Morgunblaðið - 27.08.1950, Side 1

Morgunblaðið - 27.08.1950, Side 1
12 síður og Lesbók & 37. árgangur 195. tbl. — Sunnudagur 27. ágúst 1950. Prentsmiðja Morgunblaðsins Spílalaskip sekkur hjd San Francisco 1 gærdag var vilað um 19, sem farist höfðu, og ennþá var leifað að 79 mönnum Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. SAN FRANCISCO, 26. ágúst — Björgunarskip voru stöðugt á ferli í morgun undan San Francisco í leit að mönnum af banda- ríska spítalaskipinu „Benevolence“, sem sökk í gærkvöldi eftir árekstur. Um hádegi í dag var vitað, að að minnsta kosti 19 höfðu látið lífið, en þá var 79 manna ennþá saknað. 5,000 kommúnislar gera drds á ellefu borgir d Phiiippseyjum Gay hershöfðingi Unnið var að björgun í alla nótt, og fundust þá alls 407 af þeim 505 mönnum. sem með skipinu voru. I svarta þoku „Benevolence", sem var II þúsund tonn, rakst á bandarískt vöruflutningaskip í svarta þoku skammt frá höfninni í San Francisco. Engir sjúklingar vorli með skipinu, en það var í tilraunaferð. Meðal þeirra, sem vitað er, að hafa farist, var ein hjúkr- unarkona. Höfninni lokað Margir, sem bjargað hefur verið, eru illa leiknir, og sum- um er jafnvel vart hugað líf. En af þeim 79, sem saknað er, er vitað, að einhverjum hefur verið bjargað, þó ekki hve mörgum. San Franciscohöfn var lok- að í nótt, til þess að auðvelda björgunarstarfið. Jarðskjálffinn gjör- breyfti landslaginu DELHI, 26. ágúst. — Enn verð- ur vart jarðskjálftakippa í Ass- am, nærri tveimur vikum eftir að jarðskjálftinn mikli varð þar. Flugvjelar indverska flug- hersins hafa farið margar rann sóknarferðir yfir jarðskjálfta- svæðið. Skýra flugmennirnir m. a. svo frá, að jarðskjálftinn hafi sumstaðar gerbreytt landslag- inu í efri hluta Assam. Reuter. Hafa tekið fimm eyjar TOKYO, 25. ágúst. — Skýrt var frá því hjer í Tokyo í morgun, að hermenn Suður-Kóreu hefðu nú alls tekið fimm eyjar, sem innrásarher kommúnista náði yfirráðum yfir í byrjun Kóreu- stríðsins. — Reuter. IMyrða um 150 manns — þar á meðal sjúklinga og hjúkrunarkonur þeirra Barisl var í nánd viS Manila í gærdag. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. MANILA, 26. ágúst — Samkvæmt frjettum, sem hingað hafa borist, gerðu um 5,000 kommúnistiskir skæruliðar í nótt árás á 11 borgir í nánd við Manila. Er áætlað, að árásarmennirnir hafi drepið um 150 manns. HABORT R. GAY hershöfðingi, fyrrverandi herforingjaráðsfor- ingi Pattons, stjórnar'nú banda rísku herfylki á Kóreuvígstöðv unum. Þar hefur það rnjög kom ið við sögu. Hersveitir S.Þ. hófu i gær sókn á þremur stöðum Kommúnistar gera árás á Pohang-Kigye svæðinu. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. TOKYO, 26. ágúst — Hersveitir Sameinuðu þjóðanna hófu í dag árásir á þremur mikilvægum stöðum hinnar 120 mílna löngu víglínu í Kóreu. Er öflugustu árásinni beint gegn yfir- ráðasvæði kommúnista við Naktongfljót, en kommúnistaher- deildirnar þar virðast stefna að því að komast að Taegu sunnanmegin. Kommánisfðr grýfa sendiherrabúsfað SANTIAGO, 26. ágúst. Kom- múnistar stofnuðu tH uppþota hjer í gærkvöldi. Stafaði æsing- ur þeirra af KóreustPíðinu, og gengu þeir svo langt, að grýta bústað bandaríska sendiherr- ans. — Reuter. Enn einn ráðherra flýr L Þýskaland BERLÍN, 26. ágúst. — Samkv. góðum heimildum hefur nú enn einn ráðherra bæst í hóp þeirra stjórnmúlamanna, sem taka þann kost að flýja frá rúss- neska hernámssvæðinu. Til Vestur-Berlínar mun vera kominn dómsmálaráðherrann í Brandenburg, Ernst Stargardt, en hann er kristilegur demó- krati. Hann rnun hafa farið fram á að fá að segja af sjer ráðherra- embættinu, fengið neitun komm únista, og þá afráðið að flýja. — Reuter. Nærri 600 flugárásir í Kóreu TOKYO, 26. ágúst. — Skýrt var frá því hjer í Tokyo í dag, að flugvjelar Bandaríkjamanna í Kóreu hefðu í gær farið í nær 600 árásarferðir. Meðal annars gerðu banda- í'ísk risaflugvirki 4 sprengju- árásir. —Reuter. Hæft við olíuþurrð effir 50 fil 100 ár BIRMINGHAM. 26. ágúst. — Eftir 50 til 100 ár taka olíu- lindir heimsins mjög að þverra og það jafnvel þótt nýjar finn- ist. Það er Bretinn A. Parker, í vísinda- og' iðnaðarmálaráðu- neytinu breska, sem spáir þessu. —Reuter. Enn er ekki vitað, hvernig árásir þessar hafi tekist, og talsmenn Bandaríkjaherjanna benda á, að engar upplýsingar kunni að liggja fyrir um það fyrr en á morgun (sunnudag). „Talsverð sókn“ Frá aðalbækistöðvum banda ríska flughersins í Kóreu berst hinsvegar sú fregn, að svo sje að sjá sem kommúnistar hafi byrjað ðfluga sókn á Pohang- Kigys svæðinu. Fregnir eru að vísu óljósar frá þessum vígstöðvum enn sem komið er, og því ógerlegt að slá því föstu, hvað þarna er að gerast. En flugmenn skýra svo frá, að innrásarherinn sje í „talsverðri sókn“ á svæðinu, og flugmaður segir, að hann hafi orðið var við „kotnmúnistiska herflokka á suðurleið.“ Kanadaþiitg mun ræða Jámbrauta- MONTREAL, 26. ágúst. — Um- ræður halda enn áfram í Kan- ada um lausn iárnbrautarverk- fallsins. Hafa bæði leiðtogar verkfallsmanna og vinnuveit- enda rætt málið við kanadiska forsætisráðherrann. Verkfallið hefur staðið í 5 daga. Kanadiska þingið hefur ver- ^ ið boðað saman á skyndifund næstkomandi þriðjudag, til þess að ræða verkfallið og ástandið Kóreu. —Reuter. É V.-Þýskalandi eru nú um 10,000,000 flóttamanna öm @in og háif miij. flóffamanna hafa komið þanyað frá A-Evrépu - og 1r000 bæfast daglega í hópinn. Samþykkt sfofnun flótfamannaskrifsfofu Evrópu. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. STRASBOURG, 26. ágúst — Fulltrúar Þjóðverja á Evrópu- þinginu fóru þess í dag á leit við þingið, að það aðstoðaði vestur-þýsku stjórnarvöldin við að leýsa flóttamannavanda- mál sitt. Þingið var að ræða fram- komna tillögu um að setja á stofn evrópiska flóttamanna- skrifstofu, sem hefði það verk- efni að hjálpa þeim flóttamönn- um, sem verða fyrir pólitískum ofsóknum. Þess enn ekki dæmi... Hans Schutz, sem er fæddur í Tjekkóslóvakíu og sjálfur tal aði þar sem flóttamaður, sagði meðal annars: Framh. k bls. 2. Sjúklingar myrtir Aðalárásin mun hafa verið gerð á Taruac, fæðingarborg Carlos Romula, aðalfulltrúa Philipseyinga hjá Sameinuðu þjóðunum. Þarna voru tvær herhjúkrunarkonur og tuttugu sjúklingar drepnir, að vitað er. Árásin á borg þessá stóð yfir í átta klukkustundir, og ofbeld- ismönnunum tókst meðal ann- ars að sprengja skotfæra- geymslu í loft upp. 130 km. frá Manila. Árásarmennirnir tilheyrðu flokki hinna svokölluðu „Huk- balahaps“, sem staðið hafa fyr- ir margskonar hryðjuverkum síðan snemma á árinu 1946. Borgirnar ellefu, sem árásin var gerð á í nótt, eru á svæði um 130 km. fyrir norðan og sunnan Manila. Fregnir herma að sjúk- lingarnir og hjúkrunarkon nmar, sem drepnar voru í hersjúkrahúsinu í Tarlac, hafi verið stungnar til bana með byssustingjum. Enn barist. Auk ofangreindra árása, ber ast þær fregnir, að hinir komm únistisku ofbeldismenn hafi efnt til nýrra árása í morgun og enn sje barist á nokkrum stöð- um, meðal annars í Santa Cruz í Lagunahjeraði. í nánd \Tið þá borg hafa kommúnistarnir sprengt tvær brýr í loft upp og kveikt í fjölda bifreiða. Fregn frá borginni Naga seg- ir, að skæruliðar hafi hertekið hafnarborgina Ragay. Kommúnisfaleiððogfnn fðgliaffi slasaður RÓMABORG, 26. ágúst. Fyrir fjórum dögum lenti ítalski kom múnistaforsprakkinn Palmiro Togliatti í bifreiðaslysi. Nú hefur komið í ljós, að Togliatti hefir hryggbrotnað í slysinu. —Reuter. Dýraguðsþjénusfa LONDON — Fyrsta guðsþjón- ustan, sem haldin er einungis fyrir dýr í Norður-Englandi, fer fram næstkomandi októ- ber á skeiðvellinum í Doncast- er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.