Morgunblaðið - 03.01.1951, Side 7

Morgunblaðið - 03.01.1951, Side 7
Mtðvikudagur 3. jan. Í951. MORGLNBLAÐIÐ 7 Kærieikurinn aflgjafi í getur verið besta vopn og baráttunni fyrir freEsinu 2 DAG er liðinn hjá fyrri helm ingur 20. aldarinnar. |>að gæti gefið_ tilefni til þess að renna augum yfir og rifja upp þá at- tourðj, sem orðið hafa á fyrra helming aldarinnar á landi voru og með þjóð vorri. Jeg skal þó ekki orðlengja mikið um þau efni. Sumt er á vitorði allra, sumt rifja aðrir upp annarsstaðar. En um það þarf engura blöð- 'um að fletta að með Þjóð vorri hafa orðið viðburðir og fram- farir á nýliðnum aldarhelm- ingi, meiri og mikilsverðari en á mörgum öldum þar á undan samanlögðum. Árið 1904 flutt- ist aðalumboðsstjómin um svo- nefnd sjermál vor, sem áður hafði verið í Danmörku, til ís- lands. Árið 1918 viðurkenndu Danir fullveldi íslands í kon- ungssambandi við D^jimörku. Árið 1944 varð ísiand lýðveldi með sjerstökum innlendum þjóð höfðingja, kjörnum af þjóðinni sjálfri. STJÓRNARFARSBÆTUR OG FRAMFARIR í kjölfar allra þessara stjórn arfarsbóta fóru miklar fram- iarir á mörgum sviðurft. Það var eins og þjóðin tæki nýjan fjörkipp við hverja þessara stjórrxarfarsbóta. En aðalsprett urinn er og verður, ekki um þegar farinn veg heldur verð- ur hann að vera framundan. í stað þess að reyna að telja upp framfarir síðastliðinnar hálfrar aldar, framfarir á sviði atvinnuveganna, framfarir um tækni, framfarir um heilsu og hollustu þjóðarinnar og um alla aðbúð og bættar lífsvenjur, vil jeg benda á þetta: Að vísu höfum vjer á þessum 50 árum stokkið, svo að segja í einu sttökki, úr miðaldar- myrkri í dagsbirtu nútímans. Það hafa fáar aðrar menning- arþjóðir gert, máske þó af þeirri einföldu ástæðu, að þær voru flestar um síðustu aldamót komnar miklu lengra en vjer íslendingar. En .— það er varlegra að ileggja rjettan mælikvarða ó þetta. Að venja oss ekki á það að telja oss sjálfum trú um og reyna að fá aðra,,t.il að trúa því, að vjer sjeum yfixleitt vitr- ari, gáfaðri, duglegri og fram- sæknari en aðrar þjóðir án þess þó að vanmeta hæfileika vora. Einnig með öðrum þjóðum hafa orðið stórkostlegar íramfarir á sömu eða líkum sviðum sem með oss. HINAR STÓRSTÍGU FRAMFARIR Það mun hafa verið árið 1928. Jeg var viðstaddur setn- íngu þings norrænna verkfræð- inga í Kaupmannahöfn. Slíkt þing hafði þá ekki verið hald- ið þar í 30 ár, ekki síðan árið 1898. í setningarræðu sinni rifjaði forseti þingsins upp stuttlega þær tæknisframfarir, Sem orðið hefðu almennings- eign að meiru eða minna leyti á undanförnum 30 árum, og bætt lífskjör fólks á ýmsan hátt. Árið 1898 var óþekkt eða lítt þekkt, á Norðurlöndum að minnsta kosti það, sem nú skal talið og jeg man eftir: Bílar, mótorar, dieselmótorar, útvarp, flugvjelar, röntgengeislar, rad- ium. Talsímar voru af mjög skornum skammti, rafljós og baðtæki í íbúðum sjaldgæf. — Miðstöðvarhitun í húsum sama sem óþekkt, Grammófónar og Áramótaávarp forseta íslands Sveinn Björnsson forseti íslands. kvikmyndir á bjmjunarstigi. Rafmagnsnotkun til eldunar, hitunar og sem aflgjafi vjela varla þekkt og rafmagn til ljósa fremur sjaldgæft. — Jeg var sjólfur 17 ára þetta ár,1 1898. Ef jeg hitti í dag 17 ára' ungling og segði honum, að svona hefði það verið í heim-l inum þegar jeg var á hans aldri, mundi hann varla trúa| mjer. Og hve mikið af nýjung- j um, sem voru óþekktar árið 1928 hafa ekki komið fram síð- an? Af slíkum nýjungum síð- ustu áranna nefni jeg aðeins kjarnorkuna og öll undralyfin! til læknisdóms. Þessi aukna tækný og þessar nýjungar eru flestar ekki sjer- eign einstakrar' þjóðar. Það dreyfist um löndin á líkan hátt og hringmyndaðar bárur, sem koma fram er steini er varpað í vatn. Bárunum fjölgar eftir, því, sem fjær dregur staðnum, sem steinninn fjell, hringirnir ná yfir stærra og stærra svæði, en bárurnar deyfast líka að sama skapi. Það er hollt að minnast þess, að þær framfarir, sem hjer hafa orðið, hafa einn- ig orðið í öðrum löndum. — Ef jeg held mjer við samlíkinguna um steininn, erum vjer íslend- ingar máske, um sumt, staddir þar, sem hringbáran er fjærst staðnum sem steinninn fjell í vatnið, og minnst fer fyrir bár- unni. Er vjer gerum oss þetta ljóst, skulum vjer fremur ein- beita huga vorum að því, að dragast ekki aftur úr öðrum, heldur fylgjast vel með og reyna að láta það ekki koma fyrir aftur, að segja megi með sannj að vjer sjeum langt á eftir öðrum þjóðum. Jeg hygg að óhætt sje að segja, að skilyrði fyrir þessu eru til frá náttúrunnar hendi, ef oss vantar ekki vilja, vit og þekkingu til þess að notfæra þau á rjettan hátt. Atvinnuvegir vorir eru nú fjölbreyttari en áður var, og margt mætti um þá þróun segja og framtíðarmöguleika ýmsra atvinnugreina. En jeg hygg, að fiskveiðar og landbúnaður muni í framtíðinni eins og hingað til verða höfuðatvinnuvegir vorir og því megi ekkert láta ógert til þess að auka þessa atvinnu- vegi og bæta. NAUÐSYN VÖRUVÖNDUNAR Kringum ísland og alt upp í landsteina hafa verið, eru enn, og verða væntanlega áfram, einhver auðugustu fiskimið heimsins. íslendingar eru dug- legir og áræðnir sjósóknarar. Vjer höfum nýtísku skip *og báta til fiskfanga, mörg góð frystihús, þar á meðal hrað- frystihúsin, þurkhús og verk- smiðjur af ýmsu tagi. Nú mætti halda, að með þeirri aðstöðu sem það veitir, að ísland ligg- ur svo vel við til þess að nytja þessi auðgu fiskimið við strend- ur landsins, og góð tæki eru fyrir hendi, ætti oss að vera vel borgið. Eru það þá óhöpp eða tilviljun, að fiskútgerðin ís- lenska berst nú í bökkum? Er það verðbólga, dýrtið og geng- isfelling krónunnar, sem er eina .orsökin til þess? Ef vel er að gætt mun það koma fram, að enn er ábótavant um þekk- ingu, hagsýni og fleira á þessu sviði. — Eftir því, sem mjer skilst, hafa vísindin þó á seinni árum verið tekin meira í notkun af sjávarútveginum en fyrr, með góðum árangri, það, sem það nær enn þá. Útgerðarmaður sagði mjer einhverntíma að hann hefði góðgn hagnað af útgerð sinni, en nágranni hans með samskon- ar skip hefði tapað á sinni út- gerð, þótt aflamagn skips hins síðgrtalda væri meira. Er jeg spurði hann um það, hver væri lausn þessarar gátu, sem þetta var í mínum augum, svaraði hann: Meiri hágsýni um olíy- eyðslu, veiðarfærameðferð og á fleiri sviðum. Eigum vjer ekki eitthvað ónumið land hjer? í vor, sem leið, komu hingað amerískir menn til þess að at- huga fiskveiðar vorar, meðferð á afla á sjó og iandi og gefa leiðbeiningar um umbætur. í skýrslu, sem þeir gáfu ríkis- stjórninni að loknum athugun- um, kemur fram nokkur gagn- rýni á meðferð sjávarfangsins. í henni er hvatt til meiri vöru- vöndunar, leidd athygli að þvx að ekki sjeu nýttar nógu vel sumar fisktegundir, sem góður markaður sje fyrir erlendis, bent á, hvernig hagnýta megi vinnuaflið betur en gert hefir verið til þessa og meiri vjela- notkun. Fylgjast mætti betur með margskonar nýjungum og notfæra sjer betur þekkingu manna, sem hafa fengið sjer- mentun. Jeg sá einhversstaðar í blöðum, að of mikil gagnrýni væri í skýrslunni og að menn- irnir hefðu ekki borið oss nógu vel söguna. Jeg get ekki neitað því, að það vakti athygli mína, er jeg las þessa skýrslu, hve margt þó væri ábótavant um fiskveiðar vorar og meðferð sjávarfangs. Frá mínum bæjar- dyrum sjeð virtist mjer aðallega áfátt um tvennt: Þekkingu og nóga vandvirkni. Jeg mintist þess, að upp úr síðustu alda- mótum var það einn maður sem með þekkingu sinni og ltröfu- hörku um vandvirkni tökst að ávinna aðalútflutningsvöru vorri þá, staltfiskinum, það álit erlendis, að hann væri betri vara en saltfiskur annara þjóða. Jafnvel þeir, sem þá voru óánægðir með kröfuhörku Þorsteins heitins Guðmunds- sonar yfirfiskimatsmanns um vandvirkni, urðu þó síðar að viðurkenna, að hann hefði unn- ið íslandi ómetanlegt gagn með starfi sínu. Jeg óska þess að bæði þessi gagnrýni, sem jeg nefndi, og önnur gagnrýni, sem á rökum er reist, megi frekar verða oss áminning og hvöt um að auka þekkingu vora og vandvirkni. en orsök til óánægju. L ANDBÚN AÐURINN Þá vil jeg minnast nokkuð á hini) aðalatvinnuveginn, land- búnaðinn. Jeg gerði hann sjer- staklega að umtalsefni í síð- asta áramótaávarpi mínu og skal því vera fáorðari nú en ella. Þá benti jeg m. a. á það, hve frjó væri gróðurmoldin ís- lenska og önnur góð skilyrði fyrir því að reka landbúnað hjer á landi, hve farsæll at- vinnuvegur og hve mikill und- irstöðuatvinnuvegur landbúnað urinn hefði reynst með flestum þjóðym. Jeg minti á það, hve þekkingu vorri er skamt á veg komið, jafnvel um sum undir- stöðuatriði'búskapar. Að hjer, , þyrfti úrbóta, með því að taka vísindin meira í notkun við landbúnaðinn en verið hefir til þessa, og um nauðsyn tilrauna tbúa. Reynslan með öðrum þjóð- um hefir sýnt, að nú á ■t.imum exm vísindalegar rannsókmi’> sem reyndar sjeu á góðum til- raunabúum, eini rjetti grund- völlurinn undir góðri og hag- nýtri jarðrækt. — Vísindin og tilraunabúin leysa úr mörguni þeim vandamálum, sem bændur þurfa að fá leyst úr, ef ræktun og önnur jarðyrkja á að verða gerð með þeirri bestu niður- stöðu, sem völ er á. Að vísu má fræðast um margt í þessu efni af erlendum bókum og tímarjt- um, s_em byggja á reynslu í öðr um löndum. En, þótt ýmsar greinar vísindanna sjeu alþjóð- legar, verða þessi vísindi að vera nokkuð þjóðleg. Jarðveg- ur, landshættir, veðurfar og fleira er svo misjafnt í löndun um, og öðruvísi ■ hjer en víða annarsstaðar. Og þetta er einn- ig misjafnt innanlands eftír landshlutum í svo víðáttumiklu landi, sem ísland er. M. a. þess vegna verða tilraunabúin og að vera mörg, víða um landið, svo að gagni komi, LANDBÚNAÐUR Á VÍSINDALEGUM GRUNDVELLI í þingræðu fyrir einni öld minntist Jón Sigurðsson á „vísindalega kenslu“ bænda, Þetta voru að vissu leyti spá- dómsorð þá. Því þá var ekki komið fram eins vel eins og nú hve mikilsvert það er í öllum löndum, að landbúnaðurinn byggist á vísindalegum grund- velli. Það er mín skoðun, að með því að flytja til innan þeirra fjárlyeða, sem veittar eru af opinberu fje til landbúnaðarins, mætti skapa íslenskum vísind- um allgóð skilyrði til þess að verða undirstaða allrar jarð- yrkju á íslandi, og einnig koma upp á nokkrum árum hæfileg- um tilraunabúum á mörgum stöðum á landinu. Jeg hygg að þetta mundi á næstunnj hag- nýtasti stuðningurinn, sem hægt væri að veita íslenskum bændum af opinberu fje. Einn af forustumönnum bún- aðarmála á íslandi kynti sjer síðastliðið sumar landbúnaðar- mál Breta. Hann segir svo frá, að þegar breska þjóðin barð- ist fyrir lífi sínu og tilveru, í síðasta ófriði, uppgötvaði hún skyndilega hin vanræktu auð- æfi enskrar moldar Hann bætir við: „Og það var ekki nein van- máttug þjóðfjelagsstjett, sem nú lagði hönd á plóginn, held- nr heil þjóð og einhuga“. — í þessu mættum vjer íslendingax* fara að dæmi Breta, því auðæfi íslenskrar moldar eru til, en hafa verið vanrækt. Jeg get ekki stillt mig um að minnast á atriði, sem vakti eft- irtekt mína í sumar, sem leið. í smágrein í aðalbúnaðarblaði voru um ráðningastofu landbúii aðarins las jeg þessi ummæli: „Framboð af unglingum var mjög mikið, en þar eð stór hóp- ur reykvískra unglinga hefir takmarkaða leikni í sveitastörf- um, voru bændur ekki gleypi- gjarnir við tilboðum af því tagi“. Jeg held að hjer sje ein- hver misskilningur eða vanmat á ferðinni. Hjer á Bessastöðum hafa unnið unglingar úr bæjum undanfarin ár. Reynslan er sú að þeir, þótt óvanir sjexx í fyrstu verða furðu fljótt leiknir, í syeitastörfum. Bændur munu yfirleitt telja þjóðinni holt. að sem flestir vinni sveitastörf: Frh á bls, 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.