Morgunblaðið - 03.01.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1951, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. jan. 1951. Framhaldssagan 34 SMHMMM TACEY CROMWELL Skáldsaga eftir Conrad Richfer. Fólk sagði nú að aliur Bis- bee bærinn munöi 'brenna, hús in við Naco-vcginn, á School Hill, við Opera Drive, Rewery Gulch og á Chihuahua Hill. — Það var nsestum ótrúlegt að all ur þessi eldur stafaði af einni eldspýtu á einiiver.ju herberg- inu á Philadeiphia gistihúsinu. Einmitt þegar útlitið var sem verst, fór að slá á eldinn. Efst í dalnum stöðvaðist hann við Castle Rock, og neðst komst eldurinn ekki lengra en að Hen ningerbyggingunni. Jeg skil ekki ennþá hvernig mennirnir, sem voru upp á húsaþökunum og mokuðu niður sandi og slökktu neistana, fóru að því að þola hitann af eldinum. Strax og eldurinn minnkaði þyrgtist fólkið niður á Main Street. Sumi> voru orðnir drukknir og aðrir slógust. Lög- regluþjónarnir urðu að nota kylfur og víxistofunum, sem eft ir vgr, var lokað. Jeg sá menn vera að leita að eiginkonum og konur leita að eiginmönnum og konur og menn leitandi að börn um gínum, Alísstaðar heyrðust fagnpðarópin, eins og fólkið hefði ekki sjeð hvort annað í fleiri ár. Þeir sem ennþá áttu hús, buðu hinum að koma með sjer. Jeg sá hvar Gaye kom skálm andi. í gegnum mannf jöldann. Hann var ekkert sótugur eða rifinn, en jeg fann reykjar- og sviðalyktiria af honum eins og af öilu hinu fóikinu. „Hvernig er það uppfrá?“ spurði jeg og átti við Weeler bygginguna. „Allt farið“, sagði hann stutt ur í spuna og hjelt áfram. Jeg varð að hafa mig allan við til að missa ekki af honum. „Það er sagt að þetta kosti b.æinn miljónir dala“, sagði jeg. „Það er nokkuð ýkt“. „Það eru huudrað hús brunn in til ösku“, sagði jeg. „Þú ýkir nokkuð ennþa, Nug^et", sagði hann. Jeg hjelt að hann væri á leið inni iieim, en hann fór inn í bankann. Dýrnar stóðu opnar og inni á bankastjóraskrifstof unni sá jeg hvar margir menn sátu saman við borð. Jeg vissi það ekki fyrr en seinna, að þarna á skrifstofunni var bær- inn. skipulagður að nýju þetta kvöld áður en nokkrar teikn- ingar voru komnar. Gaye nam staðar snöggvast í dyrunum áði.r en hann fór inn. Hann horfði niður götuna og þegar jeg leit, við, sá jeg hvar ungfyú Ruaith kom. Ráfmagnið var ekki komið ennþá, en allt umhverfið var lýst upp af und- arlegum rauðum bjarma. Ung- frú Rudith var berhöfðuð, í gömlu svöríu loðkápunni sem hún notaði aðeins í ferðalög. Jeg hjelt að hún ætlaði að spyrja mig um Gaye, sem nú var farinn imi í bankahúsið, en hún gekk rakleiðis framhjá. en svo nálægt mjer að jeg sá gráu. hárin á h'öfðinu á henni. Hún virti mig ekki viðlits nje heldyr rústirnar á báðar hliðar eða spýtnabrakið og múrstein- ana scm lá"u fvrir fótura henn ar. Þegar hún var komin nokk- uð ofar í götuna, sá jeg að hún nam staðar eins og hún væri að hugsa sig um. Það var eins og hún hefði gengíð í sveíni en væri nú að koma til sjálfrar sín og væri að revna að átta sig á1 því hvar hún væri stödd. Jeg vissi alveg hvernig henni leið. Það var eins og að koma aftur í bæ, sem maður hafði þekkt vel, en nú var ekki einu sinni hægt að sjá hvar manns eigið hús hafði staðið. Öll landa- merki voru horfin. Hún gekk dálítið lengra upp götuna og jeg sá að hún beygði sig niður og tók eitthvað upp. Fyrst sýndist mjer það vera mannshöfuð. En svo sá jeg að það var höfuð af einni gínu Tacey. Jeg held að ungfrú Rudith hafi þekkt hana. Hún horfði á auðu lóðina hinum megin við götuna. Einu sinni hafði staðið þar bygging. Hún var horfin. Eftir var aðeins und irstaðan og græna koparhand- riðið, sem hafði verið við úti- dyratröppurnar. Þetta hlaut að hafa verið byggingin, sem hún hafði keypt til að láta rífa nið- ur til þess að byggja fjelags- heimili á lóðinni. Hún hafði ekki brunnið. Það sást .greini- lega að hún hafði verið sprengd í loft upp. Innar á lóðinni sáust rústir af eldstæðum. Einhver stóð þar hálfbogin með illa útleikinn grammófón undir hendinni. Nú beygði hún sig niður og tók eitthvað upp. Jeg sá ekki hvað það var, en seinna sá jeg að það var smápjatla af enhverju efni. Konan kom út á götuna og jeg sá að ungfrú Rudith kippt- ist við, þegar hún sá að það, var Tacgy. Þær horfðust lengi í augu. Jeg vissí ekki hvort þær mundu tala saman. Og ef þær gerðu það, bjóst jeg við því að í mesta lagi mundi ungfrú Rudith segja nokkur viðeigandi orð um eldsvoðann og tjónið, sem af honum höfðu leitt. Það sýnir aðeins hve lítið jeg þekkti kvenfólk og þá sjerstaldega úng frú Rudith og Tacey. ,Nú þykist jeg vita að þó að logarnir hefðu staðið allt í kringum þær, þá hefðu þær ekki taláð um annað en það sem var þeim efst 1 hug^, „Ungfrú Cromwell“, heyrði jeg að ungfrú Rudith sagði. — Rödd hennai; var eins og niður- bælt óp. „Vissuð þjer að Seely eignaðist barn?“ Tacey leit á hana. „Já“, jeg hefi heyrt það“, sagði Tacey. Rödd hennar titr- aði lítið eitt og jeg held að það hafi verið þess vegna sem ung- frú Rudith hjelt áfram. „Vissuð þjer, hvað hún er far in að gera .... syngja og dansa á veitingahúsum?" „Hvað kemur mjer það við?“ hreytti Tacey út úr sjer. „Jeg er ekki móðir hennar“. „Jeg átti ekki við ....... byrjaði ungfrú Rudith en vissi auðsjáanlega ekki hvað hún átti að segja. En hún hafði ýft upp sár Tacey og nú varð hún að fá útrás fyrir harminn sem hún hafði innibyrgt í mörg ár. Græpu augun hennar skutu neistum. „Þjer eruð móðir hennar, en þjer viljið að jeg fái að þjást ry^o?x yA'i'r m* r-Wí mjer að kenna, hvernig komið er. Fyrir níu árum tókuð þjer hana frá mjer. Jeg var ekki þess verð að fá að hafa hjá mjer böm. Þjer óluð hana upp á þann hátt sem yður þótti rjettastur. Hún fjekk faH"" föt oy átti hojma* í fínu húsi, það eina sem hún átti að varast var jeg. Jæja, jeg vona að þjer sjeuð ánægðar með árangui’inn. Kannske dugar slíkt uppeldi við einhver engil- börn, en ekki venjuleg börn. Það er auðvelt að eyðileggja þau á eftirlæti, trúa öllu sem þau segja og láta þau fara sínu fram. Það sparar manni mörg hörð orð og ljóta hugsun. — Kannske þykir barninu vænt um mann á meðan maður lætur allt eftir því, en seinna meir, ef illa fer fyrir því, þá bölvar það manni í sand og ösku og kennir manni um allt........... „Ó, gerið það fyrir mig að hætta“, sagði ungfrú Rudith, kjökrandi. Hún var náföl og rið aði og var að því komin að detta. Jeg flýtti mjer til henn- ar en Tacey var á undan. „Fyrirgefið mjer, frú Olda- ker“, sagði hún. „Það er jeg sem á að biðjast fyrirgefningar“, sagði ungfrú Rudith. Hún reyndi að segjá eitthvað um Seely en henni virtist vera um megn að úttala nafn hennar og allt í einu voru þær báðár farnar að gráta og þrýstu hendur hvorar annarar. „Þjer getið hvergi sofið“, ungfrú Rudith allt í einu og rödd hennar var orðin styrk. „Þjer vcrðið að konia og söfa hjá okkur í nótt“. 15. Kafli. Jeg gekk um niðri í bænum dálitla stund og bjóst alltaf við að sjá Tacey koma til baka. En þegar Perita opnaði fyrir mjer, sá jeg á svipnum á henni, við hverju jeg fnætti búast. Þegar jeg gekk inn í stofuna, sá jeg að Tacey sat á einum legubekknum. í stofunni voru líka einhverjir stjórnmálamenn sem biðu eftir Gaye og í einu horninu stóðu Parker-hjónin, en húsið þeirra hafði farið í brunanum. Rafmagnið var ekki komið ennþá, og stofan var illa upp- lýst af nokkrum kertaljósum og olíulömpum. Tacey vegna var jeg feginn myrkrinu. Úti á götunni hafði "Kún verið frjáls leg og eiöbeitt eins og hún átti að sjer að vera. En þar sem hún sat þarna ein á stóra legubekkn um við hliðina á flygilinu og marmaraborð fyrir framan hana, fannst mjer hún hafa stirðnað og breyttst. Það var auðsjeð að hún kunni ekki við sig og það var eins og hún væri á verði. Jeg hafði ekki sjeð hana þannig lengi. Þegar hún leit á mig fannst mjer það vera með nokkrum þótta. Það var auðsjeð að hún hafði komið gegn sinni betri vitund. Ungfrú Rudith reyndi að sýna henni hina fyllstu kurteisi, en mjer til mikilla leiðinda var ekki hægt að segja það sama um Tacey. ! Íbúðoskifti ! | ; 5 Tvpggja hcrbergja íbúð til leigu 5 } í skiptum fyrir þriggja herbergja | ; íbuú eua stU't t >. v.t.i. utvegað lán . ! eða greitt fyrirfram. Tilbqð | ; merkt: „Lán 999 — 883“ send- 3 I iMMIItlHfmtMIMIMIIMfMIIMMIMMMMMfltMliliilililimil* Hákon Hákonarson 44. Þá gægðist tunglið upp og það varð svo bjart, að jeg sá hljebarðanum bregða fyrir við og við. Jeg sat í ofvæni og beið þess, að stundin kæmi, þegar jeg yrði að ráðast á hann. Þegar hann væri kominn svolítið lengra irin, gæti jeg banað honum með sverðinu eða byssunni. j Jeg neyddist til að drepa hann. Ef jeg gerði það ekki, gæti jeg aldrei verið rólegur. Jeg leyfði honum að halda áfram x nokkrar mínútur enn. Þá tók jeg eina af greinunum til hliðar ,svo að jeg hefði meira svigrúm til að bregða sverðinu. , Um leið sá hann mig. Hann öskraði hræðilega og ætlaði að ráðast á mig, en opið var alltof lítið. Jeg brá sverðinu af öllum kröftum og lagði til hans, en hann hrökk eldsnöggt jtil baka. Jeg var hræddur um, að hann myndi fara, svo að jeg greip annan ungann, sem strax tók að væia vesældarlega. Um leið var hljebarðinn kominn aftur og þá lagði jeg til hans að nýju. í þetta skipti hitti jeg. Jeg heyrði að hann datt niður og sparkaði út í loftið. Svo varð allt hljótt. En ungarnir urðu ennþá órólegri, svo að það varð lítið um svefn um nóttina. Jeg reis á fætur um sólarupprás og skreið út úr trjenu. Fyrir utan lá eitt dautt dýr í viðbót. Það var ung geit, sem hljebarðinn hafði komið með kvöldinu áður. j Ungarnir höfðu komið á eftir mjer út og þeir tóku strax að rífa geitina í sig. Jeg fló hana fyrir þá, svo að þeir fengu ; báðir góðan morgunverð. Þegar þeir voru búnir að borða, í skriðu þeir aftur inn í trjeð og sofnuðu, vel ánægðir, að því er virtist. Jeg fló hljebarðann og hengdi skinnið upp hjá hinu. Það, sem eftir var af geitinni, geymdi jeg. Jeg ætlaði að gefa ungunum mínum það. 6. kafli HÁKON SEST AÐ í BRAUÐVÍK Jeg ákvað að setjast að í Brauðvík. Þegar þennan dag bar jeg nokkuð af eigum mínum úr kofanum og til nýju hýbýlanna minna. Sumt skildi jeg eftir, því að jeg gat ekki vitað nema jeg þyrfti að flytja þangað aftur. 'ÍTfhur* nmjohqumkjuföjsruj, [ f ist afgr. Mbl. sem fyrst. LOFTiJR (iFTTJR Þ,<ö EKKl h» w»rn« (Lún í óláni. „Nýja íbúfiin okkar er ágaet, en nágrannarnir geta heyrt hvað við segjum." ,;Því fóðrið þið þá ekki veggma með þykku veggfóðri?" „Af því að þá heyrum við eklci hvað nágrannamir segja.“ ★ Ómenntaður páfagaukur. Fuglakaupmaður: „Segið þjer, að páfagaukurinn, sem jeg seldi yður viðhafi Ijótt orðbragð?" Menntaður viðskiptavxnur: „Álveg hrœðilegt! Síðast í gær beygði hann vitlaust." ★ Fiölskvlda nokkur fíntd i hverfi, þar sem þeim var sagt, að nauðsyn- legt væri að hafa varðhund til þess að gæta hússins fyrir innbrotsþjófum, Þau keyptu stærsta og besta hundinn að því er þeiin var sagt, sem fjekkst hjá næsta dýrakaupmanni. Nokkru seinna brutust þjófar inn í húrið og nóðu í góðoú ránsfeiig á með an hundurinn svaf. Húshóndinn fór til kaupmannsins og kvartaði sáran, „Jeg skal segja yður, hvað er að“, sagði kaupmaðurinn. „Þjer þurfið að fá yður lítinn hund til þess að vekja stóra hundinn.“ ★ Góðir skitmálar. Viðskiptavinur. „Mjer er sagt, að sonur niinn sje búinn að skulda yður föt í þrjú ár.“ Skraddari: „Jé, það er rjett, herra, eruð þjer riu kominn til þess áð greiða í skuldina?1* Viðskiptavinur: ,Nei, mig langar til þess að fá föt líka á‘ sömu borgunar- skilmálum.“ Mlllllf HIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIMIIMIIt*.II: 'Mtllll* Halló Halló I a Bifreiðaverkfæri til sölu: Raf- | magnsbor með stadivi, tvö sknif | stykki, topplyklasett, krafttalia § með keðjum og mikið af smá- f verkfærum. Til sýnis og sölu á § Laugaveg 58 bakhúsið kl. 8—9 1 í kvöld, | 3 m IfMlMMIU tMMIMIIIIIIIMIIIMIIMMHIIMMIMIMIMIIMlfllHII ffr ff*' ‘tv-IPigPP’W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.