Morgunblaðið - 23.01.1951, Page 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. janúar 1951
nillttlllllHUMIMmi
wiMiiiiiiMMmwwMiWiiWiiMiiiiiiMiiiiiiiiiiiin*liiMiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMMiinMiiiMninnnwim«»ii
AFSAKID, SKAKKTIHUMER
m Eftir Allan Ullman og Lucille Fletcher
•h /r
ú——MiniinMnutiiMMniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiuiiiiiiiiiniiiiiiiiinuiiimiiiiiiitMHlwnmHHHMWww iiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiT
Framhaldsiiagan 15
„Jseja — hva'ð ertu þá að
tala um?“ spurðí Leona og var
mikið niðri fyrir. „Hversvegna
ertu þá að hringja í mig? Er
þjer það ekki Ijóst að þú gerir
mig dauðhrædda?“
„Jeg veit, en-----
„.... fyrst tók jeg upp heyrn
artólið og heyrði samtal tveggja
hræðilegra morðingja!!“
„Morðingja —!“
„.... sem voru að gera áætl-
un um morð .... síðan hringdi
þessi mannvera, Evans til mín,
og rödd hans er engu líkari en
hann talaði tií mín úr gröfinni,
og ofan á allt þetta er allir,
sem jeg ætla að tala við arin-
aðhvort ekki við, eða númer
þeirra ekki í sambandi .... og
svo nú síðast ert það þú —
og erindið er ekki neitt .. “
„Jeg taið þig fyrirgefning-
ar —
„.... algjörlega erindislaus
. ...“ Hún þagnaði meðan hún
dró andann. „Ert þú afbrýðisöm
vegna þess að jeg tók hann frá
þjer? Þolir þú ekki að sjá mig
hamingjusama?“
„Leona. I raun og veru er .. “
„Getur þú ekki nú, eftir öll
þessi ár hætt að segja mjer
allskonar lygasögur og koma af
stað vandræoum? Jeg trúi ekki
orði af því, sem þú segir —
heyrir þú það? — ekki einu
orði. Eaxrn cr saklaus-. Hann er
núna á leiðinni heim til mín —
núna á þessari stundu!“
Áður en hún gat haldið áfram
heyrði hún Sally leggja heyrn-
artólið á.
Ofurlitla stund lá hún og
hugsaði með sjálfri sjer hvort
rjett hefði verið af henni að
leyfa sjer þann unað, að tala
út við Sally. Þrátt fyrir allt
kunni svo að vera að Sally hefði
hugmvnd um eitthvað, sem
hefði hættu í för með sjer fyrir
Henry. En hvað gat það verið?
Að hann vantaði peninga? Allt
þetta samtal um vörubirgðir og
markaðshorfur? Það var erfitt
að gera sjer grein fyrir því. Hún
vissi, að enginn tók þátt í þeim
viðskiptum, nema sá, sem átti
mikið fje. Henry hafði enga
peninga. Laun hans sem vara-
forseta við Cottereil hlutafjelag
ið voru ekki há og mestur hluti
þeirra fór til heimilisþarfa, því
þá hluti krafðist hann að fá
að borga. Stolt hans hafði kom-
ið honum til þess, alveg á sama
hátt og hann vegna stærilætis
síns hafði viljað leigja íbúð í
Chicago, þó að þau hefðu rúm-
gott og þægilegt húsnæði á
heimili föður hennar. Nei,
Henry átti í raun og veru ekk-
ert. Það gerði lítinn mismun
hvort hann greiddi húshalds-
kostnaðinn sjálfur eða ekki. Öll
meiri háttar útgjöld voru
greidd af Jim Cotterell.
Það var hojdur engin ástæða
til þess fyrir Henry að látast
vera fjávhaldsiu ðurinn. Jafn-
vel greiðslurnar, sem Jim stöð-
ugt -færði yfir á hennar nafn,
í því skyni að lækka hina miklu
skatta scui a nann voru lagðir
-•— voru skráðar á hennar nafn
og hann hafði ekki aðgang að
þeim! Nema, auðvitað, ef hún
fjelli frá Að henni látinni fjellu
þær allar til hans, samkvæmt
erfðaskrá hennar — og hún
gladdist Henrys vegna. En þetta
var sjúklegur hugsunarháttur
— nú á þessari stundu! Hún
bægði þessari hugsun frá sjer
þegar í stað. Hún olli henni ótta
og hræðslu
En það hlaut að vera einhver
orsök fyrir þessari kynlegu frá-
sögn Sally. Nema þá að það
væri allt tilbúningur frá hendi
Sally. Mætti kannske gera ráð
fyrir því að Sally hefði sett
sjer það markmið að særa hana
á einhvern hátt vegna þess sem
á undan var gengið. Var hún
fær um að setja saman slíka
sögu sem þá, er hún hafði sagt
henni? Og þó svo væri, hvers-
vegna skyldi hún einmitt segja
henni hana á kvöldi sem þessu?
Allt þetta óx í huga hennar,
sem óð í skýjum ágiskana og
tilgátna. Veikur en óttavekj-
andi grunur greri um sig og
neitaði að víkja. Hver hugsun-
in rak aðra og ímyndun hennar
spann allskonar fjandsamlega
möguleikg|. Gerum ráð fyrir!
Gerum ráð fyrir! Og eins og i
martröð hafði .þetta í för með
sjer margskonar truflanir.
Hjarta hennar tók að slá hrað-
ar — óhugnanlega hratt. Henni
fannst hún vart megna að draga
andann og hver tilraun í þá
átt orsakaði sársauka í lungum
hennar. Skjálfandi teygði hún
sig eftir vasaklútnum og þerr-
aði af andlitr sjer hin óræku
merki um angist hennar og
ótta. Hún gerði nú enga tilraun
til þess lerígur að ímynda sjer
hvað hafði komið fyrir Henry
— eða hvað kynni að hafa taf-
ið hann. Sjálfsáhyggjur hennar
bægðu öllum öðrum tilfinn-
ingum frá. Tilhugsunin um það
sem í aðsigi kunni að vera var
óbærileg. En enn var það sím-
inn, sem rauf þögnina og beindi
huga hennar að öðru.
„Er þetta Plaza 9:2265?“
spurði karlmannsrödd.
„Já, hvað er það?“ sagði hún
lágri og skjálfandi rödd.
„Þetta er hjá Western Union.
Það er hjer skeyti til frú Henry
Stevenson. Er nokkur viðstadd
ur, sem vill taka á móti því?“
„Þetta er frú Stevenson“.
„Skeytið er þannig: Frú
Henry Stevenson, 43 Stutton
Place Nev/ York. Elsku Leona.
Bið afsökunar, en ákvað á síð-
ustu stundu að sitja fund í
Boston. Stop. Fer þangað með
lest. Stop. Kem sunnudagsmorg
un. Stop. Reyndi að ná í þig
en línan alltaf upptekin: Stop.
Líður vel. Kær kveðja. Henry“.
10:15
Utan við sig sat hún þarna í
rúminu. Á andliti hennar var
örvæntingarsvipur. Hún bar
hendina upp að munni sjer. Af-
greiðslumaðurinn hjá Western
Union vildi fá að vita, hvort
senda ætti afrit af skeytinu.
„Nei, það er — ekki — nauð-
synlegt“, sagði hún lágt og ann-
ars hugar setti hún heyrnar-
tólið á sinn stað. Nú heyrði hún
enn einu sinni mikinn hávaða
og stunur frá brúnni, o? eins
og í leiðslu fór hún fram úr
rúminu og skjögraði fram að
glugganum. Hún studdi sig með
annari hendi við gluggalastuna
og leit út. Nú gat hún sjeð hið
gotneska byggingarlag brúar-
mynd i næturkyrðinni. Nú gat
hún sjeð lestina — löng röð
kringlóttra ljósa, sem liðu.ðust
áfram eins og ormur í áttina til
brúarinnar. Skarkalinn frá lest
inni varð hærri og hærri eftir
því sem lestin nálgaðist meir,
hærri, hærri, hærri, en smá
minnkaði síðan, er hún sveigði
til hliðar, þegar hún var komin
yfir brúna. Henni fannst glugga
kistan skjálfa undir hendi sjer,
og hún stóð þarna eins og dá-
leidd. f huga hennar skaut upp
glefsum úr samtölum þeim, sem
hún hafði heyrt fyrr um kvöld-
ið. „Síðan bíð jeg þangað til
lestin fer yfir brúna .... við-
skiptavinur okkar segir, að
ströndin sje auð .... hefur þú
fengið skilaboðin, George, er
allt í lagi fyrir kvöldið? ....
Hvar er Henry? .... Stundum
hefur hann ekki komið á skrif-
stofuna dögum saman ....
Henry er í vandræðum........
hræðilegum vandræðum ....
bið afsökunar, elskan , fer með
næstu lest .... siðan bíð jeg
þangað til lestin fer yfir brúna
.... síðan bíð jeg þangað til
lestin fer yfir brúna ....
Hún átti í baráttu við sjálfa
sig áður en hún gat hrist af
sjer þetta mók. Hún .stundi
þungan og reikaði aftur að rúm
inu og greip til símans. Nauð-
syn þess símtals kom skýrt
fram í því, með hve miklu afli
hún sneri skífunni.
unmwMMHiintiiiiHimniinnnmiiiM
=
» §
i E
Sími 7394 Pósthússtrœti 13
MIIIIIIII»IIIIIIIIIIMIIMIMIMMMIMMimillMMM»IMMIIIIIMM
RAGNAR JÓNSSON
hœrtarjettarlögmdSur
Laugaveg 8, sími 7752.
LögfræBistörf og eignaumsýda.
MMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIMMMIMMIHMIMIIIIIIIIIIII*
*
I litlu húsgagnasnuðu her-
bergi snerist vifta í sífellu. —
Henni var þannig fyrir komið
að loftstraumurinn fjell að síma
skiptiborðinu, sem var komið
fyrir meðfram einum veggn-
um. Var þetta gert til þæginda
fyrir stúlkurnar fjórar, sem
sátu við borðið og unnu af
kappi að því að afgreiða sím-
töl, þrýsta á hnappa og skrifa
í flýti niður skilaboð, sem síðar
yrði komið til rjettra aðila. Á
legubekk nálægt glugganum,
sem var opinn, sat fimmta síma
stúlkan og hvíldi sig. Ef hún
sneri sjer við og leit út um
gluggann hafði hún fyrir aug-
um sjer skrautlegan og vel hirt
an skemmtigarð. En þar sem
þessi stúlka hafði lítinn áhuga
fyrir fögru útsýni, lá hún á
bekknum og horfði á hinar
stúlkurnar vinna sinn ákveðna
skyldutíma. Er ákveðið merki
heyrðist, stóð hún á fætur og
settist í eitt af fjórum sætun-
um við símaskiptiborðið um
leið og stúlkan, sem þar hafði
setið, stóð upp frá borðinu til
hvíldar. Stúlkan, sem við tók
setti á sig taltrektina og heyrn-
artólið á höfuð sjer. Þá kom hún
auga á fyrsta blaktandi ljósið
og hún hóf vinnu sína með því
að segja: „Nei, frú, dr. Alex-
ander er ekki heima. Má jeg
taka skilaboð til hans?“
GUFUPRESSUN
KEMISK HREiNSUN
fe *
innar, sem var eins og sku.ffcra-
Ski'ilagötu 51. Simi 81825
Hafnarstræti 18. Sími 2063.
Em*
SÖLUBtÐ, VIÐGERÐIR,
VOGIR
I Reykjavik og nágrenni lánum
við sjálfvirkar búðarvogir á
meðan á viðgerð stendur,
Ólafur fííslason & Co. h.f.
Hverfisgötu 49, simi 81370
fiSltMttllfltlllMIIMttHHWIIHIKiriMltllIIHtMlllllllllltllia
Húsnæði
{ íyrir smd iðnað
| óskast, ca. 30. ferm., má vera
| kjallari eða bílskúr. Upphitun
| nauðsynleg. Gjörið svo vel að
| senda lýsingu og nafn á afgr.
: blaðsins fyrir miðvikudagskvöld
5 merkt: „R, — 210“.
i
mitmiiiiiiirinmimtiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMMMiiiiii
ÉF LOFTVR GETVR ÞAÐ EKK
ÞA HVERf
\ Góð gleraugu eru fyrir öllu.
■Illltllll IMIIIIIIIIIIIIIIIIUI
| Afgreiðum flest gleraugnarecept
Austurstræti 20.
og gerum við gleraugu.
| Augun þjer hvilið með gler-
augu frá
TÝLI H.F.
Tilkynning
Að gefnu tilefni tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum
vorum að vjei höfum verið neiddir til að hætta að senda
brauð og kökur í verslunin Vegamót (KRON) frá og
með 22. jaii. Viljum við nota tækifærið um leið og
þakka öllum viðskiptavinum vorum góð viðskipti í 20 ár.
Virðingarfyllst,
Cj. Öíafióon & ÖCanákolt
Hfutabrfef til söSu
Hlutabrjef í starfandi arðvænlegu, inn- og útfiutnings-
fyrirtæki eru til sölu. Æskilegast að væntanlegur kaup-
andi geti tekið að sjer ábyrgðarstöðu við fyrirtækið. Skrif-
leg tilboð sendist
Eyjólfi H. Sigurjónssyni, löggiltum cndurskoðanda,
Pósthólf 932, Reykjavík.
Skipverjar
sem voru á m. k. H. N. Stanley við Grænland síðastl.
sumar, eru beðnir að hafa tal af Óskari Halldórssyni út-
gerðarmanni.
i-jm Z *
l
Katiar
0,7 til 4ra fermetra
nýkomnir.
Helgi Magnússon & Co.
Hafnavstræti 19 — Sími 3184