Morgunblaðið - 09.06.1950, Page 9

Morgunblaðið - 09.06.1950, Page 9
I Föstudaginn 9. júní 1950. MORGUNBLAÐIÐ 9 Frú Ingibjörg Baldvinsdóflir I Minningarorö f>ANN 10. apríl síðastl. hvarf af þessum heimi frú Ingibjörg Bald- yinsdóttir frá Baldurshaga á Dal- yík. Frú Ingibjörg var fædl 10. júlí 1879 og voru foreldrar henn- ar þau Baldvin Gunnlaugur Þor- yaldsson og kona hans Þóra Sig- tirðardóttir. Baldvin G. Þorvalds- fcon var sonur þeirra Krossahjóna & Árskógsströnd Þorvaldar Gunn Íáúgssonar og Snjólaugar Bald- yinsdóttur prests á Ufsum Þor- Bteinssonar prest í Árskógi hin- tim meiri Hallgrímssonar pró- É'asts á Grenjaðarstað. Verður $ú ætt ekki rakin lengra hjer, en þess má geta að Snjólaug á‘ Krossum Baldvinsdóttir var í karllegg komin frá Birni bunu Grímssonar hersis í Sogni. Telja fevo fróðir menn að Björn Gríms- feon væri uppi beggja megin við 800 eftir Kristsburð. Skal því iog' viðbæta, að dr. Guðbrandur .VigfÚsson hinn gáfnamargi og íjöllærði íslendingur, segir á ein- hverjum stað að flest stórmenni 16 landi hjer sje komið frá Birni jGrímssyni. Kon'a sjera Baldvins á Ufsum 6iin fyrri og móðir Snjólaugar á Krossum var Filippía Erlends- dóttir líklega dótturdóttir Sveins lögmanns Sölvasonar á Múnka- pverá. Gunnlaugur faðir Þorvald &r á Krossum var bóndasonur og íeigi borinn til eigna eða arfs. Gerðist snemma efldur að mann- dómi og mikilmenni um flest og Bllt var gervi hans mikið. Hann fjekk að kvon Þóru, dóttur Jóns fíka á Krossum. Baldvin G. Þorvaldsson á Böggvisstöðum sýnist fæddur 3837. Ef marka má tiltækar heim ildir, byrjar hann búskap á Böggvisstöðum 1864 og þar býr iiann upp þaðan meira en um Ihálí'a öld, vinsæll, velvirður og égætlega metinn alla stund. Bald yin kvæntist Þóru Sigurðardótt- tir bónda og hreppstjóra á Böggvisstöðum og víðar. Er svo falið, af þeim er vel mega vita, að Þóra væri jafnhæf manni sín- «m um athafnarisnu, andlegan þrótt og úrræði í daglegri önn, forsjá og framkvæmd. Fögnuðu Ijúfu byrleiði og urðu ásátt um lausn vandamála og kvöddu eigi Um slíkt aðra til ráða. Mjer er tjáð af kunnugum að þau Baldvin og Þóra ættu sam- an 16 börn. Átti og Baldvin 2 börn utan hjónabands. Varð hon Um ekki í hjeraði slíkt misferli til vansa metið, svo vel var borg £ð orðstír hans, virðingu og frausti. Baldvin fór með' hjeraðs- stjórn, var sáttamaður o. fl. í þágu sveitarinnar. Var umsvifa mestur bóndi í Svarfaðardal um Sína daga, hafði stærsta fjöl- skyldu á framfæri og lifði lang- an aldur. Varð þó í misvitrum og miðlungi góðfúsum dómum al- mennings aldrei lítill eða Ijett- yægur fundinn. Böggvistaðabóndinn kunni list- Ina að lifa. Hann hefir orðið í yítund þess er þetta ritar aðals- tnaður af guðs náð. Frú Ingibjörg Baldvinsdóttir plst upp með foreldrum sínum i stórum systkinahópí á einu fjöl- ínennasta heimili sveitarinnar. ,Vandist hverskonar vinnusemi og þrotlausri elju. í þann mund er árblær nstar Og vona ljek henni ljúft í fangi ^firgaf hún ættargarðinn og gift- ist um sama leyti jafnaldra sín- um, ungum manni, Þorsteini Jónssyni á Dalvík. Heimili þeirra gerðist brátt umfangsmikið og engin var þar kyrrð um fram- kvæmdir. Hús risu af grunni, vjelbátar gengu til veiða, lendingarbætur voru gerðar, jarðir voru keyptar, land brotið til ræktunar og bú- skapur rekinn. Verslun hafði Þor steinn um skeið. Auk þess hefir Þorsteinn löngum haft póstaf- greiðslu og símþjónustu með höndum og oddviti sveitarstjórn- ar var hann langt á annan tug ára. Er þó enn ýmislegt ótalið sem tíma krefst og töfum veldur. j Það er á allra vitorði sem til þekkja að Þorsteinn var aldrei og hvergi svo sem einhentur í önn og fullnægju upptekinna ráða. Ingibjörg Baldvinsdóttir, kona hans, var gædd yfirburða þreki, vinnuþol og viljastyrk og þorði hvarvetna að horfast í augu við erfiðleika og ganga gegn þeim án undandráttar. Vanheilsa vitj- aði þeirra hjónanna í Baldurs- haga og olli miklum spjöllum og tvö börn sín af fjórum er þau eignuðust, misstu þau eftir löng veikindi. Sjúklinga og stundum þungt haldna, hafði Ingibjörg oft á heimili sfnu til mnsjónar og verndar og margt fleira barst henni að höndum, sem erfitt er mannlegu eðli að þola, sætta sig við og sigra. Sjálf var hún eng- an veginn heilsuhraust og varð af þeim ástæðum oftlega að liggja á sjúkrahúsum. Tvö börn tóku þau hjónin til uppeldis og gengu þeim í foreldra stað. Ingibjörg var kona prúð og ráðsvinn, hisp- urslaus og ljet sig varða öll mann leg efni. Sýndist svo að jafnvel færist henni að annast kýrnar sínar, vinna stritvinnu og vos- verk og hitt að snyrta hýbýli sín og gera til hæfis vandlátum gest- um. Drottningareðlið og siðgæft stolt, leyfðu henni ekki óvirkar gælur og lægjandi auðmýkt, en þeim mun öruggara var skap hennar um vinfestu. og tryggð og einhuga viðleitni að duga sjálfri sjer og lífinu til hlítar. Frú Ingibjörg Baldvinsdóttir skilaði miklu æfistarfi og vann marga sigra. Þó að oft ætti hún andstreymi og kaldur flaumur Hemru fjelli henni á stundum þungt að barmi. Hún var um margt mikil hamingjukona og hátt bar hana jafnan í húsfreyju- liði Svarfdælinga. Sá, sem hjer að ofan hefir leyft sjer málfrelsi, vill þakka þjer mjög einlæglega Ingibjörg Baldvinsdóttir, ágæta viðkynn- ingu og falslaust vinarþel, frún- að og margskonar velgerðir. Fannst það löngum á að harla gott var að eiga þig að athvarfs- manni. Eins og sjá má hefi jeg hjer að framan seilst til og staldrað við hjá Böggvisstaðahjónunum Baldvin og Þóru. En þau munu bæði hafa verið fulltrúar alls hins besta í vaknandi þjóðlífi ís- lendinga um síðasta þriðjung 19. aldarinnar og allengi framyfir síðustu aldamót. Má enn sjá þess vott og ærin merki. Rúnólfur r Dal. Sjöfug: Agnes Pálsdófiir Hjörleifur Blöndal Minningarorð Vöruflufningar Reykjavík—Akureýri Vörumót*.j\a daglega. — Afgr. í Reykjavík Vilhj. Fr, Frímanns son, Hafnarhúsinu, simi 3557. Afgr. Akureyri: Bifreiðast. Bifröst. Vörur einnig fluttar til og frá Blönduósi. Pjefur og Valdimar h.f. ■ iMiiiiiiriiiiiimmiMmiiiiiiiiiiiMniiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiii EF LOFTUR GETUR ÞAÐ ERKl °£ blessuðum ÞÁ HVER? ARIÐ 1880 bjuggu að Fossi á Síðu hjónin Margrjet Ólafs- dóttir og Páll Pálsson með stór- an barnahóp. En vorið 1880, 30. apríl, fæddist þeim dóttir, er hlaut nafnið Agnes. — I.itlu síðar fluttust þessi hjón með margt af börnum sínum aust- ur í Múlasýslu og var Agnes þá enn í barnæsku, og ólst hún því upp hjer á Hjeraði. Eins og þá var títt með bændabörn fór hún snemma að vinna öll verk, sem fyrir hendi voru, hvort var á fæti eða í sæti. — Lítillar menntunar gat hún notið í æsku fram yfir það, sem nauðsynlegt þótti á þeim árum. Hún dvald- ist á ýmsum fyrirmyndar heim- ilum, og hefur henni reynst það, sem hún sá og heyrði þar, hald- gott ekki síður en þó á skóla- bekkjum hefði setið. Árið 1904 giftist hún Helga Hallgrímssyni að Birnufelli, en sambúð þeirra varð ekki löng; hann ljest eftir 8 ára sambúð. Þau höfðu þá búið um 5 ára skeið að Refsimýri. En nú sýndi hún best hvern mann hún hafði að geyma. Þarna bjó hún nú áfram með tvö litlu börnin sín í næstu 11. árin og klauf hún þann hamar með mestu cæmd og átti svo hlýlegt og snoturt heimili að til fyrirmyndar var og þó reyndist henni sem öðr- um sem Iandbúnað stunda, „að mörg var búmanns raunin“, og ekki hvað síst þegar baðstofan brann til kaldra kola í stórhríð að næturlagi. En árið 1923 fluttist hún að Ási í sömu sveit og giftist bónd anum þar, Brynjólfur Bergs syni, en hann ljest 1933. Litlu síðar ljet hún af bú- skap og hefur dvalið á heimili einkasonar síns Hallgríms Helgasonar og konu hans Lauf- eyjar Ólafsdóttur, Droplaugar- stöðum, Fljótsdal. En allt fyrir það og áður er hún furðu hress, þó heilsan sje eitthvað farin að bila, og sjón- in daprast mjög, og má glöggt sjá enn þess merki, hve mikil fríðleikskona hún hefur verið, því Guð hefur gefið henni margar af náðargjöfum sínum, svo sem góðar gáfur og þrek til að inna af hendi þær skyklur, sem lífið hefur lagt henni á herðar. [ Jeg veit að á þessum tímá- mótum æfi þinnar -nunu streyma til þín hlýjar árnaðar- óskir, og ekki er nú svo fráleitt að mjer komi til hugar, að ef ferfætlingarnir, sem þú hefur umgengist mættu mæla. myndu ekki síður verða hlýjar kveðjur þeirra. j Og að síðustu þetta; j Ástúðar þakkir fýrir liðið líf og ógleymanlegar samveru- stundir og Guð gefi þjer ævi- , kvöldið hlýtt hjá syni þínum litlu börnunum Vinkona. ÞEGAR við heyrum andláts- fregnir sveitunga og vina verð- ur að jafnan söknuður í huga, og skarð höggvið í hóp þeirra er oft er erfitt að sjá á bak. Fámenni sveitaheimila og ein- yrkjabúskapur, gerir slík áföll þungbær, og tilfinnanleg, eigi síst þegar lát fólks ber að óvænt og fyrir aldur fram. Þann 9. maí vorum við Vatns- dælingar minntir á þessi sann- indi, þann dag barst okkur and- látsfregn Hjörleifs Blöndals á Gilsstöðum, þess manns, sem fullyrða má, að hafi með vinnu- afköstum og prúðmennsku unnið sjer traust og aðdáun, sem við verðum minnugir um. Því vildi jeg með nokkrum kveðjuorðum minnast hans, og um leið votta aldurhniginni móður hans og systkinum, samúð mína. Hjörleifur Blöndal var fæddur að Gilsstöðum 5. maí 1907, sonur þeirra merku hjóna: Jósefínu húsfreyju að Gilsstöðum og Krist jáns Blöndals fyr bónda þar. — Bæði voru þau hjón af merkum og stórbrotnum ættum komin. Frú Jósefína dóttir Magnúsar Steindórssonar og Guðrúnar Jasonsdóttur, er lengi bjuggu stórbúi á Hnausum í Þingi. Var Magnús mestur stórbóndi í Húna þingi á sinni tíð, stórbrotinn höfðingi og rausnarmaður. Krist- ján bóndi á Gilsstöðum var son- ur Lárusar sýslumanns Blöndals á Kornsá og frú Kristínar Ás- geirsdóttur frá Lambastöðum á Seltjarnarnesi, er sú ætt alkunn. Bæði voru þau hjón höfðingjar miklir, og frú Kristín annáluð fyrir dugnað, úrræði og rausnar- skap, stóð hún fyrir því mesta risnuheimili er sögur fara af í Húnavatnssýslu. Hef ir ættbogi þeirra Blöndalshjóna, á margan hátt sagt sig í ættina, og eigi síst með rausn og drengskap. Þegar talið er til foreldra óg forfeðra Hjörleifs sáluga er síst að undra þótt hann hafi öðlast þá eiginleika, er gerðu hann vin- sælan, og menn bæru traust til hans og velvild. Hjörleifur ólst upp á Gilsstöðum og átti þar heima til dauðadags. Það heimili er annálað fyrir alúð, glaðværð og rausnarbrag, við þá, er að garði bér, enda er hvergi fjöl- farnara til heimilis í Vatnsdal, án mikilla erinda. Hefir þessi venja haldist bæði meðan Krist- ján bóndi lifði, og síðan að frú Jósfína bjó þar með börnum sín- um uppkomnum. Við áhrif frá þessum heimilisbrag, ásamt vinnukappi og vinnugleði, ólst Hjörleifur upp, og bar þess merki til hins síðasta. Eigi var Hjörleifur víðförull frá heimili sínu, því hann fór aldrei til dvalar að heiman, utan þess að hann dvaldi í Reykjavík nokkrum sinnum sjer til heilsu- bótar, og vann þá svo sem heils- ‘an leifði. Varð hann þar eftir- sóttur af þeim er kynntust dugn- aði hans og trúmennsku. Þótt Hjörleifur nyti eigi skóla- göngu, var hann vel greindur og einorður í skoðunum, og hafði einkar gott lag á, að gera samtöl skemmtileg, enda var hann orð- fær vel, svo sem Magnús afi hans. Hamhleypa var hann til allra verka, bæði verklaginn og kappsamur, en gætti eigi ávallt hófs á að hlífa sjer, er heilsan bilaði. Hjörleifur helgaði ættarheim- ili sínu starfskrafta sina, á- samt þeim af systkinum sínum, er vinna þar enn. Ber bæði jörð og búskapur þess merki að þar í hefir kappsamlega verið* starfað,' og átti Hjörleifur drjúgan þáttj í því. Hamingja Hjörleifs var bundin við vinnugleði og áhuga fyrir samstarfi við. hinn gxóandi mátt jarðarinnar, og þess lífs óg fram- leiðslu er frá henni rennur. Þar var aflgjafi hans og hvöt. — Við þau störf varð hann mikilmenni, dáður og virtur, af sveitungum sínum. Frá samfylgd Hjörleifs i gangnaferðum og öræfa, á . jeg góðar endurminningar. Þar fór saman hjá honum dugnaður, ó- sjérplægni og glatt viðmót. Allra manna þoldi hann best hörð veð- ur og volk, sem oft fylgir á þeirn ferðum. Mátti telja fylgd hans, einf» góða og tveggja annara.. Hófs- maður var hann, en naut vel að vera í glöðum hóp, og eftirsóttur til samfylgdar. Sínu glaðværa skaplyndi hjelt Hjörleifur til hins síðasta, þrátt fyrir mikinn sjúkleika, og gekk til vinnu svo lengi er þrek leyfði. Ævistarf Hjörleifs varð eigi langt, en það er fullkomið dags- verk, sem hann skilaði þjóðfjé-" laginu, og Gilsstaðir sýna verk Hjörleifs, þótt ný kynslóð taki við. — • Móðir hans og systkini eiga á bak að sjá, góðum syni og bróð- ur, sem aldrei hlífði sjer fyrir velferð heimilis síns og ættingja. En þó að hann sje nú kominn yfir landamærin geta góðár minningar um hann átt sinn ýl og vita hann hafa gert svo gott lífsstarf, að hann öðlaðist aðdá- un og virðingu sveitunga og vina, sem telja að þar sje á bak að sjá mikilmenni, sem þroskaðist ös varð mannúómsmaður í sam- starfi við hið náttúrlega líf. Minningin um slíkan son og bróður er fögur og björt, þött blandin sje söknuði. Jarðarför Hjörleifs Blöndals fór fram 20. maí að viðstöddu fjölmenni. Þann dag var fallegt að líta yfir dalinn hans. Það vár eins og hinn fagri dalur og vor- blærinn ynnu saman að því að hafa líkför þessa, með hátíðleg- um svip, og hin máttuga gróandi jörð vildi líka sýna, að þessi vor- maður hafði skilið hana rjett, og kunnað að sameinast henni með lífi sínu og starfi. Ágúst B. Jónsson. Kveðja SigríSur S. Kristjánsdóuir frá Alviðru í Dýrafirði F. 30. apríl 1874. D. 16. maí 1950 Lifir andi og ást í æðra veldi. Listin að lifa, er lífsins speki. Vegfylgjendur víst þig muna vorsól þína og gróðurást. Krafti búin kærleiksfuna, kona sem að aldrei brást. Bjart er yfir manndóms muna; -—• myndin skír þar ætíð sást. Blómatröf hins bjarta anda, breiðast yfir svörðinn þinn. Vísa upp til lífsins landa, leiða vorsins gróður inn. Minnmgin skal markviss standa merluð grósku sjerhvert sinn. Meðan Islands mæðra hendur margar slíkar halda vörð. Frjóvgast munu fagrar lendur,, i'ylling veita ættarjörð. Merki þitt og mannást stendur magnað lifsins þakkargjörð. Farðu vel til friðarlanda Fjallkonunnar dóttir traust. Orka þinna ástarhanda áfram leið til dáða braust. Djúpar rætur starfa og standa studdar þinni móðurraust. Stóðstu sterk í storma heimi. Lyftir krónu lífs ljósi mót. ijai, Rdsum stráðir af risnu og ríkidæmi. Andalls auðlegð var aðall þinn. Bjarni fvari •iiiiMiiin»iMi«Miim"MiirMiiiiiiiiiiiiiiiuitiiii*é» PELSAR Capes — Kápuskinn Kristinn Kristjánsson Leifsgötu 30, simi 5644. MiiiiiiMMimiiMMiiiimiMiiMiiiiiiiimnmwuNUi 99V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.