Morgunblaðið - 24.08.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1950, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. ágúst 1950 v' ... Fiamhaldssagan 17 ......nimmmimnimwi FRÚ MIKE inmiiimiiiiimttuuiiritftrmv' Eftir Nancy og Benedicf Freedman itMtiiiHllumuiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ir Nótt í Nevada Dag einn varð George að fara og sækja birgðir. Hann gerði ráð fyrir að koma aftur innan mánaðar. En hann kom ekki fyr en sex mánuðum seinna, því hann höfðu hent alls konar slys og vandræði. „Bol- inn“ beið 1 tvo mánuði, en tók þá stúlkuna. Jeg geri ráð fyrir, að hann hafi haldið, að George myndi allrei koma aftur, svo hann væri hinn rjetti erfingi stúlkunnar. Auðvitað spurði hann hana aldrei, hvort henni líkaði það betur eða ver, og ef hún hefur gert einhverjar at- hugasemdir, býst jeg við að hann hafi barið hana. Hann leit á hana sem Indjánaambátt. En Marthe var lagleg og undirgefin og MacGregor varð hrifinn af henni; svo þegar George Bailey kom aftur vildi MacGregor ekki láta stúlkuna af hendi. En nú fer sagan að verða ein- kennileg, Marthe hataði Mac Gregor, en elskaði George Bail- ey. En hún var hrædd um, að ef til slagsmála kæmi myndi George verða drepinn. Svo hún sagði honum, að allt væri búið þeirra í milli, og hún hefði allt- af unnað MacGregor og George fór á brott. Og svona stóð það í fimm ár. Þá kom MacGregor með hana hingað. Hún er vorkunnar verð. Hann lamdi hana og misþyrmdi eins og þú sást í kvöld. Einn dag barði „bolinn“ hana meir en hann var vanur og skyldi hana svo eftir hjálparlausa. — Einn af nágrönnum þeirra náði í lögregluþjón, og hann setti MacGregor inn þá nótt. — Jeg sagði stúlkunni, að ef hún vildi, gæti hún skrifað undir kæru og „bolinn“ yrði settur í mánaðar- fangelsi, og hún gæti þá farið eitthvað í burtu. Jeg reyndi að sannfæra hana um, að hún og George gætu komið sjer vel fyrir á þessum mánuði og Mac Gregor myndi ekki skipta sjer af þeim eftir það. Hún hugsaði sig um, en sagði síðan, að hún ætlaði að hverfa aftur til MacGregors, hann væri maður hennar, gæfi henni að borða, hefði byggt hús handa henni og hún væri því konan hans. Og svo sagði hún annað dálítið hlægilegt. Hún sagðist hata George því hann hefði ekki haft hugrekki til að berjast við „bolann“ eins og karlmanni sæmdi. En eins og jeg sagði áðan, var það hún, sem kom í veg fyrir að slagsmál yrðu milli þeirra. En í kvöld var einkenni- legt að sjá, hvernig hún horfði til hans, — eins og hún manaði hann til að koma. — Jeg veit ekki hvar þetta endar, en ein- hver mun særast“. „Það eru nú ekki allar konur svona“, sagði jeg. „Nei“. Hann brosti, „en þær eru óútreiknanlegar verur, all- ar saman. Til dæmis ert þú núna ólundarleg á svip, en eftir augnablik ferðu að skellihlæja“. Og hann hallaði sjer að mjer og þrýsti hönd mína. Jeg hló, því jeg gat ekki annað. En nú varð þögn. Hann sagði ekki orð. Hann þrýsti ekki hönd mína nje gerði nokkra tilraun til að kyssa mig. Við riðum á- fram í myrkrinu. Og jeg vil halda því fram, að allir menn sjeu óútreiknanlegar verur. Eldingar leiftruðu á himnum og það var einna líkast því, sem skýin hefðu rifnað, svo mikið rigndi. Jeg leit til himins og hló, því það, sem manni finnst skemmtilegt, getur ekki meitt mann. Það sagði Mike alltaf. Stígvjel mín voru hálffull af vatni og reiðbuxurnar gegn- blautar. Jeg hugsaði um Indjána- stúlkuna og óskaði þess með sjálfri mjer, að George Bailey myndi þora að slást við Mac Gregor og hann myndi bera hærri hlut. Jeg hugsaði líka um Mike. Hann leit á mig við og við, áhyggjufullur á svip. Jeg vissi, að honum var illa við, að jeg skildi vera úti í þessari dembu. Oh., já, hann var hrif- inn af mjer, það var enginn vafi á því, en hann var líka hrifinn af hestinum sínum. Þegar við höfðum farið yfir niðurbrotna girðingu, sem mark aði jarðeign Johns frænda, tóku hestarnir á sprett heim að hús- inu. „Farðu alveg upp að tröpp- unum“, hrópaði Mike. „Jeg vil að þú komist sem fyrst í skjól fyrir þessari hellirigningu“ Jeg reið því alveg inn undir þakskeggið og fór af baki. „Jeg fer með hestana út í hesthús“, sagði Mike. „Þú ferð beint í rúmið“. „Mjer fannst þetta mjög skemmtilegt kvöld“, sagði jeg. „Katherine Mary, farðu inn og komdu þjer úr rennblaut- um fötunum“. Jeg fór inn og skellti dyrunum harkalega á eft ir mjer, svo hann hjeldi, að jeg væri reið. Og þarna sat John frændi og beið. „Jeg hjelt við myndum ekki komast hingað í þessari rign- ingu. Það munaði minnstu að hestarnir festust í leðju“, sagði jeg. „Hvar er Mike? Kom hann ekki inn með þjer?“, spurði John frændi. „Hann fór með hestana“. „Hann getur ekki farið heim til sín í þessu veðri. Hann get- ur sofið í vinnumannaskýlinu". Nú varð löng þögn. Jeg beið þarna köld og skjálfandi, því jeg vildi láta Mike sjá, þegar hann kæmi inn, að jeg hafði ekki gert, það sem hann sagði mjer. Loksins sagði John: „Skemmt irðu þjer vel, Kathy?“ Jeg gekk til hans og kyssti hann á ennið. Dyrnar voru opnaðar og skellt aftur og Mike þrammaði inn eftir gólfinu og skildi eftir vatnspolla við hvert skref. — Hann kinnkaði kolli til John frænda. „Jeg sagði Kathy að fara í þur föt“. Jeg leit á hann. „Jeg var að bjóða frænda mínum góða nótt. Nokkuð athugavert við það?“ Mike var reiður á svip, og John frændi greip fram í fyrir honum. „Hann hefur rjett fyrir sjer, Kathy. Þú ert gegnvot“. Þeir voru einna líkastir tveim ur langömmum. Jeg vildi ekki meiri ráðleggingar og struns- aði út úr herberginu. „Þú getur boðið mjer góða nótt í fyrramálið", kallaði Mike á eftir mjer, en jeg leit ekki einu sinni um öxl. Jeg þurkaði allan skrokkinn með grófu handklæði. Það var notalegt. Síðan fór jeg í nátt- kjólinn minn. Mjer var enn hálfkalt, svo jeg fór í slopp og fór upp í rúmið og breiddi vel yfir mig. Jeg var ekki syfjuð, en framkoma mín olli mjer um- hugsunar. Mike hafði boðið mjer út og jeg hafði skemmt mjer vel. John frændi hafði beð ið eftir okkur fram á rauða nótt og svo hafði jeg hagað mjer eins og kjáni. Jeg fór fram úr og opnaði dyrnar inn í setustofuna. John sat enn við arininn. Jeg sá allt fram í eldhús og var Mike eitt- hvað að bjástra við eldavjelina. Jeg gekk að arineldinum. Mike stakk höfðinu í dyragættina. „Mjer er kalt“, sagði jeg og rjetti fram hendurnar að eld- inum. Jeg ætlaði að fara að biðja fyrirgefningar á fram- komu minni, en þá byrjaði Mike að hrópa og skammast, þvi jeg var berfætt, og þegar hann þagnaði, fannst mjer ekki rjett að vera að biðja fyrirgefningar. „Hvað ertu eiginlega að gera þarna frammi?“, spurði jeg hann. „Jeg hjelt að þú ættin að vera í vinnumannaskýlinu“. „Jeg er að hita vatn til að fá heitt bað“, sagði hann, „en fyrst þú ert enn ekki farin að sofa, er það þú, sem ferð í það“. Jeg hló. Mike sagði ekkert, en helti vatninu úr pottinum í stórt vaskafat. John frændi horfði á af miklum áhuga en jeg ljest horfa dreymandi inn í eldinn. Mike kom fram í dyrnar. „Það er tilbúið“, sagði hann. „John frændi, hefur þú aldrei tekið eftir því, að eld- tungurnar mynda allskonar verur“. Jeg lauk setningunni skrækjandi, því Mike tók mig upp, bar mig fram í eldhús og setti mig niður á stól. — Hann vafði upp sloppnum og nátt- kjólnum upp fyrir hnje og stakk fótum mínum ofan í vatnið. (Illllllllllllllll lll || || 1111111111II ,11,1! |m|||||||||||| BERGUR JÓNSSON Málflutningsskrifstofa Laugaveg 65, súni 5833 <llllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllll,,|,,,,,,,,,lliri M.s. „Gullíoss44 fer frá Reykjuvík laugarrlaginn 26. ágúst kl. 12 á hádegi til Leith og Kaupmannahafnar. Tollsitoðun far- angurs og vegabrjefaeftirlit byrjar í tollskýlinu vestast á hafnarbakkanum kl. 10*/2 f.h. og skulu allir farþegar vera komnir í tollskýlið eigi siðar en kl. 11 f.h. E.s. Brúarfoss fer frá Reykjavík mánudaginn 28. þ. m. til vestur og norðurlandsins. Viðkomustaðir: ' Patreksfjörður. Isafjörður. Siglufjörður. Akureyri. Húsavík, F.f. Eimskipafjelag fslands. Frósögn af ævintýrum Roy Rogers 23. Mörður gerði eins og honum var skipað. Hann tók Línu og bar hana inn í næsta herbergi. Meðan hann var að binda hana við stól þar inni, hvíslaði Farrel ráðagerðum sínum í eyra Jasons lögfræðings frammi á skrifstofunni. í bækistöðvum lögreglunnar var Roy að tala við fjelaga sína. — Heyrið þið kunningjar, sagði hann. Þið verðið að fara og ná tali af umboðsmanni járnbrautanna. Þið verðið að fá hann til að fresta brottför járnbrautarlestarinnar, þannig, að hún fari ekki fram hjá tJlfahlíðum fyrr en snemma í fyrramálið. í nótt ætlast jeg svo til þess, að þið ríðið þangað úteftir, bíðið þar átekta, þangað til lestin fer fram hjá. Þá sjáum við, hvað gerist. En allt er undir því komið, að þið fylgið nákvæmlega og út í ystu æsar, því sem jeg er að segja ykkur. — Jæja, en hvað ætlar þú að gera, hvar ætlar þú að vera, Roy? — Jeg ætla að vera með lestinni. Og ef þið heyrið að eitt- hvað er að gerast í lestinni, þá komið þið undir eins þangað, sem þið álítið hana vera. En ekki nema þið sjeuð vissir um það. Á lögfræðiskrifstofu Jasons Howley gekk Mörður fram í fremra herbergið og sagði: — Jæja, Farrell, jeg gerði eins og þú sagðir. Jeg tók eftir merkinu frá þjer um að jeg ætti ekki að binda hana fast. Hún er svo laust bundin, að hún getur losað sig hvenær sem er. — En hvað er þetta, hvar er Jason? Mörður leit allt í kringum sig og kom hvergi auga á lögfræðinginn. 1 Farrell hvíslaði: — Bíddu augnablik, þá færðu að sjá hann. Það var barið að dyrum og Farrell hrópaði: — Kom inn. Inn kom brosandi út að eyrum Jason Howley lögfræðingur cg Farrell sagði svo hátt, að það hlaut að heyrast inn í næsta herbergi: — Slepptu byssunni, Roy Rogers, upp með hend- urnar. — Jeg skal gefa þjer enn einu sinni tækifæri til að komast undan Roy. Ef þú ferð út úr herberginu, áður en jeg tel úpp að þremur:^— Einn.... Tveir.... Þrír. Um leið og hann sagði þrír heyrðist skammbyssuhvellur og einhver fjell á gólfið. *: —---------------------------------............. ★ — Hversvegna stendur storkurinn á einum íæti? — Vegna þess, að ef hann Iyfti honum líka myndi hann detta niður. ★ Kaupstaðarstúlka rjeðst sem kaupa- kona á sveitabæ. Einn morgunn kom bóndi að máli við hana og sagði: — „Komdu með mjer, jeg skal kenna þjer að mjólka kú.“ — „Ó, jeg ( svo hrædd við kýr“, hrópaði stúlkan, „er ekki betra meðan jeg er læra, að jeg mjólki bara kálfana." Ekkjan (á andatrúarfundi): — Ér þetta þú, Helgi? Aandinn: — Já. Ertu hamingjusamur? — Mjög hamingjusamur. — Hamingjusamari en þegar þú varst hjá mjer? — Mikið hamingjusamari. — Himnariki hlýtur að vera dásam legur staður. — Jeg er ekki i himnariki. ★ GeðveikralæVnir við sjúkling sinn: :— Og hvað hafið þjer fyrir stafni núna? Sjúklingurinn: — Jeg kaupi gamla brunna, safna þeim saman og sel þá svo sem holur fyrir símastaura. •ifiiiiiiMiiiimiiiiiiMifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimMBM HURÐANAFNSPJÖLD og BRJEFALOKUR SkiltagerHin Skólavörðustíg 8. —iiimiinfiiiiiiininiiii iii i iiii ii iii iii 11 ii i mwniT Aigreiðsla ★ Faðirinn: — Jæja Tommi minn, hvort viltu heldur eignast litla sytur eð lítinn bróður? Tommi: — Ef jeg má ráða, þá vil jeg helst, tindáta. ★ Náimgi nokkur kom að máli við mann, sem var að veiða lax, „Hvað hefurðu veitt marga?“ spurði aðkomumaðurinn. „Þegar jeg hefi fengið einn til, þá er jeg alls biiinn að fá eitt stykki.“ Laxfoss tekur daglega ( móti flucningi til Akrauess, Borgarness og 1 Vestmannaeyja. Farmgjöldin eru nú allt að 30% ódýrari, en aðrir geta boðið á sömu flutningaleiðum. H.f. Skallagríinnrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.