Morgunblaðið - 30.08.1950, Síða 14

Morgunblaðið - 30.08.1950, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. ágúst 1950 *...........Framhaldssagan 22 ................................... FRO mike Eftir Hancy og Benedicl Freedman I »Twr»it»»»,»»»»,»,»»,,»i»»,»i»»1^,llij,1>»!,»»»Mil—————MIMIII,>llllll,IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIil1111111111111'«||““>|i|||||»|1111 Nótt í Nevada Frdsögn af ævintýrum Roy Rogers 28. * ’ Ræningjarnir höfðu opnað hvern vagninn á fætur öðr- um og hleypt nautgripunum út. Og nú kom að því. Sá fyrstf opnaði hurðina að vagninum, sem Roy faldi sig í. Það var Mörður, sem fyrstur gekk inn. Skammbyssuskot reið af og Mörður fjell um koll. Það er einhver inni í þessum vagni, hrópaði Farrell til hinna ræningjanna. Komið þið allir hingað. Við verðum að vinna bug á þessum náunga. Nú var auðsjeð að Roy var ekki lengur til setunnar boð- ið í þessum vagni, enda ljetu ræningjarnir skothríðina dynja á vagninum. Það var ekki um annað að gera en að reyna að bjarga sjer á einhvern hátt. Allt í einu datt Roy ráð í hug. Eina leiðin var að reyna að komast vagn úr vagni, eftir endilangri lestinni, yfir í eimreiðina. Hann þurfti að vísu að fara í gegnum marga vagna, en í eimreiðinni gæti hann gefið lögreglumönnun- t-m merki. Þeir hlytu að vera á næstu grösum. Hið eina sem gat verið hættulegt í þessu var, ef dyrnar að vögn- unum væru læstar, svo að ekki væri hægt að komast I gegn. Dyrnar að næsta vagni voru læstar, en Roy skaut lásinn í sundur með einu skoti og var á svipstundu kominn þar inn. —• — Varið þið ykkur, hrópaði Farrell. Hann hafði tekið eft- ir Roy. — Hann reynir að komast fram í eimreiðina. Það tókst hjá Roy. Eftir skamma stund hafði hann farið eftir endilangri lestinni. Þegar hann kom inn í eimreiðina, var hann ekki lengi að grípa í eimpípustöngina. Hann ljet koma fram gamla merkið, sem Kjartan eimreiðarstjóri hafði svo oft blásið: húhú — húhú — húhú. Hljóðin í eimpípunni rufu fjallakyrrðina. Þau bergmáluðu í klettunum og Cookie og fjelagar hans í Skollaskarði skammt frá hrukku við. — Nú er mjer nóg boðið, sagði Cookie. — Við förum ekki strax heim, því að Kjartan flautaði aldrei merkið nema hann vildi tala við okkur. ^ílfhur* rno*LqunrJi&llifmx« Með því að anda hægt og reglulega, minnkuðu kvalirnar og nú sá jeg í áhyggjufull augu Mike, sem þó alltaf voru jafn blá. „Sagði Mildred þjer, hvað jeg sagði um þau?“ „Hvað, Kathy? — Hvaða stúlka?“ Hann beygði sig nið- ur að mjer, því að jeg var veik- róma. , „Jeg sagði Mildred frá aug- unum þínum. Jeg sagði: „Aug- un hans eru svo blá að það er hægt' að synda í þeim““. Jeg stundi þessum orðum upp, því að nú fann jeg aftur til kval- anna. En mjer fannst allt í einu svo mikilvægt, hvort hún hafði sagt Mike frá því. Jeg varð að fá að vita það. „Gerði hún það, Mike? Sagði hún þjer nokkurn líma frá því?“ „Já, elskan. Hún sagði mjer frá því. En vertu ekki að tala núna. Hvíldu þig. Við komum þangað rjett bráðum“. „En hvernig hugsaðir þú til mín?“ „Jeg elskaði þig, Kathy“. Jeg andvarpaði og grúfði and lit mitt í skinnin, sem jeg hafði ofan á mjer. Jeg fór að hugsa um liðna tíma........en brátt færðist höfgi yfir mig og jeg held að jeg hafi sofnað. Sleðalestin nam staðar. Jeg settist upp og leit í kringum mig. Við vorum stödd í stóru rjóðri. Fyrir framan okkur var hús og sviðin hlaða svolítið til annarar hliðarinnar. Hjer og )>ar í rjóðrinu voru vel upp- hlaðnir eldiviðarstaflar. Mike íók mig upp. Við hvert fótmál hans hristist jeg og fann til sársauka. Þegar inn kom. lagði hann mig niður. Hitabreytingin var svo mikil, að það lá við að jeg næði ekki andanum, Þarna inni var margt fólk, sem talaði í hálfum hljóðum. Einhver kvenmaður hjálpaði Mike við að klæða mig úr skinnfötunum. „Veslings barnið“, sagði hún. Jeg man eftir að jeg var sett í járnrúm og Mike mataði mig á súpu og lagðist síðan við hlið- ina á mjer. Mjer fannst það einkennilegt að hann var í öll- um fötunum og furðaði mig á því hversvegna hann kom ekki undir sængina. Þegar jeg opnaði augun var orðið bjart af degi, og Mike var farinn. Jeg settist upp með hægð til að finna, hvernig mjer liði, og mjer fannst jeg vera miklu betri. Föt mín höfðu ver- ið brotin saman og lágu á stól í herberginu. Jeg fór að klæða mig í. Þá tók jeg eftir að snerl- inum var snúið hægt og dyrn- ar opnaðar hljóðlega. Mike-leit inn. „Kathy“ kallaði hann og var kominn til mín í einu stökki. Hann var svo nálægt mjer að mjer þótti jeg eiga hlut í áhyggjum hans og ótta, — fannst það vera hluti af sjálfri mjer. „Mjer líður ágætlega", sagði jeg áður en honum vanst tími til að spyi’ja mig., Sjáðu“, sagði jeg, „það er liðið hjá, jeg er aftur orðin hress og heilbrigð“. Mike hló innilega. „Þú held- ur kannski að það hafi verið jeg sem var veikur?“ Jeg hló líka. Við hlógum bæði þarna á rúmstokknum. — 1 ánægjuhlátri yfir því að allt hafði snúist til betri vegar fyr- ir okkur. Þá fór Mike inn í herbergið við hliðina og kom að vörmu spori aftur með eitthvað sem líktist einna mest aktýgjum þeim, sem lögð eru á sleða- hunda. „Hvað er þetta?“ ..Þetta er handa þjer“, sagði Mike. Hann leit á leðurólarn- ar, sem hann hjelt á og síðan á mig. „Fjallalögregluþjónn verður að geta eitthvað í öllu, Kathy. í þessum hjeruðum, þar sem eru engir dómarar, engir skógarverðir og svo framvegis, verð jeg að koma í þeirra stað. Jeg verð lika að vera læknir“. Hann leit á mig og brosti til að fullvissa mig um það, sem hann hafði sagt. Síðan sagði hann: „Þjer hefir ekki liðið vel, Kathy. Jeg hugsa að hægra lungað hafi fallið saman. Vertu ekki svona hrædd á svipinn, elskan — því jeg hefi fengið það, sem þú þarft að fá til að laga þetta aftur“. Og hann veifaði hundaaktýgjunum. „Þetta?“ spurði jeg. „Þetta eru bönd sem eiga að halda öxlum þínum í eðlilegri stellingu. Hefurðu ekki veitt því eftirtekt hvað þú ert alltaf álút. Afleiðingin af því er sú, að loftið sem á að fara niður í lungu þín, kemst þangað aldrei“. Jeg hlýt að hafa verið vantrúuð á svip, því hann bætti við: „Þessi bönd koma í veg fyrir að þú verðir það þreytt, að þú farir að halla þjer fram á við“. „En Mike, jeg vil ekki bera þessi axlabönd“. „Þú reynir þau, er það ekki, Kathy?“ „Jæja, ef jeg get haft þau innan undir klæðnaði mínum“. „Þú getur það. Jeg hefi gert þau það mjúk, að þau særa þig ekki“. Jeg fór úr blússunni sem jeg var í og smeygði hlýrunum á undirkjólnum af öxlunum. „Þú setur þetta á mig, Mike. — Jeg skil ekki hvernig þetta á að vera“. „Haltu handleggjunum út, svo jeg geti smeygt þessu upp á þá“. Jeg gerði það. En í stað þess að smeygja böndunum upp á handleggi mína, smeygði hann sjálfum sjer milli þeirra. Hann kyssti mig á hálsinn og það leið langur tími áður en þessum faðmlögum. lauk. Jeg hvíldi mig í herbergi mínu allan daginn, en um kvöld ið kynntist jeg Howard-fjöl- skyldunni. Mike hafði mikið talað um Haward „drengina“, en sá sem var yngstur þeirra, var fimm árum eldri en jeg. Jeg fór fram í eldhús og spurði frú Howard hvort það væri ekki eitthvað sem jeg gæti gert fyrir hana. Hún varð steini lostinn og sagði að allt sem jeg gæti gert, sem að einhverju gagni kæmi væri að þvo mjer áður en jég borðaði. Svo jeg gekk að vatnsdælunni og bleyttí hendur mínar og leit síðan í krineum mig eftir handklæði. „Þarna upp á veggnum“, benti frú Howard. „Við höfum þarna rúlluhandklæði. Henry kom með það þegar hann fór suður fyrir átta árum“. — Mjer fannst ekki ólíklegt að aldrei á þeim tíma hefði verið skipt um handklæði. Það var svart af óhreinindum og rakt, og sennilega hefir ekki hvarflað að frú Howard að skipta um. Jeg tók handklæðið með tveim- ur fingrum og sneri því á stöng- inni, og leitaði að hreinum bletti, eða að minnsta kosti ein- hverjum ljósleitum kafla í því. En það virtist allt jafn skítugt. Jeg sneri því annan hring, ró- lega til að fullvissa mig um að mjer hafi ekki yfirsjest í fyrra skiptið. Og þegar jeg hafði lok- ið þvi, voru hendur mínar orðn- ar þurrar. „Mamma", kallaði einn drengjanna, „hvar er matur- inn?“ Frú Howard virtist armæðu- full. Hún hrærði í fjórum eða fimm pottum í einu, og hafði þar að auki auga með tuttugu sokkapörum sem hjengu yfir eldavjelinni. Snúran var of slök, svo að í hvert skipti, sem hún teygði sig upp í skápinn til að ná í disk, fjellu sokkarnir um andlit henni. Aðalrjettur- inn var baunir og ljet hún mig bera þær á borðið. Borðið var mjög langt og Howard piltarn- ir, húsbóndinn og Mike voru sestir við það. Allt, sem í her- berginu var, var heimasmíðað, — nema orgelið. Það var gljá- fágað og á öðrum enda þess stóð kertastjaki, sem gaf því helgiskrínssvip, en þessi fjöl- skylda leit á orgelið sem helgi- skrín. Milli hverra tveggja manna var látúns spítubakki. Menn- irnir sex veguðu sjer á stólum sínum, tuggðu tóbak og spýttu. Hugmyndin virtist vera að spýta ekki í sinn öskubakka heldur þann sem sessunautur- inn hafði. Og þeir hljóta að hafa fengið mikla æfingu í þessum leik, því ekkert fór á gólfið. Mike leit upp og deplaði til mín augunum. „Hvað fáum við að borða?“ spurði hann. „Baunir“. „Karlmennirnir stundu allir í einu „mamma“ og herra Howard kallaði fram í eldhús- ið: „Eru baunir aftur?“ aiiai*MIJIIIIIIIIIIIIIf|||||HlllliaU*MlllllllllUlllll«IIMMMH - a | Klukkan í Auglýsingar, sem birtast eiga í | sunnudagsblaði i í sumar, þurfa að vera kommar fyrir (klukkan 6 | á föstudögum. SigurSur Reynir Pjetursson málflutningsskrifstofa Laugaveg 10. — Sííni 80332, Hún: —■ Það stendur í blaðimi að hattar geri menn gráhærða og sköll- ótta. Hann: — Já, hattar, silkisokkar og pelsar. ★ — Hvar fjekkstu þennan svarta hatt? — Jeg keypti hann fyrir 10 árum. Fyrir sjö árum ljet jeg hreinsa hann og pressa. Fyrir þremur órum ljet jeg lita hann svartan. 1 hitteðfyrra setti jeg á hann nýtt band. 1 vikunni sem leið hafði jeg hattaskipti á veit- ingahúsi. _ ★ , Tveir Skotar veðjuðu um það, hvor þeirra gæti verið lengur í kafi. Veðmálið var fimm shillingar. Þeir drukknuðu báðir. ★ Hún: — Við .mnurnar berum þján ingar okkar með þögn. Hann: —■ Já, jeg hefi tekið eftir því, að þið þjáist þegar þið verðið að þegja. ★ — Hansen vinur okkar eyðir óhemju fje í fatakaup á hverju ári. — Ekki sjer það á honum. —• Nei, en það sjer á konunni hans. ★ — 1 gær munaði litlu að jeg eign- aðist nýjan Ford-uíl. — Nú hvemig stóð á því? — Þegar jeg kom út stóð bíllinn fyrir framan húsið hjá mjer. Jeg þekkti eigandann og sagði við hami- — Viltu gefa mjer bílinn? — Og þú skilur, ef hann hefði sagt já, í stað þess að segja nei, þá ætti jeg bílinn, ★ Ungur læknir segir við vin sinn rithöfundinn: — Þú þyrftir að fá þjer samastað, þar sem enginn truflar þig. Rithöfundurinn: — Já, alveg rjett, Geturðu ekki lánað mjer biðstofuna þina? ★ Stjórnmálamaður var að fara á um ■ ræðufund, er hann var stöðvaður aí einum stuðningsmanni sínum. — Hvernig hugsið þjer að leysist úr stjórnarkreppunni, sem nú er? spurði stuðningsmaðurinn. — Ekki ónáða mig núna, svaraðí stjómmálamaðurinn. Jeg á að fara að halda ræðu, og það er enginn tími til þess að hugsa neitt. ★ Blaðamaður kom inn á ritstjómar-i skrifstofuna. „Jæja“ sagði ritstjórinn. „Hvað sagði ráðherrann?" — Ekkert, svaraði blaðamaðurinn, — Skrifaðu eins og hálfan dálk um þáð. ★ Sonurinn: — Hvað er hamingjaj pabbi? Faðirinn: — Hamingja, drenguí minn, sagði faðirinn, er það hugar- ástand, sem nágrannamir komist t. þegar illa gengur fyrir okkur, ★ Húsbóndinn: — Jeg ætla bara að láta þig vita það, Soffía, að þrír fjórðu hlutar af launum minum fara í föt handa þjer. Eiginkonan: — Hamingjan góða; hvað gerir þú pá við það sem eftir er. * ★ Lísa litla fjekk að fara á æskú- lýðstólileikana með eldri systur sinni, Allt í einu tekur hún klút sinn og hnýtir hnút á hann. — Hversvegna gerir þú þetta?, spurði systir hennar. —- Til þess að muna þetta fallega lag, þegar jeg kem heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.