Morgunblaðið - 28.12.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.1950, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. des. 1950 mrgunMð&tfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Tvennskonar íriður PEKINGSTJÓRNIN HEFIR notað jóladagana til þess að safna liði við 38. breiddarbauginn í Kóreu. Ógrynni liðs er nú komið þangað. En Kínverjar hafa ekki enn gevt nein áhlaup suður fyrir þessa markalínu. Ekki hafa Kína-kommúnistar ljeð máls á því, að um neitt vopnahlje gæti orðið þar að ræða, nema Sameinuðu þjóð- irnar gengu að þeim afarkostum, að Kórea yrði gerð varn- srlaust land. Kommúnistar fengju þar öll ráð í sínar hend- ur. Með því móti fengi ofbeldismennirnir, sem rjeðust á Suður Kóreu í sumar, viðurkenning fyrir því, frá Samein- uðu þjóðunum, að árás þeirra hefði verið rjettmæt. Þetta skyldi Kína-kommúnistum reynast leiðin til að fá kröfum sínum fullnægt gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Meðal Sameinuðu þjóðanna hefir verið um það deilt, Iivaða kínverskir aðilar ættu að hafa fulltrúa í Lake Success. Meirihluti þjóðanna þar hafa verið því hlyntar, að það yrði Pekingstjórn kommúnista, þar eð þeir ráða nú yfir svo til allri þjóðinni. Á hinn bóginn er ekki hægt að ætlast til, að Peking- stjórnin verði viðurkenndur meðlimur Sameinuðu þjóðanna, nema hún aðhyllist í verki stefnu samtakanna um það, að hindra skuli árásir og ofbeldisyfirráð. Friðelskandi þjóðir heims ætlast til þess, að árásarmönn- unum verði ekki afhent yfirráðin í Kóreu, með vilja og samþykki Sameinuðu þjóðanna og ársarmennirnir fái inn- göngu í samtök Sameinuðu þjóðanna að launum fyrir of- beldi sitt. En annað er það, að yrði lagt í þá ófæru, yrði það að skapi kommúnista. Með því móti yrði stórt spor stigið til þess að auka á völd þeirra í heiminum. Eða þann „heims- irið". sem kommúnistar keppa að. í aðalmálgagni Moskvustjórnarinnar, Pravda, hefir nýlega verið skýrt frá því, að kommúnistar hugsi sjer að „tryggja heimsfriðinn“ eftir sínum eigin kokkabókum og ekki á ann- an hátt. Með því að leggja undir sig heiminn hólmalaust. í haust kom það fram í rússneskum blöðum, að hin „borg- aralega friðarhreyfing“ væri fráleit og andstyggileg. Sú stefna, að fordæma allar styrjaldir, öll vopnaviðskifti undan- tekningarlaust, líka „frelsisstríð" þjóða. En það kalla komm- ilnistar frelsisstríð, þegar flokksbræður þeirra hrifsa til sín völdin með vopnavaldi eða með stuðningi Sovjetherjanna, eins og í Tjekkóslóvakíu árið 1948. Þegar Sovjetríkin heimta að hersveitir leppríkjanna fari með hernaði á hendur öðrum þjóðum, telja kommúnistar að þeir vinni í þágu „friðarins". Mótmæli þeirra gegn kjarn- orkunni miðast við, að hún sje ekki fyrir hendi í baráttunni fyrir hinum kommúnistiska friði. Sje hún notuð „rjettu meg- in“ er ekkert við hana að athuga. Hinn óhugnanlegi friður, sem kommúnistar keppa að, er sá, að þeir leggi undir sig fleiri og fleiri þjóðir. Verði þeir einráðir í heiminum. þá segja þeir, að styrjaldir sjeu úti- lokaðar. Og eftir peirri reynslu, sem fengin er á yfirráðum kommúnista, bæði í Rússlandi og utan Rússlands, má þetta til sanns vegar færa. Þegar þjóðir hafa verið rændar öllu frelsi, og öllum mann- rjettindum, þær geta sig ekki hreyft til eins nje neins, þá hafa ofbeldismenn heimsins tryggt sjer þann frið, sem þeir hafa sókst eftir — frið kúgunarinnar. Þann frið, sem ríkir í kirkjugörðum. Að vísu verður sá friður ekki alger, á meðan nokkur frels- isþrá bærist í brjóstum hinna undirokuðu. Meðan frjálshuga menn hafa ekki afklæðst persónuleika sínum, eins og Þór- bergur ráðleggur, verður hver ríkisstjóm að halda völdun- um í landi sínu með sífeldum skipulögðum áróðri og misk- nnnarlausri harðstjórn, þar sem hver þjóðfjelagsþegn er gerður að ánauðugum þræl, er aldrei má um frjálst höfuð strjúka Það er þésskonar „friður“, sem hin íslenska fimmta her- deild óskar að leiða yfir þjóðina. Annað hvort af ráðnum hug, Ellegar vegna þess, að þeir menn, sem skipa þessa fyrstu herdeild á íslandi, vita ekkj hvað þeir eru að gera IIR DAGLEGA LIFINU JÓLIN ERU RJETT AÐ BYRJA ER JEG HITTI kunningja minn á götunni í gær og sagði við hann: „Jæja, þá eru jólin liðin að þessu sinni“, ansaði hann: „Jólin liðin — nei, nú eru þau rjett að byrja, góði. Það er að vísu rjett, að aðfanga- dagur og jóladagur eru liðnir, en nú byrjar fyrst ballið. Hvert einasta samkomuhús í bænum er víst upptekið öll kvöld langt fram í janúarmánuð á næsta ári. Svo er það nýárið og þrettándinn, sem margir halda hátíðlegan að gömlum sið. — Nei, það er langt frá því að jólin sjeu liðin. Þau eru rjett að byrja“. • „GLEÐILEG JÓL“ NÚ HEYRIST varla lengur, að menn heilsist eftir jóladagana með því að segja „gleðileg rest“ og sá ósiður mátti líka missa sig. Menn segja bara hreinlega „gleðileg jól“, eða „gleði lega hátíð“ og það er miklu hlýlegri kveðja og alveg hárrjett. Osköp var dauft yfir bæjarlífinu í gær- morgun, eins og venja er eftir stórhátíðar. Á jólunum er það siður, að hvíla sig á aðfanga- dag og jóladag til þess, að geta sprellað þess meira á annan jóladag, langt framt á nótt. • SKEMMTILEGAR JÓLASKREYTINGAR JÓLASKREYTINGAR settu sinn svip á borg- ina og hjálpuðust þar allir að, bæði einstak- lingar, bæjaryfirvöldin og kaupmenn. Víða mátti sjá fallega skreytta verslunargiugga yfir jólin, eins og t.d. hjá Ræsi við Skúla- götuna. Bæjarjólatrjen gera sitt til að setja jólavsip á umhverfið og loks hafa margir einstaklingar tekið upp á því, að hengja mis- litar ljósaperur á trjen í görðum sínum. Það er verulega gaman að þessum sið, sem fleiri og fleiri hafa tekið upp hin síðari árin. • ENGAR FRJETTIR — GÓÐAR FRJETTIR í ENSKU MÁLTÆKI segir eitthvað á þá leið, að engar frjettir 'sjeu góðar frjettir. Það má stundum til sannsvegar færa. í frjettunum eftir jólin er sagt frá því, að slökkviliðið hafi ekki haft neitt að gera og mann skilst einnig, að löggæslumenn hafi haft lítið að dunda. Þetta eru góðar frjettir. — En óneitanlega er það hart, að það skuli teljast til frjetta, að lítið, sem ekkert ölæði hafi verið í bænum um jólin. Líklega er það hvergi í heiminum talið til frjetta annarsstaðar en hjer, svo sjálfsagt þykir það, að menn verði ekki sjálfum sjer til skammar og öðrum til leiðinda vegna óhóf- legrar vínnotkunar. • BOУR VONANDI GOTT VONANDI BOÐAR það gott, að færri menn urðu sjer til skammar i höfuðborginni um jólin en búist var við, eða venja hefur verið. Eftilvill mega friðsamír borgar eiga von á því um nýárshelgina, að borgin verði ekki eins og í umsátursástandi vegna ölóðra manna, sem veltast um göturnar. Það væri sannarlega framför, þótt sjálfsögð framför sje, sem ekki ætti að þurfa að hafa orð á. • JÓLAKVEÐJUR EFTIR STAFRÓFSRÖÐ ÞÆR JÓLAKVEÐJUR útvarpsins, sem eiga mestan rjett á sjer og eru raunar sjálfsagðar eru kveðjur til sjómanna á hafinu. Sjómönn- unum þykir ábyggilega vænt um að heyra frá ættingjum og ástvinum gegnum útvarpið. En góð regla væri það, að lesa kveðjurnar til sjómanna éftir stafrófsröð skipanna. Þá vissu menn nokkurnveginn hvenær þeir ættu von á kveðjum, en þyrftu ekki að hanga og bíða í óvissu allt kvöldið, eða þangað til að þeim kemur fyrir tilviljun. Þessi háttur hefur verið hafður með jóla- kveðjur til sveitafólks, kveðjunum er raðað eftir sýslum. Það ætti einnig að gera með skipin. Nokkur orð um gumlu sjóferð ÞAÐ fer fyrir mjer enn sem fyrr, að jeg er seinn til svars enda er nú í rauninni ekki miklu að svara. Eins og- kunnugt er þeim, er lesa Sjómannablaðið Víkinginn greinir okkur Sigurði Sumarliðasyni allmikið á um ýmislegt, sem gerðist hafísvorið 19Í5 á Norðurfirði og á leiðinni þaðan til Siglufjarðar. Fyrir mig skiptir mestu máli það, er lýtur að m.b. Hafliða, sem jeg var þá formaður á, er kom á hann leki út af Skaga- firði á leið til Siglufjarðar. Þar þykist Sigurður hafa bjargað bæði „báti og farmi“, svo og vit- anlega þeim mannlífum er þar voru um borð. í síðari greih sinni, þar sem hann svarar rt hugasemdum mínum við fyrri grein hans er, þrennt að athuga: 1. Hvað timburflutningunum viðkemur getur enginn maður annað skilið, en Sigurður bafi sótt timbrið suður til Gjögra í Reykjafirði, enda er hann svo ó- hlífinn við sjálfan sig að endur- taka vitleysuna í svari sínu til mín hefir hann nú tvítekið þessa klausu: „.... En timbur gátum við fengið keypt á Gjögri. — A- kváðum við að ná í það til ið spara kolabirgðir okkar. Feng- um við lánaðan stóran sexæring hjá Guðmundi Kaupfjelagsstjóra í þessa timburflutningaferð . o. s. frv. Enginn heilvita maður fær annað skilið en að timbrið háfi verið sótt til Gjögra. Hitt er annað mál, að Sig. sjer, að þarna er ekki logið líklega, en spyr þó eins og forhertur götustrákur: „Hvar stendur það í frásögn minni að við höfum keypt trjá- viðinn á Gjögri?“ Hins hefði hon um verið nær að spyrja: Hvar stendur það að trjáviðurinn hafi ekki verið keyptur á Gjögri? — Enda er það óbinlínis blátt áfram sagt, að þangað hafi viðurinn ver ið sóttur og þár keyptur. — Um Finnbogastaði og verslun, við bóndann þar, er hvergi minnst einu orði hjá Sig., fyrr en í at- hugasemd hans. Sannleikurinn hefir einhvernveginn rifjast upp fyrir gamla manninum, er hann las svar mitt. 2. Sigurður segir að „mjög miklar líkur bendir til þess „að jeg hafi sagt Helga Hafliðasyni söguna um, hvernig gért var við leka „Hafliða", sem sje „öll ó- sannindi og uppspuni" til þess að gera minn hlut „fegri og betri“ og fari mönnum þá að skiljast „hversvegna Helgi vildi ekki láta Vátryggingarfj elagið sem Hafliði var tryggður hjá, greiða Otto Tuliníusi þær 1000.00 kr„ sem hann fór fram á í björg unariaun". Hafa menn tekið eftir því hvílík vandræða mál- færsla þetta er hjá Sigurði? — Hvernig gat Helgi haft nokkur áhrif á það, þó hann hefði ViljaS, að vátryggingarf jelagið. greiddi' ekki kröfu Tuliníusar, ef hún var rjettmæt? Þúsund krón ur voru ekki neinir smáskilding ur í þá daga jafnvel ekki fyrir Tuliníus. Var vel þess vert að þeir Tuliníus og Sig. krefðust sjóprófs til að sanna kröfu sína, sem, vitanlega ekkert vátr.fjel. hefði tekið til greina án slíks prófs. Og þá hefðum við Sigurð- ur báðir getað sparað okkur blekið og pappírinn og tímann sem í þessi skrif okkar hefir farið. Þú várar þig ekki á þvi, Sigurður sæll, að einmitt þet:a atriði um bótakröfuna án sjó- prófs, sánnar fyllilega að öll þessi „björgunarsaga“ þín er uppspuni frá rótum. Tuliníus var enginn veifiskati og alls ó- líklegur til þess að láta sanngjarn ar bætur sleppa sjer úr hendi, ef annars hefði verið kostur. Eða hver var ástæðan til þessarar dæmafáu linkindar í garð vátr.fjel.? Og hvaða áhrif gat jeg eða Helgi haft á, að bætur greiddust ekki, ’ ef krafan var rjettmæt. Næg hefðu vitnin þá verið og nærtæk fýrir þig. 3. Um vottorð þín, Sigurður, er þetta að segja. Ferdinand Kristjánsson játaði það fyrir mjer ! þriggja votta viðurvist að hann hefði aldrei undirskrifað vottorðið sjálfur, því að þú hefð ir falast eftir því í síma, enda lcvaðst hann gerla muna, hvað gerst hafði, eins og líka í er lát- ið skína í vottorðinu. Um vott- orð Stefáns Magnússonar er mjer ókunnugt, þótt vel megí vera að það Sje undir komið á sama hátt. Þjer þykir þáð ótrúlegt, að Hafliði hafi haft um borð hamp- lag og striga af því að hann var súðbyrtur! En að nokkur sjómað ur og það gaihall og reyndur skipstjóri skuli láta aðra eins þvælu út úr sjer! Það mætti minna Sigurð á, að þilfar var þó í Hafliða og ekki „súðbyrt". — Jú. Það voru nægar birgðir af hampi og segldúki í Hafliða ein- mitt j þeim tilgangi að þetta með smáleka, bæði á byrðingi og þil- fari, ef til slíks kæmi. Og þarna kom það sjer að góðu liði. Ætla jeg svo ekki að elta frek ar ólar við skrif Sigurðar, en til eru þeir menn hjer í Siglufirði, sem enn muna, hvernig lekinn var bættur í Hafliða, og enn fylgir hjer vottorð frá vjela- manni Hafliða því til sönnunar, að það, sem jég hefi um þetta mál sagt er satt. Og þó er allt fleyp- ur þitt um bótkröfuna og vátr.fjel. langbesta sönnunin fyrir misminni þínu. En ljeleg- astur er þó hlutur þinn í þessu máli, er þú ferð að kasta rýrð á minningu látins heiðursmanns. Að lokum fer hjer á eftir vott- orð Þorfinns Hannssonar, sem í umræddri ferð var vjelstjóri á m.b. Hafliða: Jeg undirritaður, sem var vjelstjóri á m.b. Hafliða hafís- vorið 1915, er hann sigldi í sam- floti með g.s. Súlunni frá Norð- firði til Siglufjarðar, votta hjer ttieð eítirfarahdi: Eftir því, sem jeg best man, er : frásögn Theodórs Páíssonar rjett. IV. ; ReyWavík ll, sept. 1950. f, . Þorfinpur Hannsson (sign). Thcodór PálssOB^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.