Morgunblaðið - 11.07.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1950, Blaðsíða 1
37. árgangur 145. tbl. — Þriðjndagur 11. júlí 1950. Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar stoðva póst- Lolthemnður h(iiiduiiittiiiifi veld ilntnmga txl Bearhnar ur kommúnistum gíturlegu tjéni Öfiug varnarlína Banda- ríkjamanna undirbúin öamlir kunningjar komnir á stúfana affur. Einkaskeyti til Mbl. fra ISTB. BERLÍN, 10. júní. — Yfirmenn póstmála í V-Berlín skýrðu hernámsvöldunum í borginni frá því í dag, að Rússar væru nú enn á ný teknir að kyrrsetja póst á leið til borgarinnar. Þessar aðgerðir Rússanna fara fram á Marienbonn-stöðinni, og það eru víst sömu embættis- menn, sem fyrir þeim standa og stóðu í upphafi fyrir samgöngubanninu við Berlín á sínum tíma. Yfirmaður lofthers Banda ríkjamanna í Kóreu Eru komnir aftur Síðdegis í dag lögðu þeir hald á 22 póstvagna og hafa ekki skilað þeim enn. Viðkomandi liðsforingjar hafa ekki verið í Marienbonn í rúmt ár. í byrjun júlí komu þeir aftur og hófu þegar smásmugulegar eftir- grennslanir og rannsóknir á póstinum, en hann hefir ann- ars verið óáreittur síðan í maí [ fyrra, að samgöngubanninu var afljett. Ohindraðir til A.-Þýskalands Rússarnir hafa kyrrsett póst- vagna til V.-Þýskalands og V.- Berlínar, en vagnarnir, sem flytja póst til hernámssvæðis Rússa, fá að fara óhindraðir. Olíuflufningaskip Brefa fá ekki að sigla um Suezskurðinn LUNDÚNUM, 10. júlí: — Þing- maður íhaldsmanna skoraði á stjórnina í dag, að hún krefðíst þess, að olíuskipum þeim, sem eiga að fara til Haifa, verði leyft að sigla Suezskurðinn. áð- ur en Egyptum yrðu veittir meiri dollarar. Egyptar stöðv- uðu siglingu þessara skipa um skurðinn, meðan stóð á styrjöld Araba og Gyðinga, og hefir eng in breyting orðið þar á síðan. Annars munu samningar nú standa fyrir dyrum um þetta mál og fleiri milli Breta og Egypta. — Reuter.______ Sápa óskömmtuð LUNDÚNUM, 10. júlí: — Skömmtun á sápu verður afnum- in í Bretlandi 10. sept. í haust, en undanfarin 8 ár hefir sápa verið skömmtuð. Verðlag hefir þó ekki verið gefið frjálst. Flesfir flufningaverka- mennirnir við vinnu LUNDÚNUM, 10. júlí. — Yfir 15 hundruð flutningaverka- menn lögðu niður vinnu í Lund únum í dag, er boðað hafði ver- ið til ólöglegs verkfalls í sam- úðarskyni við verkfall verka- manna þeirra, sem kjötflutn- inga hafa með höndum. Hefur það,staðið í röskan hálfan mán uð. Skýrt var frá því, að 80% flutningaverkamanna væri við vinnu, allt um verkfallið. —NTB. Mikii sfálframleiðsla í Breflandi á þessu ári LUNDÚNUM, 10. júlí. A fyrra misseri þessa árs var stálfram- leiðslan í Bretlandi meiri en nokkru sinni fyrr á jafnlöng- um tíma. Alls voru framleidd- ar 8,3 millj. smál. Er þeta 351 þús. smál. meira en á sama tíma í fyrra. En hingað til hef- ir fyrra missiri ársins 1949 átt metið. NTB. GEORGE S. STRATÉMEYER, hersliöfðingi, er yfirmaður flug liers Bandaríkjanna í Kóreu. Flugherinn tekur nú ríkan þátt í styrjöldinni og hefir getið sjer góðan orðstír. Einhaakeyti til Mbl. frá PiTlU TÓKÍÓ, 10. júní. — Frá aðalstöðvum MacArthurs í Kóreu koma þær fregnir, að Bandaríkjasveitir hafi allan daginn í dag' barist við ofurefli bryndreka- og fótgönguliðs norð- anmanna um 40 km. norður af Taejon. Hefur liðið haldið velli, enda notið hjálpar flugsveita bandamanna, sem eru alls ráðandi í lofti. Koma vjelflugurnar í hópum og varpa sprengjum og eldflaugum yfir herlið norðanmanna, flutn- ingavagna þeirra og flugvelli. Segjasf hafa sökkf bandarísku herskipi LUNDÚNUM, 10. júlí. — Tass frjettastofan flytur þá frjett frá Pyongyang, höfuðborg N,- Kóreu, að banadrísku herskipi hafi verið sökkt undan austur- strönd Kóreu í gær. —Reuter. Vandenberg og Collins eru farnir til Tókíó Einkaskerti til Mbl. frá Reuter. WASHINGTON, 10. júlí. — Yfirmenn landhers og flug- hers Bandaríkjanna, þeir Lawton Collins, hershöfðingi, og Vandenberg, leggja af stað frá Washington í kvöld til Tókíó, þar sem þeir ráðgast við McArthur. Brefar aðstoða ekki við varnir Formósu LUNDÚNUM, 10. júlí. — Ern- est Davies, varautanríkisráð- hera Breta, lýsti því yfir í neðri málstofunni í dag, að Bretar hefði ekki heitið Bandaríkja- mönnum aðstoð við varnir For- mósu. Um leið og Bandaríkin skárust í leikinn í Kóreu, lýstu þau yfir því, að þau mundu (verja Formósu, en þar hafa kín verskir þjóðerntssinnar búist um. — Reuter. I Lie vonar enn, að dragi til samkomulags innan S.Þ. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LAKE SUCCESS, 10. júlí. — Formælandi samtaka S. Þ. skýrði frá því í dag, að aðalritarinn, Trygve Lie væri alls ekki vonlaus um, að draga kynni til samkomulags innan S. Þ. milli Rússa og Bandaríkjanna, er friði hefði verið komið á í Kóreu. Friðaráætlun aðalritarans Þessi embættismaður sagði, að aðalritarinn „hefði alls ekki og ætlaði alls ekki að hætta við friðartilraunir sínar“. — Eins og menn mun reka minni til, lagði aðalritarinn fram 10 ára ,,friðaráætlun“, er hann kom til Lake Success úr Norðurálfuför sinni fyrr í sumar. Það voru S. Þ., sem hann gerði ráð fyrir að stæðu að „friðaráætlun11 þessari. í áætluninni leggur Lie m.a. til, að kommúnistar í Kína fái fulltrúa hjá S. Þ. Kommúnistar myrða herfanga TÓKÍÓ, 10. júlí — Frá víg- völlunum í S-Kóreu berast þær fregnir að norðanmenn hafi myrt bandaríska fanga í dag. Bandarískur liðsfor- ingi kom á slóðir, sem kom- múnistar höfðu flúið fyrir stundu. — Þar fann hann nokkra hermanna sinna skotna í hnakkann og með hendur bundnar fyrir aftan bak. — Reuter. ' Ræða við McArthur. | Verður rætt um, hyernig her málaráðuneytið í Bandaríkjun- ,um geti best styrkt aðgerðir McArthurs í Kóreu. Talsmaður hermálaráðuneytis ins skýrði frá því, að þeir Vand 1 enberg og Collins mundu fara flugleiðis til Tókíu og hafa bar ' skamma viðdvöl. Ekki er enn kunnugt um, hvort þeir heim- sækja Kóreu. Tjekkar senda and- mæiaorðsendingar PRAG, 10. júlí. — Tjekkó-Sló- vakar afhentu bandaríska sendi ráðinu í Prag tvær orðsending- ar í dag. Fjallaði önnur um Kó- lóradóbjölluna og var svar við orðsendingu Bandaríkjamanna frá 3. júlí, þar sem þeir neituðu að eiga sök á því, að bjallan hefur borist til Tjekkó-Slóvak- íu. I hinni orðsendingunni er því haldið fram, að Bandaríkja- menn hafi flogið nokkrum sinn- um yfir tjekknesku landamærin að undanförnu. —NTB. Truman boöar þingleið- foga beggja flokka á sinn fund WASHINGTON, 10. júlí: — Tru man hefir boðað þingleiðtoga beggja flokka til fundar við sig á morgun (þriðjudag). Kóreu- málin verða rædd. Leiðtogi de- mókrata í öldungadeildinni, Scott Lucas, sagði í dag, að hann vissi ekki til, að forsetinn hygði á néinar sjerstakar ráð- stafanir í Koreu framar því, sem almenningi væri kunnugt um. — Reuter. Hnefaleikarinn drepinn í keppni LUNDÚNUM: — Austurrískur hnefaleikari úr þungaflokki, Karel að nafni, var nýlega sleg- inn til bana, þar sem hann keppti í Baden. Lofthernaðurinn í algleyniingi Flugliðið hefir aldrei látið eins mikið til sín taka og í gær, og hafa loftárásir bandamanna orðið æ öflugri síðan. Banda- rískar sprengjuflugur og þrýstí loftsflugur og áströlsk risa- flugvirki hefja sig í sifellu til flugs af flugvellinum í Fusam á austurströndinni og öðrum flugvölluxn. í gær var bjart yf- ir vígvöllunum og flugu flug- vjelarnar lágt, svo að þær gætu skotið úr vjelbyssum á liðssveit ir norðanmanna. Þreyta Norðanmeun Vígstaðan er ákaflega óstöð- ug, og stundum kemur iyrir, að flugmennirnir geta ekki þekkt óvinina af öðru en skeytum þeirra. í aðalstöðvum McArthurs, yf- irhershöfðingja herafla S. Þ., eru menn þeirrar skoðunar. að hinar öflugu loftárúsir munt þreyta óvinina, er til lengdar lætur. Þá skiptir það ekki litlu máli, að óþreytt lið Fandaríkja manna sækir sífellt til vigvall- anna. Taejon víggirt Bráðabirgðahöfuðbc " Suð- ur-Koreu, Taejon, er nú ramm- lega víggirt. Það er sveitir Bandaríkjamanna og bryndrek- ar, sem streyma til bæjarins dag lega. Annars veldur það miklum erfiðleikum, hve lítið er enn um bryndreka. Öflug varnarlína Frá Washington ber&st þær fregnir, að fulltrúar hermála- ráðuneytisins hafi rætt um það, sem næst verður til bragðs tek- ið í Koreustyrjöldinni. En það er að koma þar upp öruggri varnarlínu Bandaríkjamanna. Búist er við, að McArthur muni tilkynna um þessa varnalímf innan skamms.___________ Yilja láfa skrásefja sig NEW YORK, 10. júlí. Margir sóttu um að verða skrásettir í herinn í ýmsum borgum Banda ríkjanna í dag. Yfirmenn flug- og landhers í Nevv York segja, að aldrei hafi eins margir vilj- að láta skrásetja sig til herþjón ustu síðan seinustu styrjöld lauk. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.