Morgunblaðið - 07.10.1950, Blaðsíða 16
FAXAFLÓI, — VEÐUKÚTLIT:
Nojrðaustan kaldi. — VíSast
Bkýjað. —______________________
ÚR heixasfxjettnm er á blaö-
síðu 9, —
IDæmd ut úr íbúðinni vegna
|e$s að þar var spilaviti
1 Hæstarjetfardómur í húsnæðismáli.
HÆSTIRJETTUR hefur kveðið upp dóm í húsnæðismáli, er
Jeigutaki tapaði. Voru lögð fram skjöl í rjettinum, frá rann-
KÓknarlögreglunni, er sönnuðu að í hinu umdeilda húsnæði,
Bergstaðastræti 2, hafi leigutaki rekið spilavíti. Nam
tap þar og gróði einstakra „spilamanna“ hundruðum og
jafnvel á annað þúsund krónurn, eftir nóttina.
Málsaðilar eru Ásgrímur P.
Luðvíksson, sem er eigandi húss
ins og höfðaði mál þetta gegn
leigutakanum, Sigrúnu Pjeturs
dóttur. Hún rak í eina tíð mat-
sölu x umræddu húsnæði.
Þegar fógetarjettur fær málið
til meðferðar, hafði húsaleigu-
nefnd, að undangenginni rann-
fíókn, úrskurðað að Sigrún Pét-
ursdóttur og sambýlismanni
hennar, er mjög kemur við
fíögu í máli þessu,, Þorleifi B.
Þorgrímssyni bæri að rýma
húsnæðið
ÞÁTTÍ R HÚSALEIGU-
NEFNDAR
Húsaleigunefnd taldi full-
fíannað við rannsókn hennar í
málinu, að þau Sigrún Pjeturs-
dóttir og fyrrnefndur sambýlis
rnaður hennar, hafi með óhæfi
legri framkomu sinni gert
íeigusala verulega óþægilegt að
hafa þau áfram búandi í íbúð-
mni, í merkingu 2. gr. husa-
Jeiguiaganna.
MARGIR ÁREKSTEAB
Hjer verða ekki raktír á-
rekstrar þeir sem urðu á milli
húseiganda og leigutaka. nje
heldur árekstrar hennar við
konu er býr 1 þessu sama húsi,
en þeir voru allmargir og sum-
ir alvarlegir.
í fógetarjetti varð niðurstaða
máls þessa sú, að sök leigutak-
ans, Sigrúnar Pjetursdóttur,
var ekki talin það veruleg, að
fært þætti að svifta hana um-
ráðum yfir húsnæðinu.
DÓMUR HÆSTARJETTAR
í Hæstarjetti urðu úrslit
málsins hinsvegar þau. að úr-
skurður fógetarjettar var úr
gildi felldur og fógeta falið að
framkvæma útburðinn. — í
forsendum dómsins segir m. a.:
Kristján Kristjánsson, borg-
arfógeti í Reykjavík, hefir kveð
ið upp hinn áfrýjaða úrskurð.
Áfrýjandi, sem hefir skotið
raáli þessu til Hæstarjettar
raeð stefnu 21. júní 1949, ger-
ir þær dómkröfur, að hinn á-
frýjaði úrskurður verði úr gildi
felldur og að lagt verði fvrir
fógeta að framkvæma útburð
þann, sem krafist er. Þá krefst
hann og' málskostnaðar úr
hendi stefnda bæði í hjeraði og
fyrir Hæstarjetti eftir mati
dómsins.
Stefndi krefst staðfestingar
hins áfrýjaða úrskurðar og
inálskostnaðar fyrir Hæsta-
rjetti eftir mati dómsins,
FJÁRHÆTTUSPIL OG
VEITINGASALA
Hjer fyrir dómi hefir verið
lagt fram endurrit af lögreglu
rannsókn, út af grun um, að
fjárhættuspil hafi farið fram í
híbýlum stefnda veturinn 1947
—1948. Við rannsókn þessa
íiéfir stefndi viðurkennt, að
þangað hafi komið ýmsir merui.
einkum í febrúarmánuði þenha
vetur, og setið þar að fjár-
hættuspili með hennar vitund.
Kveðst hún hafa leyft þeim
þetta gegn því, að þeir keyptu
af henni ýmsar veitingar, er
hún segist hafa selt þeim
venjulegu verði. En ekki hefir
stefndi veitingaleyfi. Þá hafa
mörg vitni komið fyrir dóm, er
hafa kannast við að hafa setið
þarna að fjárhættuspili, sum oft
sinnis, og hafa þau talið að þar
hafi hvei’jum sem vildi verið
heimilt að koma og taka þátt í
spilum þessum, er seiið hafi
verið víð fram eftir öllum nótt-
um. Jap og gróði einstakra
spilamanna hafi numið hundr
uðum og jafnv. á annað þúsund
krónum á nóttu. Einstaka vitni
hafa borið að stefndi eða sam-
býlismaður hennar hafi fengið
aUháar fjárhæðir í sinn hlut, en
ekki hefir vætti þeirra vex’ið
boriö undir stefnda.
Með því að láta slíkt athæfi,
sein hjer að framan er lýst,
fara fram i híbýlum sinum, þyk
ir stefndi hafa brotið svo gegn
skyldum sínum sem leigutaki,
að varða beri missi leigurjett-
arins. Ber því að taka útburð-
arkröfu áfrýjanda til greina,
Þegar litið er til þess, að á-
fiýjandi færði eigi í hjeraði
fram nein gögn fyrir þeirri
málsástæðu, sem að framan er
rakin, þykir málskostnaður
fyrir fógetarjetti eiga að falla
niður. Eftir atvikum er rjett,
að stefndi greiði áfrýjanda
málskostnað í Hæstarjetti
Kosning í Fjelagi
jámiðnaðarmanna
hefsf í da|
I DAG kl. 12 heht alisherjar-
atkvæðagreiðsla í Fjelagi jám-
iðnaðarmanna um kjör fuiltrúa
á Alþýðusatnbamlsþing. Kosið
verður í skrifstofu fjelagsins í
Hafnarhvoli frá 12 til 8 í dag
og 10 til 6 á inorgun.
Listi lýðræðisinna er B-list-
inn og er hann borinn fram af
stjórn og trúnaðarráði. Full-
trúaefni lýðræðlssinna eru
Sigurjón Jónsson, form. fjelags-
ins, Skeggi Samúelsson og Sól-
on Lárusson. Varafulltrúar:
Ingimar Sigurðsson, Einar Guð-
brandsson og Egill Hjörvar.
A-listi kommúnista er þann-
ig skipaður: Snorri Jónsson,
Kristinn Ág. Eiríksson og Kr.
Huseby. Eru þetta allt alþekkt-
ir kommúnistar, sem í öllum
máium innan fjelagsins og ut-
an hafa reynst þægir vikadrengi
ir kommúnistaflokksins.
Járniðnaðarmenn! Listi lýð-
ræðissirma er B-listinn.
MacArthur oo hiuir sigruðu.
MacArthur hershöfðingi, yfirmaður hers Sameinuðu þjóðanna í Kóreu, sjest hjer í stríðsfanga«
búðum í Inchon, hafnarborg Seoul. Fangarnir, sem sjást á myndinni ítil vinstri, voru teknir I
bardögunum um Seoul. —
Markaður viða erlendis
fyrir hraðfrysta síld
i
Rælt um söluhorfur í Sölumiðilöðinn!
SÖLUMIÐSTÖÐ Hraðfrystihúsanna boðaði meðlimi sína í gæt
íil fundar hjer í Reykjavik, til að ræða söluhorfur á óseldrl
þessa árs framleiðslu á fi kfiökum, svo og möguleika á fryst-
ingu Faxasíldar til útflutnings. Gaf forrnaður stjórnar Sölu-
miðstöðvarinnar ýmsar merkilegar upplýsingar í því máli 5,
fundinum. —
Ekkerl samband við
Vatnajökulsmenn
I GÆR var send flugvjel aust-
ur að jökulrönd Vatnajökuls,
til að reyna að ná sambandi við
leiðangursmennina sem þar
bíða veðurs til að ganga á jök-
ulinn og reyna að bjarga af
farmi Geysis.
Flogið var yfir þar sem leið
angursmenn höfðu tjöld sin í
Köldukvíslarbotni, en þar sá-
ust engin tjöld og hafa þeir ber-
sýnilega flutt sig til en hvert
er ekki vitað, þar eð ekki tókst
að ná sambandi við þá úr flug
vjelinni.
Einnig var flogið yfir jökul-
inn, en á honum mun hafa ver
ið mikill skafrenningur. Gat
flugmaðurinn ekki eygt flak
Geysis eða björgunarflugvjel-
ina. —__________.
Flolinn rerí
í gærkwidi
ÞÓ veður væri ekki sem heppi
legast til reknetaveiði, og ekki
horfur á því í nótt er hið,
munu allir bátar úr verstöðv-
unum, hafa róið í gærkveldi.
Svo sem kunnugt er hefir land
lega verið undanfarna daga
vegna veðurs.
Sæluríkið
KOMMAR FINNA NÝTT
RÁÐ VIÐ SVEFNLEYSI
í lögum Tjekkóslóvakíu
nr. 247 frá 25. október
1948, um hegningarvinnu-
stöðvar, segir svo í 43. gr.:
„Uin nætur (frá því að
ljós eru slökkt til fóta-
ferðartíma) skulu allir
fangar vera í klefum sín-
um og sofa“.
Auðvitað þorir enginn
að vera andvaka!!
• Fundurinn var haldinn í
Tjarnarkaffi og voru þar mætt
ir fulltrúar allra þeirra frysti-
húsa í landinu, er því gátu við
komið. Var hjer um að ræða
skyndifund er ekki vanst tími
til að boða nema með stuttum
fyrirvara.
PÓLLAND 500 TONN
Formaður Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, Elías Þor-
steinsson, skýrði fundarmönn-
um fyrst frá möguleikunum til
að frysta Faxasíld til útflutn-
ings. Gat formaðurinn þess, að
nú þegar væri markaður fyrir
500 tonn af frystri síld aust-
ur í Póllandi. Stæði þessi mark
áður Sölumiðstöðinni opinn til
1. des. þ. e. a .s. að Sölumið-
stöðin þarf að hafa tekið á-
kvörðun um sölu þangað fyrir
þanp tíma.
ÖNNUR LÖND
Um sölumöguleika til annara
landa, gat Elias Þorsteinsson
þess, að markaður væri einnig
fyrir Faxasíld í Tjekkósló-
vakíu. eins í Frakklandi og jafn
vel í Vestur-Þýskalandi og víð
ar. —
SLÆMAR HORFUR ENN
Þá var rætt um sölumögu-
leika á framleiðslu Sölumið-
stöðvarinnar á hraðfrystum
flökum, framleiddum á þesatj
ári. — |
Sem kunnugt er af fyrrl
frjettum, eru söluhorfur á hrað
frystum fiski hinar óvænleg-
ustu úm þessar mundir og
hafði formaðurinn í þeim efn-
um ekkert nýtt fram að færa,
er hann ræddi þessi mál á funj
inum í gær. _ J