Morgunblaðið - 20.02.1951, Síða 10

Morgunblaðið - 20.02.1951, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. febr. 1951 gmuuiiifimimumi Framhaldssaga 12 ■ iiiiiiiiiiitmmiii4iiiiiiiiiiiiiiiiiiliuiliiiiiiiiliiiiiiliiiiiiiiiiiiii'iiiii"*i'>i"|i,"""lll,l|iiiii Z llli vonar og ótta iiiiiiuiiiimiiinHMMiiiiuJiuiiiiiHiiiiHummmiimimMm Hún tók hana upp úr tösk- unni. Það var lítil skammbyssa hlaðin sex kúlum. Hún gat varla orðið manni að bana, nema rjett væri á haldið, en hún var nóg til þess að hræða mann, serr: reyndi að ráðast á hana. Ef henni ynnist þá tími til að ná henni upp úr töskunni. „Vitið þjer, hvernig á að nota hana?“ „Tony kenndi mjer að fara með byssu, þegar hann kom heim úr stríðinu. Hann átti stóra þýska byssu .... Luger hjet hún“. „Þung byssa fyrir kven- mann“. „Hún var alltof þung fyrir mig. En þessi er betri. — Jeg æfði mig á henni í morgun á bak við húsið með Cooperman. Jeg hitti raeira að segja trje í fjörutíu feta fjarlægð“. Hún stakk byssunni aftur í tösk’ una. „Ekki svo að skilja að jeg gæti nokkurntímann skotið á mann“. „Ekki þó að þjer neyddust til þess?“ „Nei. Ekki held jeg það. En pabbi er rólegri ef jeg hef byss una“. Hún setti aftur upp bros ið. „Þjer sjáið það, að þar sem jeg ber vopn, þá er óþarfi að fylgja mjer. Pabbi eða jeg get um komið ferðatöskunni yðar niður eftir til Kinards. Viljið þjer borða kvöldverð me?T okk ur?“ „Þakka yður fyrir, en jeg býst varla við að jeg hafi tíma til þess. Jeg þarf að koma víða við í bænum“. Hún gekk yfir plankana og sneri sjer við þegar hún var komin yfir til að kveðja hann. Hann beið þangað til hún var komin í hvarf, áður en hann lagði af sí að á’ eftir henni. Hann var þó nógu nálægt henni til þess að hann sá hana annað slagið. Vi5 síðustu beygjuna beið hann þangað til hann sá, að hún var komin inn í húsið. 5. kafli. George Dentz. Um lokunartíma hringdi Ge- orge ÖenL: til Jay Sprague til að segja honum að furusend- ingin, sem þeir höfðu fengið frá Cobalt, væri mjög gölluð. „Jæja?“ Það var ekki á rödd Sprague að heyra að hann hefði mikinn áhuga á því sem «nerti fyrirtækið. ,.Jeg kem kannske á morgun. — Snöggvast að minnsta kosti“. Hann bjelt Rebekku heima og sat sjálfúr heima til að gæta hennar. Hún mundi ábyggilega vera eins örugg hjerna í skrif- stofunni, á daginn, þar sem var nóg gf fílefldum mönnum í geymsluhúsunum, hugsaði George með sjer. „Má jeg tala við Rebekku?“ spurði har n. Það varð löng þögn og hann hjelt að Sprague væri farinn úr símanum til að ná í Rebekku, en það var rödd Spragues sem hann heyrði loks: „Jeg vil helst ekki að þú komir hingað næstu dagana“. „Hún sagði mjer í morgun þegar jeg talaði við hana, að sjer liði v >1 en að henni leidd- ist“, sagði George. „Mjer datt í hug að skreppa til hennar í kvöld“. „EFTIR BRUNO FISCHER Aftur varð löng þögn áður en Sprague svaraði. „Jeg vil ekki að neinn komi til hennar næstu daga. Vertu sæll, George“. imitiimiiilllliiiiilHlllll* Herra Sprague lagði frá sjer tólið. George sat hugsandi og starði í gaupnir sjer. Sprague hafði ekki sagt það beinum orð um, en það sem hann átti við var: Jeg treysti engum manni til þess að koma nálægt henni, og þar með ert þú talinn. George stundi við, stóð upp og setti á sig hattinn. — Allir voru farnir af skrifstofunni, nema hann og næturvörðurinn, Blinky. George læsti skrifstof- unni og gekk út að bílnum sín- um. Blinky opnaði hliðið fyrir hann. „Góða nótt, herra Dentz“, kallaði hann. Blinky var vanur að kalla hann George, en tvo síðustu dag ana hafði hann ekki kallað hann annað en herra Dentz. —■ Síðan á miðvikudaginn hafði hann líka eiginlega stjórnað fyrirtækinu og honum þótti gaman að upphefðinni. Áður hafði hann aðeins ver- ið einn af óbrotnu starfsmönn- unum, sem voru í vandræðum, hvernig þeir áttu að eyða kvöldinu. Hann hafði reyndar aldrei átt í neinum erfiðleikum með að ná sjer í ungar stúlkur til að skemmta sjer með. Hann hafði fjölda símanúmera í vasa bókinni sinni. En hann hafði þegar hringt í eina númerið, sem hann langaði til að hringja í, og í þetta sinn var það faðir- inn, sem hafði neitáð. Venjulega var það hún sjálf, þó að hon- um tækist oftast að fá hana til að koma með sjer út einu sinni í viku. En það var líka nóg til þess að halda honum við. Hann jók hraðann á bílnum upp í sjötíu mílur þegar hann var kominn út á þjóðveginn. Frænka hans, Gertrude, hafði fyllst vandlætingu, þegar hún frjétti að hann hefði eytt tutt- ugu ög fjórum hundruðum dala til þess að kaupa bílinn og Frank frændi hans hafði sagt. að hann hefði getað fengið góð an notaðan bíl fyrir þriðjung verðsins. En hvað ar.nað átti hann að gera við peningana. Hús frænda hans var sjö mílur fyrir utan Hessian Valley. Hann átti þar þrettán ekrur lands, en notaði varla meira en hálfa. Hann renndi bílnum sínum upp að gömlum og ljótum bíl frænda síns og gekk inn í húsið. Það var all stórt hús Iwítmálað með bláum gluggaumgerðum. í Hann settist við kvöldverð- arborðið með gömlu hjónunum, sem voru eiginlega orðin hon- um kærari en hans eigin for- eldrar. Þau áttu fjölda barna, en þau voru öll gift og flutt burt, til Peekshill, New York eða Boston. Hann var sá eini, sem hafði flutt í öfuga átt, frá borginni í þetta litla og til- breytingasnauða þorp. Og hjer var hann bundinn ósýnilegum böndum vegna hinnar heillandi Rebekku. „Veistu hvort leynilögreglu- maðurinn er kominn frá New York?“ spurði Frank frændi hans, þegar þau voru að borða súpuna. „Hvaða leynilögreglumað- ur?“ Frank frændi hans var mjög líkur yngri bróður sínum, föð- ur Georges, lítill og þybbinn og vingjarnlegur í viðmóti. — Hann var lögfræðingur en hafði varla miklar tekjur frek ar en aðrir lögíræðingar sem bjuggu úti á landi. Fimmtán dalirnir, sem George borgaði á viku komu sjer því vel fyrir heimilið. „Sagði Jaye Sprague þjer ekki frá því?“ „Nei“, sagði George. “ Á það að vera leyndarmál?“ „Jeg skil ekki, hvernig leyni lögreglumaður getur haldið því leyndu til hvers hann er hjer, ef hann á að fá einhverju á- gengt“. „Leynilögreglumaður“, sagði Gertrude frænka hans. — Hún var helmingi heitari en eigin- maður hennar og ennþá vin- gjarnlegri í viðmóti. „Áttu við einkaleynilögreglumann, eins og þessa í kvikmyndunum?“ „Já, eitthvað í þá átt“, sagði Frank. „Þó að jeg sje hræddur um að hann sje ekki eins ó- skeikull þessi. Jay hringdi til mín í gærmorgun, og spurði mig, hvort jeg þekkti nokkurn einkaleynilögreglumann. — Jeg þekki engan. Jeg efast um að jeg hafi nokkurn tímann sjeð einkaleynilögreglu. Jeg hringdi til Glickstein í New Yohk °g.......“• „Þú ættir að bjóða Glick- stein og konunni hans að konia til okkar yfir einhverja helg- ina“, sagði Gertrude. „Þau eru svo indæl og það er líka gött fyrir þig að hafa góð sambönd við lögfræðing í New York“.' „Við sjáum til“, sagði Frank. „Jæja, Glickstein mælti mjög með einum einkaleyni- lögreglumanni, sem heitir Ben Helm. Hann hefir sjerstaklega gefið sig að sálfræðilegum at- hugunum á glæpamönnum. — Hann hefir skrifað bækur rnn þær og heldur fyrirlestra í há- skólum“. „Nú, já, prófessor?“ sagði George með lítilsvirðingu. Frank stundi við. „Jeg hefi oft velt því fyrir mjer, hvern- ig stendur á því að maður, sem er vel að sjer í sínu fagi, er alltaf álitinn fyrir neðan með- alleg, en aftur á móti er leigu- bílstjóri álitinn háfa vit á öílu milli himins og jarðar. Helm er ekki prófessor, George. ;— Hann er bara lögreglumaður,> sem kann að lesa og skrifa og’ tekur starf sitt alvarlega. Jeg hefi heyrt að konan hans sje leikkona“. „Kvikmyndaleikkona?“ spurði Gertrude hrifin. „Mig minnir gð Glickstein hafi sagt að hún væri á svið- inu“. George hjelt áfram að borða súpuna á meðan frændi hans og frænka ræddu um það, hvort þau hefðu heyrt getið um leik- ! konu, sem hjeti Helm. Gertrude komst að þeirri niðurstöðu að líklega notaði hún eitthvert annað nafn. j „Auðvitað er lítil von til þess að nokkur árangur fáist þó áð Sprague hafi fengið þennan leynilögreglumann“, sagði Frank. I George leit upp. Bifreibaelgendur — Vorið kemur bráðum . . — Látið oss standsetja bifreið yðar áður cn vorannir byrja. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFJELAGA Bifreiðaverkstæði — Hringbraut 1119. Símar: 5495 og 7005. IX* Kirkjustræti 4 Húsið á lóðinni nr. 4 við Kirkjustræti í Reykjavík er til sölu til niðurrifs. Tilboð miðist við það, að húsið sje þegar rifið niður að grunni og allt tilheyrandi því flutt burt af staðnum jafnóðum eða strax að niðurrifi loknu. Húsið verður til sýnis í dag og þrjá næstu daga klukkan 16—17. . . Tilboöum sje skilað til undirritaðs, sem veitir allar nánari upplýsingar, í síðasta lagi fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn 3. mars næstkomandi. Guðmundur Ásmundsson hdl. Sambandshúsinu. Sími 7080. CH08SLEY DIE8ELVJELAR fyrir fiskibáta Getum útvégað til afgreiðslu í mars—apríl n. k. eftir- taldar CROSSLEY bátadieselvjelar, með niðurfærslu- og skiptigear, svo og skrúfu útbúnaði, — 36 hestafla — 45 hestafla — 72 hestafla — 110 hestafla. Ennfremur snarvendar Crosslcy dieselvjelar. 100 hestafla — 160 hestafla — 240 hestafla. Allar nánari upplýsingar í skrifstofu vorri og hjá Jóni. Jónssyni, vjelstjóra, Ránargötu 1A, sími 2649. Fjalar h.f. Hafnarstræti 10—12. — Símar 6439 og 81785. Orðsending tii lulseigenda í Reykjavík Vegna þeirrar staðhæfingar, að afnám húsaleigulag- anna muni auka húsnaeðisvandræðin í bænum, er það eindregin og alvarleg áskorun stjórnar Fasteignaeigenda- fjelags Reykjavíkur til allra þeirra húseigenda í Reykja- vík, sem geta leigt íbúðarhúsnæði þann 14. maí í vor, að þeir tilkynni það skrifstofu Fasteignaeigendafjelagsins eigi síðar en næstkomandi fimmtudag. Skrifstofan er í Aðalstræti 9, sími 5659, og verður tilkynningum veitt móttaka kl. 1—6 daglega til fimmtudagskvölds. Upplýsingar óskast bæði um það húsnæði, sem laust verður vegna uppsagnar og einnig allt nýtt leiguhús- næði. Teljast með lausu húsnæði allar þær leiguíbúðir, sem sagt hefur verið upp frá 14. maí, enda þótt ætlunin sje að leigja þær áfram núverandi leigjendum, en það óskast þó sjerstaklega tekið fram. Mjög mikilvægt er, að allir húseigendur í Reykjavík bregðist vel við þessum tilmælum. Stjórn Fasteignaeigendafjelags Reykjavíkur. ! ■ : I ■■I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.