Morgunblaðið - 14.10.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.1950, Blaðsíða 1
16 síður Togaraverkfaliið: HEFUR EYDILAGT KARFAVEIÐARNAR OG ÞÝSKALANDSMARKAÐINN í SAMBANDI við togaradeiluna og kapphlaupstillögnr koinmúnista og krata er ástæða til þess að gcra almenn- ingi ljós eftirfarandi atriöi: 1. Það voru eklti útgerðarmenn eða samtök þeirra, sem sögðu upp samningum og hófu það verkfall togara- flotans, sem staðið hefur i hálfan fjórða mánuð. Það voru fjelagssamtök, sem stjórnað er af mönnunum, sem nú vilja láta skipa fimm manna nefnd til þess að „athuga atvinnuástand í kaupstöðum og kaup- túnum“, þ. e. a. s. Alþjðuflokksmönnum. 2. Útgerðarmenn í Reykjavík fóru þess á leit að mega j gera skip sín út á karfaveiðar með sömu kjörum og samist hafði um á Akureyri með samþykki Fjelags íslenskra botnvörpuskipaeigenda. Samkvæmt þeim samningum eru togararnir á Norðfirði, Seyðisfirði og Siglufirði einnig gerðir út. Sjómenn á þeim skipum, sem gengið hafa á karfaveiðar í skjóli þessa samnings fá 4—4500 kr. mánaðartekjur. En krataleiðtogarnir hjer syðra tóku ekki í mál að leyfa þetta þrátt fyrir mikinn áhuga útgerðarmanna fyrir karfaveiðunum. Þeir komu i veg fyrir að megin- hluti togaraflotans færi á karfaveiðar allt sumarið og skapaði þar með 60—70 millj. kr. erlendan gjaldeyri og mikla og arðberandi vinnu fyrir áhafnir skipanna og þúsundir fólks í landi. Þeir komu ennfremur í veg fyrir að togaraútgerðin, sem berst í bökkum, fengi notið sæmilega hagstæðrar sumarvertíðar. 3. Snemma á þessu ári fengu íslendingar leyfi, sem var mjög torsótt til þess að selja ísaðan fisk í Þýskalandi fyrir um 28 millj. kr. á tímabilinu 1. ág. til 15. nóv. þessa árs. Þetta tímabil er nú að renna út. Togara- flotinn gæti e. t. v. náð í að landa þar úr einni veiði- för ef hann færi á stað í dag. Þetta þýðir það að verkfallið hefur eyðilagt Þýska- landsmarkaðinn fyrir okkur í ár. Þetta er því hrapa- legra, sem hörgull hefur verið þar á fiski undanfarið og markaðurinn v'erið mjög hagstæður. Alvarlegastur er þó sá álitshnekkir, sem íslenskir fiskframleiðendur hafa orðið fyrir hjá þessari viðskiptaþjóð okkar. Við höfðum sótt mjög á um að selja þangað fisk. Okkur vantaði markað þar tilfinnanlega. Svo sýnir enginn íslenskur togari sig á öllu samningstímabilinu!!! í fyrra gátum við heldur ekki byrjað fiskflutning á Þýskalandsmarkað á settum tíma vegna verkfalls heima fyrir. Slík framkoma vekur ekki traust viðskiptamann- anna. íslenskur almenningur þarf að þekkja þessi atriði og ýms fleiri. Honum þarf að verða ljóst það einstæða á- byrgðarleysi, sem liggur til grundvallar því að hálfum fjórða mánuði er éytt í verkfall dýrustu framleiðslutækja hennar. Það er orðið dýrt kapphlaupið milli kommúnista og krata í verkalýðshreyfingunni. TRIMAN FORSETI KOM- IIMIM TIL HOIMOLULU Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. HONOLULU, 13. október — Truman Bandaríkjaforseti kom í aag flugleiðis til Honolulu frá Kaliforníu. Er talið líklegt, að hann muni hitta MacArthur hershöfðingja „einhvers staðar fyr- ir vestan Hawaii“ núna um helgina. I FYLGDARFLUGVJELAR Flugvjel Trumans hafði stöð Ugt samband við skip og flug- vjelan á leið sinni til Honolulu, eh flugleiðin er um 2,000 míl- ur. En auk þess skiptust sjer- stakar flugvjelar á að fylgja forsetavjelinni megnið af leið- inni. Fraxnh. á bls. 2. I fyrsta skipfi í þretfán ár NEW YORK, 13. okí. — í dag var skýrt frá því hjer í New York, að innflutningur Banda- ríkjanna í ágústmánuði hefði orðið meiri en útflutningur- inn. Er þetta í fyrsta skipti í þrettán ár, að innflutningurinn fer fram úr útflutningnum. Sfolið úr konungs- höllinni í London LONDON, 13. okt. — Háttsettir breskir leynilögreglumenn fóru í dag til konungshallarinnar í London, í tilefnni af því, að þaðan hvarf „diplomatataska“, sem síðan fannst í sorptunnu á' Victoria-stöð. Tekið er fram, að í töskunni hafi hvorki verið opinber skjöl nje leyniskjöl. Lögreglan skýrir svo frá, að ekkert bendi til þess, að brot- ist hafi verið inn í konungs- höllina, en á hinn bóginn sje ekki loku fyrir það skotið, að einhver hafi komist þar inn r óleyfi. — Reuter. Vmsir búast við land- göngu lýðræðisherjanna að baki Kóreukommum 37 a( herskipum SameinuSu þjóðanna gera slór- árásir á verksmiSjur og samgönguleiSir komma Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB. TOKYO, 13. okt. — Herskip Sameinuðu þjóðanna gerðu í dag fjórðu árás sína á tveimur dögum á nyrstu strandlengju Austur-Kóreu. Ytir þetta mjög undir þrálátar flugufregnut um að lýðræðisherirnir muni bráðlega ráðast til landgöngu að baki hinum flýjandi kommúnistaherjum. Fá Júgóslavar maivæli frá Bandaríkjunum! BELGRAD, 13. okt. — George Allen, sendiherra Bandaríkj- ( anna í Belgrad, ræddi í dag við Tito njarskálk. Að fundi þeirra loknum var skýrt frá því, að; þeir hefðu rætt um möguleika! á, að Bandaríkjajstjórn sendi Júgóslövum matvæli. -—Reuter. 1 Missouri, stærsta her- skip Bandaríkjanna (45,000 tonn) var fyrir flotanum í dag, en í honum voru alls 37 her- skip frá Bretum, Bandaríkja- mönnum og Ástralíu mönnum. í dag gerðu þau aðai árás. sína á iðnaðarhverfi og samgöngu- leiðir í Norður Kórer skammt frá landamærum Manchuriu og Síberíu. Segir í tilkynningu frá flotanum, að skothríð hans hafi valdið óvininum geisi- miklu tjóni. En aðaiárásirnar voru gerðar á Chongjin og Tan- chon. Andrei Vishinsky heitir á Bandaríkin að „sýna samvinnuvilja44 sinn Rússneski utanríkisráðherrann lýsir yfir: Það er ekki hægt að hafa samvinnu milli þjóða með því að beita „harðneskjulegri utanríkissteinu (!!) Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. I.AKE SUCCESS, 13. október — Andrei Vishinsky, utanríkis- í áðherra Sovjetríkjanna, fór þess í dag á leit við Bandaríkin, að þau tækju á ný upp „samvinnustefnu sína frá því á stríðs- órunum.“ Hann bætti við: „Þá munu viðhorfin breytast.“ Þessi óvæntu orð komu frá rússneska utanríkisráðherran- um, er hann flutti ræðu í stjórnmálanefnd allsherjar- I þingsins, í sambandi við þá til- ! lögu Breta og sjö þjóða annarra að völd þingsins verði stórum aukin. „UNDIRRÓT ERFIÐ- LEIKANNA“ Vishinsky sagði meðal ann- j ars: ,,Er það ekki undirrót allra erfiðleikanna, að málin eru alltaf tekin frá hinu pólitíska sjónarmiði? Hversvegna má ekki taka upp á ný gömlu sam- vinnustefnuna frá því á stríðs- ; árunum? Ef Bandaríkin gera það, þá er jeg sannfærður um, | að viðhorfin breytast". 1 Hann hjelt áfram: „Ef þið sýnduð það í verki, að þið vild- uð ekki leggja stein í götu allra annarra, þá kynni samkomu- 1 lagið að nást. En þið hafnið kökunni, án þess að bragða á ' henni“. „NÝJA STEFNAN“ Vishinsky vjek þar næst að þeim breytingum — til hins Framh. á bls. 12. Sfalin óskar Kóreu- kommum sigurs STALIN einræðisherra hef- ur sent Kim II Sung, for- sætisráðherra Norður Kóreu skeyti, þar sem hann óskar honum sigurs i Kóreustríð- inu og lætur jafnframt þá j Won í ljós, að hinum komm- únistisku ofbeldisseggjum megi auðnast að sameina landið allt undir eina „lýð- ræðisstjórn“!! Hefur ein- ræðisherrann rússneski þann ig tekið opinbera afstöðu með innrásarhernum í Kór- eu — og lýst yfir andstöðu sinni við samþykktir og að- gerðir Sameinuðu þjóðanna í þes.su máli. I skeyti sínu til forsætisráðh. kommjínista í Kóreu lýsir Stalin marskálkur með öðr- um orðum yfir, að hann og klíka hans eiga ekki aðra ósk heitari, en að ofbeldissegg- irnir gangi með sigur af hólmi í ofbeldisstríði sinu gegn, Sameinuðu þjóðunum! LOFTÁRÁSIR Á vesturströnd Kóreu 'hafa flugvjelar Sameinuðu þjóðanna haldið uppi loftárásum á strand lengjund við Sinanju. Gerðu bandarískar sprengjuflugvjel- ar meðal annars stórárás á borg eina, sem aðeins er 3^ km. frá landamærum Manchuriu. Búist er við því, að borgin Kumchon í Vestur Kóreu muni fálla á morgun (laugardag), þrátt fyrir harðvítug.a mót- spyrnu kommúnista. Hún er nú umkringd og allar sam- gönguleiðir til hennar rofnar. En það er við hana, sem komm- únistar revna að verja aðalveg- inn til höfuðborgarinnar. 60.000 FANGAR I morgun var skýrt frá því, að hersveitir Sameinuðu þjóð- anna hefðu tekið 1400 kommún ista til fanga á aðeins einurn sólarhring. Eru stríosfangar þá alls orðnir 60,000 frá því að sóknin inn í Norður Kóreu hófst. Belgíusfjórn vill lengja herþjónuslu- fímann BRÚSSEL, 13. okt. — Belgiska stjórnin samþykkti í dag frum- varp, sem miðar að því að lengja herþjónustutímabilið í Belgíu úr einu ári í tvö. Frumvarpið verður nú lagt fyrir þingið. — Reuter. Flotaæfingar LONDON, 13. okt. — Skýrt vaf frá því hjer í London í dag, að ákveðið hefði verið að efna til sameiginlegra flotaæfinga her- skipa frá Pakistan og Bretlandi. Æfingarnar munu fara frara undan Karachi. — Reuter. . *>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.