við stýrið svo
það var hann sem átti að gera
það. Það hljóta að verða mörg
smáslys sem ekki er tilkynnt
um“.
„Auðvitað. Og Toe veit það
líka. En þetta voru engir smá-
blettir á kjólnum þínum, svo
Toe bjóst hálfpartinn við að
hinn bílstjórinn mundi til-
kynna það. Og nú langar hann
til að leggja nokkrar spurn-
ingar fyrir þig og Léonce“.
„Eins og hvaða spurningar?“
„Til dæmis hvaða númer hafi
verið á hinum bilnum. Hann
segir að- fólk sje vant því að
setja á sig númerið á hinum
bílnum í svona tilfellum. Og
hvort þið hafið gefið skýrslu
hjá tryggingarfjelaginu til þess
að fá gert við skemmdirnar. —
Annaðhvort ykkar hlýtur að
muna númerið á hinum bíln-
um?“
Caresse hristi höfuðið.
„Jeg man það ekki“, sagði
hún. „Og jeg held að Léonce
muni það ekki heldur“.
„Já, þarna sjerðu. Þið Lé-
once eruð bæði með skrámur
og þú sagðir honum sjálf að
þetta væru blóðblettir. Toe
sagði....“.
„Hvernig stóð á því að þú
varst að tala við hann um mig
í sambandi við þetta“, spurði
hún. „Mjéb finnst þetta alls
ekki koma- málinu við. Og ef
þessi afskiptasemi þín verður
til þess að-jeg missi stöðuna í
New York, skal jeg aldrei fyrir
gefa þjer það“.
„Talaðu ekki eins og krakki,
Caresse. Rqyndu að skilja það
að þú ert 'jÉyanda stödd .... eða
þú gætir að minnsta kosti ver-
ið í vanda stödd. Jeg var sann-
arlega ekkert að hnýsast í það
sem ekki kom mjer við. — Jeg
fór til að tala við Murphy um
allt anriáð. Mjer datt dálitið í
hug og jeg fór til að segja hon-
um frá !því. Og það kom ekkert
þjer við. Toe leist vel á hug-
myndina. Það var ekki fyrr en
seinna að talið barst að þjer. —
Og það var ekki jeg sem minnt-
ist á þig að fyrra bragði. Það
var Toe.
„Hvernig vissi hann að jeg
ætlaði að fara frá New Orle-
ans?“
„Jeg sagði honum það. Þú
hafðir ekki minnst á það að jeg
ætti að halda því leyndu. Hann
spurði um þig .... og um Lé-
once. Jeg sagði honum að jeg
hjeldi ekki að þú hefðir sjer-
stakan.áhuga á Léonce, þó að
þú hefðir duflað við hann eitt-
hvað lítilsháttar. Auk þess væri
þjer það svo mikið áhugamál
að fá þessa stöðu sem þjer hefði
boðist í New York, að Léonce
væri alveg úr sögunni hvað þig
snerti. Og þá sagði hann að þú
mundir ekki geta farið strax“.
„En hversvegna ekki? Jeg
hefi ekki gert neitt. ...“.
„Reyndu að líta á málið frá
sjónarmiði Toe. Odile er dáin
og Toe er sannfærður um að
hún hafi verið myrt. Hann tek-
ur eftir blóðblettum framan á
kjólnum þínum og þú segir að
þeir hafi komið þegar þú lentir
í bílslysi þennan sama dag. En
bíllinn þinn er óskemmdur og
bíll Léonce er óskemmdur. Það
hefir ekki verið tilkynnt um
neinn bílárekstur, hvorki hjá
lögreglunni eða tryggingarfje-
lögum .... en þú heldur því
fram að þú hefir lent í bílslysi".
„En það er satt, Joe. — Jeg
get svarið það við heilaga ritn-
ingu“.
30% og 40%
OSTAR
fást í heildsöiu hjá:
Sambandi ísL samvinnufjelaga
Sími 2678.
Hús til sölu
■ Húseignin nr. 7, við Sunnuveg í Hafnarfirði, er til sölu
; nú þegar og laus til íbúðar 1. sept. n.k.
Tilboð sendist undirrituðum fyrir 15. þ. m.
| Upplýsingar gefa Ásgeir G. Stefánsson, framkvstj.,
i og undirritaður.
i KJARTAN ÓLAFSSON.
í. S. í. K. R. R. K. S. í.
> .
Knattspyrnumót Islands
4. leikurjer fram í kvöld kl. 8,30
^ * Þá keppa
og
Vikingur
Dómari:
Hrólfur Benediktsson
Komið og sjáið góðan leik
Mótanefndin.
íbúð — Einhleypur
: •
• Einhleypur skrifstotumaður, óskar eftir 1—2ja her- ;
■
i bergja íbúð strax, eða seinna í sumar. |
: Nánari upp). þessa viku í síma 7700. ;
■ ■ ■ ■
■ ■ ■ ■ m Góð stúlka ■
■ ■ óskast í iy2—2 mánuði, til heimilisstarfa. :
■ Sími 3074. :
■ ■ * ■
HALDID VIÐ
YND1SÞ0KKA ÆSKUNNAR MEÐ
PALM0LIVE
SÁPU
»
Almenn bólusetning
gegn bólusótt fer fram í Kópavogs- og Seltjarnarnes-
hreppum, sem hjer segir:
í Kópavogsskóla miðvikud. 7. júní kl. 2—5.
í Mýrarhúsaskóla fimmtud. 8. júní kl. 2—4.
Skyldug til frumbólusetningar
eru öll börn, 2ja ára eða eldri, ef þau hafa ekki haft1
bólusótt, eða hafa verið bólusett með fullum árangri eða
þrisvar án árangurs.
Skyldug tií endurbólusetningar
eru öll börn, sem á þessu ári verða fullra 13 ára eða
eldri, ef þau hafa ekki haft bólusótt eða verið bólusett
með fullum árangri eftir að þau eru fullra 8 ára eða
þrisvar án árangurs.
BORGARLÆKNIRINN í REYKJAVIK