Morgunblaðið - 20.12.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.12.1950, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. des. 1950. morgvnblaðib 9 RKKIS8JTVARPIÐ HEFUR STARFAÐ Í TUTTUGU ÁR -' i Samtal við Hjáimar frá Hofi í ÐAG eru liðin 20 ár frá því hið íslenska Ríkisútvarp tók til starfa. 20. des. 1930 var útvarps ráði falið að annast dagskrá út- varpsins, sem útvarpað var frá stöðinni á Vatnsenda. í tilefni af þessum merku tímamótum sneri blaðið sjer til Vilh.jálm; i>. Gíslasonar, skólastjóra, og spurði hann um ýmislegt við- víkjandi starfsemi og þróun út- varpsins á þessum 20 árum. — Hvenrig var útvarpinu tek ið og hvað hugsuðu menn til þess í upphafi? — Útvarpið þótti mikil og merk nýjung. að hafði að vísu verið útvarp hjer áður, sem rek ið var af einstaklingum. En 20 des. 1930 tók ríkið við rekstr- inum._Þegar ríkiJS tók við voru 'um 450 viðtæki í notkun víðs- vegaj á landinu. Mönnum þótti útvarpið mik- ið galdratæki til að byrja með. Flyktist fólk langar leiðir að til þeirra staða, þar sem útvarp var fyrir hendi til að hlusta á það sem það flutti. Myndaðist þannig dálítill söfnuður um hvert tæki. Tóku menn þessari inýjung tveim höndum, sem m. a. má sjá af því, að er ríkið hafði rekið útvarpið um eins árs skeið var viðtækjafjöldinn kom inn upp í 3880. Síðan hefur hlustendum fjölg að jafnt og þjett og öll starf- semi þess færst í aukana og nú eru um 35 þúsund tæki í not- kun víðsvegar um landið. — Hvert teljið þjer vinsæl- asta útvarpsefnið og hvað vilj- íð þjer segja um afstöðu út- varpsins út á við, t.d. til dag- blaðanna? Einn af magnaravörðum Ríkis- útvarpsins stjórnar upptöku á segulband í magnarasal. — Ekki hefur verið kannað til fulls ,hvert sje vinsælasta efni, sem í útvarpinu er flutt. Vafaluast er mest hlustað á frjettir. Ýmiskonar erindi eiga og miklum vinsældum að fagna, svo og leikrit og tónlist, sem mjög hefur rutt sjer til rúms í dagskrá útvarpsins á síð arí árum. Þegar Ríkisútvarpið tók til starfa hjeldu margir að það mundi útrýma blöðum og jafn- vel bókum. Reynslan varð þó önnur og tel jeg, að upp og of- an megi segja um útvarpsefni, að það örfi menn til lesturs ann ars efnis, bæði blaða og bóka. —-Hvað er að segja um dag- skrárefnið? — Dagskrárefnið hefur frá byrjun verið líkt og nú er. Það hefur verið leitast við að hafa það sem fjölbreyttast og kynna mönnum sem fjölbreyttast efni Rætt við Yilhjálm Þ. Gíslason um sfarfsemi þess NÝLEGA er komin út kvæðabók eftir Hjálmar frá Hofi, sem nefnist „Kvöldskhr*. Aður hafði Hjálmar gefið út Ijóðabók, Hinn vinsæli útvarpsþulur Pjetur Pjetursson við hljóðnemann í herbergi þuls. (Ljósm. Mbl.; Óí. K. M.) og þá skemmtikrafta, sem hæst hefur borið hverju' sinni. Smekkur hlustenda hefur breyst sem eðlilegt er og hlusta menn nú öðru vísi en í upp- hafi. Á jeg þar við, að þeir hafa úr meiru að velja, enda er efnið nú meira og útvarpstiminn margfalt lengri. — En hvað um áhrif útvarps- ins? — Áhrif þess eru margvísleg og mismunandi í fjölbýli og strjálbýli. Síðan útvarpið kom vita menn nú allt það mark- verðasta, svo að segja um leið og- það skeður, hvort sem er hjer á landi eða óralangt út í heirni. Áður urðu menn að bíða 'ftir útlendu frjettunum, uns 'ser bárust þeim, t.d. í Skírni, ig leið þá oft á annað ár þang- að til menn fengu frjettirnar. Þessi mikla samgönguleið ■mdans og tungunnar flytur og landsmönnum öllum mikinn fróðleik og skemmtun. Útvarp- ið hefur einnig orðið til þess að auka heimilisrækni, því menn sitja heima við sitt viðtæki eft- ir erfiðan vinnudag og hlusta á Rafskinna 15 ára RAFSKINNA Gunnars Baeh- manns er orðin 15 ára gömul. Hún lætur lítið yfir sjer. Stend ur opin vegfarendum í skemmu glugganum sínum tvisvar á ári, fyrir jól og á vorin og flettir blöðum sínum jafnt og þjett. Blöð Rafskinnu, í þessi 15 ár, sem hún hefur starfað, eru sam anlagt táknrænar vörður, við álitlegan vegarstúf í þróunar- sögu hins reykvíska iðnaðar og annarra viðskipta. Höfuhdur Rafskinnu, Gunn- ar Bachmann, er löngu þjóð- kunnur maður, fyrir hug- kvæmni sína á mörgum svið- um. Með Rafskinnu hóf hann nýjan þátt í íslenskri auglýs- ingatækni. Hann hefur síðan. með dæmafáum dugnaði haldið áfram á sömu braut. Að láta táknrænar teikningar túlka ein kenni og hlutverk atvinnufyrir tækjanna, með þeim hætti, að festist mönnum í minni. sem nefndist „Geislabrot". Tíðindamaður Mbl. fann Hjálmar r.ýlega að máli og sagðist honum m. a. svo frá: HUNVETNINGUR ----------------------------— í hUÐ OG HÁR I nyrðra. Fyrir heppni lenti jeg — Jeg er nybumn að gefa ut þá hjá hjónum> sem voru afí ljóðabók, segir Hjalmar. — Mjer byrja búskaPj þeim Erlendi Hall- finnst gaman að fást við kveð- .grímssyni .0g Sigurlaugu Hannes- skapinn, hann hressir andann og úá^ur 4 Bjarnastöðum í Húna- ... þingi. Þau vildu aldrei sleppa Það er- raunar. goð. og gdmul nijer og gengu mjer í foreldra- iðja Islendingsins að rima og gj;ag Voru þau mier alla tíð hin víst mættu fleiri gera en raun þesi:u ber vitni urrr.—- T. d. unga folk- ið. Það hugsar of lítið um kveð- , skapinn. Unga fólkið nú á dög-' U® SIOKOÐRA um, a. m. k.'márgt'af’þvr,'hef- Á uppvaxtarárumminum hafði ur ekki- brageyra.- Það er • ekki jeg ekkert að segja af mínu fólki, af hæfiléikaskorti, heldur hinu, Þegar jeg stóð á tvítugu fór jeg að það heyrir of sjaldan farið suður með sjóróðramönnum eins með kveðskáp. ‘ Sá' 'sem aídrei og þá var títt um unga menn, heyrir vísu---yrkir því. ekki. Fór jeg beint til föður míns, sem heldur. Jeg er ekki í vafa um þá var formaður í Miðhúsum ■» það, að áður fyrr var það mun Garði. Fyrr hafði jeg aldrei á almennara að' fólk skemmti sjer sjó' komið, en rjeri þessa vertíð með upplestri kvæða, rímna .og með. föður mínum. Þá kynntiöt annars skáldskapar, en nú er. — jeg honum og sá, af hve miklu Annars er jeg Húnvetningur í jeg hafði misst, svo mætur var húð og hár og hef, eins • og- hann. margir þaðan, dálítið fengist við 1 kveðskapinn. KOMINN AF HAGYRÐINGUM — Jeg er fæddur á Reykjum í Húnavatnssýslu. Faðir minn var BÚSKAPARBASL — Jeg kvæntist áriS 1911, Önnu Guðmundsdóttur. Byrjaði búskap á móti tengdaföð ur mín- um, á Holti á Ásum. Þaðan flutti jeg að Mánaskál. En 1916 flutti talinn Ólafsson, en var nú samt^ svo að Hofi á Kjalarnesi. Við 1 hjonm eígnuðumst tolf born. — Búskapurinn gekk upp og oían eins og gengur — stundum ör- eigi en stundum efnaður. Eins og nærri má geta varð bæði hugur og hönd að helgast bú* skapnum, því nokkuð þarf tíl þess að koma upp stórum barna- hóp. Við slík kjör hafa ijóð' mín fæðst. Búskaparbasl og mikla vinnu, SPURÐUR FRJETTA — En þetta er nú orðið' allt of langt, segir Hjálmar. — Mjer liggur við að svara þessum spum ingum þínum með þessari vísu: Ekki er von að almúginn eygi hreina liti, . þegar hálfur heimurinn hendir frá sjer viti. Vísa þessi er prentuð í hinní ný- útkomnu Ijóðabók Hjálmars og nefnist „Spuxður frjetta". Hjálmar frá Hofi. margvíslegt fræðslu- og skemti =fni. — Og hver eru helstu fram- tíðarverkefni útvarpsins? — Trú mín er sú, að þau sjeu svipuð og verkefni þess hafa verið þessi tuttugu ár, sem það hefur starfað. Megintilgangur þessa menningartækis verður á öllum tímum, að flytja lands- mönnum frjettir, fróðleik og skemmtun. Með vaxandi tækni mun starfsemi þess að sjálf- sögðu aukast og vonandi í þá átt, að allir landsmenn fái þar uppfylltar óskir sínar um fræðslu og skemmtun. Dagskrárnar munu í framtið- inni vafalaust verða frjálsari, en þær eru nú og greinast meirá, þannig að efnið verði fjölbreyttara. En í þessu, sem öðru háir peningaieysi. Aðal- erfiðleikar hins íslenska Ríkis- útvarps er mannfæðin og skort ur á rekstararf je, en eins og nú standa sakir leyfir fjárhagur- inn ekki frekari vikkun á dag- skrá nje fjölbreyttara efni. En þó svo sje ástatt er út- varpið á þroskabraut. Það á eft- ir að komast í enn lífrænna sam band við þjóðlífið en nú er og fyrir höndum eru mikil og glæsileg verkefni, sem víst er að geta orðið þjóð vorri til mikils menningarauka. Ekki svo að skilja, að hann hafi þar tekið upp algera nýj- ung. Hann gerði ekki annað en færa þessar nýtísku aðferðir, auglýsingatækninnar inn á ís- lenskt athafnasvið. En smelln- ar Rafskinnu-auglýsingar hafa á undanförnum árum víða kom ið í íslenskum blöðum og tíma- ritum, og haft þar sín víðtæku áhrif. Jafnvel heimsfirmu, með lærða sjerfræðinga á hverjum fingri, er reka auglýsingar um allar álfur, hafa veitt eftirtekt Rafskinnu-auglýsingum, sem fjallað hafa um afurðir og við- skipti þeirra, haldið þeim á lofti og látið höfundi þeirra í tje viðurkenningu fyrh' hug- kvæmni hans. V. St. Fundur forsæVisráðherra í London í janúar LONDON, 19. des. — Forsætis- ráðherrar bresku samveldis- landanna koma saman til fund- ar í Lundúnum eftir áramótin, líklega 4. janúar. Fundinn, sem stendur 10 daga, sækja allir þeir, sem boðið var nema Mal- an, forsætisráðherra S-Afrílu. Hann mátti ekki vera að því sonur gamla Hóla-Þorsteins, sem þjóðkunnur var á sinni tíð. Að þeirri skýringu fenginni, er ekki langt að leita skáldskaparins í ættinni. —• Hóla-Þorsteinn var nefnilega náskyldur Hjallalands- Helgu, sem var annálaður hag- yrðingur. Ýmsir hafa einnig ver- ið vel hagmæltir af móðurfólki mínu, má þar nefna t. d. Jón Bergsson, sem var hagyrðingur og ævintýramaður. Bjó hann lengst af hjer sunnanlands. Um skeið var hann pólití í Hafnar- firði. Jón þessi var tilfinninga- maður mikill og drengur góður, eins og sjest á ljóðum hans, en dóttir hans er nú að gefa þau út, „GEISEABROT" Árið 1928 gaf jeg út Ijóðakver, Nefndist það „Geislabrot“. Þar má finna mín æskubrek. í þá daga var þrekið nóg. Giímdi jeg þá stundum og var sundkennari nyrðra. Skrokkurinn var fimari þá en nú. Samt höfðum við ungu mennirnir ekki þá tilsögn nje að- stæður til íþróttaiðkana, sem nú tíðkast. En svona gengur lífið, þegar maður fer að eldast, lifir maður meira í gömlum minning- um. I NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR Jeg fæddist 1886. Þá var mikið harðindaár á Norðurlandi. Engin flutningatæki önnur en hestar. Faðir minn flutti suður í Garð þetta ár, en jeg var skilinn eftir „Slipsljóriitn á Girl Pal" BÓK þessi er nýkomin út á veg um bókaútgáfunnar Setbergs. Dod Orsbome, höfundur bókar innar, er skoskur að uppruna. Hann segir þar frá ævintýrum sínum í fjórum heimsálfum. Ýmist er Orsborne í leyniþjón- ustu Breta við Miðjarðarhaf, á innrásinni í Frakkland, við Ijónaveiðar á Indlandi eða a könnunarferð í fmmskógum Suður-Ameríku. Uppistaða bók arinnar er þó frásögn hans af reynslu og ævintýrum sínum á sjónum, ekki síst, er'hann árið 1936 sigldi án vista, áttavita og sjókorts á „Girl Pat“ yfir Atlantshafið. Dod Orsborne, sem nú er nær fimmtugur að aldri, dvelur í Bandaríkjunum. Þar hafa þess ar minningar hans hlotið mikl- ar vinsældir, t. d. hefur tíma- ritið „Life“ birt kafla úr bók- inni. Orsborne er alltaf reiðu- búinn að sleppa því, sem hann þess kost að komast í ævin- hefuf handa á milli, ef hann á týri og leggja sig í hættur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.