Morgunblaðið - 02.08.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.1950, Blaðsíða 6
6 UORGUJSBLAÐI& Miðvikudagur 2. ágúst 1950. Yíkverji skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Útg.: Bf. Arrakur, Reykjavflc. w Fraxnkv.stj.: Sigfús Jónsson. Eitstjóri: Valtýr Stefánsson fábyrgSarwt l Frjettaritstjórl: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Eistjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Lesbók: Arni óla, simi 8045. (Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanianda. t iausaaAla M aura ainUkið. 85 aura með Lesbók. „Markaðserfiðleikar“ heima fyrir MEÐAN matvælaskortur var í heiminum og hægt var að selja flest matarkyns sem tönn á festi, var lítið spurt um vörugæði. „Svöngum manni verður alt að mat“. Síðan matvælaframleiðslan í heiminum færðist í eðlilegra horf, hefir þetta breyst, sem eðlilegt er. Við íslendingar höfum unnið að því á síðustu árum, að gera verkun fiskaflans fjölbreyttari en hún áður var. Mikill hluti af góðfiski þeim, sem íslendingar hafa veitt á undan- förnum árum og öldum hefir verið tilreiddur fyrir fátækasta hluta viðskiftaþjóðanna. Og meðferð vörunnar frá okkar hendi verið eftir því. Með því að breyta meðferðinni í hraðfrystingu, var stílað því, að gera góðfiskinum þau skil, að hann sómdi sjer á borðum jafnt ríkra sem fátækra. Þetta hefir ekki tekist enn, sem skyldi, eftir þeim upplýs- ingum sem nú eru komnar fram í þessu efni. Almenningur hefir heyrt kvartanir um tilfinnanlegt verð- ffcil á þessari vöru, en ekki getað gert sjer grein fyrir því að óilu leyti, hvernig á. því verðfalli hefir staðið. Nema hvað það er eðlilegt og skiljanlegt öllum að eftir því sem mat- vælaframleiðslan e\-kst, eftir því má búast við að eftir- spurnin verði daufari. Önnur skýring er komin á þessu, sem taka verður til gieina. Samkvæmt skýrslu þeirri, sem fiskiðnfræðingur Marshail- í ðstoðarinnar, mr. Edward H. Cooley hefir gefið, um íslensk- an fiskiðnað, hefir okkur ekki tekist enn, að nota fiskinn eins vel, og gæði hans gefa tilefni til Fiskurinn er frábær að gæðum þegar hann kemur uppúr sjónum. En hann skemm- ist vegna ljelegrar meðferðar á leiðinni til neytendanna, svo að hann er lítt seljanlegur, a. m. k. í Vesturheimi, fyrir það verð, sem fyrir hann ætti að fást, fengi hann hina æski- legustu meðferð. Okkur vantar gjaldeyri. Gjaldeyristekjur þjóðarinnar eru svo af skornum skamti á meðan síldin lætur af sumarheim- sóknum sínum til Norðurlandsins, að tekjurnar hrökkva ekki nándar nærri til þess að uppfylla þær kröfur, til viður- væris og lífsþæginda, sem þjóðin gerir í dag. Kröfur eru bæði tíðar og háværar um, að leita þurfi mark- aða út um víða veröld, til þess við getum komið framleiðslu ökkar út. Og almenningur í landinu fellst á, að alt mögulegt þurfi að aðhafast, til þess að markaðir finnist og þeir verði trygðir fyrir lífsafkomu landsmanna. En eftir að þjóðin hefir heyrt þess getið frá fagmanni, að verkun og allri meðferð hraðfrysta fiskjarins sje ábótavant hier heima fyrir, að beint gæti óþrifnaðar í meðferðinni og fiskurinn sje ólystugur þegar til neytenda kemur, kaupendur sem kaupa fiskinn í stórum stíl, geti ekki treyst að vöru- gæði sjeu jafn góð, þó góður fiskur sje innanum stórar sendingar, þá er sýnt, að markaðleitir um allan heim koma hjer ekki að fullum notum. Segja verður við þá ágætismenn, sem hafa þessi mál með höndum: „Líttu þjer nær, liggur í götunni steinn“. Sá gotu- steinn er ekki á heimsslóðum markaðanna, heldur hjer heima. Vandvirkni í meðferð útflutningsvöru hefir eldrei verið rík í eðli landsmanna. Til þess liggja margar ástæður, fornar og alkunnar, sem óþarft er að telja hjer upp. Stefnt er jafnan að því hjer, að háfa fenginn sem mestan að vöxtum. Minna um það hirt, að hver aflahlutur, sem á land kemur, geti orðið sem verðmætust vara. I stað þess að halda fast við það sem affarasælla er, að vanda hvern þann hiut, sem selja á til útlanda og gera fenginn sem verðmæt- asfan. Vonandi tekst þeim mönnum, sem við framleiðslu og frá- gang hraðfrysta fisksins fást, að ráða fram úr þessum mál- um. Að sínu leyti eins vel og þeim ágætismönnum tókst, 'að koma saltfíski okkar í álit í Miðjarðarhafslöndunum, íyrir nálægt hálfri öld, með vandvirkni og samviskusemi ög bjarga þannig ótöldum miljónum í hið fátæka frumbýl- ings þjóðarbú íslendinga. UNDIR SMÁSJÁNNI ÍSLENSKUR stjórnmálamaður komst svo að orði, þegar hjer voru herlið frá Bretum og Bandaríkjamönnum, „að íslendingar væru undir smásjá tveggja stórvelda“. Það var rjett athugað. En enginn má telja sjer trú um, að við sjeum lausir við smásjárathuganir er- lendra manna. Ef nokkur breyting hefur á orðið er hún sú, að fleiri þjóðir hafa okkur undir smásjánni, en á styrjaldarárunum. Hingað koma nú blaðamenn frá ýmsum löndum og segja lesendum sínum frá þeim athugunum, sem þeir gera á íslensku þjóð- lífi. Veldur þar mjög, hver á heldur, eins og gengur. Undanfarna daga hefur dvalið hjer á landi danskur blaðamaður, Leif B. Hendil, sem er ritstjóri við „Ekstrabladet“ í Kaupmanna- höfn. * SANNGJÖRN OG GLÖGG FRÁSÖGN í GREIN um ísland eftir Hendil s.l. miðViku- dag segir hann frá íslandi á einkar. gteinar- góðan hátt og verður ekki annað sagt, en að hann skrifi af mikilli sanngirni og skarp- skygni. Hann segir kost og löst í vinsamleg- um tón. Hann hefur augsýnilega hrifist af landinu og sjer margt gott með þjóðinni, en ýmislegt, sem við tökum ekki eftir i daglega lífinu, verður glöggt í gestsauganu. Hjer eru ekki tök á að rekja grein Hendils í heild,-en minnast má á einn kafla, sem er þess verður að honum sje gaumur gefinn. • ÓÞÖRF VIÐKVÆMNI HENDIL lýkur grein sinni með því að minn- ast á þá viðkvæmni, sem komið hafi fram meðal fólks út af því, að ísland og íslend- ingar hafi verið affluttir í dönskum blöðum undanfarið og að þau geti ekki unnt íslend- ingum sannmælis. Nefnir hann þar dæmi um að íslendinga hafi að litlu verið getið í sam- bandi við Evrópumeistaramótið í bridge og segir frá því, að nokkrir íslendingar hafi skoðað það, sem móðgun við íslendinga, að Ijósmynd birtist í dönsku blaði af Geysi — á höfði! • HARÐUR DÓMUR COOLEY-ÁLITIÐ svonefnda — skýrsla amer ísku sjerfræðinganna, sem hingað komu í vor til að kynna sjer íslenska fiskframleiðslu — hefur að vonum vakið mikla athygli og um- tal. í álitinu fellst harður dómur. Þar segir hreint og beint, að íslendingar, sem eigi ein- hver auðugustu fiskimið heimsins, þar sem besti gæðafiskur veraldarinnar veiðist, eyði- leggi hann svo í meðförum, fyrir vankunnáttu, slóða- og sóðaskap, að hann sje ill seljanlegur á heimsmarkaðnum, eða þar sem best verð fæst f.yrir hann. BEISKUR KALEIKUR ÞETTA kann mörgum að þykja nokkuð beisk- ur kalleikur að bergja, en staðreyndunum verður ekki neitað og óneitanlega eru rök Cooley’s, sem hann færir fyrir máli sínu svo glögg, að ekki verður um villst rjettmæti stað- hæfinga hans. KVENMANNSHÁR í FISKFLAKINU HREINLÆTI allt í meðferð matvæla hefur aukist svo stórkostlega síðasta mannsaldur- inn, að ekki þýðir lengur að bjóða menning- arþjóðum annað en hreinan og vel með farinn mat. Því miður höfum við ekki gert okkur þetta ljóst, sem skyldi, sem ótal dæmin sanna, bæði í meðferð þeirra matvæla, sem seld eru innanlands og þess, sem við viljum selja til útlanda. Sem dæmi um nákvæmni eftirlitsmanna þeirra fyrirtækja,. sem kaupa og selja mat- væli í Ámeriku er. sagan um kvennmanns- hárið í fiskflakinu frá íslandi. FISKSENDING REKIN AFTUR ÞAÐ BAR. við fyrir ekki alllöngu, að eitt af stærstu matvælafyrirtækjum Bandaríkjanna gerði kaup á talsverðu magni af hraðfrystum íslenskum fiski, fyrir verð, sem seljandi taldi gott. Það, sem mest þótti þó um vert var að fá viðskiptasamband við þetta stóra fyrirtæki, sem ekki hefði munað um, að kaupa af okkur stóran hluta af hraðfrysta fiskinum, sem við framleiðum. En sem sagt, kaupin voru gerð og sending- in kom á tilsettum tíma. Eftirlitsmenn hins stóra matvælafyrirtækis tóku nokkra fisk- pakka og skoðuðu í þá, eins og þeirra er vani og skylda. í einum pakkanum fundu þeir kvenmanns- hár á fiskflalíi. — • En það þótti þeim nóg ástæða til að neita að taka \nð fiskinum og ráku sendinguna aftur til baka. SKYNSEMI EÐA HROKI ÞETTA eina litla kvénmannshár evðilagði fyr ir íslendingum möguleika á mikilli sölu aðal- framleiðsluvöru okkar. En því miður er þetta ekki eins dæmi. Og nú er eftir að vita hvernig fiskfram- leiðendur taka þeirri gagnrýni. sem þeir hafa orðið fyrir og gerð er í því skyni að við bæt- um fiskframleiðslu okkar til þess. að við get- um notfært okkur þá miklu guðsgjöf í hafinu umhverfis landið, sem gerir okkur kleift að byggja þetta land. Verður aðfinnslunum tekið með skynsemi og farið að þeim ráðum, sem bent er á til úr- lausnar, eða verður góðum ráðleggingum tek- ið með hroka og „hundshaus“? — Á því velt- ur framtíð íslenskrar fiskframleiðslu. ... ÍÞBÓTTIR ... ERLENDAB FRJETTIR - ÍTALÍA vann Sviss í lands- keppni í frjálsíþróttum með 104 stigum gegn 74. Það vakti athygli á þessu móti, að Tosi vann Consolini í kringlukasti. Besti 400 m. hlaupari ítala, Siddi, var ekki með. Nokkur úrslit: 100 m., Lec- cese, í, 10,8, Penna, í, 10,9. — 200 m.: Moretti, í, 22,3, Leccese 22,5. —400 m.: Grossi, í, 49,3, Epple S, 49,4. — 800 m.: Fra- cassi, í, 1,54,3, Tagliapietra l. 55,2. —r, 1500 m.: Imfeld, S, 3.57.7, Peter, S, 3.57,8. — 110 m. gr.: Albanese, í, 15,00, Balestra, í, 15,1, Bernard, S, 15,1. — 400 m. gr.: Filiput. í, 53.7, Borgola, S, 55.6. — Lang- stökk: Lombardi, í, 7,19. — Há- stökl** 1 Wahli, S, 1,92, Campagn er, í, 1,90, — Stangarstökk: ScheurerT S, 4,00 (Þetta er 13. landskeppnissigur Scheurer. ■— Þrístökk: Guzzi, í, 14,12. — Spjótkast: Matteucci, í, 62,34. —Kringlukast: Tosi, í, 53,46, Consolini, í, 52,92. Hafliger. S. Sjö norskir frjáis- íþróffamenn á EM OSLO 1. ágúst: — Norska frjálsíþróttasambandið á- kvað í dag, að sjö norskir frjálsíþróttamenn taki þátt í Evrópumeistaramótimi í Briissel. Þeir, sem valdir voru, eru: Audun Boysen, Tjalve, Stein Johnsen Tjalve, Erling Kaas, Tjalve, Ivar Ramstad, Röra, Martin Stokken, Selsbakk, Sverre Strandli, Brandval og John Systad, Viking. — NTB 44,67. — Kúluvarp: Senn, S, 14,81, Profeti, í, 14,13. — Sleggjukast: Taddia, I, 55,04. — 4x100 m.: ítalía 41,9, Sviss 42,3. — 4x400 m.: Ítalía 3.16,2, Sviss 3.21,0. DANSKI þrístökkvarinn og sax ofónleikarinn Preben Larsen, sem gat ekki fengið fri frá störf um til þess að taka þátt í lands- keppni Dana við Norðmenn og íslendinga, er nú fluttur frá Middelfart til Kaupmannahafn- ar. Mun hljómsveit hans leika þar það sem eftir er sumarsins. Larsen hefur tilkynnt, að hann muni nú byrja að æfa fyrir al- vöru og taka þátt í danska meistaramótinu og í EM, ef vel gengur. Han mun ganga í eitt- hvert Káupmannahafnarfjelag- ið, en hafði ekki ákveðið hvaða. HREINAR tekjur Brasilíu af heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu voru sem svarar 13,2 milljónum króna. Tekjurnar námu alls um 29,7 millj., en gjöldin 16,5 millj. Mestar tekjur urðu af úrslita leiknum milli Brasilíu og Uru- guay. Aðgöngumiðar voru seld- ir f^rir 4,7 millj. — Minnstar tekjur gaf leikurinn á milli S'.’iss og Mexico, tæp 83 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.