Morgunblaðið - 03.09.1950, Síða 3

Morgunblaðið - 03.09.1950, Síða 3
Sunnudagur 3. sept. 1950 MORGUNBLAÐIÐ 3 Kvíðvænlegar horfur um framtíð Sameinuðu þjóðanna og friðarmálanna í heiminum THOR THORS sendiherra er nú á förum vestur um haf. Hann kom hingað ásamt fjölskyldu sinni, frú Ágústu, Margrjeti dóttur þeirra og Thor yngri fyrir tæplega mánuði, en Ing- ólfur sonur þeirra kom ekki rfieð að þessu sinni. En hann Var í fyrrasumar háseti á ,,Tröllafossi“ og Lagarfossi. Þau eru farin fyrir nokkru áleiðis heim en sendiherrann fer flu^- leiðis á morgun til Bandaríkj- anna. Thor sat hjer fundi utan- ríkisráðherra Norðurlanda. Er fundunum var lokið fjekk jeg tækifæri til að ræða við hann um heimkomu hans til íslands að þessu sinni og þau verkefni, sem bíða hans er vest- ur kemur. Bar vmislegt á góma í því sambandi, sem að líkum lætur er rætt er við þann full- trúa okkar á erlendum vett- vangi, sem einr.a mest og best hefir fylgst með samstarfi okk- ar við aðrar þjóðir með setu sinni á þingum Sameinuðu þjóð anna, í samtökum Atlantshafs- ríkjanna og Sem hefir um 10 ára skeið verið fulltrúi ís- lands hjá þeirri stórþjóð, sem við höfum haft svo mikil skifti við, fyrst í styrjöldinni, en síð- an í sambandi við efnahagssam vinnu Atlantshafsríkjanna, sem allir ættu að vita hve þýðing- armikil hefir verið fyrir okkar þjóð. Gleðilegar framfarir. ,.Þó að maður hafi aidz'ei far- ið frá Islandi í hugahum, af því að viðfangsefnin sem upnið hef- ir verið að eru að mestu leyti íslensk og stöðugt hefir verið reynt að starfa fyrir íslenska hagsmuni, þá fer ekki hjá því, að eftir þriggia ára fjai’veru taki maður eftir hversu stór- kostlegar breytingar hafa átt sjer stað og hve framfarirnar eru miklar“, segir Thor Thors sendiherra. „í Reykjavík. þar sem jeg er fæddur og uppalinn og þekkti svo að segja hvern krók og kima, í gamla daga, eru nú ris- in ’upp ný, og glæsileg hverfi, þar sem jeg rata varla. Það er mjög ánæejulegt að sjá hve fallegum íbúðarhúsum hefir fjölgað og hversu bærinn tekur á sig feeurra og fegu.rra útlit, með hverju ári sem liður. Þó að jeg hafi dvalið í stórbofg erlendis lengi, voiti jeg því eft- irtekt hve bílaumferðin í Reykjavík er orðin stórkostleg, svo að bílaraðirnar á götum Reykjavíkur minna einna helst á það sem á sjer stað í New York. En það er ekki aðeins í Reykjavík, sem miklar breyt- ingar hafa orðið, heldur og hvar, sem farið er um landið, Ræktuninni hefir fleygt fram stórkostlega og vistleg hús hafa risið upp á flestum bæjum, þar sem áður voru litlir torfbæir. Vonandi fáiim við í framtíð- , inni risið undir þessum ævin- týralegu og öru kiarabótum og getum haldið áfram á framfar- anna braut. Bjargföst trú á framtíð þjóðarinnar. „Það eru að vísu alvariegar hóffur í atvinnumálum þjóðar- innar eins og er og erfitt er að sjá hvernig unt tr að ráða fram úr þeim. En jeg hefi þá bjargfösíu trú, að skynsemi, dugnaður og Rætt við Thor Thors sendiherra varlegir tímar geta verið í vændum. um viðhorf heima og erlendis Varnarráðstafanir, ef voðinn dynur yfir 'i ) 1 Thor Thors, sendiherra seigla þjóðarinnar, muni leysa að sækja verulegan hluta okk þann vanda. Ástandið er ískyggilegt vegna þess verðfalls. sem orðið hefir á aðalframleiðsluvöru okkar. fisk inum. En við verðum að skilja, að heimsmarkaðurinn er háð- ur verðsveiflum og breyting- um og hegða okkur eftir því. Við höfum byggt meiri og meiri vonir á síldveiðunum, en þegar þær bregðast ár eftir ár er bersýnilegt. að grípa verður til nýrra ráða. * Það er augljóst mál að okk- ar atvinn.ulíf er of einþætt, en landið á auðlegð. sem enn hefir ekki verið könnuð nema að litlu leyti. Vísindalegar rannsóknir munu færa okkur heim sannin um það. En eitt er vísh að fleira fólk þarf að sinna londbúnaðinum en nú er gert Londbúnaðurinn er sá trausti grundvöllur, sem byggja verður á afkomu þjóðar innar. Þjóðin öll og einkum unga fólkið má ekki missa sjón- ir af þessari nauðsyn. Margvísleg viðfangsefni er vestur kemur. Þannig horfa viðfangsefnin við hjer heima fyrir Thor Thors, en er jeg spyr hann hvaða störf bíði hans fyrst og fremst er vestur kemur, eftir sumarleyfið heima, segir hann: „Eins og kunnugt er er mið- stöð efnahagssamvinnu Atlants hafsþjóðanna.^eða það, sem í daglegu tali er kallað Marshall hjálp, í Washington. Ýms vandamál í þvi sambandi eru ævinlega helstu. viðfangsefni sendiráðs íslands. Að sjálfsögðu eru altaf mörg almenn mál, sem afgreiða þarf í viðskiftum þjóða, sem tengst hafa jafn nán um böndum og Bandaríkin og ísland hafa gert á undanförnum 10 árum. „Það er svo, að við þurfum ar nauðsynja til Bandarikjanna og við njótum einnig þeirra fjár hagslegu aðstoðar, sem Banda- ríkjamenn veita öðrum frjáls- um Evrópuþjóðum. Aðstoð, er hefir orðið okkur ómetanleg. Sú hjálp var boðin fram af frjálsum vilja og á að nokkru leyti að endurgreiðast. Þess vegna þykir mjer það undar lcgt er jeg heyri í þessu sam- bandi minnst á sníkjur. Sann leikurinn er sá, að ef við hefð um ekki notið þessarar að- stoðar, þá værum við nú í dag nauðbeygðir til að leita svo víðtækrar hjálpar erlend is til að forða almennum skorti og vandræðum, að því mætti líkja við sníkjur. Fundur Atlansthafsþjóða og S. Þ. „Dagleg störf sendiráðsins í Washington voru annafrekust á stríðsárunum. En alltaf er nóg að starfa enn og utn margt að hugsa. En jeg hefi engu að kviða, að verkefnin bíði óleyst, eftir að jeg komi vestur, því að jeg veit, að hið duglega starfs- fólk sendiráðsins hefir sjeð fyr- ir því öllu. Mjer mun líka gefast skamm ur tími til starfa í sendiráðinu er vestur kemur, því þann 15. þessa mánaðar hefst fundur í aðalráði Atlantshafsbandalags- ins og þar mun'jeg mæta með Bjarna Benediktssyni, utanríkis ráðherra. Síðan hefst allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 19. þ. m. og ef að líkindum lætur mun það standa yfir allt að þrjá mánuði. — Þó getur hugsast að nú í ár verði þingið með skemmra móti, ef svo skyldi fara, að Ráðstjórnarríkin sæktu ekki þingið, eða fulltrú- ar þeirra vikju af fundi. Á þessu þingi mun mæta með mjer nýr íslenskur fulltrúi, Jónatan Hallvarðsson, hæsta- rjettardómari, og veit jeg að hann mun taka á vandamálun- um með góðri dómgreind og af ábyrgðartilfinningu. Getur orðið örlagríkt allsherjarþing „Þetta þing getur orðið hið ör lagaríkasta í sögu samtaka S.Þ. Mæti Ráðstjórnarríkin á þingi er það víst, að deilurnar verða jafnvel enn harðari, en nokkru sinni fyr. Og því miðúr eru litl ar vonir til þess, að til nokkurs samkomulags dragi. Skyldu Ráðstjórnarríkin hins vegar ekki mæta, eða hverfa af þingi, áður en því er lokið, mætti taka það sem merki þess, að dagar hinna upphaflegu sam einuðu þjóða sjeu taldir. Sameinuðu þjóðirnar eru fyrst og fremst byggðar á i samkomulagi stórveldanaa og þegar þeir Roosevelt, Churchill og Stalin töluðust við í Yalta vonaðist heimur- inu til þess, að hugsjón allra alda um frið á jörðu væri að verða að veruleika. — Þær vonir eru nú algjörlega brostnar, í bili að minnsta kosti. í raun og veru var það aldrei hlutverk Sameinuðu þjóðanna, að koma á friði, heldur að vernda friðinn. „Það var gert ráð fyrir því, að friður og samvinna leiðtoga heimsins væri fyrir hendi þeg- ar síðustu styrjöld lauk og að Sameinuðu þjóðirnar skyldu starfa á þeim grundvelli. Það má því eftilvill segja, að stofn- un Sámeinuðu þjóðanna hafi tekið of snemma til starfa. — En hvað sem því líður, er það ljóst að framtíð þessara stofnunar hefir aldrei verið eins tvísýn og hún er nú í dag. Starfinu verður haldið áfram „Fari svo að Ráðstjórnin hafni samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar tel jeg alveg víst, að þær muni starfa áfram með nýju skipulagi. Viðfangsefnin yrðu áframhaldandi að verja þjóðir heimsins, einkum hinar smærri, gegn árásum og tryggja sjálfstæði þeirra og líf. Enn- fremur að vinna að mannúðar- og menningarmálum í þeim hluta heimsins, sem frjáls væri og þar sem starfsemi þeirra yrði leyfð. Það er að sjálfsögðu auðvelt þeim, sem ekki nenna að hugsa, að ásaka Sameinuðu þjóðirnar fyrir það, að þær hafi ekki náð tilgangi sínum og að starf þeirra sje ómerkilegt og lítilf jörlegt. En á það má benda, að ef þeirra hefði ekki notið við und anfarin 4 ár, þá hefðu þjóðir heimsins engan vettvang átt, þar sem þær gátu talast við. Mörg vandamálin hefur stofnunin leyst, t.d. eins og í Palestínu, Indonesíu og Grikk- landi, vandamál, sem annars hefðu leitt til ófriðar. í hjartans einfeldni vilja menn trúa á samvinnu allra þjóða heims innan Sameinuðu þjóðanna. En það er jafn ein- feldhislegt að neita því, að al- Við íslendingar megum ekki loka augunum fyrir þessu. Slíkt væri ófyrirgefanlegt ábyrgðar- leysi gagnvart þeim, sem þetta land byggja í dag og hinum, sem það eiga að erfa. Það er góð regla, að vona hið besta, en bú- ast við því versta. Allar aðrar þjóðii’ gera nú ráð stafanir til varnaðar, ef voðinn skyldi skella yfir og slíkt hið sama verðum við að gera. Það hefur oft horft geigvæn- lega í heimsmálum áður en stundum farið betur en á horfð ist og við verðum að vona í lengstu lög að svo fari einnig nú. Við íslendingar getum ekk ert annað og viljum ekkert annað en að tala máli friðar- ins og við trúum á þá hug- sjón. Við fáum því miður svo litlu umþokað, en eitt er okk ur þó í sjálfsvald sett, að vernda friðinn í atvinnulífinu og innan okkar þjóðfjelags í heild. Og þeirri hugsjón vilja allir sannir íslendingar þjóna“. Alvöruorð hins reynda stjómmálamanns. Þannig fórust Thor Thors sendiherra orð um hið alvar- lega ástand og viðhorf, sem nú ríkir í alþjóðamálum. Það eru alvöruorð hins reynda stjóm- málamanns, sem talar af þekk- ingu og reynslu um þessi mál. Þeir, sem þekkja til starfa sendi herrans á sviði alþjóðamála inn an Sameinuðu þjóðanna vita, að hann hefur lagt þar fram drjúg- an skerf, sem fremstu stjórn- málamenn heimsins hafa tekið eftir og metið. Það er kunnugt að hann er einn af þeim full- trúum á þingi Sameinuðu þjóð- anna, sem mest eru virtir og að mikið tillit er tekið til orða hans og tillagna innan stofnunarinn- ar. En hversu ant, sem honum er um framtíð Sameinuðu þjóð- anna, segir hann frá viðhorfinu eins og það er og með augum raunsæismannsins. m ★ Vinir Thor Thors hjer á landi hafa sýnt honum, að þeir voru fegnir heimkomu hans og glödd ust af að fá tækifæri til að sjá hann og fjölskyldu hans aftur eftir langa útivist, en þjóðin öll þakkar honum hið mikla og ó- trauða starf, sem hann hefur unnið í hennar þágu í hinu þýð- ingarmikla embætti, sem hann hefur gegnt í 10 ár. Það viður- kenna allir, hvar sem þeir að öðru leyti standa í flokki, að betri fulltrúa var ekki ákosið fyrir ísland í Vesturheimi. Og um leið og sendiherranum er þakkað það sem hann hefur unnið, fylgja honum og fjöl- skyldu hans hugheilar óskir ís- lendinga vestur yfir hafið. Sendiherrann bað Morgun- blaðið að lokum, að skila kveðju og þakklæti til allra vina fjöl- skyldu hans, sem þau hefðu haft tækifæri til að hitta að þessu sinni, og ljet það í ljós, að hann hefði óskað þess að mega fara víðar um land og hitta fleiri vini og kunningja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.