Morgunblaðið - 29.07.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1950, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBLAÐIB Laugardagur 29. júlí 1950 ^^•iiiiiiiiiiiiiiiiiii Framhaldssagan 95 ! Gestir hjá „Anteine" | Effir Frances Parkinson Koyes Hún lagði frá sjer bókalist- ana og tók upp aðra úrklippu, sem lá við hliðina á þeim. „Hvað er þetta, Joe? Ertu byrjaður á nýpri bók strax aft- ur?“. „Hvað! .... nei-, Jeg ætlaði alls ekki að sýna þjer þetta. — Fáðu mjer það aftiír“. . „Nei, það geri jeg ekki. — Taktu ekki svona fast í mig. Ef þú sleppur þessu ekki, þá fer jeg fram úr og fer í slag við þig, og jeg veit ekki hvort það gott að jeg geri það strax“. Hann vissi það og hann vissi líka að hún mundi vel geta það, og mundi kannske gera það ef hann ljeti ekki undan. — Hún hjelt upp annarri hendinni til varnar og las af úrklippunni: Nýtt meðal fundíð til hjálpar lömunarveikissjúklingum. í Pittsfield hefur tíu sjúkling um, sem þjáðst hafa af lömun- arveiki, þeirri tegund er kall- ast „Parkinsonian paralysis", verið gefið inn nýtt meðal, bena dryl‘ og hefur það haft áber- andi bætandi áhrif. Joseph Budnitz skrifar um þetta nýja meðal í læknablaði Nýja Eng- lands“. Judith lagði fr.á sjer úrkipp- una og leit á hann. „Ef Odile hefði haft hugrekki til að bíða svolítið lengur....“, sagði hún hægt. „Já, það er að segja hugrekk- ið og viljann. Það er sorglegt að hugsa til þess. Auðvitað stendur ekki þarna að þetta nýja meðal gefi örugga lækningu. En það virðist gefa góðari árangur eftir því sem við er að búast og það virðast einhverjir möguleikar á því að einhverjir sjúklinganna fái fullan bata. Það hefur verið þetta, sem Perrault læknir átti við, þegar hann sagði að hann hefði ekki átt að svipta hana allri von“. Hann snjeri affur að vögg- unni. í þetta sinn tók hann barnið upp án þess að finna sjer nokkra ástæðu til. Cara opnaði litla munnifin og geisp- aði syfjulega. „Hún er glorhurigruð“, sagði Joe. „Sjáðu hvernig hún er að leita að einhverjuytil að borða. Jæja, jeg get* ekkert hjálpað þjer, en jeg skal sjá um að þú fáir það sem þjer ber“. Hann lagfærði á henni kjólinn og lagði hana í rúmið við hlið Jud- ith. ,._Svona, nú getur þú bjarg- að þjer sjálf, telpa mín“, sagði hann. „Þú heyrðir hvað móðir þín sagði áðan. Aldrei að gefast upp. Fólk af Farman- og Rac- ina-ættunum gefst aldrei upp. Þeir komast alltaf af einhvern veginn“. VI. Ágúst, 1948. „Halló, Caresse“, „Halló, Peter". Caresse þurfti ekki nú orðið að spyrja hann til nafns. Hún var farin að þékkja rödd hans. Hún hefði þeklct hana hvar sem væri í heiminum. „Þú verður að fyrirgefa, en jeg hef tafist á skrifstofunni. Jeg hef ekki tíma til að sækja Þig“- „Það gerir ekkert. Getum við þá heldur ekki farið út og borð- að kvöldverð saman?“. „Jú, auðvitað. Einhvern tím- ann verð jeg að borða og þú líka og þá getum við eins borð- að saman“. „Já, mín vegna“. „Ágætt. En það verður ekki fyrr en seint. Það er svo mikið að gera hjerna. Ef þjer er sama, þá skulum við borða á einhverj- um stað, þar sem jeg get komið í hversdagsfötum. Hvernig væri að við hittumst á „Giovanni", þegar klukkuna vantar kortjer í níu?“. „Ágætt. Jeg skal hitta þig þar“. Caresse var orðin vön þannig símtölum. í fyrstu hafði henni komið það einkennilega fyrir sjónir að Peter McDonald taldi það ekki nema sjálfsagðan hlut að hún færi ein til og frá skemmtistöðum og að hún væri reiðubúin til að mæta hvort heldur sem var í samkvæmis- eða hversdagslegum fötum, án nokkurs fyrirvara. En hún var löngu hætt að undrast þetta. — Hann áleit að hann þyrfti ekki að gefa henni neinar skýringar eða afsaka við hana ýmsa ann- marka á lífi og lifnaðarháttum blaðamannsins, og henni fannst það eins og traustsyfirlýsing af hans hálfu. Og þar sem v,Enter- prise“ fjekk aðgöngumiða að öllum helstu skemmtistöðum, þá var eins gott að einhver not- færði sjer það. Það sem hún nú hafði nógan tíma til stefnu og mundi auk þess ekki fara í samkvæmis- kjól, ákvað hún að ganga til „Giovanni“. Hún setti sam- kvæmisskóna, sem hún hafði tekið fram, aftur inn í skápinn og sömuleiðis síða kjólintt, en tók í hans það fram svartan síðdegiskjól og svarta rúskinns- skó með lágum hælum. Þegar hún hafði síðast talað við Peter um f jögurleytið, hafði það verið ákveðið að þau borðuðu kvöld- verð á „Waldorf Astoria“, en nú var því breytt. Henni datt snöggvast í hug að það hefði ef til vill verið betra að Peter hefði breytt fyrr um ákvörðun, því að þá hefði hún getað tekið boði Harry Holcomb, for- stjóra útvarpsdeildarinnar. — Hann hafði boðið henni í „kok- teil“ á „Ambassador“ eftir út- varpssendinguna. Hún hefði vel haft tíma til þess úr því að þau mundu ekki borða kvöldverð fyrr en svona seint. En hún fann þó ekki til neinnar gremju gagnvart Peter. Það var ennþá nokkuð bjart, þegar hún kom út á götuna. Hún hafði nógan tíma fyrir sjer Henni þótti ennþá gaman að virða fyrir sjer útstillingarnar í sýningargluggunum og hún gaf sjer því góðan tíma til þess. — Hún stóð oft lengi fyrir framan gluggann, þar sem voru sýnd barnaföt og hún Ijet aldrei vik- una líða, án þess að senda ekki nöfnu sinni eitthvað, en hún var mjög hreykin af henni. Þe^ar hún kom á 55. götu, snjeri hún til austurs og gekk fram hjá St. Regis og þangað til hún kom að veitingahúsi „Giovannis“. Það var eitt af þekktari veitingahúsum í borg- inni og þau höfðu oft valið sjer þann stað til að borða kvöld- verð. Bæði dyravörðurinn og afgreiðslustúlkan í fatageymsl- unni heilsuðu Caresse kunnug- lega þegar hún gekk í gegn um anddyrið og inn í veitingasal- inn. „Herra McDonald er ekki kominn ennþá“, sagði John, mað urinn við afgreiðsluborðið. „En jeg tók frá fyrir ykkur borðið, sem þið eruð vön að sitja við þarna í horninu, þar sem þið hafið útsýnið yfir garðinn. Og jeg er búinn að taka fram eina flösku af „Asti Spumanti“ og kæla hana fyrir yður. Jeg veit hvað yður þykir best, ungfrú Lalande". „Þakka yður fyrir. Jeg hef ekki sagt það nema einu sinni að mjer þyki „Asti Spumanti“ góður drykkur, en þjer hafið hann alltaf reiðubúinn handa mjer í hvert sinn og jeg kem hingað“. jw-í „Sönn ánæg|a að gera yður til geðs, ungfrú Lalande. Er það nokkuð annað, sem jeg get gert?“. „Nei, þakka-yður fyrir. Jeg held að það sje best að bíða með að panta meira þangað til herra McDonald kemur“. Peter sást einmitt koma í sama mund utan úr anddyrinu. Hann kinkaði kolli til John og Caresse. „Þú hefur fengið skilaboðin frá mjer, John?“, sagði hann. „Já, gerið þið svo vel....“. Hann fylgdi þeim sjálfur að borðinu við gluggann. Caresse horfði út í litla garðinn, sem var skreyttur marglitum blóm- um og í honum miðjum stóð skrautlegur gosbrunnur. Henni fannst það furðulegt, hvernig hafði verið hægt að útbúa svona skemmtilegan garð á svona tak- mörkuðu svæði. Peter leit ekki út í garðinn. Hann hafði lagt frá sjer stóra blaðarúllu í brún- um pappír á borðið og var að virða fyrir sjer matseðilinn. Hann sagði þjóninum hvað þau ætluðu að fá að borða og maturinn var borinn fram. — Þegar þau höfðu lokið við for- rjettinn sagði Peter: SKIpAÚTti£RÐ RIKLSINS Veyna yfirvofandi verkfalls matsveina og veitingaþjóna á kaup skipaflotanum, sem útlit er fyrir að hefjist kl.. 12,00 á sunnudagskvöld n.k. og standi um ófyrirsjáanlegan tíma, eru farþegar, sem ætla hjeðan með Heklu og Esju næst, góðfúslega beðnir að vera við því búnir, að skip in fari hjeðan á sunnudaginn. Nánari burtfarartimi auglýstur siðar. Ferðist í Oorgarfjörð ineð Laxfossi, jiað er ódýrast Afgreiðsla skipsins i Reykjavik tekur daglega á móti- flutningi til: Akraness, llorgarness, Vestmannaeyja. Farmgjöldin eru nú allt að 30% ódýrari, en aðrir geta boðið á sömu flutningaleiðum. H.f. Skallagrímur. Nótt í Nevada Frásögn af ævintýrum Roy Rogers 4. — Þú snertir ekki við stúlkunni, sagði Jason lögfræðingur. Þú myrtir föður hennar og jeg segi fyrir mitt leyti, að jeg ætla ekki að taka þátt í lífláti stúlkunnar með þjer. Ef þú snertir við henni, skal það verða þjer dýrt. — Hver var að tala um það? svaraði Farrell stuttlega. Það var allt annað sem jeg var að hugsa um. Önnur góð aðferð til að ná í nóga peninga. — Það er trúlegt, að þetta sje gott ráð, sem þú hefur fund- ið. Ætli það sje ekki einhverjar heimskulegar skýjaborgir ennþá, sem hrynja eins og venjulega, þegar að þeim er komið. — Nei, svaraði Farrell kuldalega. Nú er það alvara. Hlust- aðu á hugmyndina. Jeg veit, að þeir Roy Rogers og fjelagar hans ætla að fara að selja nautgripina, sem þeir hafa ræktað undanfarin ár. Það eru kostaskeppur og við þyrftum ekki að taka margar til þess að fá fyrir það nóg upp í 50 þúsund dalina, sem Lína á hjá okkur og meira til. Ef þú villt ekki fallast á þetta, Jason, þá þú um það, ef þú villt heldur láta kasta þjer í fangelsi. Jason lögfræðingur vildi auðsjáanlega spyrna við brodd- unum. En hann sá, að hann var sokkinn of djúpt í skulda- fenið. Nú varð ekki lengur snúið til baka. — Jæja, sagði hann. Hvenær selja þeir Roy-menn naut- gripina. — Jeg hef heyrt, að það eigi að gerast á morgun, svaraði Farrell. . ■. m - * —O— Daginn næstan eftir þetta samtal á skrifstofu Jaspns Howley lögfræðings voru Fjelagarnir, vinir Roy úti við girð- ingu umhverfis beitarlönd sín. Þegar þeir voru þarna við vinnu sína, kom maður ríðandi á einstaklega fallegum og liprum gæðing. Þeir lögðu frá sjer verkfærin andartak, því þeir þekktu bæði manninn og hestinn. Var þetta Roy Rogers vinur þeirra og Trigger. Roy reið alveg upp að þeim. - — Hvernig gekk salan á nautgripunum, spurði Bergur. ^líiíliuT'1 ÍuáIIuívu,* — Mjólkin er komin. ★ Golt tilhoð. Sjúklingur: „Læknir, viljið bjer rannsaka mig nákvæmlega?“ Læknirmn: „Jeg skal rannsaka yð- ur fyrir 50 krónur.“ i Sjúklingurinn: „Ágætt, ef J;jer finnið hvað að mjer er, skal jeg láta yður fá helminginn af þvi.“ ★ MisheppnaSur ræðuniaður. Annað veifið komumst við í óþægi lega aðstöðu. Ástandið var sjerlega óþægilegt fyrir mann nokkurn, se.n heimsótti Sing Sing fangelsið, og var beðinn að segja nokkur orð við fang- ana. Hann vissi ekki vel, hvað hann ætti að segja, og þegar búið var oð safna saman meðlimum stofnunar jnnar, var hann bókstaflega orðinn ruglaður af taugaóstyrk, „Samborgarar", byrjaði hann, en sá, að þetta hæfði illa. Hann gerðl aðra tilraun og hrópaði: „Samfang- ar“, en sá, að það var síður en svo betra, svo að hann fylltist örvæntingu „Jæja“, sagði hann, „hvað sem öðru liður, þá gleður það mig að sjá, hv.ið Jnð eruð margir samankomnir hjerna í kvöld“. Á Jafn vont fyrir báða. Flugmaðurinn gerði ýmsar óvenju legar æfingar í loftinu og farþeginn varð mjög taugaóstyrkur. Að lokum þoldi hann ekki við lengur. Hann hallaði sjer fram í sætinu og kallaði: „Það lítur út fyrir það, að þjer /itið ekki, að jeg hefi aldrei flogið óður.“ Flugmaðurinn leit um öxl og sagði: 1 „Nú, hvað með það? Það hefi jeg ekki heldur.“ ★ Rithöfundur nokkur segir: Hjóna- band á aldrei að misheppnast, þegar hjónin hafa eitthvað sameiginlegt til að hlæja að. Og þau eiga alltaf brúð- kaupsmyndina. FINNBOGI KJARTANSSON Skipamiðlun Austurstræti 12. Simi 5544. Símnefni: „Polcoal“. RAGNAR JÓNSSON hœstarfeltarlcgmdður. Laugaveg 8, sími 7752 Lögfræðistörf og eignaumsýsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.