Morgunblaðið - 05.01.1951, Blaðsíða 6
6
MORGUK BLAÐIÐ
Föstudagur 5. janúar 1951.
JHí!f|pusMatíiÍ>
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
iTramkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók.
Víkverji sknfar: ý R DAGLEGA LÍFINU
Einangrun komm únista -
* • s
Oryggí Islands
í ÁRSBYRJUN 1949 var í und-
irbúningi samvinna hinna vest-
rænu lýðræðisríkja til öryggis
frelsi og sjálfstæði þeirra, gegn
yfirgangi kommúnismans. Sov-
jetríkin höfðu algerlega inn-
limað hinar sjálfstæðu smá-
þjóðir við Eystrasalt, Lettland,
Lithaugaland og Eistland, og
kúgað til undirgefni hverja
þjóðina á fætur annarri í Aust-
ur- og Mið-Evrópu. Skömmu
eftir hina geigvænlegu heims-
styrjöld, sem háð hafði verið
í nafni frelsis og mannrjettinda
gegn nazismanum, höfðu Rúss-
ar dregið hið kommúnistiska
jámtjald fyrir þjóð eftir þjóð,
þar sem löndunum var lokað
frá umheiminum, skoðanafrels-
ið afnumið og traðkað á rjettar-
öryggi borgaranna með miklu
geigvænlegri valdbeitingu en
nokkru sinni áður hafði þekkst.
Undirbúningi lýðræðisríkjanna
til varnar þessari hættu lauk,
eins og kunnugt er, með stofn-
un Atlantshafsbandalagsins.
Þegar þetta varnarbandalag
lýðræðisríkjanna var í undir-
búningi, voru ýmsir, sem ekki
höfðu fyllilega áttað sig á þeirri
geigvænlegu hættu, sem aí
kommúnismanum stafaði. Að
sjálfsögðu tóku kommúnistar
hjer upp harðvígtuga baráttu
gegn þessu lýðræðisbandalagi,
eins og kommúnistar um allan
heim, og eins og þeir fyrr og
síðar hafa hringsnúist, eftir því
sem þeir hafa fengið fyrirmæii
um frá Rússum. Hefði mönnum
átt að vera fullkomlega minn-
íssfætt, hvernig þeir í upphafi
styrjaldarinnar, þegar Rússar
voru ekki orðnir hernaðarað-
ilar, töldu, að hvorugum hinna
stríðandi aðila mættu íslend-
ingar óska sigurs, og baráttan
milli Vesturveldanna og naz-
ismans væri baráttan milli
tveggja rándýra um bráð. Eft-
ir að Rússar urðu hernaðar-
aðilar með Vesturveldunum,
varð stríðið svo fyrst að frels-
isbaráttu í augum kommúnista
hjer og Bretavinnan svokall-
aða, sem hjer var unnin í þágu
Vesturveldanna, og Þjóðviljinn
hafði kallað „landráðavinnu',
varð á máli kommúnistanna
„landvarnarvinna“.
En þótt svo væri, eins og fyrr
segir, að sumir ættu fyrir
tveimur árum nokkuð erfitt
með að átta sig á fláræði komm
únismans, þá er nú, sem betur
fer, gjörbreyting á þessu orðin
hjer á landi.
Eitt vitnið í því efni er m. a.
afstaða íslendinga til hins svo-
kallaða Stokkhólms-ávarps,
sem er eitt fyrirlitlegasta hræsn
isplagg sögunnar, en kommún-
istar reyndu að safna undir-
skriftum undir og töldu gjört
í þágu friðarins í. heiminum.
Hjer reyncju þeir að fara af
stað með þessa . „friðarhreyf-
ingu“ kommúnismans, og byrj-
uðu á því að birta nöfn undih-
skrifendanpa. Brátt kom í ljós,
að þeir voru fæstir utan komm-
únistaklíkunnar og þeir, sem
jfyrst höfðu látið blekkjast til
I undirskrifta, sáu eftir verkum
! sínum og einn sýndi þann mann
jdóm að láta strika nafn sitt út
Eftir þetta hættu kommúnistar
að birta nöfn og undirskrifta-
smölunin fjell niður.
Eins hafa kommúnistar á
liðnu hausti algjörlega lent í
minnihluta í hópi stúdenta í
þessum málum, en þeim hafði
áður orðið furðanlega gott af
„þjóðfrelsisblekkingum“ sinum
í hópi menntamanna.
Loks er svo þess að minnast,
að hin svokallaða ,;Þjóðvarnar-
hreyfing,“ sem bryddi á sjer
hjer í sambandi við þátttöku
íslands í Atlantshafsbandalag-
inu, lætur heldur ekki lengur
á sjer bæra. y ,
Kommúnistar virðast því al-
gerlega einangraðir, eins og
vera ber, í öryggismálum fs-
lendinga, en á þjóðinni að öðru
leyti hvílir sem fyrr sá vandi
að gjöra hverjar þær ráðstaf-
anir, sem best geta tryggt sjálf-
stæði og frelsi íslendinga.
Þeir atburðir hafa gerst og
gerast nú í heiminum, sem
hljóta áð fylla hvern hugsandi
íslending kvíða. Geigvænleg
jstyrjöld geysar í Austur-Asíu
.milli herja Sameinuðu þjóð-
janna, sem komið hafa málstað
lýðræðisins til hjálpar, sam-
kvæmt þeim skuldbindingum,
sem felast í sáttmála Samein-
uðu þjóðanna, gegn ofbeldi
kommúnismans, sem stjórnað er
af sömu stjórnendum raunveru-
lega og kommúnismanum alls
staðar annars staðar 1 heimin-
um.
Hið friðsamlega samstarf inn-
an vjebanda Sameinuðu þjóð-
anna virðist allt í mjög mikilli
hættu vegna yfirgangs komm-
únismans og þau helgustu
mannrjettindi, sem barist var
fyrir í síðustu heimsstyrjöld eru
troðin niður í duftið.
Að sjálfsögðu er hinum
smæstu mest hætta búin af
styrjöld og ófriði í heiminum.
íslendingum er því sannarlega
ekki síður en öðrum þjóðum
fullkomlega ljós hin yfirvofandi
hætta. Þeir sjá þó best af öllu
og skilja fyllilega, að hrein tor-
tímingarhætta íslensku sjálf-
stæði er aðeins búin úr einni
átt, — frá kommúnismanum.
Aukið samstarf hinna vest-
rænu lýðræðisríkja til varnar
kommúnistahættunni er því I
eðli sínu sama og aukið öryggi
fyrir hinn íslenska málstað sem
og frelsið annars staðar í heim-
inum.
Hjer hefur verið vikið að því
sem mikilvægu atriði, að komm
únistar einangruðust í þjóðfje-
laginu. Það er vegna þeirrar
sjerstöðu kommúnismans að
fela í sjer tvöfalda hættu fynr
þjóðirnar — að innan frá sem
utan. Um gjörvallan heim, þar
sem kommúnisminn hefur kom-
ið við sögíiy einkehnir þétta að-
ferðir hahs. Pimmta herdeildm
heima fyrir hefur allis Staðax
boðið innrásina velkomna.
FARSOTTIR OG
BARNASAMKOMUR
MISLINGAR hafa verið að stinga sjer niður
í bænum undanfarið og hefir hina síðustu
dagana orðið vart við verri tilfelli en áður.
Læknar telja þetta ekki óeðlilegt, þar sem
fjögur ár eru liðin síðan, að mislingar gengu
hjer í bænum fyrir alvöru.
í gær átti jeg tal við borgarlækni, dr. Jón
Sigurðsson, utn heilsufarið í bænum almennt
og mislingana sjerstaklega, einkum með tilliti
til aukinnar smithættu meðal barna vegna
jólatrjeskemmtana, sem nú standa sem hæst.
Borgarlæknir sagði, að heilsufarið mætti
almennt teljast heldur gott í bænum, en benti
þó á, að vitanlega væri smithætta hvað mest,
ef barnafarsóttir ganga í bænum, þegar
mest væri um barnasamkomur.
FORELDRAR HVATTIR TIL
AÐ FARA VARLEGA
BORGARLÆKNIR sagðist eindregið vilja
ráðleggja foreldrum, að fara ekki með börn
sín á jólatrjesskemmtanir, ef þau væru lasin,
eða miður sín á eínhvern hátt og ekki þyrfti
að taka það fram, að óráðlegt væri og raunar
óforsvaranlegt ,að leyfa börnum, sem væru
greinilega með einhverja umferðarveiki, að
sækja skemmtanir.
Foreldrum hættir stundum til að fara óvar-
lega í þessum efnum. En það væri sjerstaklega
hættulegt gagnvarf. öllum og gæti einnig haft
hin verstu áhrif til frekari útbreiðslu um-
ferðarsjúkdóma.
SKORTUR Á
MISLINGASERUM
ÞÁ GAT borgarlæknir þess, að skortur væri
nú sem fyrr á serum, eða varnarlyfi gegn
mislingum. Varnarlyf þetta er unnið úr blóði
þeirra, sem nýlega háfa haft mislinga og eru
þeir, sem orðnir eru 17 ára, eða eldri og sem
hafa fengið mislinga nýlega, beðnir að gefa
sig fram til blóðgjafa, annaðhvort í skrif-
stofu borgarlæknis, eða Ránnsóknastofu há-
skólans við Barnósstíg.
Síðast þegar beðið var um blóð mislinga-
sjúklinga gekk ekki vel, en vonandi að menn
taki þessi tilmæli til greina nú. Það gæti
hjálpað mörgum vmglingunum til að korhast
Ijettar ýfir sjúkdómihn.
•
ENGIN
MÆNUSÓTTARTILFELLI
AÐ LOKUM spurði jeg borgarlækni, hvort
nokkuð hafi orðið vart við mænusótt í bæn-
um undanfarið, en það hefir flogið fyrir
manna í milli, að einhver ókunn veiki, sem
vel gæti verið mænusótt, gengi í bænum.
Borgarlæknir sagði, að hann vissi eklti um
eitt einasta tilfelli af mænusótt hjer í bænum
síðustu vikurnar og þætti sjer ótn.ilegt, að
honum hefði ekki borist vitneskja um það,
ef satt væri, þótí stuivdum komi skýrslur
nokkuð seint til skrifstofu hans.
•
SLÆMT ÚTLIT MEÐ NÝJAN
FISK
ÞAÐ HEFIR gengið illa að útvega nýján
fisk til bæjarins í haust og í vetur. Sjaldan
verið jafn mikill skortur á nýjum fiski hjer
í bænum. Og þvi miður er ekki gott útlit fyrir
að úr rætist. Að vísu hafa nokkrir fisksalar
tekið sig til og leigt bát til fiskveiða og verða
þá tveir bátar sem íiska fyrir bæinn. En éf
aflabrögð verða ekki því betri á næstunni,
má búast við að afli þessara tveggja báta
hrökkvi skammt til daglegrar eftirspurnar,
þar sem Reykvíkingar borða allt að 20 smál.
af nýjum fiski þegar hann fæst á annað borð.
•
FÓLK ORÐIÐ LEITT Á
TROSINU
FISKVERSLANIR hafa jafnan haft á boð-
stólum saltfisk, skötu og frystan fisk, en fólk
er orðið leitt á sífelldu trosi og hvernig sem
á því stendur, hafa menn ekki almennt kom-
ist upp á lagið að borða frysta fiskinn.
Nýr fiskur er aðalfæða flestra heimila og
er illt þegar hann fæst ekki. Meðan skortur
er á fiski, er líka hætt við að fljótar gangi á
kjötbirgðir landsmanna og þær hafa ekki
verið meiri en svo undanfarin ár, að kjötíð
hefir verið uppjetið fyrir mitt sumar.
Gangi svo til lengdar enn, að ekki fáist nýr
íiskur í vertíðarbyrjun, er athugandi, hvort
bæjarstjórnin verður ekki að gera einhverjar
ráðstafanir til þess, að nýr fiskur komj á
markaðinn nokkuð reglulega.
Formúluljód Einars Bogasonar
FYRIR nokkru komst jeg í
kynni við litla bók, sem nefn-
ist Stærðfræðileg formúluljóð
og er eftir Einar Bogason frá
Hringsdal. Bókin er ekki fyiir
, ferðamikil, en eigi þarf skarp
' skyggni til að sjá, að bak við
hana stendur, ef til vill, meiri
ósjerplægni og lærdómur en
flestra þeirra bóka, sem meira
hefir verið haldið á lofti í ár.
í kveri þessu eru flestar
þær formúlur í stærðfræði,
sem nota þarf í daglegum störf
um, sumar settar fram á mun
einfaldari og handhægari hátt
en almennt gerist í kennslubók
um, og aðrar, sem fágætt er að
finna annarsstaðar.
Höfundur getur þess í for-
mála, að hann hafi snúið hin-
um tyrfnu formúlum í bundið
mál, til þess að auðvelda mönn
um að festa sjer þær í minni.
Þau alkunnu sannindi, að fátt
mun taka fram töframætti höf
uðstafa og stuðla að festa í
minni almennan fróðleik, þarf
ekki að ræða. Það gegnir því
nokkurri furðu, að ljóða skuli
ekki gæta meira í almennum
kennslubókum um efni, sem
auðveldara er að koma í rím
en stærðfræði. Slíkt gæti orð-
ið hið besta „krydd“ í kennslu
stundum og námi. Stærðfræði
þykir flestum þurr fróðleikur,
enda segir höfundur í eftirmála
við bókina, að hinum kunna
ríriifraeðlngi, Öir William Crai-
gié hafi þótt mikið til bókarinn
ar koma, einkum sökum þess,
hversu höfundi hafi tekist að
kóma efninu í rím.
Það verkefni, sem höfuridur
hefir leyst af hendi mun vera
einstætt í bókmenntum vest-
rænna þjóða, því þótt einstak-
ar stökur um stærðfræðileg
efni, svo sem vísan „Sig mest
merkir sá fyrsti", sem höfund-
ur rekur í eftirmála upphaf að
langt aftur í aldir, þá hefir ekki
verið um skipulega heild að
ræða fyrr en nú. Hinsvegar er
fyrrnefnd vísa gott jarðteikn
þess, hversu ljóð geta legið
lengi á vörum fólks, þótt gildi
þeirra felist aðallega í stund-
legu gagni.
í almennum skólum skipar
stærðfræði veglegan sess, sem
vera ber. Hinsvegar mun mörg-
um þykja, að þeir hafi í þeirri
grein meira erfiði en erindi. Á-
steytingarsteinn flestra er efa-
laust formúlurnar, sem eru
heilafrumunum litlir auðfúsu-
gestir. Kunningi minn nokkur
sagði mjer í fullri hreinskilni,
að eftir fimm ár frá því hann
hafði tekið stúdentspróf, sem
var gott, hefði hann kunnað
eina gamanvísu úr öllu stærð-
fræðinámi sínu í menntaskólan
um, en það var jafnframt eina
stakan um stærðfræðileg efni,
sem hann hafði komist í kynni
við. Þótt vinur minn hafi cenni
lega ýkt, má draga af þessu þá
ályktun, að stakan risti dýpra
í minni hans en margar formúl
urnar, margendurteknar og
skýrðar.
í daglegum störfum þurfa
iðnaðarmenn og aðrir, sem fást
við „teknisk“ störf, að hafa
jafnan á taktoinum ýmsar
stærðfræðilegar formúlur.
Hver§ virði þáð væri þeim, sem
erfitt eiga með að muna þær,
að geta greypt þær í minni með
mætti höfuðstafa og stuðla. geta
þeir best dæmt um sjálfir. Jeg
gæti best trúað, að formúlu-
ljóð Einars reyndist þeim hrein
asti kraftakveðskapur.
Nemendur í skólum ættu að
gefa kveri þessu mikinn gaum.
Það myndi, efalaust, leysa
margan námsmanninn úr
dróma minnimáttarkenndar og
örvæntingar um sáluhjálp sína
í stærðfræði að kunna srmar
þessar formúluvísur, reiprenn-
andi. Jeg leyfi mjer að taka.
hjer sýnishorn:
i
Flatarmálið ferjafnhliðans
finnst með því
að hlið ein hans í annað velcd
er hafin í.
Og annað sýnishorn;
Þegar þekkjast þríhyrningsíns
hliðar,
en hornin ekki, ávallt á
ummáls reglu nota þá.
Þannig eru flest erindin
kveðin á mjög ljettu og auð-
skildu máli og auðlærð fyrir
börn og unglinga. Þeir, sem
ekki hafa trú á að læra í
bundnu máli, má benda á, að
allar meginreglur í flatarmáls-
fræði, algebru, hornafræði og
logaritma eru prentaðar neðan
við tilsvarandi erindi, og er
það handhægt að hafa þær á
einum og sama stað.
Þeir, sem til þess eru útsett-
ir, geta efalaust fundið ýmsa
gálla við kvérið. Mergur máls
ins mun þó standa óhaggaður.
Ef börn og unglingar væru látn
Frh. á bls. 8„ .