Morgunblaðið - 05.12.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.1950, Blaðsíða 10
i ( 10 hlötlGÚNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. des. 1950. Jólakort hinna vandlátu Vegna fjölda áskorana höfum við látið gera sjerstaklega smekkleg jólakort, möppur með litprentuðum málverk- um af eftirtöldum myndum: Vetrarkvíði eftir Jóhannes Kjarval. Hestur við búðardyr eftir Jón Stefánsson. Flótti undan eldgosi eftir Ásgrím Jónsson. Syngjandi vor eftir Kjarval. Djákninn á Myrká eftir Ásgrím. Vorkvöld eftir Ásgrím. Svanir eftir Jón Stefánsson. Altaristafla, Jesús læknar blinda manninn, eftir Guðmund Thorsteinsson. Kortin kosta aðeins 2—3 krónur með umslögum. Að- eins örlítið er til að hverju korti og fást þau aðeins á eftirtöldum stöðum. ^Jjelcjcifetu Aðalstr. 18, Njálsg. 64, Laugav. 100, Laugav, 38 jJenninn llafnarstræíi, Laugaveg &J, ur cJ rit^öncj Austurstræti 1, Laugaveg 39 STAGATRUC m m \ \ Frá Bretlandi getum vjer útvegað *neð mjög stuttum fyrirvara hinar heimsþekktu Stacatruc lyftivagna. Allar pá ari tipplýsingar fyrirliggjandi á skrjistQfu vorrú Heilo/ersKunin iS&.:!a h.f. Síml 1275. sendi fyrir jólin í HITTEÐFYRKA á markaðinn bókina Hálfa öld á höfum úftl Bók þessi varð metsölubók. Var hún endurprentuð og er síðari útgáian upp- seld frá forlaginu, en eitthvað kann að vera eftir hjá einstökum bóksölum. í FYRRA sendi prentsmiðjan á jólamarkaðinn einhverja frægustu bók um sjóferðir og siglingar með langferðaseglskipum, sem gefin hefur verið út á enska tungu Hetjur hafsins (Rödd úr hásetaklefanum) og er enn eitthvað óselt af þeirri ágætu bók. — Verð kr. 48.00, ib. kr. 58.00. í ÁR sendir prentsmiðjan út sjómannabók, sem þó ótrúlegt sje, ber af báðum þessum bókum. — Er það bók MONTEVANS LÁVARÐAR, FLOTAFORINGJA Með vígdrekum um veröld ullu Þetta er sjálfsævisaga um ótrulega viðburðaríka ævi eftir einn af frægustu flotaforingjum Breta, sem jafn- framt hefur mikinn og merkilegan rithöfundarferil að baki sjer. Bókin hefst á því, að höfundurinn er hýddur í barna- skólanum í viðurvist 500 drengja og rekinn úr honum fyrir að svala ævintýraþrá sinni. — Hann er þvínæst sendur 1 skóla vandræðadrengja og náð taumhaldi á honum þar með því að gera hann að umsjónarmanni í stað þess að reka hann. Síðan ræðst hann í flotaþjónustu. Þegar hann er orðinn undirforingi er hann ráðinn í 2 hjálparleiðangra til Cooks til Suðurheimskautsins og lendir þar í alls- konar ævintýrum. Hann hækkar nú í tigninni og þegar Cook fór í 2. leiðangur sinn tíl Suðurheimskautsins var Montevans næstæðsti maður hans og var þar kominn í hina mestu lífshættu. Var hann fluttur nær dauða en lífi 1500 kílómetra eftir ísauðninni. Þegar hann hafði náð sjer nokkuð, varð hann yfirmaður leiðangurs þess, er sótti lík Scotts og fjelaga hans. — Eftir þetta var hann að hugsa um að hætta herþjónustu og setjast að í Ameríku, en rjett fyrir upphaf fyrri heimstyrjaldar- innar kallaði Winston Churchill hann aftur til flotans og varð hann þá foringi á tundurspillum. Gat hann sjer þar mikillar frægðar, er hann sigldi tundur- spilli sínum „Broke“ á þýskan tundurspilli í orrustu og sökkti honum. Eftir þetta varð hann yfirforingi beitiskips við strendur Kína og Japan og eru margar ágætar frásagnir þaðan. Bjargaði hann m. a. eitt sinn yfir 200 Kín- verjum á strönduðu skipi með því að synda með taug til hins strandaða skips, þegar engar aðrar björgunaraðferðir dugðu. Eftir þetta varð hann yfirmaður þeirrar flotadeildar, sem gætti fiskveiðaflota Breta á Atlantshafi. Kom hann þá hvað eftir annað til íslands og er sjerstakur kafli bókarinnar um það. Lýsir hann laxveiðiferð í Borgarf jörð, dansleik á Seyð- isfirði og gerir gaman að landhelgisgæslu Dana á þeim tímum. Eftir þetta verður hann yfirstjórnandi vígdrekans Repulse og síðan yfirmaður Ástralíu-flotans og Afríku-flota Breta. Eru frásagnimar vun Ástralíu, Afríku og eyjarnar þar í grennd einkar skemmtilegar og fræðandi. — Að þessu loknu er hann gerður að yfirmanni flota þess, er hafði stöð í Nore á Englandi. Var hann nú orðinn það aldraður að hann vjek úr herþjónustu og var þá kosinn rektor Aberdeenháskóla, þó að faðir hans væri velskur og móðir írsk. En svo kom síðari heimstyrjöldin og var hann þá kvaddur til að vera hægri hönd Beavenbroks lávarðar til þess að koma upp loftvörnum á Englandi við flugvjela- verksmiðjurnar. — Þ'-gar Noregur var hernuminn var hann gerður að millilið milli Churchills og Hákonar Noregskommgs, því að hann var svp nauðskunnur í Noregi, meðal annars giftur norskri konu, sem hann kveðst hafa verið trúlofaður 7 mínútum eftir að hann sá hana fyrst. Var Noregsförin allmikil svaðilför á þeim tímum. — Eftir að Hakon Noregskonungur flutti til Englands á stríðsárunum var Montevans lávarðui gerSiir að yfirmanni loftvarnanna í London. Þetia « n: aðéins örfá atnði úr atburðaríkri ævi þessa einstaka ævin ’amanns, en ættu að nægja til að sýna að hjer er um alveg sjerstæða bók að vu: >. Bókin er 287 þjettprentaða.r blaðsíður í stóru broti, prýdd 32 myndun'. og kostar l>6 aðeins 50 krónpr heft og 65 krósur í rex*nbandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.