Morgunblaðið - 01.12.1950, Side 14

Morgunblaðið - 01.12.1950, Side 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 1. des. 1950 imiiiiniimia Framhaldssagan 9 iMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiaiiiiiiiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiinJiiiiiiiilIlJlTr* TACEY CROMWELL Skáldsaga effir Conrad Richfer. 6. kafli, Við vorum úti á tröppunum þegar frjettin kom. Það var oft næturfrost í Bis- bee og á vetrardögum var oft svalt í skugganum. En um miðj an daginn þegar sólin skein í heiði og vermdi klettana, þá var alltaf heitt, eins og að sumri. Það var jafnvel hægt að sitja úti á skyrtunni. Á morgnana þegar sólin skein, kom Tacey út. Þó að hún væri með ullarklút um herð- amar, var henni kalt í fyrstu Og jeg bjóst við því á hverri stundu að hún mundi stökkva upp og hlaupa inn. En þegar sólin varð heitari fór hún að horfa í kring um sig. Pallur- inn fyrir framan húsið hjá okk- ur var eins og sæti í gríðar- stóru leikhúsi og Brevery Gulch var leiksviðið. En Tacey sat sjaldan lengi úti. Hún flýtti sjer alltaf fljót- )ega inn aftur. Jeg held að hún hafi varla vitað sjálf til hvers hún var að flýta sjer, nema það hafi verið af einhverri athafna- þörf. Einu sinni spurði Gaye hana, hvers vegna hún væri að rífa sig á fætur klukkan níu á morgnana, og hún sagði að hún mundi missa vitið ef hún ætti að liggja lengur fram eftir. Jeg svaf í rúminu í fremra her- berginu og jeg var alltaf l'eg- inn þegar jeg heyrði að hún var komin á fætur á morgnana. Jeg vissi að þá mundi ekki vera langt að bíða þess að morgun- maturinn yrði tilbúinn. Gaye sagði einhvern tímann að það væri engu líkara en að jeg væri fullorðinn maður sem þvrfti að fara til vinnu snemma á morgn ana. Jeg þurfti ekki einu sinni að þurrka diskana. Hún var búin að þvo þá, þurrka þá og setja þá á sinn stað, áður en jeg var búinn að rogast með vatnsfötuna neðan úr brunn- j.num við götuna. Jeg held að henni hafi jafn- vel fundist að hún væri allt of fljót að þvo þá og þurrka og hún hafi reynt að treyna sjer húsverkin eins og hún gat. Þegar hún var búin að ganga frá matarílátunum, þá bjó hún um rúmin. Og svo sópaði hún eldhúsið, stofuna og pallinn fyrir framan, hvort sem það þurfti eða ekki. En brátt var öllum húsverkunum lokið og það mátti s.iá örvæntingu í aug- unum á henni, þegar hún var að leita sjer að einhverju meira að gera, en fann ekki. Eftir hádegið fór hún niður í bæinn, stundum til að fara í verslanir, eða athuga á póst- húsinu, hvort hún hefði fengið nýja sendingu af tískublcðum. Hún vildi oftast að jeg kæmi með sjer. Stundum gengum við út fyrir bæinn yfir að Walnut Springs eða Dixie eða Dubaker Conyons eða eitthvað sem við höfðum aldrei farið áður. Hún naut þess að ganga og hreyfa sig og þá var hún oft skraf- hreyfin. En á kvöldin, þegar Gaye var farinn til vinnu við „The Sports Club Saloon", var hún þögul og hugsandi. Hún var ákaflega lagin í höndunum og gat búið til næstum hvað sem var ef hún hafði nál og spotta og skæri. Um áttaleytið á kvöldin var jeg sendur í rúmið. Tacey fór þá með lampann og sauma sína inn í eldhúsið. Hún lokaði dyr- unum á milli, en innan skamms fann jeg daufan sígarettuilm inni í myrkrinu. Stundum fann jeg það líka eftir að hún var komin í rúmið. Gaye kom ekki heim fyrr en undir morgun og þá sagði hann sögur og frjettir neðan úr bænum. Þá fannst mjer alltaf gaman, þó að jeg heyrði þær stundum varla í gegnum svefninn. Flestar sögurnar sem Gave sagði voru meira og minna tvíræðar. Skemmtilegust fannst mjer sagan um manninn sem hljóp fram og aftur og barði að ónefndum dyrum. Það hitt- ist svo á að þær voru lokaðar á meðan lestin stóð við í Bisbee. En jeg. treysti mjer ekki til að segja söguna eins skemmtilega ! og Gaye sagði hana. Eins og jeg sagði áðan sátum við Tacey á tröppunum. Gaye var sofandi. Seely hlaut að hafa sjeð okkur Tacey en við sáum aldrei neitt til hennar. Síðan hún skuldaði Tacey fyrir bi otnu rúðuna, hafði hún forðast okk- ur eins og heitan eldinn Einu Sinni þegar jeg kom út, sat hún með litla barnið á mjóu kletta- sillunni, sem var á milli hús- anna. En um leið og hún kom auga á mig, þaut hún á fætur, þreif barnið og hvarf inn til sín. Um ellefuleytið sáum við námuverkamenn koma upp O.K.-götu. Allir vissu að þeir sem unnu i námunum á dag- inn, áttu ekki að koma upp strax og brátt sáum við konur koma hlaupandi út úr húsun- um og stökkva niður tröppum- ar tvö og þrjú þrep í einu. Þeg- ar hann var kominn í troðn- inginn, var kominn hóour í kringum hann. Sumt fólkið fór með honum inn í hvíta húsið þar sem Donahue bjó og aðrir stóðu eftir úti og gutu augun- um upp eftir í áttina til okkar. Skömmu síðar komu þrjár kon- ur út úr húsi Donahue og löffðu af stað upp tröppurnar að húsi Dowdens. Feita konan sem átti brotnu rúðuna var ein bar á meðal og hún kallaði til Tacev begar hún var komin hálfa leið uno: „Var yður nokkurn tímann borpað fvrir rúðuna. frú?“ „Mjer verður 'bor^að fvrir hana. frú OdeIl“, sa^ði Tacev kuldaleva. Það var auðcieð að hún vildi ekki ræða það frek- ar. „Ef bier eruð ekki bónar að fá oeninvana núna. bá fáið bier bá a1drei“. sa°ði sú feita. „Karl- inn hann faðir hennar fór til fjandans í da<*“. Je<» sá að Taeev leit snöcgv- ast vfir að húsi Dowdens. Dvm ar stóðu onnar erv bar var ekki nokkra hreyfingu að sjá. „Er nokkuð að?“. Konan sem bió ? aræna hú®inn hinu meein við Dovrden hú«ið var komin út á nallinn hiá sjer. „Það varð slys á Czar-stöð- inni“, kabaði feita konan. „Tim Cowden lenti í spreng- ingu“. j „Meiddist hann mikið?“ „Það fauk ofan af hausnum á honum“. „Hvað er að^hevra betta. Og það er ekki liðið ár síðan kou- an hans fór“, kallaði konan í græna húsinu og hallaði sjer fram á handriðið. „Hún losnar þá við að koma honum í gröfina“, svaraði sú feita. Snöggvast sá jeg bregða fyr- ir náfölu barnsandliti í gætt- fnni og hurðinni var skellt aft- ur. Þegar konurnar komu að dyrunum voru þær læstar. j „Opnaðu, Seely“, kallaði sú feita. „Snautið þið burtu“, heyrðist Seely hrópa innan úr húsinu. „Jeg hef ekki beðið ykkur að koma“. „Við erum með frjettir til þín“, sagði sú feita og setti upp alvörusvip. „Það er lygi“, hrópaði Seely. „Það er bölvuð lygi“. I„Opnaðu“, sagði feita kcnan og hamaðist á hurðarhúninum. „Jeg er !með exina“, æpti Seely. „Snautið þið niður, kerl- ingar tuðrurnar ykkar“. Tacey stóð á fætur. Fyrst hjelt jeg að hún ætlaði að fara inn af því að hún vildi ekki hlusta á þetta orðbragð. En þeg ar jeg leit við aftur, sá jeg að hún var að feta sig áfram eftir mjóu sillunni, sem var á milli húsanna. Hún fór að bakdvrun- um og jeg hljóp á eftir henni. Þegar Seely heyrði að bak- dyrnar opnuðust, kom hún hlaupandi með ryðgaða exi á lofti. En þegar hún sá hver var komin, hvarf reiðiglampinn úr augum hennar og hún fór að háskæla, og faldi andlitið í p<ls- unum á Tacey. ! Tacey lofaði henni að gráta dálitla stund. Á meðan ham- aðist konan við dvrnar og hót- aði öllu illu. Það var auðsjeð að hún vildi ekki láta í minni pokann fvrir augunum á binum konunum og hóunum sem stóð fyrir neðan tröonurnar. En þeg ar Tacev opnaði dvrnar rann henni allur vígamóður. Hákon Hákonarson 27. 1 Jeg gafst fljótt upp á því, að finna stað þar sem jeg kæm- ist yfir og fór til baka að stóra trjenu, og kveikti þar bál. Jeg steikti nokkur skjaldbökuegg, en nú var jeg að verða ! leiður á ostrum og skjaldbökueggjum, svo að jeg varð feg- inn þegar jeg fann plöntu, sem líktist káli. Hún var því miður alveg afleit til matar, að minnsta kosti svona hrá. Jeg hafði ekki haft með mjer neitt vatn, en jeg hugsaði mjer að taka svolítið með heim af henni og prófa hvernig hún væri, þegar búið væri að sjóða hana. j Fyrst um sinn varð jeg að hætta við að hugsa um að kom- ast yfir skarðið, og þess vegna var jeg heima við hellinra daginn eftir. Jeg var að velta því fyrir mjer, hvort ekki myndi mögulegt á einn eða annan hátt að veiða fisk. Je*g hlaut að geta búið til sæmilegt færi úr kaðlinum, en hvar átti jeg að fá öngul? Að lokum komst jeg að þeirri niður- stöðu að það yrði best hjá mjer að búa til net. En þegar jeg loksins var búinn að því, datt mjer í hug, að jeg hefði engan bát. Jeg lagði af stað til þess að leita að vík, sem væri nægi- lega mjó til þess að jeg gæti lagt netið, en á meðan jeg var að leita að henni, fann jeg annað, sem var ennþá betra, fisk, sem lá hjer um bil uppi á þurru landi. | Þegar fjara var, lágu þeir eftir í smáhrúgum í flæðar* 1 máhnu. Það var enginn vandi að bana þeim með spýtu. Þetta voru stórir, fallegir fisklr, og sumir þeirra voru mjög bragðgóðir. En jeg var ekki sá eini, sem hafði áhuga á þessum fiskum. Heill her af máfum, skörfum og öðrum siófuglum flögruðu yfir ströndinni og gripu þá, hver sem ‘betur gat. Jeg komst fljótt að því, að jeg varð að fara snemma á fætur, ef jeg ætlaði að ná í ætan fisk. Það lá alltaf mikið eftir, sem hvorki jeg nje fuglarnir hefðum haft neina ánægju af að borða, þar á meðal brodd- fiskurinn, sem er alveg hnöttóttur, og blæs sig upp, svo að hann verður eins og nálapúði. Hina undarlegu þrí- og fer- hyrndu kistufiska þorði jeg heldur ekki að snerta. En jeg fann oft makríl og annan góðan fisk. frtfí rno’UjAAArxJhifóirfXju, * : V"' ii' s, •'ír—-:<(■ '%)Cr|L Hafið þið séð bókina SÁLIN HANS JÓNS MÍNS, teikningar eftir Ragnhildi Ólafsdóttur við kvæði Davíðs Stefánssonar. Bókin er lista- verk. Bókaverzlun ísafoldar. EINAR ÁSMUNDSSOJN hœstaréttarlögmaOur 8KRIF8TOFA: Tlwurrlti II. — g -•>- „Meðmæli! Þau „nn, sem jeg get gefið >ður, er að þjer sofið vel og hafið góða matarl>st.“ ★ Þingmaður nokkur í Bandaríkjun- um var búinn að tala í meira en tvo klukkutíma í þinginu, þegar hann bað um glas af vatni. „Jeg mótmæli því“ sagði annar þingmaður. „Hvað?!“ „Herrar mínir“, hjelt hinn þing- maðurinn áfram, „Jeg færi þau rök að það er ekki hægt að láta vind- myllu ganga fyrir vatnsafli.“ ★ Það er hægt að lækna slæm sár, ekki slæman orðróm. Skoskt spakmæli. ★ Heimili Beethovens í Bonn hefir verið gert að minjasafni. I einu her- bergjanna er píanóið, sem Beethoven samdi mörg af verkum sínum á. Eitt sinn kom hópur af amerískum stúd- entum til að skoða húsið, og ein stúlkan horfði með lotningu á píanóið og spurði hvort hún mætti leika é það. Leyfið fjekkst og hún settist við píanóið og ljek nokkrar nótur úr Tunglskinssónötunni. Síðan reis hún UPP og sagði við safnvörðinn: „Jeg i býst við, að allir miklir pianósnill- i ingar, sem hingað hafa komið, hafi leikið á þetta iiljóðfæri." „Nei, fröken", svaraði vörðurinn. „Paderewski kom hjer fyrir tveina árum, og hann sagði, að hann væri ekki verðugur þess að snerta það.“ ★ Ef þú mátt kyssa húsmóðuj inas kysstu þá aldrei vinnukonuna. Spánskur málsháttur, ★ Og svo er hjer að lokum saga uns varkáran mann. Þekktur og forríkur verslunarmaður varð ástfanginn af leikkonu. 1 marga mánuði var hann fastur fylgdarmaður hennar á öllum skemmtunum, og loks ákvað hann að giftast henni. Til þess að hlaupa ekki út í eitthvað, sem hann sæi eftir, fjekk hann fyrst leynilögreglu- mann til þess að grennslast um for- tið leikkonunnar. Að lokum fjekk hann eftirfarandi skýrslu: „Ungfrúin nýtur mjög góðs álits. Fortið hennar er flekklaus. Kynningja hennar og þá, sem hún umgengst, er ekki nokk- ur leið að setja neitt út á. Eina hne.ykslið, sem hún hefir valdið er, að hún hefir undanfarna mánuði sjest mikið i fjelagsskap verslnnar- ihanns með vafasamt mannorð.“ Næluraksfur^smi B V R ^ 1720 vimiiiiimtiMiiiii GÆFA FYLGIR irulotunarhring- unum frá SIGURÞÓR Hafnarstræti ♦ — Spndur gegn póstkröfu — — Sendið ná- kvæmt mál — EGGERT KRISTJÁNSSON hieraSsdómslögmaSur Austurstræti 14. Sími 1040 Skrifstofutími kl. 1—5 Annast allskonar lögfræðistörf. WIiIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIII •••••• llllll •••••••••••••• •••••••III®

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.