Morgunblaðið - 03.09.1950, Síða 1
37. árganguf
201. tbl. — Sunnudagur 3. september 1950.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Uppspuni frá rófum
VÍNARBORG, 2. sept. — Ernest
Davies, aðstoðarutamíkisráð-
herra Breta, sem nú er stadd-
ur hjer í Vínarborg, lýsti yfir
í dag', að fullviðing kommún-
ista um, að hann væri að reyna
að stofna til bandalags ítala,
Grikkja, Júgóslava og Austur-
ríkismanna, væri „uppspuni frá
rótum“
Þessi áróður kommúnista,
sagði Davies við frjettamenn í
dag', sýnir, að þeir eru farnir
að gera sjer ljóst, að vestrænu
lýðræðisþjóðirnar verða nú öfl-
ugri með hverjum deginum sem
Ííður. — Reuter.
Konur í rússneskum þræla-
búðum smygla brjefum fil æff-
ingja sinna í Þýskalandi
Þusundum þýskra kvenna haldiö árum saman í
þrælabúðum Rússa við hörmulegan aðbúnað
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
P.ERLÍN. 2. september. — Vestur-þýska dagblaðið ,,Stadtblatt“
skýrir frá því í dag', að þýskum konum, sem nú eru fangar í
Rússiandi, hafi tekist að slmygla brjefum til ættingja sinna í
Þýskalandi *með því að fela þau í hrísgrjónapokum.
Hjer sjást amerískir hermenn á Kóreuvígstöðvunum með
i’.ýja gerð af skriðdrekabyssum, svonefnda ,,bazooka“. Þetta cr
pokkurs konar rakettubyssa með 3,5 tommu hlaupvídd. Kúlan
ei 23 tommu löng og vegur 8 pund og vinnur á 11 tommu
þykku stáli.
Norðurlöndin búast til
styrjaldar við Rússland
- — eða svo segir málgagn rússneska hersins
MOSKVU — Blaðið Raiiða stjarnan í Moskvu, sem er mál-
gagn hersins, birti fyrir skömmu grein, þar sem segir að
Skandinavíuríkin búist til styrjaldar við Rússland og njóti þau
aðstoðar Bandaríkjanna. í langri ritstjórnargrein sakar blaðið
norska æskumenn um, að þeir fái herþjálfun undir eftirliti
Bandaríkjamanna.
SOKINi KOIMIVKJIMISTA í
KÓREt ÁRAIMGtRSLÍTIL
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TÓKIÓ, 2. ágúst. —. Harðvítugar orustur geisa enn í Kóreu,
en þó hefir sókn kommúmsta, sem þeir hófu í fyrrakvöld, lin-
ast. Litlar breytingar hafa orðið á vígstöðunni í nótt. Á suður-
vígstöðvunum hafa lýðveldisherirnir unnið aftur mest það land
sem þeir misstu í hendur kommúnistum í upphafi sóknarinnar.
Togstreitan um Eystrasalt
Gagnrýni hefir mjög gætt
í rússneskum blöðum á ríkis-
stjórnir Norðurlandanna að und
anförnu. Hafa þau, einkum þó
Svíþjóð, andmæít rýmkun rúss
nesku landhelginnar í 12 mílur
á Eystrasalti svo og því, að
Rússar hafa æ ofan í æ tekið
skip þessara ríkja, farið með
þau til hafnar og haldið þeirn
svo vikum skiptir, og það án
þess þau brytu nokkuð af sjer.
Komið hafa raddir fram um það
í Rússlandi, að Eystrasaltinu
ýrði lokað herskipum annarra
landa en þeirra, sem að hafinu
liggja.
Óboðnir gestir
Þá gat Rauða stjarnan þess,
að vafasamir bandarískir gest-
ir kæmu fyrirvaralaust til
Noregs og nefndi nöfn herfor-
ingja og aðmírála því til sönn-
unar.
Danir ætla í stríð við Rússa
Danir eru líka að búa sig und
ir styrjöld með aðstoð Banda-
ríkjamanna----Það segir Rauða
stjarnan að minnsta kosti.
Slærðfræðingarnir hafa
svo mikið að gera
CAMBRIDGE, Massachusetts,
2. sept.: —- Um þessar mundir
stendur yfir þing stærðfræðinga
við Harvardháskólann, það
fyrsta síðan 1936. Sækja það
um 2000 fulltrúar frá mörgum
löndum heims. Enginn er þó
frá Rússlandi, þar sem þaðan
kom boð um, að stærðfræðing-
ar landsins mættu ekki vera að
því að sækja þingið. Er svar
þeirra svipað og vant er, þeg-
ar þeim er boðið að sitja þing
vísindamanna utan rússneská
yfk'ráðasvæðisins.
Orustur við Pohan
Þá hafa aftur hafist bardagar
á Pohang-svæðinu, sækja sunn
anmenn þar fram. Talið er, að
kommúnistar hafi misst 3000
manns í sókn sinni á suður-víg
stöðvunum. Tefldu þeir þar
fram 50 þús. manna liði í sókn-
inni, en höfðu auk þess mikið
varalið til taks.
Stuðningur flughersins
Á Naktong-svæðinu hafa
sunnanmenn hafið gagnáhlaup
og orðið nokkuð ágengt. — Til
stuðnings landhernum í gagn-
áhlaupunum hefir verið beitt
400 flugvjelum, bæði sprengi-
flugvjelum og orustuflugum. Þá
vörpuðu flugvirki Bandaríkja-
manna niður 400 smál. af
sprengjum í seinustu árásum
sínum.
Grísk herdeild
til Kóreu
AÞENA, 2. sept.: — Gríski her-
málaráðherrann tilkynnti í dag,
að Grikkir mundu senda her-
deild til liðs við Sameinuðu
þjóðirnar í Koreu.
Ráðherrann skýrði svo frá, að
enn væri óráðið, hvort sendir
yrðu hermenn úr fastaher
Grikkja, eða boð látið ganga út
um sjálfboðaliða til fararinn-
ar. — Reuter.
"®Hjálparbeiðnir
Verkamenn i verksmiðju
einni í Austur-Berlín opnuðu
nýlega hrísgrjónapoka, sem bor
ist höfðu til verksmiðjunnar frá
Rússlandi. í pokunum fundu
þeir hjálparbeiðnir frá þýskum
konum, ,,sem nú er haldið í rúss
neskum fangelsum“.
í brjefunum er lýst aðbún- (
aði kvennanna í þrælafanga-
búðum Sovjetríkjanna. „Við
erum nokkrar þúsundir í ein.
um þrælabúðum. Vopnaðar
rússneskar konur og ungir
nýliðar gæta okkar og hafa
kvalið okkur og pínt árum'
saman“, segir í einu brjef-
inu.
í brjefunum er einnig
kvartað yfir matvælaskorti,
misþyrmingum og sjúkdóm-
um. „Undanfarin ár hafa
meir en 1,000 fangar í þræla-.
búðum okkar látið lífið af
þessum ástæðum“, skrifar
ung stúlka.
Ur Rauða krossinum
Meðal þeirra, sem brjefin
rita. eru konur úr þýska
Rauða krossinum og þýska
hernum sem var. Fjölskyldur
þeirra hafa ekki heyrt frá þeim
árum sanian.
Enn jarðskjálfti
í Assam
LONDON, 2. sept. — Jarð-
skjálftakippa varð vart i Assam
í gærkveldi og snemma í morg-
un. Voru þeir snarpastir í norð
austur hluta landsins, þar sem
jarðskjálftinn mikli varð fyrir
tveimur vikum síðan,—Reuter.
Fullirúi Rússa í SvíþjóÖ
íekur myndir af
| bannsvæði
* STOKKHÓLMI: — Svíar hafa
vítt rússneska sendifulltrúann
í Svíþjóð fyrir að hafa óhlýðn-
ast þeim reglum, sem útlend-
ingum eru settar. Fulltrúinn
var á viku ferðalagi ásamt
nokkrum starfsmönnum sendi-
ráðsins í Stokkhólmi. Sigldu
ferðalangarnir þá um- svæði,
sem bannað er að fara um.
Utanríkisráðuneyti Svía
skýrir frá þvi, að sjónarvottar
fullyrði, að Rússarnir hafi tek-
ið myndir af bannsvæðinu, en
því neita þeir og' neita ennfrem-
ur að sýna þær myndir, sem
þeir tóku í ferðinni.
Kommúnistar í A. jjsýska-
Eandi lýsa eftir 200,000
nýjum áróðursmönnum
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BERLÍN, 2. september. —- Hermann Axen, áróðursstjóri komm-
únista í Austur-Þýskalandi, boðaði í dag, að hafnar yrðu „stór-
kostlegar aðgerðir“, til þess að afla flokknum 200,000 áróðurs-
manna á rússneska hernámssvæðinu.
Skipi náð upp
HAMBORG. — Flakinu af þýska
farþegaskipinu Hamborg, sem
i eitt sinn var forystuskip Ham-
borg-Ameríku skipafjelagsins,
, hefur verið náð af sjávarbotni,
j en það sökk í Eystrasalti. Rúss-
ar láta ger« við skipið í Rotter-
dam.
11 lönd bjóðasttilaðfaka
á mófi þýskum ræðis-
mönnum
BONN' 2. sept.: — Skýrt var
frá því hjer í dag, að 11 lönd
hefðu fallist á þá tillögu vest-
ur-þýsku stjórnarinnar, að hún
setji á stofn ræðismannsskrif-
stofur í þeim.
Lönd þessi eru: Ástralía,
Belgía, Danmörk, Grikkland,
I Holland, Ítalía, Kanada, Lux-
: emburg, Svissland. Suður-Af-
ríka og Tyrkland. — Reuter.
í grein, sem Axen birti í dag
í „Neues Deutschland“, aðal-
málgagni kommúnista, gagnrýn
ir Herr Axen harðlega áróðurs-
vjel flokksins og kvartar undan
því, að aðeins um 5 prós. flokks
meðlimanna reki nokkurn áróð
ur.
Áróðursstjórnin skipar hjer-
aðsstjórnum kommúnista að
taka á kosningunum n. k. októ-
ber með fullri festu.
NEW YORK — Annað aðal verka
lýðsfjelag Bandaríkjanna hefur
opinberlega lýst yfir þeirri skoð-
un sinni, að Stokkhólmsávarp
kommúnista sje falsplagg, sem
einungis eigi að blekkja almenn-
ing.
12 síður og Lesbók
Frá Kóreuvígslöðvunum
'f.