Morgunblaðið - 13.12.1950, Qupperneq 8
8
WOKGUNBLAtíi *•
Miðvikudagur 13. des. 1950
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók.
„Helryk“ Stalins og
„friðarásf' Þorbergs
RÆÐA ÞÓRBERGS ÞÓRÐARSONAR á „friðarfundi"
kommúnista s. 1. sunnudag varpar mjög athyglisverðu Ijósi
yfir afstöðu hans og annara „dúfumanna“ til friðarmálanna.
Öll hin einstæða ræða þessa fulltrúa á „friðarþinginu“ var
ein samfelid lofgjörð um stríðsútbúnað Rússa. Hann kvað
Rússa svo sem ekki mikið smeyka við atomsprengjuna.
Sjálfir ættu þeir ennþá hræðilegra vopn, þar sem væri „hel-
rykið“, geislavirkt duft, „sem“, eins og ræðumaður orðaði
það, „hægt er að drepa með líf heilla þjóða, en þeir, sem
kynnu að lifa af, yrðu vanskapaðir aumingjar — það er í
rauninni ekkert annað, sem skeður en að lífið deyr út“!!!
Þessu nýja vopni kommúnistanna í Kreml fagnaði „frið-
ar“-fulltrúinn ákafiega. Rússar myndu áreiðanlega sigra í
næstu styrjöld, sem yrði banabiti auðvaldsins. Fyrir því
myndi „helryk“ Stalins og Kominform áreiðanlega sjá.
Nei, nú þurfti ekki að tala um frið. Nú þurfti ekki að
gefa út áskorun um að nota ekki skelfileg vopn. Þvert á
móti átti „helrykið“ að tryggja Rússum og kommúnisman-
um sigur í næstu styrjöld, jafnvel þó að það kostaði tor-
tímingu heilla þjóða En atombomban er slæm og hana má
ekki nota af því að Rússar eiga hana víst ekki eins full-
komna og hin vestrænu lýðræðisríki. En allt í lagi. Þeir
hafa þá „helrykið“ og það mega þeir nota eins og þeir
vilja!!!
Aldrei hafa kommúnistar afhjúpað hræsni sína og yfir-
drepsskap í friðarmálunum eins og með þessari ræðu „frið-
ar“-fulltrúa síns.
Fráleit staðhæfing
KOMMÚNISTAR HAFA í sambandi við umræður um fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurbæjar haldið þeirri blekkingu fram,
að megineinkenni hennar væri samdráttur verklegra fram-
kvæmda í bænum á næsta ári.
Þessari rakalausu staðhæfingu er best svarað með því
að vitna til upplýsinga þeirra, sem Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri veitti um þessi mál í ræðu er hann hjelt í
Landsmálafjelaginu Verði í fyrrakvöld. Hann benti á að
árið 1949 hefði fjárfesting Reykjavíkurbæjar numið 32 millj.
kr., árið 1950 37 millj. kr. en myndi á árinu 1951 nema 39
rnillj. kr. í þeirri upphæð væri þó ekki talin sú fjárfesting,
sem á rætur sínar að rekja til hinna stórfelldu virkjunar-
framkvæmda við Sogsfossa. En hún mun á næsta ári nema
72 millj. kr. Munu Reykvíkingar að sjálfsögðu að langmestu
leyti njóta atvinnu við þá miklu mannvirkjagerð, enda er
Sogsvirkjunin ennþá að yfirgnæfandi meirihluta eign
Reykjavíkur.
í þessu sambandi ber einnig að minnast á það, að komm-
únistar tala um að bæjarstjórnarmeirihlutinn sýni enga
viðleitni til þess að framkvæma sparnað í rekstri bæjar-
ins og fyrirtækja hans. Einnig þetta er gagnstætt hinu raun-
verulega. Borgarstjóri rakti í ræðu sinni á síðasta bæjar-
stjórnarfundi fjölmörg dæmi þess að reynt heftu verið að
gera reksturinn eins hagkvæman og ódýran og frekast er
kostur á.
Hefur sú viðleitni sumpart borið árangur nú þegar eða
mun gera það síðar. En borgarstjóri nefndi dæmi þess,
hvemig kommúnistar hafa snúist við skynsamlegum og
sjálfsögðum tilraunum til sparnaðar. Þegar að unnið var
að útvegun fljótvirkra bókhaldsvjela fyrir skrifstofur raí-
magnsveitunnar, sem sparað gátu mikið fje og vinnuafl,
snjerust kommúnistar gegn því af mikilli heift og töldu
vjelamar ósvífna árás á skrifstofustúlkurnar hjá fyrir-
tækinu!!! Á svipaða lund fór þegar áhaldahús bæjarins var
endurskipulagt á s. 1. sumri. Þá kom í ljós að hægt var að
fækka þar starfsmönnum um 12 og spara bæjarsjóði með
því 400 þús. kr. á ári. Þegar þessi sjálfsagða umbót var
framkvæmd, ætluðu kommúnistar að verða vitlausir og
kröfðust þess, að öllu yrði breytt aftur í sama horf, allir
mennirnir ráðnir aftur, án tillits til þess, hvort fyrirtækið
hafði þörf fyrir þá eða ekki!!
R DAGLEGA LÍFINU
Víkverji tkr«íar(* y
ÓSMEKKLEGUR ÁRÓÐUR
ÁFENGISVARNANEFND Reykjavíkur hefur
tekið að sjer það göfuga hlutverk, að reyna
að draga úr áfengisnotkun almennings. Þetta
er enginn slettirekuskapur hjá þeirri ágætu
nefnd, því henni er greitt fje af almanna-
sjóði til þess, að verjast ofnotkun áfengis. •—
Nefndin virðist ætla sjer að nota fjeð vel og
láta eitthvað liggja eftir sig, ef dæma má af
viðtölum við blaðamenn og þá herferð, sem ný-
lega er hafin.
En svo er að sjá, að kappið sje meira en for-
sjáin og að nefndin hafi valið sjer einkunnar-
orð Jesúitana, að tilgangurinn helgi meðalið
og áróðursmixturan er sannarlega ekki valin
af betri endanum.
•
HÓTAÐ VÍTI OG KVÖLUM
Á HVERJUM DEGI hellir nefndin yfir lands-
lýðinn hinum ruddalegustu hótunum gegnum
útvarpið. Mönnum er boðað víti o gkvalir,
fordæming og fúlasta framtíð, ef þeir snerti,
eða bragði áfenga drykki. —Ef þjer viljið
missa vini ykkar, eyðileggja heimili ykkar,
glata fjármunum ykkar, tapa virðingu sam-
borgara ykkar, — þá skuluð þið drekka
brennivín.
•
BRENNIVÍN OG HANGIKJÖT
ÞÁ ERU áróðursmyndir nefndarinnar, sem
hún birtir í blöðunum betri. Þar er þó reynt
að koma viti fyrir fólk með rökum. Þótt mynd-
in af hangikjötslærinu og brennivínsflöskunni
æri upp í sumum sult til að fá sjer bæði
brennivín og hangikjöt í stað þess að velja
annað hvort!
Það var mikið, að ekki skyldu vera gerðar
teikningar af brennivíni og hákarli í þeim til-
gangi að draga úr drykkjuskap!
•
VAFASAMUR ÁRÓÐUR
LEIÐINLEGT ER, gf ofsi og ruddalegar hót-
anir áfengisvarnanefndarinnar verða til þess
eins, að menn fái andstyggð á slíkum áróð-
ursherferðum. Því ekki er nokkur vafi á, að
nefndarmenn vilja allir vel og það væri sann-
arlega til bóta, ef áfengisvarnanefndin, eða
einhver annar aðili gæti bent almenningi á
það með einhverjum árangri, að neyta víns
meira í hófi en nú er gert.
En því miour er hætta á að hótanir um
kvalir í eilífum eldi sje ekki leiðin til að
draga úr vínnautninni.
•
EINHVER VERÐUR ÚTUNDAN
MED JÓLAKLIPPINGU
í GÆRMORGUN kom jeg inn í eina stærstu
rakastofu bæjarins. Þar var ekki meira að
gera, en venjulegt er um hásláttinn, þegar
bæjarmenn eru i sumarfríi.
„Það er ekki jólaösin hjá ykkur“, varð
mjer að orði og svarið var þetta: „Hún byrjar
\mnjulega ekki fyr en síðustu vikuna fyrir
jól. En þá er líka svo mikið að gera, að menn
verða að bíða klukkustundum saman eftir af-
greiðslu.
„Því miður er það ómögulegt, að 50—60
rakarar í bænum geti á einni viku klippt alla
karlmenn, sem ætla að fá sjer jólaklippingu og
þessvegna er hætta á, að einhver þurfi að vera
með gamla lubban yfir hátíðarnar.
•
BÖRNIN TEFJA FYRIR
RAKARAR BÆJARINS auglýsa venjulega,
að þeir taki ekki barnaklippingar síðustu
dagana fyrir stórhátíðar. Þeir segja sem svo,
að mönnum sje vorkunnarluast, að koma með
börn sín, áður en mesta aðsóknin að rakara-
stofunum hefst. Það væri tilvalið, að láta
klippa börn og unglinga í þessari viku, á
meðan lítið er að gera, í stað þess, að bíða
klukkustundúm saman með börn, þegar allt
er komið í óefni í næstu viku.
Hár barnanna vex ekki það ört, að of
snemmt sje að kiippa þau jólaklippinguna
nú þegar. Þetta athugar fólk ekki yfirleitt og
þess vegna er þessi aðvörun sett hjer fram,
barnafólkinu til leiðbeiningar.
Fornaldarsögur IMorður-
landa koma trt fyrir jól
Vönduð Edduúfgáfa og fornsögur fyrir unglinga
FORNALDARSÖGUR Norðurlanda koma út á vegum íslend-
ingasagnaútgáfunnar núna fyrir jólin, sennilega um næstu
helgi. Hefir Guðni Jónsson skólastjóri búið þær til prentunar.
Þá mun og koma út hjá sama útgáfufyrirtæki fornsöguþættir,
sem nefnast „Reika svipir fornaldar“ og er það samskonar
útgáfa og kom í fyrra og er aðallega ætluð unglingum og hjet
,.Þá riðu hetjur um hjeruð“. í þessu fornsagnahefti verða
myndir eftir Halldór Pjetursson.
íslendingasagnaútgáfan hefir
verið mikilvirk frá því að húnl
tók til starfa 1946 og sendi frá
sjer íslendingasögurnar í sex
bindum, önnur sex bindi komu
út árið eftir og síðan Byskupa-
sögur, Sturlungasaga, Annálar
og fleira. Þá komu Riddarasög-
urnar 1949, en um útgáfustarf-
semi fjelagsins á þessu ári
sögðu þeir Guðni Jónsson,
Bjarni Vilhjálmsson og Gunnar
Steindórsson framkvæmda-
stjóri fjelagsins blaðamönnum
frá í gær.
EDDUÚTGÁFAN
Um síðastliðin áramót kom
út á vegum íslendingasagnaút-
gáfunnar, ný útgáfa Eddu-
kvæða: Snorra Eddu og Eddu-
lykla. Guðni Jónsson sá um
þessa útgáfu. Sagði Guðni m.
a. um þessa útgáfu á þessa leið:
í útgáfu þessari hefir verið
farið sem næst aðalhandriti
Eddukvæðanna, ' Konungsbók,
og varast að fyrna rithátt henn
ar á nokkurn hátt, því þá væri
öllum lesendum gert stórum
örðugra fyrir að skilja kvæð-
in, og það svo, að margir mundu
gefast upp við lestur þeirra, en
bánnig hefir verið farið með þá
einu utgáfu af Eddukvæðun-
um sem íslendingar hafa til
þessa átt kost á að eignast, þ.e.
Reykjavikurútgáfu Finns Jóns
sonar.
Þessari Eddu-útgáfu fylgir
nafnaskrá, orðasafn og vísna-
skýringar ásamt efnisskýring-
um á Eddukvæðunum.
Auk þess að vera læsilegasta
Eddu-útgáfan, hefir þessi út-
gáfa þann kost, vegna Eddu-
lyklanna að vera einkar hentug
til lesturs og náms í skólum.
KARLA-MAGNÚSAR-
SAGA
í október s. 1. kom svo út á
vegum útgáfunnar Karla-Magn
ús-saga í 3 bindum, í útgáfu
Bjarna Vilhjálmssonar.
Karlamagnús saga er stærsta
sagnaverk Riddarabókmennt-
anna og fjallar um Karl mikla
og síðar keisara er var allra
þjóðhöfðingja voldugastur í
Vestur-Evrópu um sína daga
(768—814).
Karla-Magnús-saga mun hafa
verið ein þekktasta riddara-
sagan hjerlendis og eiga marg-
ar íslenskar riddarasögur efni-
við sinn í henni.
Nafnaskrá fylgir Karla-Magn
ús sögu sem og öðrum flokkum
íslendingasagnaútgáfunnar, svo
og Orðskýringar yfir torskilin
brð.
Víll ekki, að þingið
verðí háð i Evrópu
LAKE SUCCESS, 11. des. — í
dag bar fulltrúi Ástralíu hjá
S. Þ. fram tillögu þess efnis, að
allsherjarþingið falli frá nug-
mynd sinni um, að það verði
háð í Norðurálfu að ári. Fjaliar
fjárhagsnefndin um þessar
mundir um efnahagshlið máls-
ins. Bendi Ástralíumaðurinn á,
að það mundi valda gífurleguin
viðbótarútgjöldum, ef þingið
kæmi saman utan New York-
borgar. Fulltrúar Sýrlands, Dan
merkur og S.-Afríku veittu
Ástralíumanninum að málum.
Viðbótarkostnaðurinn við að
heyja þingið í Evrópu mundi
verða 1750 þúsundir dala.
Reuter—NTB
Lögin um aðstoð við
óþurrkasvæðin
staðfesl
BRÁÐABIRGÐALÖGIN um
að.stoðina við bændur á óþurrka
svæðunum, fengu loksins fulln-
aðarafgreiðslu á Alþingi í gær.
Voru þau afgreidd frá Neðri deild
eftir nokkrar umræður, með 25
samhljóða atkvæðum.
Hefir afgreiðsla þessa máls
tafist nokkuð vegna málþófs,
' sem einkum þingmenn Alþýðu
flokksins hafa haft í frammi
við umræður um málið í báð-
um deildum. Reyndu þeir að
tengja óskyld mál við og báru
í báðum deildum fram viðauka
tillögur við frv. Gætti þess
mjög í umræðum um málið að
andstæðingar stjórnarinnar
reyndu að koma á stað metingi
um landbúnað og sjávarútveg.
Gekk Finnur Jónsson þingmað-
ur ísfirðinga hvað lengst í
' þessu. _ _j