Morgunblaðið - 20.12.1950, Page 8

Morgunblaðið - 20.12.1950, Page 8
8 MORGVNBLAÐIfí Miðvikudagur 20. des. 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.i <, : ’; v: ? Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmimdsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Útvarpið tvítugt 1 DAG er hið íslenska Ríkisútvarp 20 ára. Á því herrans ári, er þúsund ára afmæli Alþingis var haldið hátíðlegt tók þessi menningarstofnun til starfa. Miklar vonir voru í upphafi við hana tengdar. Og miklar þakkir eiga þeir menn skildar, sem gerðust forvígismenn að útvarpsrekstri hjer á landi. í>að þurfti bjartsýni til, á þeim dögum, að hafa trú á því, að svo fámenn þjóð, sem við ís- lendingar, gætum á þennan hátt samið okkur að siðum miljónaþjóðanna, og tekið þessa nýjustu fjarskiftatækni í þjónustu okkar. Útbreiðsla útvarpsins hefur tekist, í samræmi við vonir hinna bjartsýnu, Hin almennu daglegu not þessara fjar- skifta hafa orðið vonum meiri. Enda eru þau orðin svo al- menn, að farið er að orða það, að hægt sje að jafna afnota- gjöldunum niður á þjóðina sem nefskatti, vegna þess að öll heimili landsins hafi af útvarpinu dagleg not. Tekist hefur og sæmilega, í samanburði við spár manna, að hafa dagskrárefni útvarpsins með hlutlausum blæ. Þegar út af því hefur þótt bregða, hafa þar verið undantekningar, mismunandi áberandi, sem sanna, að reglan hefur verið hin, að almenningur hefur getað unað því, hvernig hlut- leysinu er þar í heiðri haldið. HR ÐAGLEGA LÍFINU RITHÖFLNDAR KA«XA _________ TRÍINNÍ § :<} i «| ^ ÞÉGÁR og ef að því kemur að Halldór Kiíjan og Þórbergur, ásamt svona fjórum öðrum rit- höfundum kommúnista, ganga af Stalins- trúnni og vitna þar um sameiginlega í sjer- stakri bók, munu það þykja nokkur tíðindi hjer á landi að minnsta kosti. Og annað eins hefir skeð, sem sjá má í ný- útkominni bók, sem nokkrir ungir menn úr öllum stjórnmálaflokkum hafa gefið út á ísl. Þessi bók heitir „Guðinn, sem brást“ og í henni segja sex frægir rithöfundar .og blaðamenn frá ástæðunum fyrir því, að þeir mistu trúna á sinn guð sem var enginn annar en hr. S.talin. • ENGIN SMÁPEÐ ÞESSIR sex rithöfundar eru állir heimsfræg- ir menn og lengst af kunnastir fyrir ofsatrú sína á kommúnisman. Þrír skulu nefndir: Koestler, sem spánskir fasistar dæmdu til dauða í borgarastyrjöldinni. Andi’é Gide, hinn kunni franski rithöfundur, sem sjaldan þreyttist á að lofsyngja Stalih og allt hans lið. Ignazio Silone, ítalski kommúnistaforing- inn, sem án efa hefði orðið „erkibiskup“ Stalins á Ítalíu, ef hann hefði ekki villst út af línunni. Allir þessir menn voru instu koppar í búri kommúnismans, lofsungnir af þeim, þar til þeir gáfust upp. Nei, það eru engin smápeð, sem vitna í „Guðinum, sem brást“. • LÆRDÓMSRÍKUR LESTUR GETA má nærri, að þessir menn höfðu ærnar ástæður er 'þeir hurfu frá ,,guðsdýrkun“ sinni og þeir fara ekki leynt með, að þeim fjell sárt er þeir mistu trúna. En þeir gátu ekki annað er þeir höfðu kynnst hinu sanna eðli þeirra trúarbragða — kommúnismanum — sem þeir höfðu aðhyllst. Þessi bók, „Guðinn, sem brást“, er lærdóms- ríkur lestur, sem allir, ungir og gamlir þurfa að lesa með athyglj, hvort, sem þejr eru.kom-, múnístar, fylgja öðrurh flokkum að málum, eða telja sig vera ópólitíska. Hollastur lestur er þessi bók sjálfsagt fyrir kommúnista sjálfa. Því það fer ekki hjá því að augu þeirra opnist, nema þeirra starblind- ustu. • FRÓÐLEGASTUR SKEMMTILESTUR „GUÐINN, SEM BRÁST“ er auk þess að vera fróðleg bók, bráðskemmtileg aflestrar. Kafli Silones um uppeldi hans og æsku er fjörlega skrifaður og það, sem Gide sá í Sovjet-Rúss- landi, munu margar hafa gaman af að heyra um. Hjer í þessum dálkum hefi jeg neitað mjer að skrifa um „jólabækumar. Það verða nógu margir til þess. — „Guðinn, sem brást“ er heldur ekki gefin út sem jólabók, þótt hún geti verið ágæt jólabók handa hverjum sem er og betri jólagjöf er varla hægt að gefa kommúnista, eða þeim, sem hallast að þeirri villutrú. SANDUR Á HÁLAR BRAUTIR f HÁLKUNNI á dögunum bárust mörg brjef, þar sem beðið var að benda á, að þarfaverk væri að strá sandi á þessa brautina, eða hina. Bárust beiðnir um þetta innan úr Klepps- holti og vestan úr Kaplaskjóli. Að sjálfsögðu verður bæjarverkfræðingur, að gera það, sem hann getur til þess að hafa göíur og gangstjetiir í lagi. En trúað gæti jeg að það væri dýrt spaug, að strá sandi á allar þær ökubrautir og gangstjettir, þar sem hálka myndast, kannski ekki nema hluta ur degi. Best væri, að hver væri sjálfum sjer næst- ur í þessum efnum og gerði hreint fyrir sin- um dyrum eins og margoft hefir verið bent á hjer í þessum dálkum. ★ Hjer gefst ekki rúm til að ræða fjárreiður þessarar stofn- unar. En vert er að geta þess, að í þeim efnum hefur lög- gjafanum hætt til, að hafa Ríkisútvarpið að olnbogabarni sem menningarstofnun. Hefur því jafnan verið strengilega haldið fram, að rekstur þess ætti að bera sig fjárhagslega. Ætti útvarpið jafnan að vera þess megnugt af eigin ramm- leik að safna í sjóði, svo það gæti t. d. staðið undir endur- nýjunum og framtiðarbyggingum. Heilbrigður fjárhagur er hverri stofnun hinn þarfasti. En sje Ríkisútvarpið skoðað sem menningarstofnun, sem þjóð- skóli, þá er harla einkennilegt, að gera þær kröfur til þess, &ð þessi eina menningar- og kennslustofnun þjóðarinnar þurfi að standa undir öllum útgjöldum sínum, samtímis því, sem þjóðin heldur uppi ókeypis afnotum af öðrum v.ppeldis- og kennslustofnunum sínum. Engum hefur dottið í hug t d. að Háskólinn verði rekinn þannig, að „afnotagjöldin" verði látin bera kostnað hans. ★ Meðan menn litu með eftirvæntingu til hins ókomna út- varps, var til þess hugsað, eins og þarna myndi rísa nýr og ómótaður þjóðskóli, sem gæti haft og ætti að hafa gagn- gerð áhrif á andlegt líf þjóðarinnar, menntun hennar, í verklegum og bóklegum efnum. Hverjum þeim manni, sem hefði yfir nýjum hugsjónum og hugmyndum að ráða, fyndi hann hvöt hjá ^jer, til að láta til sín taka, myr di honum aukast ásmegin, er hann vissi, eð hann gæti talað samtímis beina leið á öll heimili lands- ins. Hin nýja fjarskiftatækni myndi verða undirstaða að nýjum menningarátökum. Þá tvo áratugi sem Ríkisútvarpið hefur verið starfrækt, hafa þessar vonir manna ekki ræst. Enda hafa tekjur stofn- unarinnar nálega að þrem fjórðu hlutum farið í annan kostnað en dagskrárfjeð. Arið 1947 voru heildartekjur útvarpsins kr. 3,200,000, en dagskrárkostnaðurinn það ár varð kr. 687,000. En árið 1950 höfðu heildartekjuinar aukist í kr. 4,500,000, en dagskrár- kostnaðurinn varð það ár kr. 1.370,000. Á þessum tímamótum Ríkisútvarpsins er rjett að rifja upp hyaða vonir menn gerðu sjer til stofnunarinnar í upp- hafi, geta þess, sem vel hefur tekist, t. d. þess, hvernig út- varpið hefur orðið almenningseign og fastur liður í daglegu lífi manna. Eins og véra ber. En jafnframt minna á, að þétta áhrifamikla menningartæki kemur þjóð okkar fyrst að fullu gagni, þegar það hefur náð þeirri almenningshylli og almenningsáliti að geta orðið áhrifaríkur þjóðskóli sem vakir yfir andlegri velferð þjóðarinnar, og menningarverð- mætum þeim, sem gefur henni frjálst og sjálfstætt líf í nútíð og framtíð. Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Bækur Menningarsjóðs. Þær eru að þessu sinni: Sví- Þjóð, eftir Jón Magnússon,- II. bindi í hinum mikla bókaflokki, Lönd og lýðir; Ævintýri Pick- wicks, eftir Charles Dickens, valin og íslenskuð af Boga Ól- afssyni; Ljóð og sögur, eftir Jón Thoroddsen, (íslensk úrvals- rit); Andvari og Almanak hins íslenska þjóðvinafjelags. Svíþjóð, eftir Jón Magnússon, hefur inni að halda geysimik- inn fróðleik, haglega saman dreginn, um Svíþjóð og Svía. Sami galli er á henni og bókinni um Noreg, að um bókmennt- irnar er ritað af takmarkaðri þekkingu. En að öðru leyti þykir mjer bókin ágæt. Það er meira en lítill vandi að gera svo miklu efni skil.í jafnstuttu máli, en (ekki jverður annað með sanngimi sagt, en að höf. hafi tekist það vel. Og verði ekkert hinna bindanna lakara, þá nær þessi stórþarfi bóka- flokkur tilgangi sínum. Ævintýri Pickwicks, eftir Charles Dickens, hefðu nú kann ske mátt bíða betri tíma. En hinu skal ekki leynt, að þetta er ein læsilegasta útgáfa sem jeg hef sjeð af þeim. Óstytt eru þau langdregin mjög og ekki áhlaupaverk að lesa þau. En Bogi Ólafsson hefúr náð úr þeim kjörnunum, skeytt þá vel saman og þýðing hans ec' lista- vel gerð. Úr því að rvo fær maður fekkst til útgáfunnar, er gott að þessi fræga bók skuli nú vera komin á íslenska tungu. Stefán Jónsson hefur teikn- að myndir í bókina, eftir frum- mvndum „Phis“, í enskri útgáfu af henni. Ljóð og sögur. eftir Jón Thor- oddsen, er meðal viðkunnan- legustu heftanna í íslensk úr- valsrit. Steingrímur J. Þor- steinsson hefur sjeð um útgáf- una og skrifað langan formála. Rekur hann þar æviferil Jóns og rýnir skáldskap hans að nokkru. Ekki fæ jeg betur sjeð, en að öll bestu kvæði skáldsins sjeu þarna saman komin, en auk þess þrír kaflar úr „Pilti og stúlku“ og einn.úr „Manni og konu“. Er kverið vel fallið til þess að kynna almeningi lióð Jóns, en sögur þessa Nestors ís- lenskrar skáldsagnagerðar, munu flestir þekkja. Andvari flytur æfisögu Páls Eggerts Ólasonar, eftir Jón Guðnason. Er hún fróðleg mjög og skipulega rituð, gefur því Ijósa mynd af lífi og starfi þesa merka manns. — Þá er grein eftir Barða Guðmundsson, er hann nefnir: „Stefnt að höf- undi Njálu“, djarflega rituð og skemmtileg. Er greinin sam- kvæmt eftirmála höf. upphaf iengri greinargerðar um höf- und Njálu. Almanakið hefur inni að halda góða grein um hinn merka lækni Albert Schweitzer, eftir Sigurjón Jónsson lækni. Þá er Árbók íslands 1949, eftir Ól- af Hansson. Þar er margs getið, sem við hefur borið á árinu; — ekki verður þó sjeð af árbók þessari, fremur en endranær, að til hafi verið í landinu listir og bókmenntir. Mættu lesendur í fjarlægri framtíð ráða það af árbókum Almanaksins, að vjer íslendingar hefðum verið með öllu gersnauðir af þess háttar menningu, ef ekki væri þar einnig grein Guðm. G. Hagalín: „Islensk ljóðlist 1874—1918“. |Er hún vel rituð, sem vænta mátti, og gefur ágætt heildar- yfirlit yfir Ijóðskáldin og verk þeirra, fram að Valdimar Briem. En síðari hluti grein- arinnar mun birtast í Alman- akinu næsta ár. finnfflufningur á snríðasilfri Morgunblaðið hefur verið beðið að birta eftirfarandi: í TVEIMUR síðustu tölublöðum Mánudagsblaðsins er gerður að umtalsefni innflutningur á smíða silfri til silfursmíðaverkstæðis eins, sem þó er ekki nafngreint. Hins vegar má ráða af merki (G.B.), sem tiltekið er í grein- inni, sem merki silfurslhíðaverk- stæðis þessa, að átt er við fyrir- tæki það, sem jeg er framkv.stj. fyrir og einn aðaleigendanna að, Plútó h.f., hjer í bæ. Út af skrifum þessum vil jeg taka fram: 1. Innflutningur smíðasilfurs ti) Plútó h.f. á þessu ári hefur ekki numið nema litlum hluta þess magns, sem um er talað 1 nefndu blaði. 2. Smíðasilfur það, sem Plútó h.f. hefru unnið úr á þessu ári, var ekki flutt inn frá Sví- þjóð heldur frá Bretlandi og Danmörku, og var að sjálf- sögðu tollafgreitt gegn venju- legum innflutningsleyfum og greidd af því lögmæt gjöld. 3. Loks skal það tekið fram, að Vilhjálmur Þór, forstjóri, er og hefur ekki verió meðeig- andi í Plútó h.f. Reykjavík, 18. desember, 1950 Gnðjón Bernhardsson, ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.