Morgunblaðið - 11.07.1950, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.07.1950, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. júli 1950. JtovgiiitHðMfr Útg.r H.f. Arvokur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (áb3n-gðar»t.S E rjettaritstjóri: íyar Guðmundsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Arni Óla, sími 8045. Askriftargjald kr. 14.00 6 mánuði, innanlatnd*. t lausasðlu 80 aura eintakið. 85 aura með Lesbók, í I Ferðamannaskipti HÁLFT HUNDRAÐ sænskra ferðamanna ferðast um þess- ar mundir um ísland og jafnmargir íslendingar ferðast um Svíþjóð, Noreg og Danmörku. Þessi ferðamannaskipti eru undirbúin af íslensku ferða- skrifstofunni og samtökum nokkurra áhugamanna í Sví- þjóð. Þátttakendur í þeim borga ferðakostnað sinn í gjald- eyri síns eigin lands. Sænsku og ísiensku ferðamennirnir borga þannig hvers annars ferðakostnað í löndum sín- um. Þetta er ágæt nýbreytni og hentug, ekki hvað síst á tím- iim gjaldeyriserfiðleika og ýmiskonar þrenginga. Hún er ennfremur vottur þess að þær þjóðir, sem að henni standa vilja raunverulega nálgast hvor aðra. Það fólk, sem tekur þátt í þessum ferðalögum vill kynnast landi og þjóð grann- þjóðarinnar og hefur fundið upp hentugt og ódýrt fyrir- komulag til þess. Það er full ástæða ti lþess að láta í ljós þá ósk að áfram- hald geti orðið að slíkum ferðamannaskiptum, ekki aðeins milli Norðurlandaþjóðanna og okkar heldur og við fleiri þjóðir. Það er vitað að flestar þjóðir Evrópu gera mikið til þess að greiða fyrir ferðalögum útlendinga til landa sinna. Þær reyna einnig að gefa sínu eigin fólki tækifæri til þess að ferðast til annara landa. Yfirleitt er ekki litið á ferðaiög, sem óhóf, sem beri að refsa fólki fyrir. Á þau er þvert á móti litið sem mjög æskilegan þátt í menningarlífi þeirra. Sumir íslendingar kalla öll ferðalög að vísu ,„lúxusflakk“. Slíkur hugsunarháttur og innilokunarstefna er leyfar frá þeim tíma er aðeins efnamenn gátu látið sjer detta slíka til- breytni í hug. Síðan hafa samgöngutækin breyst og efna- hagur manna jafnast. Ferðaskrifstofan og samtök hinna sænsku áhugamanna eiga þakkir skildar fyrir forystu sína um þessi ferðamanna- skipti. Við skulum halda þeim áfram og stuðla þannig að því að auðga þekkingu okkar sjálfra á umheiminum og annara á okkar eigin landi. „Frelsisbará tta Asíuþjóða “ ÞEGAR AÐ kommúnistar etja Norður-Kóreumönnum á lýð- veldi Suður-Kóreumanna og rússneskir skriðdrekar og sprengjuflugvjelar dreifa eldi og eyðileggingu yfir lanc þeirra, þá heitir það „frelsisbarátta Asíuþjóða“ á máli Þjóð- viljans“. Þegar kommúnistar í Norður-Kóreu byrja að skjóta að skipan Rússa og með stuðningi þeirra og ógna þar með heimsfriðnum og hamingju og heill mannkynsins, þá hlaupa smalar Kominform í Reykjavík hús úr húsi með friðar- ávarp“ og biðja fólk að skrifa nú undir og koma þar með í veg fyrir styrjaldir og kjarnorskusprengjur!!! Allt þeta heitir „frelsisbarátta“. Það eru Suður-Kóreu- menn og Bandaríkjamenn, sem hafa hafið innrás í Norður- Kóreu, segja kommúnistar. Það er alveg sama þó að Banda- ríkjamenn hafi eklti haft einn einasta skriðdreka í Kóreu og lið Suður-Kóreumanna hafi verið í stöðugri vörn og á undanhaldi síðan styrjöldin hófst. Það á að vera sönnun þess að þeir hafi úndirbúið innrásina í Norður-Kóreu lengi!!! Ef nánar er athuguð sú „frelsisbarátta Asíuþjóða“, sem Þjóðviljinn ræðir um, kemur það í Ijós að gagnvart Kóreu hefur hún birtst í því að neita eftirlisnefnd Sameinuðu þjóðanna um að koma inn í Norður-Kóreu, þar sem Rússar höfðu herlið. Hún er fólgin í því að koma þar í veg fyrir frjálsar kosningar. Hún er fólgin í því að hindra samein- ingu allrar Kóreu eins og Sameinuðu þjóðirnar stefndu að tmdir forystu hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Og hún er nú síðast fólgin í því að ráðast með manndrápum og eyði- leggingartækjum inn í hið frjálsa lýðveldi Suður-Kóreu- manna. Þetta er sú „frelsisbarátta“, sem kommúnistar bjóða Asíuþjóðum. — ÚR. DAGLEGA LÍFINU MA EKKI ÞRIFA MYNDASTYTTUR? MIKIÐ má vera, ef ekki hefir hvarflað að fleirum en mjer, hvort bannað sje að þrífa myndastyttur. Ástæðan fyrir slíkum heila- brotum er augljós, ef menn gefa sjer tíma til að horfa á minnismerki þeirra merku manna, sem styttur eru af hjer í bænum. Flestar eirstyttur í bænum eru nú einhverra hluta vegna heldur skjöldóttar og það til mikillrar óprýði, eins og geta má nærri. • ÓVIRÐING VIÐ SNYRTIMENNI FLESTIR þeirra heiðursmanna, sem mynda- styttur eru af í bænum, voru snyrtimenn mikil í lifanda lifi. Jón Sigurðsson forseti, Hannes Hafstein ráðherra og konungurinn á Stjórn- arráðsblettinum. Og þótt ekki sje hnífsskarpt brot í buxum Jónasar Hallgrímsson og vafi leiki á, hvernig hálsumbúnaður hans var á Hafnarárum hans, eftir því sem Kiljan segir, þá er leiðinlegt að sjá eirtaumana leka niður um styttu hans. • VORHREINGERNING í KONGSINS KAUPMANNA- HÖFN EINU sinni í vor tók jeg eftir hreingerningar- mönnum sem voru að þrífa myndastyttuna á Konungsins nýja torgi í Kaupmannahöfn. Daginn eftir las jeg í blöðunum þar í borg, að nú stæði yfir allsherjar hreingerning á mynda styttum', áður en ferðamannastraumurinn kæmi til landsins. Af þessum ástæðum held jeg, að það sje vinnandi vegur að þrífa myndastyttur og meira að segja, að það eigi að gera það. • „VEL ER ALIN ... .“ „VEL er alin herrans hjörð“, mælti Bólu Hjálmar einu sinni við kirkju. Það hefir löng- um verið svo, að íslendingar hafa haft nóg landrými og þjettbýli ekki það mikið, að þeir hafi þurft að fara í felur með nauðþurftir sínar, enda engum til ama í dreifbýlinu. Nú er öðru máli að gegna þar sem ekki er óalgengt að þúsundir manna komi saman á tiltölulega litlum bletti. Er þá þörf að hafa aðra ha'tti. • „BEVÍSIÐ- Á ÞINGVÖLLUM ÞINGVALLAGESTIR hafa af því yndi hið mesta, að ganga sjer til skemmtunar um gjár og hraunlendi staðarins. Hundruðum og þús- undum saman þyrpast menn á þann mesta sögustað og friðaða þjóðgarð. Ekki síst þegar fjölmenn íjelög halda þar fundi sína eins og siður er. En nokkuð vill það spilla ánægju gesta, er þeir komast ekki leiðar sinnar óhindrað fyrir því sama „bevísi“ um eldi herrans hjarðar, sem Bólu-Hjálmar orkti um við kirkjuna forðum. • VELSÆMI FYRIR BORÐ BORIÐ VARLA er til of mikils mælst við Þingvalla- gesti, að þeir gangi ■ ekki örna sinna á al- mannafæri í Þjóðgarðinum. Landrými er þar ennþá nóg fyrir menn, að víkja frá alfara leiðum að Ijúka slíkum þörfum. En takist ekki að venja fólk á að víkja nokkuð af hinum troðnu leiðum með þessa hluti, verður ekki komist hjá því, að Þing- vallanefndin verði að sjá mönnum fyrir smá- húsum hjer og þar til afdreps og til að halda við hreinlæti og almennu velsæmi. • K.R. FRESTAR ALDREI EKKI ER ótrúlegt, að Knattspyrnufjelagi Reykjavíkur gangi betur en öðrum fjelögum að afla fjár með happdrætti. Þetta fjelag aug- lýsir happdrætti sín með þvi að ,,KR fresti aldrei að láta draga“. Og það er hægt að reiða sig á það. Þetta er meira en hægt er að segja um önnur fjelög, sem efna til happdrættis. Það er aldrei hægt að reiða sig á, að dregið sje á auglýstum degi. Enn einu sinni vúl jeg hvetja yfirvöldin til, að veita aldrei undanþágu í þessum efnum og veita engu fjelagi leyfi til happdrættis, nema sem lætur draga á fyrirfram ákveðnum degi. Heim að Hólum SVO sem kunnugt er, verða mikil hátíðahöld í sambandi við vígslu minnismerkis Jóns Ara- sonar að Hólum í Hjaltadal, sem fram fer sunnudaginn 13. ágúst næstkomandi og hefur Skagfirð ingafjelagið í Reykjavík ákveð- ið að gangast fyrii hópferð ,,Heim að Hólum“ í sambandi við vígsluna. Verður farið í góðum lang- ferðabifreiðum, og lagt af stað laugardaginn 12. ágúst kl. 13. Verður þá farið til Sauðár- króks og gist þar, en stjórnin mun aðstoða fólk með gistingu eftir því, sem óskað verður. — Á sunnudaginn verður ekið „Heim að Hólum“ og tekið þátt í þeim hátíðahöldum sem þar fara fram. Ekið að kvöldi til Sauðárkrós og gist þar. — Á mánudag, verður lagt tímanlega af stað til Reykjavíkur og skoð- aðir ýmsir staðir á leiðinni. Er óhæt að fullyrða, að hjer gefst Skagfirðingum og öðrum þeim, sem heiðra vilja minn- ingu Jóns Arasonar einstakt tækifæri á ódýrri og skemmti- legri ferð, enda mun fargjöld- um mjög í hóf stillt. Áskriftarlistar liggja frammi í Söluturninum við Hverfis- götu og Blómaversluninni Flóru, í Austurstræti Stjórnin vrentir þess að Skag firðingar fjölmenni og sýni sinn viðurkennda ferðadugnað, og gerði hópferð þessa sem glæsi- legasta. ÍÞRÓTTXR SBU VANN FRAM Eftir jafnlefii í fyrri hálfleik 1:1 4:2 í GÆR FYRSTI leikur Sjællands Bold- spil Union fór fram á íþrótta- vellinum í gær. Kepptu Dan- irnir þá við Fram og unnu með 4 : 2. í fyrri hálfleik varð jafn- tefli, 1:1 Snemma í síðari hálf- leik skoruðu Danir svo annað mark sitt og Fram jafnaði stuttu á eftir. Er líða tók á hálfleik- inn setti SBU enn tvö mörk, en Fram náði ekki að skora. Þorvaldur Asgeirsson golfmeistari Islands GOLFMÓTI íslands lauk s. 1. sunnudag með sigri Þorvaldar Ásgeirssonar, Reykjavík. Ljek hann 72 holur keppninnar með 296 höggum. Er það besti á- rangur, sem hingað til hefir náðst á meistaramóti. Næstur var Ewald Berndsen, Reykjavík, með 298 högg. — í I.-flokki vann Jóhann Egilsson frá Akureyri með 321 höggi. Ertendar frjetfir EISTLENDINGURINN Heino Lipp varpaði kúlunni ekki 16,90 m„ eins og skýrt hefir verið frá í frjettum,, heldur 16,09. — Gunnar Huseby hefir því náð bestum árangri í þeirri grein í Evrópu í ár, 16,25 m. HEIMSMET Robert Mathias í tugþraut verður sennilega ekki 8042 stig, eins og tilkynnt hefir verið að hann hafi náð, heldur 8027 stig. Stafar þetta af því, að árang- ur hans í stökkum og köstum var mældur í fetum og þuml- ungum, en hin viðurkennda stigatafla er miðuð við metra- rnálið. Þegar afrekunum er breytt í metra og cm., er ekki hækkað upp heldur lækkað niður, þar sem svo stendur á. Forsætisráðherrann á heimleið AÞENA, 10. júlí: — Ali Khan, forsætisráðherra Pakistan er nú kominn til Aþenu á leið sinni heim frá Bandaríkjunum og Kanada. Mun hann fara þaðan á morgun (þriðjudag). Svíar föpuðu 1:5 FYRSTU úrslitaleikirnir í heims meistarakeppninni í knatt- spyrnu voru leiknir s.l. sunnu- dag. Leikar fóru þá þannig, að Brasilía vann Svíþjóð með 5:1, en Spánn og Uruquaý gerðu jafntefli, 2:2. Danskur afvinnu- \ maður í knaffspyrnu KAUPMANNAHÖFN, 10. júlí: — Danski knattspyrnumaður- inn Nield Dennike, KB, hefir tekið tilboði frá ítalska fj.elag- inu „Genua“ um að gerast at- vinnumaður og leika með því. Eftir því sem „Berlingske Tidende“ skýrir frá hljóðar samningur Dennike upp á kr. 125.000.00. en mánaðarlaun hans verða þar að auki 1.750,00 kr. (danskar). — NTB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.