Morgunblaðið - 03.09.1950, Page 7

Morgunblaðið - 03.09.1950, Page 7
Sunnudagur 3. sept. 1950 MORGVNBLAÐIÐ ? REYKJAVÍKURBRJEF Samvinna frændþjóðanna. FUNDUR hinna norrænu utan- ríkisráðherra, sem haldinn var hjer í Reykjavík, var lokið á föstudag. Stóð fundurinn yfir í tvo daga. Var það sameiginlegt alit allra þeirra, er fundinn eátu, að hann hefði komið að tilætluðum notum. En tilgang- ur fundarins sem hinna fyrri funda hinna norrænu utanríkis ráðherra, var sá, að ræða sín á jnilli um afstöðu þjóðanna á þingi Sameinuðu þjóðanna, eem haldinn verður á þessu hausti. Að fundinum loknum, var gefin út tilkynning um þær á- kvarðanir, sem þar voru gerð- ar. Ein meðal þeirra var sú, að jþjóðir þessar skyldu halda á- fram hinni nánu samvinnu, sem sem verið hefir á milli þeirra á iundanförnum þingum S. Þ. Ut af væntanlegum dagskrár málum, sem koma fyrir á þingi S. Þ. að þessu sinni var m .a. samþykkt, að þjóðir þessar ískyldu halda áfram stuðningi Við tilraunir'Öryggisráðsins, til þess að vinna á móti árásinni á Koreu og koma þar á friði að Hýju. * Síldin við Norðurland JJM síðustu helgi ræddi jeg hjer lum aflabrestinn á síldveiðun- tim við Norðurland, og hversu tiauðsynlegt það er, að reyna að gera sjer grein fyrir því, hversvegna síldin er hætt að iveiðast á venjulegum slóðum þar nyrðra. Eða hversvegna síldargangan frá Noregi nær ekki hingað til lands í sama tnæli og áður. Hjer í blaðinu hefir síðan ,Verið minnst á, hvaða árangur Norðmenn telja, að hafi orðið fef rannsóknum fiskirann- Kóknaskipsins G. O- Sars. — Að 3köld straumkvísl, sem liggur frá Grænlandsstraumnum, hafi legið upp að íslandi í sumar, Ðg útilokað að miklu leiti síld- Srgönguna upp að landinu. En þau ár, sem straumurinn liggur svo til austurs, að síldin igetur náð vestur með Norður- landi, án þess að lenda í þessum kalda straum, þá sje hjer síld ,við landið. Reynist þetta álit á rökum byggt, þá ætti að mega vænta þess, að síldveiði geti breytst til batnaðar, hvaða ár sem er, ef þessi „hel“-straumur, frá hinum kalda Pólstraumi, gerir gvo vel og breytir lítillega um stefhu. En þá ætti að mega gera á því athugun árlega, hvernig þessi straumur hagar göngu sinni, á ódýrari hátt, heldur en með þvi móti, að senda 200— 250 skip þangað norður eftir. Togaradeilan ' RÍKISSTJÓRNIN hefir til- nefnt þrjá menn í sáttanefnd í togaradeilunni. Hin langa vinnu gtöðvun togaranna er farin að ’ganga úr hófi. Þeir menn, sem girt hafa fyrir allt samkomu- tag í því máli, hafa tekið á sig irtikla ábyrgð. Eins. og áður hefir verið minnst hjer á, er hjer ekki um að ræða venjulega kaupdeilu, þannig, að tilboð um ákveðin kjör liggi fyrir gagnvart á- kveðnum kröfum hinsvegar. — Hjer er um 'að ræða mismun andi fyrirkomulag á kaup-; 'greiðslum. Útgerðarmenn vilja látá kauþið breytast eftir því, hverp ig veiðist, og hvernig aflinn selst. En forystumenn sjómann-' anna vilja ekki heyra neitt slíkt nefnt. Þeir vilja að kaup- ið verði jafnt, hvernig sem út- gerð skipanna farnast, jafnvel þó þeir sjeu með því að neita tekjumöguleikum sjómannanna sem eru mun hærri, en það fastakaup, sem þeir fara fram á. — Hvað væri eðlilegra, þegar um slíka misklíð er að ræða, en að "erð yrði beinlínis tilraun með það, hvaða útkoma yrði á útgerðinni með því fyrirkomu- lagi. sem útgerðarmenn óska eft ir. Og það verði forystumenn sjómannanna sjálfra, sem tækju að sjer útgerð nokkurra skipa, með þeim hætti, að sjómenn fengju sinn hlut samkvæmt því fyrirkomulagi, sem stungið er upp á. í stað þess þverskallast þeir, vilja ekki heyra það nefnt á nafn, að sjómenn fengi ákveð- inn hluta aflans í kaup, hvern- ig sem aflast. En það er þriðj- ungurinn sem útgerðarmenn vilja að þeir hafi af aflanum, bæði fisk og lýsi, að frá- dregnum tollum og útflutnings gjaldi. Blaðið hefir heyrt, að for- jrstu!rienn sjómanna hafi út- skýrt kjaratilboð útgerðar- manna fyrir sjómönnum á þann veg, að sjómenn hafi alls ekki fepgið rjetta hugmynd um það, hvað í tilboði útgerðarmanna felst, og með því hafi þeir bein- línis spillt fyrir samkomulagi. Þeir menn, sem slíkt gera, taka vissulega á sig mikla á- byrgð, gagnvart þessum atvinnu’ vegi, og gagnvart allri þjóðinni. Ekkert undarlegt, þó raddir heyrist um það, að eitthvað muni vera bogið við forystuna í málefnum sjómannanna, með- an svona er. Sitt á hvað hjá kommum ÞJÓÐVILJINN Var farinn að heimta það fyrir nokkrum dög- um að togararnir færu tafar- laust á veiðar. Kröfur komm- anna um það, að veiðar togar- anna hefjist tafarlaust, eru þagn aðar. Þær hættu skyndilega, þegar ríkisstjórnin gerði breyt ingu þá á útreikning vísitölunn ar, sem Alþýðusambandsstjórn- in óskaði eftir. Meðan komm- arnir gátu gert sjer von um, að togararnir stöðvuðust um miðj- an mánuðinn, vegna verkfalla í landi, þá þótti þeim það hættu laust að togararnir færu senn á veiðar, þvi þá myndu þeir fljótt stöðvast aftur. En ráðagerðir kommúnistanna gagnvart atvinnuvegunum eru að sjálfsögðu alltaf á sömu leið. Að framleiðslan verði sem minnst og vandræðin með gjaldeyri sem mest. Tekjur al- mennings sem allra rýrastar. Með sífelldu fimbulfambi Þjóðviljans um, að hækka og hækka allt kaup, hefir kommún istum tekist að villa nokkru fólki sýn, villa á sjer heimild- ir. Þeir sem skemst hugsa, telja að þetta sje gert af umhyggju fyrir hag almennings. En hækkunar pólitík komm- únistanna miðast við það, ein- göngu, að gera krónuna sem verðminnsta og kaupið að því leyti sem allra lægst. Þetta þykir -sumu fólki ein- kennilegt, af flokki sem flagg- ár með því að hann sje flokk- ur verkafólksins. En menn verða að gera sjer grein fyrir því, að sá flokkur, sem vill þjóð fjelag vort feigt, vill að bág- indi manna verði sem mest. Eins og utanríkisráðherrann Lange, benti á í frásögn sinni hjer í blaðinu. Vandræði og erf iðleikar og bág kjör almennings, undirbúa akur kommúnismans. Þessvegna er það alveg áreið- anlegt, að kommúnistar, sem stjórnað er með óhag þjóðar- innar fyrir augum, geta ekki viljað velsæld almennings. Með því móti ynnu þeir gegn hags- munum flokks síns. Þetta skilur allur almenning- ur með Vestur-Evrópuþjóðum. Þó sá skilningur sje einna daufastur með íslendingum ennþá. Stokkhólmsávarpið MÖNNUM fer að leika forvitni á því, hvað líði liðskönnun kom múnista hjer á landi.. En eins og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu, eru undirskrift irnar undir hið svonefnda Stokkhóhnsávarp til þess gerð- ar, að yfirmenn kommúnista- deildanna austur í Moskvu, geti gert' sier það alveg ljóst. hver er höfðatala hinna skýlausu fylgismanna þeirra, í hverju landi fyrir sis. í erlendum kommúnistablöð- um er því mjög á lofti haldið, hversu margir hafa skrifað sig á lista Fimmtu herdeildanna í hinum kommúnistiska her, sem Moskvavaldið hefir til taks, þegar á reynir. En Þjóðviljinn hefir ekki minnst á það einu orði, hversu liðssveitir Moskva valdsins hjer á landi eru fjöl- mennar, samkvæmt undirskrift um undir þetta ávarp. Vissulega erU það fleiri en kommúnistar hjer á landi, sem hafa hug á því, og beinlínis gagn af aá' vita, hverjir eru inn ritaðir í sveitir Moskvavalds- ins. í erlendum kommúnistblöð um eru hvað eftir annað birtar myndir af ýmsum mönnum, sem hafa látið nöfn sín undir hið margumtalaða ávarp. Því skyldu engin nöfn vera birt í Þjóðviljanum? Eiga þetta allt að vera einskonar „óþekktir hermenn“ sem undir ávarpið skrifa hjer? Fundur bænda að Kirkjubæjarklaustri AÐALFUNDUR Stjettarsam- bands bænda er haldinn var að þessu sinni að Kirkjubæjar- klaustri, gerði margar og merk ar ályktanir. Ríkti hinn mesti samhugur á fundi þessum. Og vel er það. Því öruggar .fram- farir í búskap landsmanna eru þjóðinni lífsnauðsynlegar. Framleiðsla landbúnaðarins hefir dregist ískyggilega sam- an á síðustu árum. En á þann hátt, að minna hefir á þvi bor- ið, en ætla mætti. Því ekki er hægt að miða við það eitt, hversu mikil kjötframleiðslan er og mjólkurframleiðslan. — Taka verður líka tillit til þess, hversu mikið af því fóðri, sem fer til að fleyta fram búpeningn um, er af öðrum toga spunninn en frá íslenskri mold. Og hve mikið þarf af erlendum gjald- eyri nú, til þess að framleiða landbúnaðarafurðir. Framleiðsluvörurnar, sem nú verandi búskapur þarfnast eru ekki neitt smáræði. Og væri vel að athuganir þær, sem stjett arsambandið gengst fyrir á búrekstrinum binist m. a- að þessari hlið. En það öfug- streymi hefir sem kunnugt er átt sjer stað á síðustu árum, að það hefir borgað sig betur, að nokkru leyti, að fóðra búpen- inginn á aðkeyptu erlendu fóðri heldur en á hinum hollu, heima fengnu böggum. Fækkun sauðfjárins SVO STÓRT skarð hafa sauð- fjárpestirnar höggvið í fjár- stofninn, að nú er fóðrafjeð á landinu ekki orðið nema 400 þúsund. Var 700 þúsund árið 1933, meðan stofninn var ósýkt ur. Er það mikils virði fyrir kjötframleiðsluna, ef það tekst, að útrýma mæðiveikinni með fjárskiftunum sem nú eru langt komin. Þess er ekki að vænta, sem kunnugt er, að hægt verði á þennan' hátt, að girða fyrir garnaveikina. En aftur á móti eru taldar horfur á, að lækning ar fáist innan skamms á þeirri illkynjuðu -veiki. Svo á þann ! hátt verði ekki hægt að stöðva Laugardagur 1. sepfember frekara stórtjón af hingaðkomu hinna illræmdu karakulhrúta. Of seint MIKIÐ HEFIR verið um það rætt og mikil prentsverta í þa'ð- umtal komin, að stöðva þuríi fólksstrauminn úr sveitunum En sá orðflaumur hefir ekki gagnað sem skyldi. Ymislegt bendir til þess, að hættan á eyðing sveitanna hafi kannske aldrei verið meira yfirvofandi en nú. Er það síður en svo efni- legt, ef þaðan ætti enn að koma fjölmenni, í þeim svifum, sem togaraflotinn ligg'ur mánuðum saman í höfnum. Og feiki nóg af áhorfendum á mölinni. til þess að horfa upp á það ófremdar- ástand. En eftir því sem jeg hefi heyrt, er það i sumum sveitum ’viðkvæði margra manna, þegar rætt er um ýmsar væntanlegar umbætur, er eiga að koma land- búnaðinum að gagni, að þær muni koma of seint. Um það leyti, sem þeirra er von, þá muni þeir, sem eiga að njóta þeirra vera farnir, búnir að yf- irgefa sveitabúskap fyrir fullt og allt. ^ Það er vissulega bæði mikið og göfugt verkefni, að snúast gegn þessu fári í þjóðfjelagi voru. Að bregða við, áður en það er of seint, til þess að gera sveitir landsins það byggilegar að fólk hætti að flýja þaðan. Fjárfesting og framfarir A BÆNDAFUNDINUM rv Kirkjubæjarklaustri var lög'd fram skýrsla frá hagfræðingum samtakanna, þar sem gerð er grein fyrir því, hvaða fjárfest- ingu þeir telja nauðsynlega, tU þess að komið verði á nauðsyn- legum framförum í landbúnaði næstu 10 ár. Telja þeir að alls þurfi land búnaðurinn á að halda 1220 milljónum kr. á þessu tímabili. Þetta er há upphæð með tilliti til þess, hversu erfitt er um smámuni, sem framkvæma þar? með þjóðinni, eins og nú standa sakir. Stórfeldar umbætur standa fyrir dyrum, eins og t. d. stofrv un áburðarverksmiðjunnar, i sambandi við hina fyrirhuguðu Sogsvirkjun. Og þegar dýrmæt- asta áburðarefnið verður fram- leitt í iandinu sjálfu, köfnunar- efnisáburðurinn, skapast meira öryggi, en áður um útvegun þessarar framleiðsluvöru. En mega menn ekki vænta þess, að í þeim sveitum, þar sem rafmagn verður fáanlegt » stórum stíl, þar skapist nýjar sveitir, þjettbýli, þar sem fjoldi fólks getur fengið atvinnu og samastað, við þau skilyrði, sera íslenskur landbúnaður getur boðið best. Fyrr verður aldrei girt fyrir fólksflutning úr sveitunum í heild, en tilfærsla er eðlileg og mögulegt að fólk fari úr harð- býlustu sveitunum og þangað, sem skilyrðin eru best til ný- tisku búrekstrar. • Fjörefni framfaranna VERKEFNI þeirra manna, sera undirbúa og stjórna búnaðar- framförunum á næstu órum, eru meðal annars í því fólgin, að búa svo um hnútana, að það fje, og sú fyrirhöfn, sem fer í stofnun nauðsynlegra nýbýla, gefi öruggan arð. Þá fyrst kem- Fr h. á bls. 8, Sanclfaxið í Gunnarsholti. — Myndin tekin af jaðri á grassljettu, svo munurinn sjáist á hinum gróna og ógróna sandi. '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.