Morgunblaðið - 20.01.1951, Side 8

Morgunblaðið - 20.01.1951, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. jan. 1951. Jóníiia Mlnningarorð HINN 9. þ. m. anaaðist í Lands- spítalanum Jónína Eiríksdóttir, ljósmóðir í Hveragerði. Mjer þykir vel við eiga, að þeirrar ágætu konu sje að einhverju minnst opinberiega. Hún fæddist 12 mars 1902 í Miðbýli á Skeiðum. Foreldrar hennar voru: Eiríkur Guðmunds- son, bóndi þar og kona hans, Ingveidur Jónsdóttir. Tveggja ára gömul fluttist hún með for- eldrum sínum og systkinum að Efri-Gróf og síðan að Ferjunesi í Villingaholtshreppi í Árnes- sýslu og ólst þar upp síðan. En móður sína missti hún um 9 ára gömul. Ljósmóðurfræði nam hún í Reykjavík og árið 1934 kom hún til Hveragerðis sem ljósmóð- ir þorpsins og vestari hluta Ölfus hrepps. Hún giftist 17. júlí 1936 Sigurlaugi Jónssyni bílstjóra í Hveragerði. Með honum eignað- ist hún einn son og eina fóstur- dóttur hafa þau hjónin alið upp. Heimilislíf hhnnar mun hafa ver- ið með ágætum, enda var hún prýðilegasta húsmóðir. Óhætt er að fullyrða, að hinn- ar látnu ljósmóður er mjög sakn- að í hjeraði hennar. Konur, sem kynntust henni og nutu starfs hennar, hafa komist svo að orði, að byggðarlagið hafi orðið fyr- ir miklu tjóni við fráfall henn- ar. Hjer á þó ekki við hinn gamli orðskviður: „Enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur“, því að hún var í iifandi lífi í miklum metum hjá fólki, þó að það kæmi ekki fram í stórum samsætum eða löngum lofræðum, enda hafði hinni hóglátu konu ekkert verið slíkt kærara. Jeg hygg, að hún hafi lagt fyrir sig' ljósmóðurstarfið af sterkri löngun til að vinna líkn- arstarf og þegar þar við bættist, að hún hafði til að bera alla hina nauðsynlegustu hæfileika til að sinna slíku starfi, hlaut svo að fara, að hún rækti verk sitt með ágætum. Enginn, sem þekkti hana að ráði, getur minnst henn- ar án þess, að í hugann komi hugtök eins og háttprýði, ljúf-i lyndi, skyldurækni og traust- leiki. Framkomu hennar alla auðkenndu elskulegt viðmót og andlegt jafnvægi. Hún var æðru- laus, þó að vanda bæri að hönd- um, og henni fylgdi sjerstakur styrkur. Því fór mjög fjarri, að hið rólega og örugga fas hennar væri sprottið af kulda eða kæru- leysi, eins og stundum á sjer stað, heldur bar það vott um þrek hennar og traust hennar á því, að allt færi vel, ef hún gætti fyllstu skyldu sinnar. Hún vann öll sín ljósmóðurstörf með mik- illi nærfærni og miklum hlýleik, bæði við móður og barn. Starf heimar varð því árangursríkt og vel heppnað. Þeir voru orðnir á þriðja hundrað hjer í Ölfusi, sem hún veitti fyrstu viðtöku í þennan | heim, og verða því þakkirnar bæði margar og miklar nú við leiðarlok hennar. Til marks um hinar miklu og almennu vin- sældir hennar má geta þess, að konur í umdæmi hennar hafa nú hafið samtök um söfnun til sjóðs eða minningargjafar, er beri nafn hennar. Má því öllum vera ljós þakkarhugur fólksins til hennar. Margri konu og manni mun lengi í minni mynd hennar, þar sem hún gengur um húsið hvítklædd við líknarstarf sitt og umhverfis hana sú milda birta og sá hljóðláti styrkur, sem henni fylgdu, hvar sem hún fór. Hún er nú sárt hörmuð af manni sínum, syni og fósturdótt- ur, sem öll hafa mikils misst. En þeirra söknuður er að viss- um hluta jafnframt söknuður þessa byggðarlags. Vandfyllt skarð stendur opið. En hin látna ljósmóðir átti bjarta trú, sem nú hefur rætst. Vinkona fólksins | hjer í Ölfusi er horfin, en trúin sjer bjarta stjörnu skína handan hins opna skarðs. Hveragerði, 18. jan. 1951. Helgi Sveinsson. Hvelja til ákveðiimar Annar sendiherra afstöðu gegn Kína tundur Nehrus WASHINGTON, 19. jan. — OU helstu blöð Bandaríkjanna ræða í íiiitstjórnargreinum sínum höfnun kínversku kommúnista- stjórnarinnar við sáttatillögu Sameinuðu þjóðanna. Hvetja þau öll eindregið til þess, að S. Þ. líti á Kína sem árásarþjóð og hagi aðgerðum sínum í sam- ræmi við það. Samþykki þingsins ekki nauðsynlegf WASHINGTON, 19. jan. — Á fundi sem Truman forseti átti með blaðamönnum í gær, Jjet hann í ljós það álit sitt að hon- um væri heimilt að samþykkja sendingu bandarísks herliðs tii Evrópu, án sjerstaks samþykkis þingsins. — Hæsfarjeftardómur Framh. af bls. 6 örugglega geta fundið neinar vörur úr sendingunum. Þá hefur verðlagsstjóri sam- kvæmt ósk hjeraðsdómara í brjefi 26. október 1950 gert nýjan verðútreikning á um- ræddum vörusendingum, og tek ið þar tillit til þess, að 89406 frankar af kaupverði varanna voru greiddir með hinu hærra gengi. Samkvæmt þeim verð- útreikningi nemur sá hagnaður ákærða, sem verðlagsyfirvöld telja ólögmætan, kr. 45,662,71. Með skírskotun til raka hjer- aðsdóms verður að telja, að á- kærði hafi gerst sekur við laga- ákvæði þau, er þar greinir. — Þykir refsing hans hæfilega á- kveðin 8000 króna sekt til ríkis sjóðs, og komi í stað sektarinn- ar varðhald 50 daga, ef hún er ekki .greidd innan 4. vikna frá birtingu dóms þessa. Þá ber og samkvæmt 69. gr. laga nr. 19/ 1940, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1947 að gera upptækan t.il ríkissjóðs ólögmætan ágóða ákærða, er samkvæmt framan- söeðu nemur kr. 45,662,71. Staðfesta ber ákvæði hins á- frýjaða dóms um greiðslu sak- arkostnaðar í hjeraði. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir Hæstarjetti. Hreyfill PARÍS, 19, jan.: ,— Nehru átti í dag annan fund sinp méð ind- verskum sendiherrum, sem komnir eru til móts við hann í París. Meðal fundarmanna voru systir hans, sem er sendi- herra Indlands í Bandaríkjun- um, og indversku sendiherrarn- ir í Bretlandi og Rússlandi. — Reuter. 5 ára áætlun BERLIN — Nv 5 ára áætlu’’ Hófst í Austur-Þvskalandi um ný- árið. Stefnt er að því að tvöfalda ;fi~'^ðarframleiðslu landsins fyrir 1955. Framh. af bls. 5 ingunni lokinni og hefur Stein- grími sennilega þótt ræða sín bera lítinn árangur í þá átt að bæta bifreiðastjóra. ,,Eining“ kommúnista Lýðræðissinnar hafa, eins og kunnugt er stjórnað Hreyfli í nokkur ár. Hefur kommúnistum sviðið sárt ósigrar sínir og fylg- isleysi og sóst eftir því, að fá fulltrúa í stjórn fjelagsins, þó ekki væri það nema eihn maður af sjö. Með því tryggja þessir fimmtuherdeildarm. sjer flugu- mann í stjórn fjelagsins, sem þeir gætu notað til njósna og skemmdarverka. Þessi við- leitni þeirra hefur þó aldrei verið eins áb.erandi eins og nú, því að nú sjá þeir fx-am á meira fylgishrun en nokkru sinni áð- ur og ætla því með þessu að reyna að bjarga því, sem bjarg- að verður. En bifreiðastjórar og aðrir launþegar þekkja af biturri reynslu hver er ,.eining“ kom- múnista. Þeir vita, að hvar sem kommúnisti starfar kemur hann fram sem friðarspillir og skemd arverkamaður, tilbúinn til að fórna hagsmunum fjelags síns á altari hinnar Ikommúnistisku kúgunarstefnu, sem nú ógnar öllum heiminum. Þess vegna munu bifreiðastjórar nú sem fyr snúa bökum saman til varn- ar samtökum sínum og til bar- áttu gegn þeim mönnum í stjett inni, sem hafa verið svo óláns- samir að fórna lífsskoðun feðra sinna fyrir erlenda helstefnu. Hreyfilsfjelagi. - Úr heimsfr jettum í'ranu. ut Dls. 7 fregnum er enginn fótur að sögn. inflúensufaraldurinn í Breflandi í Englandi geisar nú skæður innflúensufaraldur, svo að ann ar eins hefur ekki komið þar síðan 1918. Hafa menn látist úr veikinni hundruðum saman. ■ Var jafnvel komist svo að orði, að sums staðar í landinu gæti prestarnir ekki sinnt neinum skyldustörfum öðrum en jarð- syngja fólk. Annað varð að sitja á hakanum. | Til sölu | j taurulla, brún kvenkápa no. 44 j : og ensk barnavagga nieð tjaldi. : Sími 5568. Sem ný ensk og tvenn karlmannaföt til sölu j á Laugaveg 19 uppi. •NIIIIHIIHII JEPPI Vjelalaus jeppi til sýnis og sölu í skemmunni á móti * Tivoli, milli kl. 2 og 6 í dag. Simi 5948. Ung kona með t.veggja ára dreng i óskar eftir Ráðskonusföðu nú þegar. Ýmislegt fleira kem- j ur til greina. Uppl. í sima j 81243. ............r rniT—rrrtTiniiiim^nmiMiMimuMi iitiiiiim'tutiMU Markús m»»»o* antiiiRHmnm! & Eftir Ed Dodtí ypj-.h, TUA'f'S DkURy OV£R THEPUI... WjTUwMP SO<vttmt»íu ABOUt "HU-’JNO A íffrt tOB J PUO! Zt-íOU no:„ ctv Mi.v, m. LL tflK!. caat o' , '*£) fi 'h— ,/. '1 ■ —»r» P./SS; 'ví,/-• ,f->" Jb U'if.v. m l/tj »»£. Viíij rtUO »0 J«p AT, a.ND «»ibH ; i ** £ 'L*í 3 * C'* t ( ó ’ i -£ i . . SSgjgiSHB^;* ■'ioj 1) — Eid að spyrja um hann ískipshöín Dlðrik. Hajrm lig r "þarna við' Viljið t borðið. Hcnin >: síöðugt að ræíli á b. -t þv la • iað ha n ; igi að ráða 2) — Jú. : i hann. ir King prófessor. 3) —; Við :ki koma þessum út á okkar sktp . vrir mig. sjá um ma; :kulum sjá um Kings prófessc ; , .. i tiúrn hann brrá | 4) Bíddu rólegur, Láki. í, jeg verð aS :g held að einhver sje að veita : á skip okk ftirför. •s. I •nnuiiimiiiifinutMiiiiiiiuiiiimuiiitniiiMnniciiiinmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.