Morgunblaðið - 03.09.1950, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 3. sept. 1950 |
**Í".Framhaldssagan 26
Mlllllllllllltllll
FRU MIKE
i
Eftir Nancy og Benedicf Freedman
|
■uaiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiimiiiiiuiiiiiimitiiiiiiiiiiaiisiiiiniiiiiimiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii imii t*?
„Jeg vona að þú verðir ekkl
fyvir vonbrigðum, Kathy. Þetta
er bara venjulegt hús, þú skil-
ur; sem stjórnin hefur látið
byggja.“
„Mjer mun áreiðanlega líka
vel við það.“ Svo varð og raun-
tn á. Það var nærri hulið trjám,
en gegnum hliðarglugga sá jeg
skrifstofuna hans Mike. í hús-
inu var stór stofa og tvö svefn-
herbergi. Eldavjelin og hitun-
artækið voru sambyggð, en það
•var algengt hjer um slóðir. Við-
arbútum, sem brennt var til
upphitunar var stungið inn að
aftanverðu, en á þeirri hlið er
fram vissi, var eldunarhólf. —
Ftífurnar í veggjunum voru
etoppaðar með mosa, en yfir
rúminu hjekk vísundaskinn.
,.Þeir eru líka í þessum hér-
uðum.“
„Vísundar?“ spurði jeg.
„Nokkrar hjarðir. Skógarvís-
undar eru þeir kallaðir, en þeir
eru um það bil að deyja út.“
Jeg gleymdi að svara. Jeg
hijóp um húsið og skygndist
um og skipulagði hvernig jeg
ætiaði að haga hreingerning-
unni og hvernig jeg fengi meira
rúm með því að færa borðið
upp að veggnum,. og hvernig
jeg ætlaði að hafa nýju glugga-
tjöldin. Jeg sneri mjer að Mike
með hugann fullan af hugmynö
um, en jeg fjekk ekki ráðrúm
til að segja honum frá þeim,
því að hann teygði út hand-
J.egginn og dró mig að sjer.
„Geðjast þjer að því?“ spurði
hann. En jeg gat ekki svarað,
því hann kyssti mig aftur og
aftur.
Það sem eftir var dagsins fór
í að hreinsa, skúra og skrúbba.
Við bókstaflega höfðum enda-
skipti á húsinu og fórum dauð-
þreytt í rúmið, en þó hamingju
söm og ánægð. Hugir okkar
voru í uppnámi svo við gátum
ekki sofnað. Við lágum því og
hvísluðum hvort að öðru. hvern
ig’ þetta nýja líf okkar myndi
verða.
„Þú smíðar bókahillu handa
mjer.“
„Já,“ sagði hann. „Á sumrin
höfum við ána og á veturna
förum við í snjósokka og göng-
um saman út á hjarnið.“ Það
fór einhver dásamleg tilfinníng
um mig. Jeg lokaði augunum
og hjúfraði mig í handarkrika
Mikes. En allt í einu sá jeg
fyrir augum mjer andlit. Hið
dökka og þreytulega andlit
stúlkunnar hans Hendersons.
Jeg klemmdi aftur augun til
að reyna að fjarlægja þessa sýn.
Jeg var hamingjusöm og ánægð
en vildi ekki að neitt utanað-
komandi truflaði mig. En sýn-
in hvarf ekki. Jeg sá aftur fyr-
ir mjer þegar Joe Henderson
kastaði flöskunni — sá þegar
blóðið rann úr sárinu og fjell
niður á gólfið.
„Mike .... “
,,Hmm?“ sagði Mike syfju-
legri og fjarlægri röddu.
„Er þessi Indíánastúlka kon-
an hans Joe Henderson?“
„Það má kalla hana það“.
„En það er helst að sjá sem
hann hati hana“.
Það varð löng þögn. Jeg hjelt
að Mike væri sofnaður.
„Já jeg held hann geri það“,
muldraði Mike ofan í koddann.
„Að hann hati hana?“ spurði
jeg. !
„Já“.
„En hvers vegna?“
„Vegna drengsins. Það er allt
saman vegna hans.“
,,Tommy?“ spurði jeg.
„Já“, sagði Mike og síðan
bætti hann við ,Þeir voru tveir
með þessu sama nafni Tommy“.
Jeg lá kyr í myrkrinu og beið
eftir að Mike hjeldi áfram.
„Sjáðu til. Það geta margar
orsakir legið að því, hvers
vegna maður flvtur trl þessara
hjeraða. Við komum, þú og jeg,
Katherine Mary vegna þess að
hjer getum við lifað góðu lífi.
En til eru þeir menn, sem eru
rótgrónir í borgarlífinu, og sem
aldrei mundu yfirgefa borgirn-
ar, nema af einbverjum sjer-
stökum ástæðum. Joe Hender-
son fann sig knúinn til að yfir-
gefa borgina. sem hann bjó í
þegar Tommy dó.
Hann átti aðeins eitt barn og
þótti sjerstaklega vænt um
drenginn. En drengurinn var
veikbygður og Joe átti í stöð-
uðum deilum við konu sína —
mig minnir að hún hafi heitið
Isabel — vegna þess að honum
fannst hún vera of mikið fyrir
samkvæmi og miðdegisverðar-
boð og af þeirri ástæðu ekki
sinna drengnum nógu vel. Hún
hefur ef til vill verið frekar
laus í rásinni. en vissulega átti
hún ekki sök á því að Tommy
fengi barnaveiki. Drengurinn
varð mjög veikur og hafði ekki
mikla mótstöðu. Hann var að-
eins 3 eða 4 árn á stærð við
Tommy hjerna. Hann lá í fjóra
dasa en andaðist bá. Og eftir
bað talaði Joe Henderson ekki
stakt orð við konu sína. Hann
starði á hana besar hún grjet
og kjökraði út af sonarmissin-
um.
Það var ekki fyrr en hann
rakst hingað til norðurhjerað-
anna að hann fjekk einhverja
sálarró. Hann virtist una sjer
vel í þessum kuldahrolli og
veðurhörku. Að minnsta kosti
hafði hann eitthvað til að glíma
við hjer — þar sem kuldinn
var. Honum auðnaðist vel lengi
vel og það var farið að líta upp
til hans, Hann var einn af þeim
sem ekki skipti sjer af Indíána-
stúlkunum. Hann skvetti þó í
sig þriðja eða fjórða hvern mán
uð. Þá sagði hann hverjum sem
á hann vildi hlusta frá Tommy
syni sínum.
Jæja. Hudson Bay verslunar-
f jelagið þurfti á manni að halda
hjer og Joe Henderson fjekk
starfið. Hann hefur dvalið hjer
árum saman. Fyrsta árið- bjó
hann einn. Hann hataði kven-
fólk — treysti þeim ekki. Hafði
ekki eiginkona hans drepið
Tommy? En þú hefir sjeð hann
stór, uppstökkur maður, sem
aldrei gefur sig.
Það gladdi mig að sjá, er jeg
eitt sinn kom úr löngu ferða-
lagi, að hann var farinn að
vera með Uaawa. Jeg hjelt að
hann myndi blíðkast á því að
vera aftur með kvenmanni. Og
svo varð raunin á um stundar-
sakir. En strax eftir að barnið
fæddist breyttist hann aftur. —
Auðvitað hefði hanrt ekki átt að
kalla hann Tommy, en það gerði
hann, og jeg held að í hvert
skipti, sem hann leit á dfeng-
inn hafi það vakið upp minning
arnar um fyrra barnið, þegar
hann sá Indjánasvipinn á
Tommy og hversu dökkur hann
var. Hinn Tommy hafði verið
laglegur drengur.
„Hann ásakaði Uaawa fyrir
marga hluti — fyrir hið dökka
hár drengsins og brúna andlit.
Hún var kvenmaður og honum
fannst hann ekki geta treyst
henni. Hann skipti sjer af
hvernig hún klæddi drenginn,
hvað hún gaf .honum að borða
og hvar hann Ijek sjer. Hún er
Indjáni og ef til vill er það þess
vegna, sem hún eki varð vit-
skert. Hún andmælti honum
ekki og gerði ekkert þó hann
berði hana og sparkaði í hana.
Það er ekki vani Indjánakvenn-
anna. Hún kaus þá hefnd, sem
Inðjánarnir beita, en ef til vill
er,það alls engin hefnd. Það er
erfitt að skilja hvað Indjánar
hugsa.
Hún byrjaði með því að gefa
barninu nafn á indjánamáli. —
Auðvitað varð Joe æfur af
reiði. En hvernig, sem hann fór
með hana hjelt hún áfram að
kalla drengmn því nafni, sem
hún hafði gefið honum. Þegar
Joe er ekki nálægur talar hún
við drenginn á máli þjóðflokks
síns og drengurinn er farinn að
skilja þá tungp. Hann kann goð
sagnir og helgisögur Indján-
anna. Og það er enginn efi á að
hún ætlar að gera Tommy Hend
erson að Indjána!
Það er ef til vill mjög auð-
velt. Hún syngur fyrir hann
söngva þá er móðir hennar söng
yfir ■henni er hún var krakki og
segir henni sömu sögurnar og
hún heyrði í bernsku- Hún kenn
ir honum stolt þjóðflokks síns.
Ef til vill kærir hún sig ekki
um að drengurinn hafi minni-
máttarkend gagnvart hvítum
mönnum. Kannske vill hún að-
eins að hann skilji fólk af sama
þjóðflokki og hún er komin, og
vilji þar af leiðandi innleiða
stolt hjá drengnum. Eða ef til
vill er það eins og Joe Hender-
son segir vegna þess að hún sje
afbrýðissöm og eigingjörn.
Einbýlishús
l við Grensásveg til sölu. 1 hús-
\ inu er 3ja herbergja íbúð. Verð
= 75 þús,
= 2ja herbergja íbúðir til sölu
§ í Austurbænum.
§ 3ja herbergja íbúðir til sölu í
! i Austurbænum og Norðurmýri.
j i 4ra herbergja íbúð til sölu í
| Laugameshverfi og Holtunum.
i 5 herbergja íbúðir til sölu í
= Austurbænum.
Einbýlishús til sölu í Laugar-
neshverfi, Sogamýri og Vatns-
endahæð.
Fokheld hús og íbúðir til sölu
í Kópavogi. Uppl. gefur
Fasieígnasolu-
Söluskattur og
stóreignuskuttur
Hjer með er skorað á alla þá, sem enn skulda söluskatt
fyrir fyrra árshelming 1950, eða árið 1949, að ljúka
greiðslu hans sem allra fyrst.
Sjerstaklega skal vakin athygii á því, að til þess að
söluskattur sje frádráttarbær gagnvart stóreignaskatti,
samkv. 12. gr. reglugerðar nr. 133 frá 1950, verður hann
að hafa verið greiddur hingað fyrir 15. þ. m. Fjelögum
skal bent á, að greiðsla á söluskatti þeirra hefur áhrif,
þegar stóreignaskattur fjelagsmanna er reiknaður út.
Reykjavík, 1. september 1950.
‘ZJo ííó tjóra 6 í’ rij^i to^o,
an
Hafnarstræti 5.
««MHusaasaa«BirkaaaaflBB««9ai«Ba»«rMaBsan«iiuiaaiioBMaasaBNsa«aM9.aaaaBBiiasm
■W
SniðkeiTiisla
Námskeiðin í kjólasníði hefjast hjá mjer 11. september.
Væntanlegir nemendur gjöri svo-vel óg tali við mig sem
fyrst. Tek einnig á móti umsóknum í seinni námskeið.
SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, klæðskerameistari,
Reykjavíkurveg 29. — Sími 80801,
Opnum framvegis
alla virka daga klukkan 6,30 f. .h
HRESSINGARSKÁLINN
Austurstræti 20.
miðsföðie?
= Læfcjargötu 10 B. Sími 6530 og \
| kl. 9—10 á kvöldin 5592 eða É
6530.
.«flllllllllllllllllllllMI*l*llllMMiii»iit«i>iaaif ■••<■■••••»■«>«
Sigurður Reynir Pjetursaon
múlflutningsskrifstofa
Laugaveg 10. — 'Síini 80333,
Kona eins íbúans í þorpinu Poitou
! í Frafcklandi varð mjög veik og fjell
í dá svo að læknarnir hjeldu að hún
| væri dauð og undirbúningur undir
jarðarförina hófst. Samfcvæmt fið-
venium þar var lífcaminn hjúpaður
líkklæði og síðan áttu fjórir vaídir
menn að bera líkið fcistulaust til
kirkjugarðsins og líkfylgdin gekfc í
! einfaldri löð á eftir á mjóum s‘.íg,
sem lá um hrjóstuga velli.
Við eina be.ygju á brautinni, vildi
svo til, að þyrnirunnur stóð fast við,
og þegar þeir komu þangað, risp íðu
þyrnarnir líkið, svo að blóð rann úr
sárunum og konan komst skyndilega
til meðvitundar.
Fjórtán árum síðar dó konan rvo
fyrir fullt og allt, og sami viðbúnað-
ur var hafður og áður, konan sveipuð
í líkklæði og borin til kirkjugarðs-
ins.
Þegar komið var að sömu bevgj-
unni á brautinni, kallaði maður hLin-
ar látnu konu til burðarmannanna.
— Þið þama, varið ykkur á þyriii
runnunum.
— Hversvegna býrðu ekki í ein-
hverju af þínum eigin húsum?
— Jeg hef ekki efni é þvi, leigan
er svo há.
★
Frúin: — Jeg ætla að fara til sjer-
fræðings í andlitsfegrun, Láttu ;nig
fé 50 krónur.
Maðurinn:-----Alveg’sjálfsagt —
en heldurðu bara að það sje nóg.
★
Frúin: — Nú er vinnukonan búin
að segja upp vistinni. Hún sagði að
þú hafir verið ósvifinn við hani í
símanum í morgun.
Maðurinn: — Ja, hver skrattii n.
Jeg sem hjelt að jeg hefði verið að
tala við þig,
★
Það var svo kalt þar, s*gði pól-
farinn, að Ijósið á kertunum fraus og
við gátum ekki slökt á þeim.
— Það er ekki mikið, sagði annar
maður, Þar sem við vorum var svo
kalt, að orðín komu út úr okkur í
klakastykkjum, og við urðuxn að
bræða þau i potti til þess að heyra^
hvað við vorum að segja.
★
Kotbóndi einn var færður fyrií
rjett, ásakaður um þjófnað. Eftiiiar'
andi samtal varð milli dómarans og
hans.
— Hefurðu stolið nokkurri gæs?
— Nei, herra.
— Nokkrum kalkúnum?
— Nei, herra.
— En kjúklingum?
— Nei, herra.
Sakbomingnum var nú sleppt. EtS
þegar hann var að ganga út, nt;na
hann staðar fyrir framan dómarann
og sagði um leið og hnn brosti ghutt.
— Svei mjer þá dómari, ef þú
hefðir sagt endur, þá hefðurðu verið
búinn að krækja í mig,
★
— Hver er orsökin til þess að þú
varst sköllóttur?
— Áhyggjur.
— Áhyggjur um hvað?
— Um að jeg yrði skölióttur.
Auglýsendur afhugiBI
«8 ísafold og Vörður er
vinsælasta og fjölbreytt-
asta blaCið f sveitwm
landsins. Kemur út einu
sinni í viku —- 18 síður.
mmm
Nðupum @g seljuiu
alla gagnlega mmu.
VÖRUVELTAN
Hverfisgötu 59. Sími 6923.
/