Morgunblaðið - 06.01.1951, Side 6

Morgunblaðið - 06.01.1951, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. janúar 1951. Víkverji skrifar: ( ...... . /r \ /,í i v y 'V'j; .7. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. írfiðleikar“ gengislækkunarinnar gáfu þjóðinni milljónatugi í gjaldeyristekjur, sjómönnum og landverkafólki gífurlega at- vinnu, hefðu aldrei komið til sögunnar með hinu gamla gengi krónunnar Sama er að segja um síldarsöltunina hjer við Faxaflóa á s. 1. hausti, og mætti halda svo lengi áfram. ÚR DAGLEGA LÍFINU 9? STJÓRNARANDSTÆÐINGAR, kommúnistar og Alþýðuflokks menn, hafa ■ að undanförnu stundað þá iðju að vitna í tíma og ótíma í þá erfiðleika, sem gengislækkunin hafi skapað. Sumt af slíku er sjálfri gengis- lækkuninni með öllu óviðkom- andi, þó að stjórnarandstaðan vilji blanda öllu í einn graut, og má þar tilnefna verðhækk- anir á erlendri vöru, sem því miður í mörgum tilfellum hafa verið miklar og fara vaxandi. aflabrest á síldarvertíðinni, togaraverkfállið o. m. fl. Skulu þessi atriði ekki rædd hjer frek ar. Hitt þykir ástæða að vekja athygli á, að ýmsar þær afleið- ingar af gengislækkuninni, sem koma illa við menn, eru síst þeim að kenna, er stóðu að setn ingu laganna um gengisfelling una. Þetta stafar einfaldlega af því, að löggjöfin var orðin óum flýjanleg nauðsyn, annarsveg- ar viðurkenning á þeirri lækk un krónunnar, sem átt hafði sjer stað og var fram komin, og hinsvegar ráðstöfun til þess að koma í veg fyrir algera stöðvun atvinnulífsins og ríkis- gjaldþrot í framhaldi af því. Hvernig halda menn, að það hefði tekist að leysa togaraverk fallið, ef gengi krónunnar hefði verið óbreytt, fengist 26 krónur fyrir pundið, eins og áð ur var, í staðinn fyrir 46 krón- ur nú. Karfaveiðarnar, sem stundaðar voru á s. 1. ári, og Ef einhverja er að saka um geneisfellihguna, þá bera þeir ábyrgðina fyrst og fremst. sem mesta sök eiga á vaxandi dýr- tíð undanfarinna ára, vaxandi verðbólgu á öllum sviðum, sem að sjálfsögðu gerði kaupmátt krónunnar stöðugt minni Hitt er svo staðreynd, að Sjálf stæðisflokkurinn varð til þess að bera fram raunhæfar tillög- ur til úrbóta í efnahagsmálum þjóðarinnar, meðan hann fór einn með völdin eftir alþingis- kosningarnar haustið 1949, enda þótt hann væri í minni- hluta á Alþingi. Með frumvarpi Sjálfstæðis- manna um gengisskráningu, launabreytingar, stóreignaskatt framleiðslugjöld o. fl. var fylgt fram þeirri stefnu, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði markað við alþingiskosningarnar í okt. 1949. Grundvallaratriði þess- ara tillagna urðu síðan lögfest með samkomulagi og stjórnar- myndun við Framsóknarflokk- inn, en höfuðtilgangur þeirra í einu og öllu er að koma á jafn- vægi í þjóðarbúskapnum með samfelldum aðgerðum í efna- hagsmálum þjóðarinnar. TIL AFÞRE¥INGAR SJÚKUM FYRIR RÚMLEGA ári tók frú Ágústa Þórðar dóttir að sjer sjálfboðaliðsstarf, sem hefur borið ríkulegan ávöxt og sem getur orðið upp haf að merkilegu líknarstarfi til afþreyingar sjúklingum í sjúkrahúsum í bænum. Frúin tók að sjer að sjá um bókasafn sjúklinga í Landsspítalanum, sem var bæði lítið, Ijelegt og illa með farið í alla staði er hún tók við því. Nú eru í safninu um 750 eintök bóka og þótt það «je ekki nóg, þá er þetta visir að sjúkrahúsbókasafni og hefur þegar orðið til ómetanlegrar gleði fyrir sjúklinga í Lands- spítalanum. SKORTUR Á NÝJUM BÓKUM ER JEG hitti frú Ágústu á dögunum og spurði hana hvernig gengi í bókasafninu, Ijet hún vel yfir, 9ð öðru leyti en því, að skortur væri á nýjum bókum og þá fyrst og fremst íslensk- um bókum. En mest er eftirspurnin eftir bók- um á íslensku. Fá bókasöfn er eins nauðsyn- legt að endurnýja með nýjum bókum eins og sjúkrahúsbókasöfn. Sjúklingar, sem legið hafá lengi hafa lesið allt, sem þeir hafa kom- ist yfir, nema þær bækur, sem nýlega eru komnar út. Þá er mikil eftirspurn eítir tímaritum og fyrst og fremst íslenskum. Danska sendiráðið hefur sent Landsspítalabókasafninu allmikið af dönskum tímaritum og eru þau vel þegin. „MEIRA STARF EN JEG BJÓST VIГ UM SJÁLFBOÐALIÐSSTARF sitt við sjúkra húsbókasafnið sagði frú Ágústa meðal annars á þessa leið: „Starfið hefur reynst miklu meira, en jeg bjóst við í upphafi og eftirspurnin eftir bók- um er ótrúlega mikil. Það kemur fyrir að 100 eintök eru í láni í einu. Fyrst í stað hafði jeg hugsað mjer að hafa útlán tvisvar í viku, en jeg komst brátt að því, að jeg varð að hafa safnið opið á þremur dögum vikunnar. En þakklæti og gleði »júklinganna er svo mikil að það er mesta ánægja að hjálpa til að halda þessu bókasafni við.“ • HVER VILL LEGGJA HÖND Á PLÓGINN? HVER VILL nú leggja hönd á plóginn til að gera þetta sjúkrahúsbókasafn stærra og betra en það er með því að gefa því bækur. Ábyggi- lega margir þegar þeir heyra, að það skortir nýjar íslenskar bækur. Fyrst og; fpemgt eru það bókaútgeffenðúr, sém gsétu hjálþað með því, að gefa eintak af bókum sínum, en einnig einstaklingar, sem eiga tímarit, sem liggja hjá þeim á háaloftum, eða í kössum í kjöllurum til éinskis gagns, gætu lagt fram sinn skerf. Það yrði ábyggilega þegið með þökkum. Eftil-vill gaéti þessi góða ! hugmynd frú : Ágústu Þórðardóttur orðið til þess, að stofnað yrði bókasöfn við öll sjúkrahús í bænum og að fleiri konur gerðust sjálfboðaliðar til að gleðja hina sjúku. SKEMMTILEG ENSK BOK UM ÍSLAND Á ÁRUNUM 1948 og 1949 ferðaðist bresk kona, frú Dororthy Una Ratcliffe um ísland. Meðal annars fór hún hringferð með Esju kring um land og kom víða við. Hún sendi blaði í heimaborg sinni ferðapistla í brjefa- formi. Nú hafa þessir pistlar verið gefnir út í einkar snotri og vandaðri bók, sem aðeins er prentuð í 600 eintökum. í bókinni er fjöldi teikninga eftir Barbara M. Árnason og eru sumar teikninganna sannkölluð listaverk og auka mjög á gildi bókarinnar. Það er gaman að lesa þessa bók því höf- undur hennar gerir margskonar athugasemd- ir og gestsaugað er glöggt. • NOKKKAR VILLUR EINS OG oft vill yerða er útlendingar skrifa bækur um fjarlæg lönd vilja slæðast með villur í frásögnina. íslendingar vilja vera nokkuð viðkvæmir fyrir slíku. Þegar sagt er í bók eftir útlending að Ingólfur Arnarson hafi varpað bæjarhurðinni sinni fyrir borð og að hurðina hafi rekið, þar sem nú er Reykja- vík, verða margir bæði forviða og leiðir. — Önnu Bocg köllum við íslenska leikkonu, en ekki danska og svo framvegis. En eigum við ekki nokkra sök á þessum villum sjálf. Hættir okkur ekki við að segja útlendingum sögur eða staðhæfa við þá sitt af hverju, sem við erum ekki vissir um að þeir skilji. Eru allir leiðsögumenn erlendra ferðamanna hjer nógu vel að sjer? En hvað um það, þessi snotra bók frú Rat- cliffe mun eiga sinn þátt í að vekja áhuga fyrir íslandi og íslendingum erlendis og stærsti gallinn á henni er, hve hún kemur fyrir sjónir fárra manna, vegna hins tak- markaða upplags. * Ahrif nfrra kauphækkana I FRAMHALDI af því, sem hér að framan hefir verið ritað, er ekki úr vegi að minna á þann nýjasta áróður stjórnarandstöð unnar, að ríkisstjórnin sje nú í óða önn að undirbúa nýja gengislækkun eða, eins og þeir kalla það, ný tilræði við alþýð- ima. Það er undarlegt, að menn skuli virkilega geta lagt sig niður við annað eins og það að haldg því að almenningi, að það sje eitt höfuðviðfangsefni og á- hugamál ríkisstjórnar að finna upp einhverjar ráðstafanir í einni eða annari mynd, sem geti nú orðið fólkinu til sem mestrar bölvunar. Þetta hefir þó lengi verið inntakið í skrif um Þjóðviljans, og í kapphlaup inu við kommúnista hafa ýfns- ir Alþýðuflokksmenn fallið fyr ir sömu freistingu. AÐ sjálfsögðu verða menn að gera sjer grein fyrir því, að haldi verðbólgan áfram með nýjum kauphækkunum og nýj- um verðhækkunum, hefir skap ast hætta fyrir frekari gengis- fellingu, vegna þess að með þeim hætti er vegið að kaup- mætti krónunnar. Þetta eru ó- umdeilanleg sannindi meðan hinar raunverulegu þjóðartekj ur aukast ekki með aukinni framleiðslu eða; nýrri arðsköpun ■ frá því sem nú er. : ; / í bessu sambandi hefir rjetti lega verið minrist á álit sam* starfsnefndar Alþýðusambands íslands og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja um áhrif gengislækkunarlaganna á kjör launþega og fleira, en í þessu áliti koma fram skoðanir hag- fræðinga, sem þessir aðilar skipuðu til rannsóknar á mál- inu Þar segir m. a.: „Niðurstöður þessara íhug-' ana eru þær, að þær almennu kauphækkanir, er lögin gera ráð fyrir, muni leiða til nokk- urra kjarabóta fyrir launþega, en hæpið sje, hvort þær kjara- bætur geti haldist, a. m. k. að öllu leyti, þegar frá líður. — Af þessu leiðir einnig, að gera má ráð fyrir, að enn frekari kaup- hækkanir muni ekki koma laun þegum að miklu haldi, nema skamma hríð. í stuttu máli má segja, að eins og viðhorfið er nú í ís- lensku þjóðlífi, sjeu almenn- ar kauphækkanir ekki vænleg leið til kjarabóta fyrir laun- þega. Það, sem mestu ræður um slíkar kjarabætur, eru tækrplegar, stjórnmálalegar og fjelagslegar aðstæður, sem laun þegasamtökin aðeins geta haft óbein áhrif á. Miklar almennar kauphækkanir hafa einnig í för með sjer alvarlegár truflanir á Starfsemi éfriahagslífsihs og sí- aúkna verðmætisrýrriun spári- f jár. afleiðihgar, sem launþegá samtökiri geta ekki látiðk/hjá líða að! taka tillit til, er þau marka stefnu sína“. Sýknaður—Grundvöllur fil refsingar ekki fyrir hendi í HÆSTARJETTI hefir verið kveðinn upp dómur í málinu Ákæruvaldið gegn Oddsteini Friðrikssyni, Helgafellsbraut 23 í Vestmannaeyjum. Mál þetta var höfðað gegn Oddsteini í sambandi við elds-, voða í vjelbátnum Leó, í Vest-j mannaeyjahöfn á hvítasunnu-, dag vorið 1950. Var Oddsteinnj talinn hafa valdið eldsvoða þessum á þann hátt, að fara gá- j leysislega með eld í hásetaíbúð-' inni er hann sat þar einn að víndrykkju. í aukarjetti Vestmannaeyja var Oddsteinn Friðriksson dæmdur í 800 kr. sekt til ríkis sjóðs. Vildi Oddsteinn ekki una dómsúrslitum og skaut málinu til Hæstarjeettar, en þar var hann sýknaður. Forsaga þessa máls er í stuttu máli er hjer skal greina.1 Á hvítasunnudag hafði Odd- steinn setið einn að víndrykkju í hásetaíbúðinni í bátnum og samfara drykkjunni hafði hann reykt marga vindlinga. Þegar hann fór úr bátnuiri, seg- j ist hann hafa slökkt á kabez- unni, sem logað hafði i, meðari hanri var þar niðri. Nokkru ’fyrir iriiðnaéttí Varð þess várt að eldur var í hásetaíbúð báts- ins og urðu þar nokkrar | skemmdir áður en tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins. í dómsforsendum í aukarjetti Vestmannaeyja segir m. a., að líta beri svo á að Oddsteinn hafi orðið valdur að brunanum fyrir vítavert gáleysi. í for- sendum dómsins segir á þessa leið: UPPTÖK ELDSINS Hafi eldsvoðinn stafað af. í- kveikju vegna logandi eld- spýtna, er Ijóst að um saknæmt gáleysi hefir verið að ræða frá hans hálfu. Hafi íkveikjan staf að frá kabezunni, er sennilegast að ákærður hafi annaðhvort skrúfað illa fyrir kranann, áð- ur en hann fór, eða gefið fyrr ofmikla en hvorttveggja gat valdið því, að eldur mynd- aðist í öskunni í öskustónni og sótlogi gosið fram úr kabezunni. En þótt aðrar ástæður hefðu legið til þess, að eldur frá kabez unni, hefði borist út í lúkarinn, verður ekki hjá því komist, að gefa ákærðum það einnig að sök. Horiuih bar skylda til áð ganga úr skugga um, áður en hann'yfirgaf lúkarinn, að elds- hætta gæti ekki stáfað frá kabez unni. Ljóst er af rarinsókn máls ins, að þetta hefir hann ekki gjört. Hann virðist allt ekki hafa aðgætt áður en hann fór, hvort dautt væri í kabezunni, og því síður hinkrað við til þess að gæta að hvort kvikna kynni í öskunni eða yfirleitt aðgætt, hvort kabezan kynni að geta valdið eldshættu. Þykir því verða að líta svo á, að hann hafi orðið valdur að brunanum fyr- ir vítavert gáleysi. SÝKNAÐUR í HÆSTARJETTI Eins og fyrr segir, var Odd- steinn sýknaður með dómi. Hæstarjettar og segir svo í for- sendum dómsins: Gunnar Þorsteinsson, bæjar- fógeti í Vestmannaeyjum, hefir kveðið upp hinn áfrýjaða dóm. Ákærði hefir framið verknað sem lýst er í 2. mgr. 257. gr.. laga nr. 19, 1940, og verður samkvæmt því, sem í ljós er leitt, að meta honum verknað þenng til gáleysis. Eigandi báts- ins m.s. Leós hefir lýst því yfir ; dómi, að hann geri engar kröf- ur á hendur ákærða. Brestur því skilyrði til að refsa ákærða sbr. 3. og 4. málsgrein nefndr- ar greinar. Ber samkvæmt þessu að sýkna hann af kröfum ákæruveldsins í máli þessu. — Allan annan kostnað af sök- inni ber að dæma á hendur rík- issjóði. Samkvæmt 4. málsgr; ’ skyldi aðéihs hofða mál áð sá ’se'm fyr- ir skaðarium varð krefðist þess, eri þar sem slík krafa vár ekki fyrir hendi, leiddi það til sýkn- unar Oddsteins í máli þessu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.