Morgunblaðið - 30.08.1950, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.08.1950, Qupperneq 6
6 HVHlrÍJÍSdLAtHÍt Miðvikudagur 30. ágúst 1950. Börnin okkar Vandamál foretdranna. Þegar þau eru nýfædd Eftir cand. psych. Grete Janus. LILLI og mamma hans eru ný- komin heim af fæðingardeild- inni, og þeim líður báðum vel, þó að það sje sannarlega ekki tómur leikur að vera nýbökuð móðir. Snáðinn var aðeins 10 merk- ur, þegar hann fæddist, en hann er fastákveðinn í því, að stækka eins fljótt og nokkur leið er i til. Frænkur og ömmur eru skelfdar og hneykslaðar yfir því, að honum er gefið eitthvað að borða í hvert sinn sem hann grætur, og gremja þeirra er vel skiljanleg, því að það hefur verið hamrað árum saman á því við konur, hve strangar og á- kveðnar þær eigi að vera við börnin frá byrjun. Margar mæður fá samvisku- bit, ef þær taka litlu börnin sín upp, þegar það er ekki álitið bráðnauðsynlegt. Þvert á móti móðurtilfinningum hverrar konu finnst henni það vera skylda sín að láta barnið gráta, þangað til vísar klukkunnar hafa þokast þangað, sem þeir, samkvæmt bókunum, eiga að vera, þegar máltíðin hefst, og þær vilja heldur vera svefn- lausar alla nóttina af barns- gráti, heldur en að láta undan og gefa barninu að drekka. — Þeim dettur það ekki í hug, að( nýfædd börn eru mismunandi einstaklingar, alveg eins og full; orðið ekki, að sum börn þrífast best með því að fá mat þriðju hverja klukkustund, og að önnur láta sjer nægja að borða fjórða hvern tíma; að sum geta verið án þess að fá mat á nóttunni, en önnur verða að fá að borða þá, þangað til þau eru fjögurra til fimm mánaða gömul. Það er ekkert skemmtilegt, að vera rifinn upp úr hlýju rúm- inu kl. 4 eða 5 á nóttunni, það skal fúslega viðurkennt, en hvernig á litla flónið að vita, að það er nótt, og mjólkurbúðirn- ar lokaðar? Það grætur þegar það er svangt, og fyrst um sinn er það jafnsvangt, hvort sem það er nótt eða dagur. Nýtísku barnasálarfræði hef- ur sýnt, að það er mjög rangt að ætla sjer að fella tilveru allra barna í sama farið eftir áætlun, sem meira að segja hef- ur verið ákveðin áðus en þau fæddust, — og af tilliti til þjón ustuliðs fæðingardeildarinnar. Allar mæður verða að smá- fikra sig áfram, þangað til þær hafa fundið þá tilhögun, sem hæfa börnum þeirra. Það er ef til vill erfitt og meiri vinna í byrjun, en það borgar sig fyrir báða aðila. Lilli mun mjög fljótlega á- kveða sjálfur matmálstímana, sem fullnægja litla maganum hans og hann heldur áreiðan- lega fast við þá, þangað til hann er orðinn svo stór, að hann þarfnast ekki eins mikils um- stangs. Þegar að þeim tíma kemur, „sefur hann yfir sig“ og sjer sjálfur um, að tíminn á milli máltíðanna verði lengri. Smám saman fellur blessuð ró yfir fjölskylduna — og Lilli er á góðri leíð með að verða þægt og heilbrigt barn. Oi'ð um hjónabandið Það er með það eins og fugla búr. Fuglarnir, sem eru fyrir utan, eru æstir að komast inn, en þeir, sem eru fyrir innan, eru æstir að komast út. Montaigne. X brúðkaupsdaginn Brúðkaupsdagurinn er merki legur dagur í !ífi kcnunnar og þá vill liún vcra eins falleg og hægt er. Brúðarkjóllinn, sem dæturnar nota ef til vill síðar meir á sínum merkisdegi, er valinn með kostgæfni. Þessi brúðarkjóll er úr knippl ingum og blúnduefni. — Kjóll fyrir móður brúðurinnar cr úr kaffilituðu chiffonefni. Bæði brúðurin og brúðar- mærin er klæddar í organdy. Pífxirnar á kjól brúðarinnar eru apligueraðar að neðan. FLESKRÚLLETTUR. — Fáið svínakjöt, þar sem flesk og kjöt skiptist nokkurn veginn á. Skerið það í þunnar sneiðar, sláið gneiðarnar nokkrum sinnum með hnefanum, og vefjið þeim utan um kál eða einhverskonar grænmcti. Bindið utan um þær með bómullargarni og brúnið þæi í feiti á þönnu. Leggið þær síðan í eldfasta skál með loki og látið þær sjóða dálitla stund við mjög vægan hita. Kartöflumús er góð með. Og hjer er brúðarnáítkjóll- inn og sloppur úr bleiku gagn- sæu nylonefni. Náttkjóllinn er úr hvííu silki, með pífum úr sioppefninu. Grænmeti soðið í pergamentpappír ÞESSI AÐFERÐ hefir marga góða kosti, þar eð grænmetið heldur lit sínum, fullu bragði og fjörefnum, það er að segja, ef það er ekki soðið of lengi.. Einnig er á þennan hátt hægt að sjóða margar tegundir í einu og spara bæði rafmagn og uppþvott á pottum og þar að auki losnar fólk við hinn vel þekkta ilm, sem breiðist um íbúðina við venjulega suðu á grænmeti. Kaupið hút af pergamentpappír. Skiptið honum niður í hæfi- lega stór stykki fyrir grænmetið, sem á að sjóða, vætið hann, setjið grænmetið á miðju hvers stykkis og stráið ofurlitlu salti yfir. — Búið síðan til böggla, eins og sjást á myndinni og bindið vel fyrir. Látið síðan bögglana niður í pott með óflysjuðum kartöflum, sem hafa soðið rúmar 10 mínútur, en gætið þess að láta það síðast, sem þarf styttstan suðutíxna. Þvoið pappírinn, þegar hann hefir verið notaður, vefjið honum saman og geymið hann. Það má nota hann nokkrum sinnum. — Þannig er karimaðurinn, þegar hsnn fer ÞETTA er sköi'p ádeila, en hún getur verið holl lestrarefni fyr- ir vissar tegundir — af karl- mönnum. ~0_ I Vesalings maðurinn, hann þarf að fara á fund. Og það er þar að auki ekki svo langt síð- an, að hann var á síðasta fundi. Og hann segir, með djúpar hrukkur á enninu, að það sjeu mikil likindi til þe.ss, að hann verði að hanga á fundurn út ; alla vikuna. Það er aðdáunarvert að sjá, hvað hann leggur mikla vinnu fyrir framan spegilinn í að út- litið sje sem best — þegar á- stæðan er eins óánægjuleg, eins og hún nú er. Hann man eftir að láta í sig hárvatn og : Kölnarvatn líka, Það er í raun- Inni sálfræðilega rjett, að reyna að líta eins vel út og mögu- legt er. Sem sje: Það gerir mann virðulegri. og orðum manns verður betur tekið. Og begar tekið er tillit til þess, að hanrr hlýtur að vera dauðþreytt ur eftir vinnuna á skrifstofunni, hlýtur maður að dást að því, hve ljett og f jörlega hann hleyp ur niður stigann. Hann veifar á bíl, og' þýtur af stað til heimilisfangs, sem virðist eiga Htið skylt við fund- arhöld. Ljettur á fæti, eins og menntaskóladrengur, hleypur hann upp fimm þrep, með ljóm andi'eftirvæntingarsvip á and- litinu. Það er bókstaflega hjart- næmt'að sjá fólk ganga að hin- á fund um leiðinlegu skyldustörfum með svona miklum áhuga og eldmóði. Við konurnar gætum lært ýmislegt af þessu. Hann hringir þrjár stuttar hringing- ar og eina langa, cins og það væri .eitthvað leynilegt merki, eitthvað a la Ku Klux Klan, til dæmis, og þegar í stað er opn- að fyrir honum af einum af meðlimunum, íklæddum rós- rauðum náttslopp. Hún neyðir hann til að setjast í mosagræn- an sófa, sem er fyrirfram upp- tekinn af stoppuðum faangsa og svertingjabrúðu. Og nú eru all- ir stjórnarmeðlimirnir niættii’, og geta byrjað fundarstörfin með snittum, eggjum og laxi. Eitt er það, sem allir vita, og það er það að fundarhöld geta dregist mjög á langinn. Það getur verið margt vanda- málið á dagskrá Og ef menn komast ekki að neinni óyggj- andi niðurstöðu er ákveðinn annar fundur í næstu viku. Vesalings maðurinn. Þetta er ’ erfiði! Og það sjest líka á hon- ; um, ef ekki fvrr, þá að minnsta ; kosti þegar hann setur smekk- i láslykilinn í skrána heima hjá sjálfum sjer. Orð um ástina j Ástin er eins og súpa. Fyrsta skeiðin er heitust, svo smákóln- ar hún. Það er hvorki hægt að kaupa nje selja ástina. Einasti gjald- miðill hennar er — ást.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.