Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 14
14 MORGUN BLAÐIB Sunnudagur 10. des. 1950, Framhaldssagan 17 TACEY CROMWELL Skáldsaga effir Conrad Richfer. iiiimimmiiiiiiimHHHiiiiiHiHmmm Stofan var orðin full af fólki og eftirvæntingin var -mikil. En Tacey gleymdi sjer aldrei. Þegar tími var til þess iiominn, drö hún brúðina og brúðgumann með sjer út í eld- faúsið' og Gaye settist við org- elið og Ijek stutt göngulag og Bee og maðurinn hennar gengu tiokkur skref yfir gólfið faangað sem presturinn stóð. Svo stóð Gaye upp af stólnum og hann og Tacey gengu hátíð- fcega til þeirra. IJvað sem það var, sem Tacey hugsaði eða vonaði, þá ijet hún það ekki í Ijós, fyrr en •presturinn byrjaði að tala. Hún xúrtist hlusta, en þegar betur var að gáð, voru grænu augun liennar einkennilega grá og virtyst horfa á eitthvað langt í faurtu. Eftir það leit hún ekki á Gaye. En einu sinni sneri hún sjer að Bee og horfði lengi á tiana, eins og hún væri að reyna að sjá eitthvað við hana, sem hún hafði ekki sjeð áður. Maturinn var áreiðanlega cins góður og vel framreiddur eins hjá þeim í Watrous-hús- ínu. Nýgiftu hjónin voru jafn- vel rög við að snerta borðbún- aðinn, sem Tacey hafði keypt fyrir þetta tækifæri. Bróðir John og Dappe Duke hjeldu uppi samræðunum og kepptust við að segja skemmtilegar sög- ur og allir hlógu. Mjer fannst veislan fara ákaf lega vel og virðulega fram og mjer fannst Tacey mega vera hreykin. Hún stjórnaði öllu með mikilli röggsemi. Þegar presturinn sagðist þurfa að fara til að sinna störfum sín- um, þá var það Tacey sem fylgdi honum ut á á tröppurn- ar, þakkaði honum fyrir og stakk einhverju í lófa hans. Brúðhjónin ætluðu að fara með póstvagninum seinna um dag- inn til Tombstone og svo það- an til Alaska. Við fórum öll nið ur í bæinn til að fylgja þeim. Áður en við fórum, stakk Tacey einhverju í tösku Bee og þegar við komum niður á Main Street, ljet.hún okkur Seely fá handfylli af hrísgrjónum til að kasta á eftir vagninum. Jeg hafði tekið eftir því að Gaye og Dappa Duke voru að stinga saman nefjum og hlæja og nú dró Dappa Duke samanbrotinn lilút upp úr vasa sínum þar sem á var saumað með svörtum þræði: „Nýgift“. Og þeir henadu klútinn utan á vagn- hurðina. Fólkið á götunni nam staðar og brosti og ökumaðurinn klifr aði hlæjandi upp í sæti sitt. Rauði vagninn rann af stað upp Main Street og Tacey og Bee veifuðu vasaklútum, þangað til vagninn hvarf á beygjunni. „Guð gefi, að hjónaband þeirra blessist um aldur og ævi“, sagði Dappa Duke. Gaye varð eftir niðri í bæn- um en Tacey fór með okkur heim. Hún gekk hnarreist og tíguleg í fasi upp Brewery Gulch og jafnvel líka þegar Timmy var orðinn þreyttur að ganga og hún þurfti að halda á honum. En þegar við vorum komin heim, bað hún okkur að hafa ekki hátt og fór inn í hórbergi sitt og lokaði á eftir sjer. Við vorum hissa. Tacey var ekki vön því að leggja sig. á daginn. » 9. kafli. Það var eins og húsið ljeki á reiðiskjálfi, þegar feita konan frá Cornish þrammaði upp tröppurnar hjá okkur. Hún kom inn bakdyramegin inn í eldhúsið þar sem Tacey var að strjúka þvottinn. „Jeg sá ykkur með alla brúð- kaupsgestina, þegar þið genguð framhjá um daginn“, sagði hún. „Ætli þau verði nú ham- ingjusöm?“ „Því ekki?“ sagði Tacey stutt í spuna. Hún fann að eitt- hvað var á seiði. „En hvað hárið á þjer vex vel. í fyrsta sinn, sem jeg sá það, svona tvílitt, þá datt mjer í hug fyrsti eiginmaðurinn minn. Hann var alveg gráhærð ur og jeg held að hann hafi verið hræddur um mig, þegar hann var að vinna niðri í nám- unni og jeg var innan upa alla þessa karlmenn, svo að hann ljet lita á sjer hárið. Svo flutt- um við hingað og þá hætti hann að lita það, og þá komu kon- urnar til mín hver af annarri.. 1 „Maðurinn þinn hlýtur að vera mikið veikur“, sögðu þær við mig. „Aldrei höfum við sjeð mann grána svona fljótt.“ Tacey hjelt áfram að strjúka tauið. Mjer fannst járnið þungt og óviðráðanlegt, en í höndunum á Tacey virtist það , ljett eins og fis. ' „Má jeg tala við þig £ ein- rúmi?“ spurði feita konan frá Cornish. Tacey leit snöggvast á hana. ' „Þjer er óhætt að tala hjer, frú O’Dell”. „Og láta þessi litlu dýr hlusta? Jæja, úr því þú vilt það“. Það brá fyrir glampa í augunum á henni. „Þú varst einu sinni við pútnahús, var ekki? Svona, svona. Þú sagð- ir, að jeg mætti tala. Jeg kom bara til að segja þjer að fínu frúrnar á Quality Hill eru búnað að skipa nefnd. — Þær eru að rannsaka allan þinn feril. Ef þú lítur út um dyrn- ar hjá þjer, þá geturðu sjeð að lögreglufulltrúinn er einmitt á leiðinni hingað upp eftir til þín“. Je« heyrði að Gaye, sem hafði hallað sjer út af á rúm- inu mínu í stofunni, stóð upp og gekk út á pallinn. Tacey var einmitt að strjúka jáminu yf- ir saum og hún virtist vera með allan hugann við það. „Gættu þín í lausu þrepun- um þegar þú ferð niður, frú O’ Dell“, sagði hún. „Já, já, jeg skal fara“, sagði feita konan en fór samt ekki. Hún geiflaði á sjer munninn og sagði svo: „Ef þú vilt, skal jeg taka börnin, þangað til....“. „Nei“. Tacey var hætt að strauja, og þögnin í eldhúsinu var svo uggvænleg að það fór hrollur niður eftir bakinu á mjer. En feita konan ljet sig ekki. „Neitarðu því, sem jeg sagði áðan?“ Tacey hefði getað lagt frá sjer járnið á plötuna eða snúið því upp, en hún hjelt á því í hendinni, begar hún gekk fram fyrir borðið og jeg gæti svarið fyrir að jeg sá rauða blossa í augunum á henni. „Ákærir þú mig, frú O’Dell?" spurði hún. „Nei, alls ekki“, sagði feita kon^n og fálmaði sig aftur á bak út um dyrnar, því nú var hún orðin hrædd. - „Þarna sjerðu hvað hefir hafst af því að taka á móti Bee“, sagði Gaye við hana. „Þú skalt fara niður í bæinn og reyna ekki að koma nálægt |þessu“, sagði Tacey. j Mjer fannst ekkert athuga- vert við það þá, að bróðir minn færi í jakkan, setti á sig hatt- inn, hlypi niður tröppurnar og | skildi hana eina eftir. — Mjer fannst jafnvel það vera það eina rjetta. Hún mundi ábyggi- i lega geta kippt þessu í lag. Jeg mundi eftir konunni sem átti að reka úr húsi á Chihuahua Hill árið áður. Húseigandinn og tveir aðrir menn höfðu komið til að draga hana út, en hún hafði komið á móti þeim með stóran slátrarahníf og rekið þá niður tröppurnar aftur. — Þeir höfðu vakt við húsið bæði dag og nótt til að ná í hana, ef hún færi út, en nágrannarnir sóttu vatn fyrir hana í brunninn og færðu henni hveiti úr búðinni. Loks varð húseigandinn að gefast upp og jeg vissi að hver sem mundi fara í hart við Tacey, mundi líka bíða lægri hlut. Seely kom hlaupandi innan úr stofunni. „Andy Coe er kominn“, kall- aði hún. Tacey skipaði okkur Seely að sitja kyrr í eldhúsinu. Þeg- ar barið var að dyrum, fór hún sjálf og opnaði og við á eftir henni. Lögreglufulltrúinn í Bisbee stóð á tröppunum. Hann hafði einu sinni verið stór og sterk- ur, en var nú orðinn gamall og lotinn, og varla annað en skinn og bein. Það var ótrúlegt að þetta væri maðurinn sem öll- um bófum og ræningjum allt frá E1 Paso að Tombstone, hafði staðið stuggur af. Nafn hans var alþekkt, en nú lifði hann aðeins á fornri frægð. — Allir vissu, og hann sjálfur líka, að nú var hann ekki ann- að en aumur skrifstofuþræll sem ljet stjórnast af duttlung- um smásálarlegra stjórnmála- manna. Hann tók samanbrotinn miða úr húfunni sinni og rjetti Tacey. Hún renndi augunum eftir því sem stóð á miðanum og leit svo á hann. „Er jeg orðinn þjófur, eða hvað, úr því jeg fæ slíka fyrir- skipun?“ „Nei“, sagði hann vesældar- lega. „Konurnar vilja aðeins tala við yður. Þær ætla að koma á skrifstofu dómarans”. „Hversvegna koma þær ekki hingað til mín?“ Auglýsendur athugið! að Isafold og Vörður er vinsæl- asta og fjölbreyttasta blaðið í sveitum landsins. Kemur út einu sinni i viku — 16 síður. '&wRáWWI Hákon Hákonarson 31. Nokkurn tíma eftir að jeg veiktist, var jeg svo þróttlaus, að jeg gat lítið meira en að leita að matnum, sem jeg þurftí að borða. — En svo batnaði mjer fljótt, en dagarnir voru ósköp langir, og til þess að mjer leiddist ekki eins mik- ið, byrjaði jeg að leika á flautuna. Þegar fyrsti tónninn hljómaði út í hitabeltisdaginn, dauðbrá mjer við, svo Ijót- ur var hann hjá mjer, en smám saman fór mjer fram, og eftir viku gat jeg leikið smálög. Mjer var það fullljóst, að það var lítil von til þess að rnjer yrði bjargað frá eynni, og að jeg varð að búa mig undir aö vera hjer mánuðum, ef til vill árum, saman, Þess vegna varð jeg að leita mjer að betri bústað. Og þegar jeg var orðinn alveg frískur aftur, tók jeg með mjer nesti, eids* glæður í skel og kaðalrúllu, og gekk upp á land. HELLIRINN Það var hvorki ljett verk nje löðurmannlegt að komast upp í trjeð. Stofninn var að minnsta kosti tveir metrar í þvermál, og neðstu greinarnar um það bil tólf metra frá jörðu. Jeg hugsaði málið lengi, án þess að komast að nokk- urri niðurstöðu. Það versta við það að dvelja þarna uppi, var, að þar var ekkert vatn, og jeg hafði ekkert ílát til þess að bera vatn í með mjer. En svo datt mjer það í hug, að vatnið innst í skarðinu væri ef til vill svo ferskt, að það væri hægt að drekka það, því að margir lækir runnu niður hlíðina hinum megin. Reyndar þurfti jeg að fara fram hjá hellinum hræðilega til þess að komast þangað, en það varð að hafa það. Jeg klifraði niður úti á oddanum og fetaði mig inn eftir sandræmunni. Þegar jeg var kominn innst inn í skarðið, sá jeg, mjer til mikillar ánægju, að vatnið var al- veg ferskt þar sem stærsti lækurinn rann niður í það. Jeg drakk eins mikið og jeg gat og var hress og glaður á eftir. Allt mitt gamla þor var snúið til baka. Var jeg í raun og veru svo mikill aumingi, að jeg ljeti eina hauskúpu hræða mig? Og ætlaði jeg að fara hjeðan án þess að rannsaka l'Æ& vriÆ- mAlflutningsskrifstofa Magnús Árnason & Svavar Jóhannsson Hafnarstræti 6 .Simi 1431 Viðtalstimi kl. 5—7. Þa3 versta við J>að. Daniel Webster hafði mikla ánægju af að kynnast fólki. Einu sinni lang- aði hann til að fara á fiskiveiðar, svo að hann ók heim til manns nokkurs, sem hjet Baker og bað um að fá að veiða í á, er var í landi, sem Baker hafði umráð yfir. Baker gamla langaði til að koma með Webster og sýna honum hvar venja væri að veiða í þessari á, og gerði hann það. Jarðvegurinn var ákaflega laus í sjer, o gsökk Webster upp að hnje við hvert skref, sem hann tók. „Það er dálítið blautt um hjema, Baker“, sagði hann. „Já, jeg veit það“ svaraði Baker, „og það er nú það versta við það.“ Moskitóflugumar byrjuðu að bíta. Sú hönd Websters sem ekki hjelt á færinu, hafði nóg að gera að klóra og berja frá sjer. Loks sagði hann: „Skrambi er mikið af moskitoflugum hjer.“ „Já, jeg veit það, það er nú það versta við það“ sagði sá gamli. Hitinn jókst og það var að verða ólift þama á rakri jörðinni. Webster þurrkaði af sjer svitann, hvíldi sig og stundi: „Það er heitt hjer“, og Baker svaraði: „Já, jeg veit það, þa8 er nú það versta við það.“ Webster tók að dorga að nýju og eftir að hafa barist í klukkutima við hitann, mýrina og moskitoflugumar sagði hann: „Það er bara enginn fisk- ur hjerna." Svarið kom um hæl: „Já, jeg veit það, og það er nú það versta við það.“ Kunnur ameriskur lögfræðingur, Joseph Choate, hafði enga ánægiu af tónlist, og lítið vit á henni. Einu sinni tókst dóttur hans að fá hann með sjer á hljómleika. Hann horfði vand ræðalega á söngslcrána og sagði: „Hel en, skýrðu innihaldið svolítið fyrir mjer, svo að jeg setji ekki upp öfugan svip.“ Ungur maður í Hollywood, sera langaði til aðverða kvikmyndaleik- 1 ari, leitaði til eins kvikmyndafjelags- in; hvað eftir annað, en var alltof neitað. Hann var orðinn örvæntingar fullur, en ákvað samt að gera úrslita- tilraun. Hann fór til kvikmyndastjór- ans og sagði: „Þjer verðið að taka mig nú eða aldrei. Það em mörg fje- lög á hælunum á mjer.“ Kvikmyndastjórinn var undiandi: „Hvaða fjelög?" spurði hann. „Hm“, svaraði ungi maðurinn al- varlegur. „Það er nú til dæmis gas- fjelagið rafmagnsfjelagið, simafjelag- ið, mjólkurfjelagi--------“. Kvikmyndastjórinn hló og ungi maðurinn var ráðixm. lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIUIIIINIMIfl EGGERT CLAESSEN GÚSTAV A. SVEINSSON hæstarjettarlögmenn Hamarshúsinu við TryggvagðttSj Fasteignasala. Allskonar lögfræðistörf. •II1III1IIIIIIiiiiiiiiiiiMiii(|4m«i><míiiiiiiiiiiiiI«IIMIIIIIIIUB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.