Morgunblaðið - 03.09.1950, Page 6

Morgunblaðið - 03.09.1950, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. sept, 1950 JtkrcgisstMð&ib Útg.: H.f. Árvakur. Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frj ettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Leiðbeiningastarísemi landbúnaðanns í SÍÐASTA hefti Stefnis, timarits Sjálfstæðismanna, bírtist iiiðurlag hinnar stórmerku greinar Árna Eylands um ís- lenskan landbúnað. Þar ræðir hann m. a. um nauðsyn auk- innar leiðbeiningarstarfsemi á sviði landbúnaðarins og kemst að orði á þessa leið: „---En það er einnig hægt að rjetta þeim, sem nú sitja jarðirnar, sem bændur og húsfreyjur, hönd til styrktar í staríinu betur en gert er, og það er mikils vert til þess að treysta þau bönd, sem enn binda þetta fólk við sveitirnar og búskapinn. Leiðbeiningarstarfsemi á sviði landbúnaðar- ins er mjög ábótavant. Með þeirri miklu Reykjavíkurráðs- mennsku, sem nú ríkir í búnaðarmálum og sífellt ágerist, myndast meiri fjarlægð á milli búnaðarráðunautanna og bænda en gott er og meiri en áður var, er búnaðarfundir og bændanámskeið önnuðust það, sem nú er látið nægja að flytja í útvarpi. Samtímis þessu hefur mjög aukist þörf á nærtækari leiðbeiningum' og fræðilegri hjálp í sveitun- um. Hugsum oss aðeins allt hið nýja, sem þar er á ferli, nýjar vjelar, nýjar áburðartegundir, nýjar jarðvinnsluað- ferðir, ný framræslutæki o. s. frv. Starfhæfir hjeraðsráðu- nautar, sem alltaf væru til taks til skrafs og ráðagerða og leiðbeininga ættu að geta miklu áorkað til þess að ljetta bændum framkvæmdastörfin og þeir hefðu einnig hið ágæt- Esta tækifæri til þess að hafa heilladrjúg áhrif á unga fólk- ið á sveitaheimilunum, sem tvíhuga er varðandi framtíð sína og skortir e. t. v. fróðleik og yfirsýn um það, hvað framundan er og getur verið, við sveitabúskap og um hinar mismunandi framleiðslugreinar hans. Það er ekki lítið at- riði, hvort unglingarnir á sveitaheimilunum heyra og sjá það, sem vel er um sveit sína og atvinnu foreldranna, um úrræðin og framtíðina, og verða þátttakendur í ráðagerð- um og áætlunum um landnám og framför, eða þeir eru að- eins peð í tafli daglegra anna, þar sem aldrei heyrist um neitt er til breytni leiði og bata bendi. Húsvitjanir góðs hjeraðsráðunauts geta verið sólskinsdagar á sveitaheimilun- um, jafnt fyrir unga og gamla, ef kerfi hjeraðsráðunauta er byggt upp á heilbrigðan hátt — sem því miður horfir allt annað en vel um eins og nú standa sakir — ef vel tekst itm val manna í þær stöður og þeir eru efldir til starfa“. ★ Allir þeir, sem eitthvað þekkja til íslensks landbúnaðar og þarfa hans í dag, vita að þessi ummæli hins reynda og margfróða höfundar þeirra, hafa við fyllstu rök að Styðj- ast. Fræðslustarf búnaðarsamtaka okkar er að meira og minna leyti í molum. Það nær alltof skammt og er alltof lábreytt og fjarlægt hinu raunhæfa starfi. Leiðbeininga- starfsemi landbúnaðarins þarf að verða fjölþættari og líf- rænni. Hún á ekki aðeins að stefna að aukinni jarðrækt, kostabetri bústofni og arðgæfari búskaparháttum yfirleitt, heldur einnig að ræktun þess hugarfars, sem eitt er þess megnugt að skapa varanlega trú á möguleika og framtíð landbúnaðar í þessu landi. ★ Þessi þáttur leiðbeiningarstarfseminnar er okkur e. t. v nauðsynlegrí nú en nokkru sinni fyrr. Þjóðinni er að verða það ljóst, að hún getur ekki svo að segja eingöngu byggt í hinum skjótfengna en stopula arði af sjávarútvegi sín- um. Hún verður að hafa einhvern bakhjarl, sem síður bregst. Hún verður að geta haft til fæðis og klæðis þótt ejávarafli bregðist einstakar vertíðir eða fáein ár í röð. Landbúnaðurinn á að vera þessi bakhjarl, þessi grundvöllur og kjölfesta í lífi og starfi þjóðarinnar. ★ íslendingar hafa frá upphafi byggðar lands síns verið landbúnaðarþjóð. Þeim æt'ti þessvegna ekki að sjást yfir r.auðsyn þess að efla nú landbúnað sinn að miklum mun. TJm það verour að sameina öll þau öfl, sem raunverulega vilja aukinn veg sveitanna og meira öryggi í Iíf og starf þjóðarinnar. ÚR ÐAGLEGA LÍFINU HELGIDÓMUR ÍSLANÐS HUGMYND Sigurðar Nordal prófessors, um að byggt verði sjerstakt hús, ef og þegar við end- urheimum handrit fornsagnanna, þar sem þau verði geymd um aldur og ævi, hefir vakið mikla athygli og verið rædd af miklum áhuga manna á meðal undanfarnar vikur. ' - Nordal prófessor skaut þessari hugmynd sinni fram í viðtali, sem danskur ritstjóri átti við hann fyrir nokkru um handritamálið. — Vakti greinin í heild mikla athygli bæði í Danmörku og hjer á landi. Þetta hús yrði helgidómur Islands, þar sem dýrmætasti arfur þjóðarinnar yrði varðveittur. • ÞAR VILDU ALLIR EIGA EINN STEIN HVER og einn einasti núlifandi íslendingur myndi viija leggja til sinn stein í slika bygg- ingu og það ætti að leyfa þjóðinni, að leggja fram fje til hennar, eftir fyrirkomulagi, sem nánar yrði ákveðið síðar. Því þótt segja mætti, að þjóðin reisti bygginguna með því að ríkis- sjóður borgaði, þá er það ekki það sama og ef leitað væri samskota um land allt. • EKKI OF SNEMMT AD HEFJA UDNIRBÚNING ÞAÐ KANN að vera, að enn vitum við ekki hver verða afdrif handritanna. En bestu menn eru þeirrar skoðunar, að við fáum þau endur- heimt áður en líkur. Og burt sjeð frá því, þá eigum við þegar í stað, að hefja undirbúning að húsi íslands, helgidómnum, sem þjóðin mun sameinast um í miklu og glæsilegu átaki. Húsameistarar okkar eiga að fara að hugsa um útlitið og gera tillögur. Hvort efnt yrði til samkeppni, eða margar hugmyndir sameinaðar í eina heild, er atriði, sem ekki þarf að taka afstöðu til nú þegar. En það má byrja á undirbúningnum, því slík bygging, þótt ekki verði hún stór, verður ekki byggð á einum degi. • HVAR ER LÝÐVELDISFÁNINN? OG ÚR því að við erum að tala um helgidóma þjóðarinriar, er rjett, að varpa fram þeirri spurn ingu, sem merkur borgari orðaði við mig á dög- unum. Hann sagði: „Hvar er lýðveldisfáninn, sem dreginn var að hún á Lögbergi 17. júrií 1944?“ „Hann hlýtur að vera vís“, svaraði jeg um- svifalaust, því það er óhugsandi, að slíkur grip- ur hafi ekki verið varðveittur sem einn mesti helgidómur þjóðarinnar. • Á AÐ VERA í HEIÐURSSÆTI HINSVEGAR verð jeg að játa, að eftir að hafa spurt nokkra málsmetandi menn um lýðveldis- fánann og hvar hann sje geymdur, fór jeg að efast um, að hann sje svo vís, því enn hefi jeg ekki rekist á þann mann, sem svarað gæti spurningunni um hvar fáninn er, afdráttarlaust. Nú dettur mjer ekki í hug, að fáninn sje týnd- ur. Hann hlýtur bara að vera svo vel geymdur, að það sje ekki á allra vitorði hvar hann er. Lýðveldisfáninn á að fá heiðurssess og hann á að geyma á þann hátt, að hann skemmist sem minnst og tímans tönn fái seint á honum unnið. Þessu er slegið hjer fram í varúðarskyni, en ekki vegna þess, að grunur liggi á um, að mis- tök hafi átt sjer stað. Vonandi, að svar komi við því frá rjettum aðila næstu daga, hvar fáninn um niðurkominn. • LJETTARA HJAL MATUR er mannsins megin, stendur einhvers- staðar og í dag ljúkum við dálkunum með því að minnast á kvörtun frá lesanda, eða ábend- ingu, sem fjahar um síld og er á þessa leið: „Gætu ekki þeir, sem hafa áhuga á auknu síldaráti, og þeir, sem síld selja, komið því svo fyrir að hægt sje að kaupa síld í stykkjatali upp úr tunnu í fiskbúðum og öðrum matar- búðum. Það er nú svo að þó síid fáist á haust- in í heilum tunnum og hálfuin,»kvartelum og jafnvel áttungum, þá er flestum heimilum hentara nú orðið að kaupa matvæli eftir hend- inni. Fólk er almennt hætt að byrgja sig upp að haustinu, hvað sem hverjum fihnst um það, en því valda ýmsar orsakir. Þó matarverslanir selji síldarflök upp úr legi, þá er það ekki nema ein aðferð af mörgum við að matreiða síld, og svo vilja sumir laga súr- síldina sjálfir. Sem sagt, almenningi yrði mikið hagræði að því að geta fengið keypta saltsíld í stykkjatali“. Skemmdarverk og van- ræksla áhyggjuefni kom- múnistastjórnar í Kína HONG KONG — Frjettastofnun kommúnista í Kína skýrir svo frá, að mikið sje um skemmdarverk í landinu. Hafa þau ásamt alls konar. vanrækslu og hirðuleysi valdið kommúnistastjórn- inni gífuriegu tjóni, sem einkum hefir orðið í landbúnaði og iðriaði. "* Mikil námuslys Frjettastofan segir, að í Manchuríu einni hafi orðið 303 námuslys að undanförnu. — í einu þeirra ljetu 174 menn lífið. Var það því að kenna, að for- ráðamenn námanna hugsuðu um það eitt að ná tilskildum af- köstum, en hugsuðu ekkert um öryggið. Ríkiseignir verða fyrir miklu tjóni Frjettastofan birti skýrslu eftirlitsnefndar kommúnista- stjórnarinnar. Þar greinir frá 6100 óhöppum, sem valdið hafa margvíslegu tjóni á eignum rík- isins á seinasta ári. Kínverskur njésnari LeyniEeg rjeffarhöld LONDON: — Tveir breskir her- menn voru nýlega dæmdir til fangelsisvistar, eftir að herrjett- ur hafði fjallað um mál þeirra. Rjéttarhöldin fóru fram fýrir lok uðum dvrum, þar sem fullyrt var, að það, sérn fram kynna að koma í þeim, gæti stefnt öryggi Breta í hættu. TAIPEH, FORMOSA, 2. sept. — Kínverska þjóðernissinna- stjórniq tilkynnti í dag, að hún hefði látið lífláta 31 árs gaml- an embættismann úr hermála- ráðuneytinu fyrir að njósna fyr ! ir kommúnista. j Fullyrt er, að maður þessi hafi sent upplýsingar sínar í flugpósti til Hong Kong, og það an hafi þeim verið komið á- leiðis til kommúnistanna kín- versku. í sambandi við þetta sakar þjóðernissinnastiórnin Rússa um að hafa skipulagt njósnir á Formósu og í Suðaustur Asíu. — Reuter. Illaut silfurborðann FENEJUM. —■ Laurencé Olivier hlá'ut, nýlegp silfurbój'ðapn fyrii' tímab’ilið 1949 til' 1950. Harin er talinn „stjórnándi bes.tu er- | lendu kvikmyndarinnar á þessu ’ tímabili11. Verðlaunin fjekk hann I fyrir myndina Hinrik V. Afríksk! fluglið búiö tii Kóreufarar WASHINGTON, 31. ágúst — Flugliðið, sem S-Afríkumenn hafa lofað að senda til Kóreu til aðstoðar liði S. Þ., er búið til brottfarar Sendiherra S- Afríku í Bandaríkjunum segir svo um þessa aðstoð: „Öðrum kann að virðast framlag okkar harla lítið, en svo er þó ekki. Sá hluti jarðkringlunnár. er við byggjum hefir ekki farið var- hluta af kommúnistahættunni, en við höfum verið á vérði, svo að árásarstefnan fái ekki grafið undan þjóðfjelagi voru. Þessi stefna er nú að verki í Kóreu, en við vitum ekki, hvar hún ber niður næst. Viljð, að ISfo láli erki- hiskupinn lausan LUNDÚNUM, 31. ágúst. — Breskt blað skýrði frá því í dag, að fjelagsskapur ungra kaþólskra manna hafi béðið Morgan Phillips, aðalritara Verkamannaflokksins, og verka málanefndina, sem á förum er til Júgóslavíu, að reka erindi sín. Hafa þeir beðið þessa aðila að fara þess. á leit við Tító, að hann láti Jósef Stephinac, erki- biskup, lausan. Árið 1946 var hann dæmdur í 16 ára hegn- ingarvinnu „fyrir glæpi við ríkið.“ Reuter. Ásökun LONDON: — Búlgarar sökuði Júgóglava nýverið um að fang elsa og ofsækja búlgarska borg ara i Júgóslavíu,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.