Morgunblaðið - 03.09.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. sept. 1950
MORGUXBLAÐIÐ
6
Á finnskrl foldu
Frá aðalfundi norrænna búvísindamanna
'Á finnskri foldu. I.
í FEBRÚAR 1918 kom sænskur
Ibúnaðarfrömuður, ríkisráðu-
nautur A. Elofson fram með þá
hugmynd, að þeir fræðimenn á
Norðurlöndum, er fengust við
rannsóknir á sviði landbúnað-
arins, mynduðu með sjer fje-
Jagsskap til þess að styrkja störf
6Ín.
Dagana 18.—20. mars 1918
Var haldinn fundur í Stokk-
friólmi, til þess að ræða þessa
friugmynd, er leiddi til þess, að
fjelagið var stofnað á öðrum
fundi í Malmey 6. ágúst sama
ér, — fjelagið Nordiske Jord-
foruksforskeres Forening.
Að stofnuninni stóðu þá
menn frá Danmörku, Noregi og
Svíþjóð. Fjelag þetta, sem í
daglegu tali er nefnt NJF, hefir
'dafnað vel og fært út kvíarn-
ar. Deildir þess eru nú á Norð-
Urlöndunum öllum 5, því að
brátt bættist við deild í Finn-
Jandi og síðar deild hjer á landi.
Auk þess starfar NJF í níu
fagdeildum sem nú eru þess-
ar:
1. Jarðvegsfræðideild.
2. Jurtaræktardeild.
, 3. Garðyrkjudeild.
4. Jurtasjúkdómadeild.
ð. Búfjárræítardeild.
6. Grasræktardeild.
7. Búvjela- og bygginga-
deild (býnaðartækni).
8. Ræktunartækni og
9. Búnaðarhagfræðideild.
NJF gefur út tímaritið Nord-
Ssk Jordbruksforskning,. — í
sambandi við það hefir fjelagið
íengst af gefið út árlegar skrár
yfir búfræðirit, sem út eru gef-
Sn á Norðurlöndum og merk-
ustu tímaritagreinar um bú-
fræði.
Þing 3. hvert ár
Þriðja hvert ár efnir NJF til
Sameiginlegs búnaðarþings fvr-
ir Norðurlönd. Hafa þau verið
haldin í löndunum til skiptis,
nema hjer á íslandi.
Á stríðsárunum lá starfsemi
NJF niðri að mestu, að því er
varðaði mannfundi og útgáfu-
Etarfsemi. En það er jafnframt
ópinbert leyndarmál, að mikl-
Sr þræðir lágu þá á milli NJF
roanna í löndunum fjórum á
meginlandinu, til styrktar bjarg
ráðum þessara þjóða.
Að stríðinu loknu var NJF
foúnaðarþing háð í Oslo 1947.
Þá var ákveðið að næsta þing
Iskyldi háð í Helsingfors 1950.
NJF-þingin hafa alltaf ver-
Ið fjölmenn og all-mikill við-
fourður í því landi, þar sem
þau hafa verið haldin. Gest-
risni Finna og myndarskapur,
er þeir þurfa og vilja gera garð
sinn frægan, er alkunnur. Svo
yarð einnig í þetta sinn.
j»ingið í sumar
í NJF eru nú um 1350 fje-
itagsmenn, og á 8. þingi NJF,
sem háð Var í Helsingfors 26.
30. júní í ár, rnættu nær 700
tnenn og konur.
Auk Finnanna, sem auðvitað
voru fjölmennastir, að þessu
sinni, voru um 160 frá Svíþjóð,
110 frá Danmörku, 90 frá Nor
egi og 2 frá íslandi.
Hjer segi jeg- ofurlítið frá
þessu þingi NJF og ýmsu sem
fyrir augu og eyru bar á
finnskri foldu, dagana, sem við
hjónin dvöldum þar. íslensku
þátttakendurnir voru því mið
ur ekki aðrir en við að þessu
Einni. Oftast hefir verið eitt-
I
Helsingfors í sumar
Prófessor Virtanen skýrir frá búskap sínum. Maðurinn með
húfuna er Karsten Ivarsen tilraunastjóri í Askov, en við hlið
lians er Englund búnaðarsjerfræðingur ameríska sendiráðsins
í Stokkhólmi.
íslenskir þátttakendur, kom
hann brosandi til móts við okk-
ur og spurði, hvort við þekktum
Gunnar borgarstjóra í Reykja-
vík og „frú Vala“, og bar nöfn-
in vel og rjett fram, — ,,og svo
Guðmundur Ásbjörnsson?“ —
Var þá skammt um liðið að
Guðmundur hafði verið í.Hels-
ingfors í tilefni af 400 ára af-
mæli borgarinnar.
Eins og venja er til var einu
kvöldi varið til þingsamsætis á
kostnað þeirra er það sóttu, var
þá fullsetinn stærsti og glæsi-
legasti samkomustaður borgar-
innar Fiskartorpet og margt vel
mælt þá um kvöldið.
Allar voru samkomur þessar
hinar ánægjulegustu, átti það
vafalaust sinn þátt í því, að
kvenþjóðin var óvenju fjölmenn
og vel mennt á þinginu, alls
um 190 konur.
hvað betur að verið frá hendi
Islandsdeildarinnar, en nú var
um langan veg að sækja og urðu
ekki fleiri til fararinnar.
Það er mikið í fang færst að
taka á móti 700 gestum og
skipa öllu varðandi fundahöld
í hinum 9 fagdeildum NJF, svo
að vel fari. Forráðamenn
finnsku deildarinnar leystu það
allt af hendi með hinni mestu
prýði. Undirbúningurinn varð
hinn besti svo að engu skeik-
aði í framkvæmdinni. Hefir á-
valt verið virðulegur blær yf-
ir búnaðarþingum NJF, en þó
aldrei sem nú í Helsingfors.
Þingsetningin
Fundahöld fóru öll fram í
háskólanum og í skógarhöllinni
(Forsthuset) sem er mikil og
glæsileg bygging. Þar var skrif
stofa og miðstöð þingsins.
Þingið var sett í hátíðasal há-
skólans, með mikilli viðhöfn.
Við þá athöfn voru meðal ann-
ars til staðar: Forseti Finn-
lánds, Paasikivi, Kekkonen for-
sætisráðh., Taavi Vilhula, land-
búnaðarráðh, Langfors, rektor
háskólans og Rydman, aðalborg
arstjóri Helsingforsborgar, en
prófessor T. Haapanen stjórn-
aði útvarpshljómsveitinni, er
ljek á milli þess sem ávörp
vortí flutt.
Formaður finnsku deildarinn
ar, próf. Valle, bauð gestina
velkomna. Hann minntist þess
að 21 ár væri liðið síðan NJF
þing var haldið í Helsingfors
(á því þingi flutti Sig. Sigurðs-
son heitinn búnaðarmálastjóri,
erindi um búskap á íslandi) og
benti á það, að NJF væri að
árum jafn gamalt sjálfstæði
Finnlands.
Hann benti ítarlega á að
bændaþjóðin finnska kynni
að meta störf og afrek bún-
aðarrannsókna og fræði-
mennsku, því að fátt hefði orð-
ið sjálfstæði Finnlands og lýð-
ræði til meiri happa, en hin
mikla framþróun búnaðarins,
er svo mjög styddist við þau
fræði öll.
Hann fagnaði frumherjunum
tveimur, sem þarna voru mætt-
ir, föður NJF, dr. A. Elofson og
E. Lunding forstjóra, Danan
um, sem hefir verið fram-
kvæmdastjóri NJF frá stofnun
þess og þangað til í fyrra, er
Sviinn próf. R. Torssell tók við
þeim vanda.
Þriðja frumherjanum, Norð-
manninum próf,-E. Korsmo, sem
ekki var mættur, var sent
kveðjuskeyti.
Þá fluttu þeir kveðjur, for-
sætisráðherra Kekkonen og dr.
Elofson og loks flutti K. J.
Ellilá, búnaðarmálastjóri land-
búnaðarráðuneytisins, erindi
um landbúnað Finna eftir stríð
ið, þróunarhorfur hans og
möguleika.
Mun jeg víkja síðar að ýmsu
er hann skýrði frá.
Er athöfn þessari lauk og
forsetinn heilsaði miðstjórnar-
mönnum NJF, og ýmsum öðr
um og ræddi við, fór mjer svo
að mjer fannst jeg hafa sjeð
þennan mann áður og rætt við
hann. Síðar komst jeg að raun
um, að þetta var ekki hugar-
burður minn. Er NJF þing var
háð í Uppsölum 1938, var
Paasikivi sendiherra Finna í
Sviþjóð og tók virkan þátt í
þinginu. Þannig var sú gáta
ráðin.
Margháttuð kynning
Nær 80 fyrirlestrar voru
fluttir á þessu þingi. — Varð
því hver og einn að halda sig
við það fræðilega heygarðs-
horn sem honurn þótti fýsileg-
ast, því enginn mátti öllu sinna,
enda alls ekki til þess ætlast.
En Finnarnir viðurkenna fylli
lega þau fornu sannindi, að
maðurinn lifir ekki á brauði
einu saman' og breyttu eftir
því. Enda er það góð NJF-
regla að meta fyrirlestra og
opinberar umræður um fræði-
leg efni mikils, en kynnin
manna á milli og viðræður met-
um vjer engu minna. Er marg-
reynt að sá þáttur samvinn-
unnar á sviði búvísindanna hef
ir miklu góðu til leiðar komið á
Norðurlöndum.
Jafnframt fundarhöldum og
fyrirlestrum Var efnt til mann-
fagnaðar meira og betur en áð-
ur hefir verið á þessum þing-
um og hefir þó oft vel verið.
Einn daginn bauð landbúnaðar-
ráðherra til samdrykkju, og
öðru sinni hafði Rydman borg-
arstjóri boð inni fyrir alla er-
lenda gesti og margt hinna
finnsku þinggesta. Er hann
varð þess var, að þarna voru
í heimsókn hjá Virtanen
Loks hófu Finnar þá ný-
breytni að ýmsir kunnustu bún
aðarfræðimenn þeirra buðu
þinggestum heim til sín í flokk
um og völdu sjer þá gesti að
miklu leyti eftir hugðarefnum.
Eitt slíkt heimboð var hjá próf.
Virtanen, efnafræðingnum
mikla og Nobelsverðlaunamann
inum, á búi hans Joensuu,
skammt frá Helsingsfors.
Það er allstórt býli á finnska
vísu, en um útihús, vjelakost og
þess háttar ekki neitt fram úr
meðal hófi, enda ekki að því
stefnt.
En þarna reynir og fram-
kvæmir' próf. Virtanen, sem
margir kannast við frá komu
hans hingað til lands 1948,
kenningar sínar varðandi köfn-
unarefnissvinnslu á hverju búi.
Síðustu 17 árin hefir ekki
verið notaður neinn aðkeyptur
fóðurbætir á búi þessu og eng-
inn tilbúinn köfnunarefnisá-
burður, og yfirleitt enginn til-
búinn áburður nema lítið eitt
af forfórsýruáburði. Smárinn
ög bakteríurnar sjá fyrir köfn-
unarefninu. Kornuppskeran á
búinu* hefir þó nærri tvöfald-
ast á þessum árum, svo að ekki
hefir ræktunin gengið úr sjer,
enda sýndu túnin það glögg-
lega. Smáragróður, verkaður
sem vothey — með aðferð Vir-
tanens — AÍV aðferðinni, er
það eggjahvítukjarnfóður, sem
þarna er notað og dugir vel því
að nythæð kúnna og mjólkur-
gæði eru með ágætum, svo að
óvíða er betur hjá finnskum
bændum, en finnsk nautgripa
rækt og mjólkurframleiðsla er
kunn að magni og gæðum.
Heimsóknin hjá Virtanen var
bæði fróðleg og hin ánægjuleg-
asta.
Á meðal þeirra, sem þar var
ákafastur að spyrja og rita
vasabók sína, var dr. Englund,
búnaðarsjerfræðingur ameríska
sendiráðsins í Stokkhólmi, hann
var ótrúlega víða viðlátinn og
oftast með myndavjelina eða
vasabókina á lofti. Jeg hafði
mætt honum áður á ferðalagi í
Noregi, þá spurði hann margs
frá íslandi og í ljós kom að
hann þekkti Björn Björnsson
frá Minneapolis og þá bræður,
syni Gunnars Björnssonar.
Landbúnaði sýnd
mikil virðing
Mjer hefir orðið tíðrætt unr*
setningu og mannfagnaðar-
fundi búnaðarþingsins. Var þaíí
þá aðalatriðið? Nei, því íer
fjarri, en því verða mjer mót~
tökur Finnanna og þessi hlHS
þingsins minnisstæð, að þar tel
jeg komi í ljós það sem vjer
megum mikið af læra, íslend-
ingar. Það er virðing sú, sem
landbúnaðinum er sýnd og þeim
frömuðum hans er’ mest leggja
til málanna með rannsóknum
og fræðimennsku. Það var auf>
sjeð á öllu, að Finnar töldu sjer
það vegsauka að NJF þingiO
var háð í Helsingfors og afl
æðstu menn lands og borgar
vildu að það sæist og skildist
að þjóð þeirra er bændaþjóð að
uppruna. Að þar er flest aH
jörðu komið er þjóðinni fram-
fleytir og að það er þjóðinni
allri heiður, sem hátt ber k
sviðið búnaðar, bæði í viðburð-
um og framkvæmdum. Þar i
landi ríkir ekkert kæruleysi um
það sem fram fer í búnaðarmál
irni, öðru er ekki meiri gaum-
ur gefinn. Þannig er þetta rauiv
ar um öll Norðurlönd, allt eðru
vísi en hjer á hólmanum. Öss
verður flest meira í munni hel<J
ur en hornsteinahleðslur á sviði
búnaðarins.
Oss hættir svo ótrúlega mik-
ið til að hampa skrumi og skýja
borgavaðli, en vanmeta hina
kyrrláta þekkingu og störf, er
grunninn byggja. Oft mun þetta
frekar vera af fákænsku og
skilningsskorti heldur en af ill-
um vilja, en afleiðingarnar
leyna sjer ekki: rislágur land-
búnaður er nýtur sín hvorki a<5
sjálfsvirðingu nje þjóðaráliti og
jafnvel minnst þár sem og þeg-
ar mest á ríður.
m kaupum
Silf urgripi,
Listiuuni,
Brotasilfur.
Gull.
Jön Sípunílsson
Skertjripaverrtun
Laugaveg 8.
GUFUPRESSUN
KE^ISK HREINSUN
I
Hús og íbúðir
| til sölu af ýmsum stærðum og
s gerðum. Eignaskipti oft mögu-
! leg.
: Harnldur GuðmundwoD
lögg. fasteignasali
| Hafnarstræti 15. Símar 5415 og
i 5414 heima.
Eggert Cíaessec
Gústaf A. SveinssoB
hasetarjettarlögmeœ r
Oddíelloshúsið. Sixni 1171
Ailskonar lögfrseðistðrf