Morgunblaðið - 05.12.1950, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. des. 1950.
Framhaldssagem 12
!'• '
TACEY CROMWELL
Skáldsaga eftir Conrad Richter.
Tacey sagði að grátt færi
tnjer vel. Jeg vissi að hún sagði
t>að bara til að hugga mig af
því. að -rauði kjóllinn var svo
fikrautlegur á Seely, og hann
£ór svo vel við svarta hárið
iiennar og dökka augnaumgerð
ína. -Seely hlaut að hafa fund-
íð-það á sjer, hvað hún var fín.
Yið höfðum engan spegil nógu
«tóran til þess að hægt væri
e.S sjá sig allan í honum, en
tiún gekk um eins og í leiðslu
og hjelt pilsinu upp að fram-
en, eins og hann væri glitof-
4nn
Á sunnudagskvöldið lauk
Tacey við fötin, dró úr þræð-
ingarnar og festi hnappa.
„Nú skuluð þið fara að
liátta“, sagði hún við okkur.
„k morgun byrjið þið í skól-
enum“.
„Skólanum?“ át jeg eftir
tiennL
„Viltu ekki læra neitt, dreng-
ur?“ sagði hún hvasslega.
„Þú verður aldrei að manni
€iema þú gangir í skóla“.
„Jeg veit ekki einu sinni
livar hann er“, sagði jeg, en
Seely mótmælti engu.
„Jeg skal sýna honum hvar
ekólinn er“, sagði hún, bljúg-
ari og blíðari en jeg hafði nokk
urntímann sjeð hana. — Hún
hafði ekki augun af rauða kjóln
um.
Jeg hafði vit á því að segja
ekkert meira og jeg sagði ekki
Orð næsta morgun, þegar Tacey
eendi okkur af stað. En hugur
minn var fullur af beiskju. —
Jeg sá það núna, að Tacey þurfti
mín ekki lengur með. Hún
í.iafði aðra núna sjer til skemmt
unar og afþreyingar.
„Þú ferð hjer upp“, sagði
Seely við mig með þessari nýju
tilgerðarlegu rödd sinni.
„Og þú ferð þarna niður“,
sagði jeg og hljóp á undan
henni eftir Main Street og upp
á hæðina, þar sem skólinn var.
Jeg þurfti ekki að láta stelpu
íylgjg mjer.
í Tacgy geymdi lengi mynd af
í>essum barnaskóla í Bisbee. —
Það var stór mynd af húsinu
Ög öllum börnunum úti á tröpp
iþvum. Það væri ógerningur í
Sag að þekkja Seely þar sem
ún stóð í miðjunni í rauða
jólnum eða mig úti á endan-
tym með stóran hvítan kraga
óg slaufu, hnýtta í hálsinn. —
^Jngfrú Pritchard stóð ásamt
eldri stúlkunum í dyrunum. —
Óft hefi jeg gengið í gegn um
þessar dyr. Fyrst var komið
||Dn í einhverskonar fordyxi þar
áem yfirhafnir drengjanna
íijengu öðrum megin og stúlkn
fna hinum megin. Þar innar
var kennslustofan. Jeg man
enn eftir lyktinni, sem alltaf
var í kennslustofunni af krít-
unum. Gólffjalirnar voru illa
heflaðar og borðin voru öll út-
lcrotuð. Á einum veggnum
hjekk stór mynd af George
Washington og tveir fánar í
iross.
Allan daginn forðaðist jeg
Seely, þó að jeg yrði oft var
við það að hún horfði ásakandi
á mig. Jeg stytti mjer leið yf-
ir kirkjugarðinn, þegar við
fórum heiin að borða og jeg
liljóp á undan henni í skólann
aftur. í frímínútunum var jeg
þeim megin á leikvellinum sem
Strákarnir voru að spila
',,formastik“. Stewe Morrow var
bestur í því, en Matt MacCachy
var betri en hann í kúluvarp-
inu.
„Ert þú að fara heim?“ spurði
Seely mig þegar skólatíminn
var úti.
„Nei“. sagði jeg, sneri í
hana bakinu og beið eftir því
að hún legði af stað. Svo gekk
jeg í áttina að kirkjugarðin-
um, því að jeg ætláði að fara
þá leiðina heim.
í frímínútunum höfðu strák-
arnir ekki veitt mjer hina
minnstu athygli. En þegar jeg
kom að kirkjugarðinum, sá jeg
þá fimm liggja letilega í gras-
inu og jeg vissi að nú mundi
eitthvað vera á seyði. Enginn
þeirra leit í áttina til mín en
handan við þá sá jeg minni
krakka sitja á legsteinum, eft-
irvæntingarfull á svipinn eins
og þau sætu í leikhúsi og nú
ætti að fara að draga tjaldið
frá.
„Sælir strákar“, áræddi jeg
að segja.
„Hver ert þú?“ sagði sá
minnsti þeirra ögrandi. Hon-
um var ýtt út á götuna í veg
fyrir mig. Hann virti mig fyr-
ir sjer frá toppi til táar. „Á jeg
að gefa Þjer einn á hann“, sagði
hann.
„Farðu heim til mömmu þinn
ar“, sagði jeg.
Við gengum nokkur skref
samhliða eftir götunni. Báðir á
verði og biðum eftir að hinn
yrði fyrstur til að slá.
Jg reyndi að hraða göngunni,
en hinir fylgdu fast á eftir.
„Hvað heldurðu að þú
sjert? spurði Leo Killian með
fyrirlitningu.
„Jeg er að koma úr skólan-
um sagði jeg.
„Skólanum. Hann segist vera
frá skólanum. Hvar áttirðu
heima áður en þú komst til
Bisbee?“
„í Kansas“, sagði jeg.
„Kansas! Kansas!“ æptu þeir
allir í kór og einn þeirra tog-
aði húfuna mína niður fyrir
augun á mjer.
Jeg togaði hana upp aftur og
var nú orðinn heitur og reiður
en þegar jeg sá hvað þeir voru
margir, hjelt jeg áfram göng-
unni.
„Hvað heitirðu, Kansas?“
kallaði einhver fyrir aftan
mig.
Jeg svaraði ekki, en hjelt á-
fram, ekki þó svo hart að það
gæti heitið að jeg væri á hlaup
um.
„Hann heitir Nugget Olda-
ker“, kallaði lítil stelpa sem
stóð uppi á ferhyrndum leg-
steini.
„Við skultun sjá, hvað hann
getur“, kallaði ítalskur strák-
ur. „Nú! Allir í einu“.
Jeg hraðaði ekki göngunni,
en nú varð jeg alvarlega hrædd
ur. Kirkjugarðurinn var ekki
stór, en mjer fannst hann aldrei
ætla að taka enda. Þeir voru
komnir allt í kring um mig.
Fyrst var ýtt við mjer öðrum
megin og þegar jeg leit við var
mjer ýtt hinum megin frá. —
Rjettast hefði verið að halda
áfram eins og ekkert hefði í
skorist, en nú var jeg að missa
stjórnar á mjer. Jeg sá hóp af
stelpum hlaupa upp brekkuna
til þess að horfa á slaginn. Þar
á meðal var ein í rauðum kjóL
Þegar við komum að stóra
pílviðartrjenu, þreif einn
þeirra af mjer húfuna. Hann
hljóp með hana dálitinn spöl,
sneri bakinu í mig og fór að
fálma eitthvað framan á sig.
Jeg vissi strax hvað hann ætl-
aði að fara að gera og tók undir
mig stökk í áttina til hans, en
þá fleygði hann húfunni upp
í trjeð. Þar með var málið á-
kveðið. Jeg gat ekki farið heim
og skilið húfuna mína þarna
etfir. Og ekki var betra að
klifra upp í trjeð og sækja
hana. Jeg kæmist hvort eð væri
ekki heim. Látum þá gera út af
við mig hjerna í kirkjugarðin-
um, hugsaði jeg, en fyrst skyldi
jeg lumbra á stráknum, sem
hafði tekið af mjer húfuna.
Jeg var hamslaus af bræði
og skellti honum niður sam-
stundis. En mjer vannst ekki
tími til að svala reiði minni á
honum. Jeg varð að snúa mjer
að hinum. Hnefahöggin dundu
yfir mig. Þarna höfðu þeir
loksins fengið það, sem þeir
voru að bíða eftir. Jeg varð
undir í viðureigninni, en um
leið* sá jeg hvar einhver kom
hlaupandi í rauðum kjól nið-
ur hæðina.
„Bölvaðir óþokkarnir ykkar.
Látið þið bróðir minn í friði“.
Jeg þekkti rödd Seely Dowden.
Á eftir var sagt að Patrick
Connelly hefði tekið þátt í á-
flogunum. Að minnsta kosti
velti Seely legsteininum hans
yfir okkur. Það er í eina skipt-
ið sem jeg hefi verið feginn að
vera neðstur. Jeg fann ekkert
fyrir steininum, en jeg heyrði
að einn strákurinn rak upp
skaðræðisvein og á augabragði
voru allir staðnir upp. Seely
var nú kominn með í bardag-
ann og það var slegið og bitið
og klórað og sparkað. Stewe
Morrow datt á járngrindur sem
voru utan um eina gröfina og
þegar hann reis upp aftur, lag-
^aði blóðið úr enninu á honum.
Nú voru ekki eftir nema
þrír af fimm og við Seely
snerum okkur að þeim með
miklum eldmóð. Eftir litla
stund var aðeins sá minnsti
eftir og hann reyndi hvað hann
gat að komast undan á flótta.
Seelv hjelt honum fantataki,
skellti honum niður og reif
hann úr buxunum. Annar skór-
inn hans fór þá af honum um
leið.
„Láttu mig fá buxurnar mín-
ar“, grenjaði hann.
„Þú færð þær“, sagði Seely
lafmóð, „en fyrst verðurðu að
ná í húfuna hans“.
„Jeg kastaði henni ekki upp
í trjeð“, sagði hann vælandi.
Hákon Hákonorson
29.
Það leit út fyrir að göngin næðu langt inn í fjallið. Jeg
gekk noklcur skref ennþá, en allt í einu fór skelfingarhroll-
ur um mig, jeg vissi ekki hvers vegna. Þegar jeg sneri mjer
við, og þreifaði mig áfram að útganginum, fannst mjer eine
og það væri heill her af illum öndum á hælunum á mjer. Jeg
komst fram í birtuna og stansaði skyndilega. Mig langaði til
að flýja, en jeg gat ekki hreyft mig úr sporunum. Beinfe
íyrir framan mig lá hauskúpa úr manni.
Loksins gat jeg komist af stað. flálftrylltur af hræðslu
bljóp jeg 1 gegnum hellisgöngin og klifraði niður í flýti, áta
þess að hugsa um, að jeg yrði etinn upp af hákarli, ef mjer
skrikaði fótur og jeg dytti í sjóinn.
| Þegar jeg kom niður, komst jeg að raun um nokkuð, sem
kom mjer til að stirðna upp af hræðslu. Jeg komst ekki til
oaka. Á meðan jeg var inni í hellinum, hafði sjórinn fallið
að og stigið, svo að sandræman var komin langt undir yfir-
borð hans. Jeg horfði á hellismunnann, eins og jeg ætti voia
á, að þaðan myndi koma vofa og ráðast á mig. Jeg sneri
mjer aftur við og bjóst við því að sjá beint inn í gapandi
ginið á hákarli. Jeg þorði ekki að hreyfa mig af staðnum.
Jeg varð að vera hjer á þessari litlu hyllu í klettaveggnum
þangað til aftur yrði fjara. Með öðrum orðum, jeg varð aS
standa hjorna alla nóttina.
i Ef til vill hefði jeg átt að vera það hugrakkur, að jeg
þyrði að klifra upp í hellinn og koma mjer þar eins vel
fyrir og mögulegt var, en það gat jeg ekki með nokkrut
móti, ekki hvað sem í boði hefði verið.
Jeg skorðaði mig upp við klettavegginn og kreppti fing-
uma um veikbyggða vopnið mitt.
Jeg hafði lifað margar ömurlegar nætur á þessari eyr, em
enga eins og þessa. Þegar myrkrið læddist að mjer, eins og
dökkar, ónugnanlegar verur, datt mjer í hug, að það væri
líklegast best að láta sig renna niður í vatnið, svo að há-
karlarnir gætu etið mann. Það hefði að minnsta kosti verið
endir á allri þessari eymd.
4 nTW^UfumJuk^fiynjLL«
| Góð gleraugu eru fyrir öllu.
| Afgreiðum flest gleraugnarecept
Austurstræti 20.
og gerum við gleraugu.
| Augun þjer hvilið með gler-
augu frá
I
TÝLI H.F.
„— — — þeunan hund held
jeg ekki að jeg þekki.“
★
Kona nokkur steig upp í leigubíl.
Bílstjórinn ók af stað út í umferðina
og sagði: „Viljið þjer hlusta ó út-
varpið, frú, eða eigum við bara að
tala saman?“
I *
I „Hvað það er slúðrað hræðilega",
sagði piparmær við enskan aðals-
mann. „Getið þjer ímyndað yður
annað eins, herra, einhver af hin-
um illgjörnu kunningjum mínum hef
ir sagt, að jeg eigi tvíbura.“
| „Jeg hefi gert mjer það að reglu,
að tnia að eins helmingnum af því,
sem jeg heyri, fröken“, sagði aðals-
maðurinn.
í *
I Hinn kunni prjedikari, Jerome D.
Engel, var mjög þreyttur ó því, að
gamall maður, sem var stöðugt í
kirkju hjá honum, sofnaði alltaf um
miðja ræðuna. Venjulega var lítill
drengur með gamla manninum, og
einn dag, eftir messu, kallaði Engel
á snéðann og sagði: „Drengur minn,
hver er þessi eldri maður, sem þú ert
með?“
„Það er hann afi“ svaraði drengur-
inn.
„Jæja“, sagði Engel. „Ef þú villt
lofa mjer þvj að halda honum vak-
andi á meðan hann er í kirkju, skal
jeg gefa þjer krónu ó hverjum sunnu-
degi.“
Drengurinn fjellst á samninginn,
og tvo næstu sunnudaga sat gamli
maðurinn glaðvakandi og hlustaði.
En — þriðju vikuna, fjell hann £
væran svefn, og Engel þótti mjög
miður. Hann sendi eftir drengnum
og sagði: „Samþykktir þú ekki að
halda honum vakandi fyrir krónu
ó viku?“
„Jú, herra“, svaraði drengurinn.
„En nú gefur afi mjer tvær krónur
fyrir að láta sig í friði.“
★
Vinsæll predikarí var að skýrai
fyrir bekk af guðfræðistúdentum, hve
mikilsvert það væri, að láta svipinra
vera í samræmi við efnið, sem þeir
væru að predika um. „Til dæmis“
sagði hann, „þegar þið eruð að tala
um himnaríld, látið þó andlit vkkar
ljóma af himneskri gleði, en þegar
þið talið um Helvíti, — hm, þó nægir
ykkar venjulegi svipur."
Herbergi til ieigu I
á Hraunteig 19, II. hæð. §
Hentugt fyrir tvo. Reglusamir |
karlmenn ganga fyrir. Uppl. í |
síma 80204.
uiMiHiuiiiiiMMfKuiMMuiaHniiiiiiiiiinmmiiiiiMuiiai
SÖLUBÍJÐ, VIÐGERÐIR,
VOGIR
1 Reykjavík og nágrenni lónum
við sjálfvirkar búðarvogir 6
meðan á viðgerð stendur.
Óla/ur Gíslaion & Co. h.f.
Hverfisgötu 49, sími 81370