Morgunblaðið - 03.09.1950, Blaðsíða 12
\
1' __________________
REYKJAVÍKUKBHJEFrÐ er 3
blaðsíðu 7. —
m
{ílæjarbúar fagna i dag
(ijþróttamönnunum frá EIM
I Nótfökur verða suður á Reykjavíkurffugvelli
FLESTIR HINNA fræknu íþróttamanna okkar, er þátt tóku í
ífvrópumeistaramótinu í Brussel, koma heim í kvöld með milli-
Ipndaflugvjelinni Gullfaxi. — Brusselnefndin, er undirbjó þátt-
-töku íslands í mótinu, gengst fyrir sjerstökum móttökum fyrir
íþróttamennina. —
Rergarstjóri býður
þá velkomna.
Gullfaxi er væntanlegur á
Reykjavíkurflugvöll um kl. 6,30
í kvöld. Þegar íþróttamennirn-
ir, sem eru sjö, fararstjóri og
þ jáifari hafa gengið út úr flug-
vjelinni, mun Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri, í nafni
Reykjavíkur, bjóða þá vel-
komna heim og þabka þeim
h i na glæsilegu frammistöðu
þeirra á þessu mikla íþrótta-
ftióti.
íþróttamenn fjölmenna
Viðstaddir þessa athöfn verða
allir leiðandi menn innan
íþróttahreyfingarinnar í bæn-
um, svo og forseti Iþróttasam-
bands Islands. Flugfjelag Is-
lands mun hafa afgreiðslustöð
sína fánum skrevtta eftir því
Fern við verður lcomið. íþrótta-
f jelögin mæta með fána sína og
k.greglan tekur sjerstaklega á
móti starfsbróður sínum Torfa
E:\yngeirssyni. — Bæjarbúar
tnunu vafalaust draga fána sína
að hún í dag, í virðingarskyni
við íþróttamennina.
Þeir, sem koma
Með Gullfaxa koma sjö af
þeim 10 iþróttamanna er fóru
tjt EvTÓpumeistaramótsins. —
fíkai þá fyrst fræga' telja:
Rvrópnmeistarana Gunnar
"Huseby og Torfa Bryngeirsson,
og þeir Ásmundur Bjarnason,
Finnbjörn Þorvaldsson, Guð-
mund Lárusson. Magnús Jóns-
son og Pjetur Einarsson.
Erlendis eru enn þeir Hauk-
ur og Öm Clausen og Jóel Sig-
nrðsson.
Vafalaust mun margt verða
tim manninn suður á flugvelli
í kvöld til að bjóða íþróttamenn
taa velkomna.
fjárskipfi oo niðurskurð-
m á SnæfeHsnesi
Frá frjettaritara Mbl.
í Stykkíshólmi.
HJER ER fyrir nokkru byrjað
að ta.ka upp úr görðum og er
uppskera í besta lagi, bæði stór
og góð. Márgir hafa sáð í garða
f vor og er þetta gott búsílag.
Slátrun er nú senn að hefjast
vegna niðurskurðar, en nú verð
ur f je skorið niður í þrem hrepp
um þessarar sýslu og fara fram
fjárskifti í þeim í haust. í
öðrum hreppum sýslunnar voru
fjárskipti á s. 1. hausti og kem-
ur því slátrun til með að verða
ntjög lítil á því svæði í haust.
Nýbyggingar.
í Stykkishólmi er nú unnið
að byggingu þriggja íbúðarhúsa
en mörg hús hafa verið lag-
færð, múrhúðuð og máluð. —
Aunars hefir byggingarvinna
verið hjer með minnsta móti í
Bumar. Byggingarefni kom líka
rnjög seint eða ekki fyrr en í
júií svo neinu nemi.
*---------------------------
Síldar verður varf
TIL Siglufjarðar berst dag
hvern meira og minna af ufsa
til bræðslu. Á föstudaginn var
tildæmis landað um 1000 mál-
um ufsa og átti vjelskipið Björn
Jónsson um helming þess
magns. Það skip hafði einriig á
fimmtudag landað um 400 mál-
um ufsa.
Síldar verður aðeins vart við
Rauðanúp, og mun Stígandi
hafa fengið 60 tunnur síldar og
Hugrún 20. Nokkur skip önn-
ur fengu og síld á þessum slóð-
um en mjög lítið. Síldarleita-
flugvjelin hefur ekki sjeð neitt
á ferð sinni yfir síldarsvæðinu.
Allmörg síldveiðiskip eru nú
að hætta veiðum og halda heim.
Skipshöfnin á
Gullfossi vann
Kaupmannahöfn, 2. sept.:
Einkaskeyti til Mbl.
Á FÖSTUDAGSKVÖLD fór
fram hjer í Kaupmannahöfn,
knattspyrnukappleikur milli
skipshafnarinnar á „Kronprins
01av“ og áhafnarinnar á „Gull
fossi“. Úrslit leiksins urðu þau
að skipshöfnin á ,,Gullfossi“
sgiarði með fjórum mörkum
gegn engu.
Skipfivinna fyrir
vörubíla
Á FUNDI bæjarráðs er haldinn
var á föstudag, var lagt fram
brjef frá Vörubílstjórafjel.
Þrótti, þar sem þess er farið á
leit við bæjaryfirvöldin, að tek-
in verði upp skiptivinna fvrir
vörubíla-
Bæjarráð samþykkti að
stofna til slíkrar vinnu fyrir
fjóra vörubíla fyrst um sinn
í viku hverri, til viðbótar þeim
sem nú eru við akstur í sam-
bandi við bæjarvinnuna.
Ráðningaskrifstofan úthlutar
vinnunni, í samráði við stjórn
Þróttar, en bæjarverkfræðingi
var falið að velja verkefni fyrir
þessa bíla.
Frá Heimdalli
Vinningurinn í happdrætti
Heimdallar er fyrsta flokks
heimilisbókasafn í vönduðum
skáp. í safninu eru eingöngu
íslenskar bækur og er hver bók
valin. M. a. má nefna íslend-
ingasögurnar allar, í hinni vönd
uðu útgáfu Isiendingasagnaút-
gáfunnar. Ennfremur eru þar
riddarasögur, biskupasögur,
Eddurnar og fjöldi annara á-
gætra bóka.
Happdrættismiðarnir kosta
2 krónur hver og fást á skrif-
stofu Sjáifstæðisflokksins.
Þeir fara á Kóreuvígsföövarnar
Myndin er af bandarískum hermönnum á götu í Nevv York. Þeir eru á leiðinni til æfingabúða,
en verða síðar sendir til Kóreu.
Æskja ekki stríðs, en Ráðherrarnir fóru
óttast það ekki heldur
í gærdag
Truman forseti flutli ræðu í fyrrinólf
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. •
WASHINGTON, 2. sept. — Truman forseti hjelt ræðu í nótt
og var henni útvTarpað um öll Bandaríkin. Hann vjek að Kóreu-
styrjöldinni, en kom annars víða við. Kvað hann þjóðina verða
að færa miklar fórnir til að stemma Stigu fyrir þeim á.ú:ar-
stefnum, sem nú væri uppi í heiminum. Ráðagerðir eru uoyi
um, að auka herstyrk landsins um helming eða úr hálfri a:.n-
arri millj. í nál. 3 millj. Svo kann að fara, að enn frekari aukn-
ingar verði þörf.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Dan
merkur, Noregs og Svíþjóðar,
er hjer hafa setið á fundum að
undanförnu, hjeldu heimleiðis
í gær.
Þeir Halvard Lange utanrík-
isráðherra Norðmanna og Östen
Udén utanríkisráðherra Svía,
tóku sjer far með Gullfaxa ár-
degis í gær. Utanríkisráðherra
Dana, Gustaf Rasmussen, og
C. A. C. Brun, fyrrverandi
sendiherra á íslandi, fóru um
hádegið, með Dr. Alexandrine.
Þetta þyngir vitaskuld byrð-^
ar þær, sem leggja verður á
þjóðina, en við því er ekki hægt
að gera.
Hefir náð hámarki.
Forsetinn taldi, að styrjöld-
in í Kóreu hefði nú náð há-
marki. Hann kvað óskandi, að
hún breiddist ekki út. Ef Kín-
verjar flæktust í stríðið, þá
væri hætt við; að af yrði heims-
styrjöld.
Æskja ekki stríðs.
Bandaríkin munu mæta
hverskonar ofbeldi með öllum
þeim afla, sem þau hafa á að
skipa. Þau æskja ekki stríðs,
en óttast það ekki heldur.
Ágirnast ekki annara lanci.
Þá sagði forsetinn, að það
væri siður en svTo, að Banda-
ríkin ágirntust Formósu eða
nokkurn hluta Asiu. Hann sagð
ist treysta á S. Þ. og störf
þeirra, það væri helst á þeirra
valdi að varðveita friðinn.
Fullfrúafundur
LONDON, 2. sept. — Fulltrúar
utanríkisráðherra Vesturveld-
anna og Rússa munu koma sam
an hjer til fundar 7. þ. m. Er í
ráði, að þeir haldi áfram um-
ræðum um friðarsamninga við
Austurríki. — Reuter.
Ný gjaldskrá Raf-
veilunnar og Hiia-
veitu
I Á MÁNUDAGSMORGUN kem-
ur bæjarstjórnin saman til fund
' ar, til að ræða við fyrri umr.,
nýja gjaldskrá Rafmagnsveit-
unnar og Hitaveitunnar.
R,áðamenn þessara stofnana
hafa gert tillögur um breyting-
ar á gjaldskrám þessara tveggja
bæjarfyrirtækja.
r
Aframhaldandi
reknelaveiði
ÁFRAMHALD er á rekneta-
veiðinni í Grindavíkursjó, og
hafa bátarnir fengið yfirleitt
prýðisgóðan afla
í gær voru allflestir með um
200 tunnur síldar, eftir nótt-
ina. Aflinn er enn frystur en
ekki er um verulega söltun að
ræða enn, þó síldin sje um 20%
feit, þar eð síldarútvegsnefnd
hefur ekki gefið leyfi til sölt-
unar Faxaflóasíldar. Nokkuð
af síld þeirri er veiðst hefur í
Grindavíkursjó hefur verið sett
í bræðslu.
Kommúnisfablað bannað
; á Kúbu
j HAVANA — Stjórnin á Kúbu
| hefir bannað útgáfu koramún-
istablaðsins Hoy um stundar-
sakir. Manuel Antonio de Ver-
ona, forsætisráðherra, undirit-
aði skipunina. Vopnuð lögregla
umkringdí húsakynni blaðsins
og tók það í sínar vörslur.