Morgunblaðið - 27.02.1951, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.02.1951, Qupperneq 7
Þriðjudagur 27. febrúar 1951 MORGUISBLAÐIÐ 7 Hessasiaðir hins nýja tíma J>EGAR MINNST ER merkis- dags í lífi og starfi fyrsta for- seta hins íslenska lýðveldis, Sveins Björnssonar, hlýtur þess staðar að verða minnst, sem íslendingar hafa gert að þjóð- höfðingjasetri sínu. Á Bessa- stöðum á Álftanesi er nú, og hefur verið síðan árið 1941, mið stöð hins æðsta valds í mál- efnum þjóðarinnar. MARGÞÆTTAR MINNINGAR Við þennan stað eru marg- breytilegar minningar teng'dar. Saga hans er full af tilbreytni og í henni skiptast á skin og skuggar. í margar aldir voru Bessastaðir tákn erlends valds, ósjálfstæðis og umkomuleysis lítillar þjóðar og fátæks fólks. Þaðan gengu út hörð valdboð umboðsmanna konungsvalds- ins, fógeta, hirðstjóra og höf- uðsmanna. En umhverfis kon- ungsgarðinn bjuggu örsnauðir hjáleigubændur og leigulið- ar. Upp úr þessu ástandi eru Bessastaðir risnir. Upp úr því er sú þjóð risin, sem gert hef- ur þennan stað að höfuðbóli sínu, tákni sjálfstæðis síns og< frelsistöku. Bessastaðir á Álftanesi hafa þannig orðir tákn tveggja tíma: Alda hinnar dýpstu niðurlæg- ingar íslenskrar þjóðar annars- vegar og merkilegasta áfanga hennar í sjálfstæðisbaráttunni hinsvegar.' Þannig hefur hinn nýi tími látið andstæðurnar mætast. BESSASTAÐIR HINS NÝJA TÍMA En hjer er ekki ætlunin að minnast fyrst og fremst for- tíðar Bessastaða, rekja sögu þeirra. Það eru Bessastaðir hins nýja tíma, sem hugur íslend- inga hvarflar fyrst og fremst til í dag á sjötugsafmæii hins fyrsta forseta lýðveidis þeirra. Það er með komu hans þangað, sem staðurinn fær nýtt gildi í hugum þjóðarinnar. Þá hefst þar ný saga, sem er nátengd öllu lífi hennar og starfi: Þar býr æðsti ráðamaður hennar. Þar eru oft haldnir fundir í ríkisráði og þar ganga erlendir gestir á fund hins íslenska þjóð höfðingja. Þangað koma fulltrú ar stjetta og starfshópa, stjórn- málaflokka og stofnana. Það-, an ganga ekki lengur út fram- andi valdboð. Hið æðsta vald er hjá þjóðinni sjálfri en hún hef- ur íalið það forseta lýðveldis síns. Þannig hefúr núlifandi kynslóð sveigt Bessastaði undir vilja sinn. STÓRBÚSKAPUR MEÐ FYRIRMYNDARBRAG En á forsetasetrinu stendur. ekki aðeins höfuðból íslenskrar landstjórnar. Þar er ekki. að- eins starfað að stjórnmálum og komið fram fyrir hönd lands og þjóðar. Þar er rekið stórbú með fyrirmyndarbrag. Hefur forset- inn haft mikinn áhuga fyrir efl- ingu búskaparins og margvís- legum tilraunum um nýungar í jarðrækt og ýmsum greinum landbúnaðar. — Höfuðtakmark þeirra tilrauna hefur verið það, að staðreyna, hvað hægt sje að rækta í íslenskri mold og við íslenskar aðstæður. Á Bessastöðum er nú 45 hekt ara tún og akrar. Er það land allt sljett og vjeltækt. Af þessu landi hafa 25 hektarar ýmist verið frumræktaðir eða endur- ræktaðir síðan árið 1941 er stað urinn var gerður að þjóðhöfð- ingjasetri. Forsetinn fjekk árið 1946 Jóhann Jónasson frá Öxney, sem lokið hafði prófi < búnaðarfræðum við landbún- aðarháskóla i Noregi, til þess að stjórna búinu, ungan og dug andi mann, sem síðan hefur verið þar bústjóri. Þá hafa verið hlaðnir nýir Forsetasetrið á Bessastöðum sjóvárnagarðar um allmikið land, sem sjór gekk áður yfir um stórstrauma. Nú er það land orðið allgott tún. Annað land jarðarinnar er svokallað Bessastaðanes, sem gengur norður í Skerjafjörð. Er það mest allt óræktað ennþá, enda íremur grýtt og erfitt *til ræktunar. Þar eru þó nokkur mýraund, sem nú þeger hafa verið ræst fram og verða rækt- uð á næstu árum. Ætlunin er að rækta allt land á Bessastöð- um, sem ræktanlegt er, ýmist til beitar eða heyöflunar. Við ræktunaríramkvæmdii hefur sáðskiptirækt mikið ver- ið notuð. Er þá ýmist sáð korni, kartöflum eða grasfræi í þau svæði, sem þannig eru ræktuð. ENDURBÆTUR Á HÍJSUM Miklar endurbætur hafa ver- ið gerðar á húsum staðarins síð- an 1941. Gamla íbúðarhúsið hefur verið endurbætt stórlega og byggð við það ný álma, þar |sem er móttökusalur forsetans. Er hann stór og rúmgóður og gott útsýni úr gluggum hans suður til Reykjanesfjallgarðar. Gömlum útihúsum hefur verið breytt í íbúðir, geymslur o. fl. Nýtt íbúðarhús var byggt yfir starfsmenn búsins og forset- ans. Af gripahúsum hefur verið byggt nýtt fjós og hlaða með votheysgryfjum. Ennfremur hænsnahús, verkfærageymsla og verkstæði. Á s. 1. hausti var byrjað á byggingu kornhlöðu. Er smíði hennar ekki fulllokið. HEYFENGUR OG BÚPENINGUR Heyfengur af Bessastaðatúni er nú um 2000 hestburðir. — Kartöfluuppskera er um 200 tunnur og kornuppskera, aðal- lega bygg, 50—60 tunnur. — Fyrir frumkvæði forsetans hafa í nokkur ár verið gerðar til- raunir með línrækt. Hafa þær tekist ágætlega. Búpeningur forsetabúsins eru rúmlega 50 nautgripir, um 700 hænsni, 2 vinnuhestnr og 20 skoskar sauðkindur. Hefur for- setinn mikinn áhuga fyrir bú- fjárrækt og allri viðleitni til þess að bæta bústofninn. Nokkurt æðarvarp er í landi Bessastaða og hefur það held- ur farið vaxandi undanfarin ár. Var dúntekjan á þessu ári 32 pund. ÍSLENSKT HÖFUÐBÓL Þegar að komið er áð Bessa- stöðum að sumarlagi, blasir Frarnh. á bls. 12. Aumleg frammista^a sijórnarandsfæðingn í eldhúsumræð- umim ELDHÚSDAGSUMRÆÐUR fóru fram á Alþingi í gæ kvöldi. Töluð var ein umfer S og var ræðutími hvers flokl .» Röð flokkanna var: Alþýðu - flokkv.r, tonftnúnistar, Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðisflok 'c ur. Ólafur Tliors atvinnumála- ráðherra talaði af hálfu Sjálf- stæðisflokksins. Rakti hana gang málanna undanfarin íi’ og aðdragandann að mynduY núverandi ríkisstjórnar. Einn - ig ræddi hann gengisfelling- una og nauðsyn hennar. Hanr» minnti á hve andstæðingar gengisfellingarinnar hefðu ver- ið og væru algjörlega úrræða- lausir. Enginn þeirra hefði get- að bent á leið til að afla sv> mikils sem 1/10 hluta þess fjár sem ríkissjóður hefði þurft > að halda ef gengisfellingin hefoi ekki verið gerð. Afstaða stjórn- arandstöðunnar til gengisfelJ- ingarinnar hefði verið þei n sjálfum til minnkunar og móðg- un við dómgreind þjóðarinnar. Þá ræddi ráðherrann nokkuJ þau vandamál, sem nú ha'i steðjað að undanfarið varðancii bátaútveginn. Endurtók har 1 þá skýrslu er hann gaf Alþingi í gærmorgun um aðgerðir rík- isstjórnarinnar í málinu. Hairrt benti á að fiskverð hefði lækk- að en ekki hækkað á árinu 1S5 J og Við það hefði svo bæst eiii síldarlej>sisárið enn. Sjemenn hefðu enga kauphækkun fengii á móts við aðrar stjettir. Þess. vegna yrði bæði sjómannanm og útgerðarinnar vegna aJ tryggja hærra verð fyrir fisk- inn. Hefði verið haldið áfrarn þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið, myndi slíkt hafa lagt tugmilljóna byrðar á þjóðina. Þá benti ráðherrann á að þa> væri ekki sterk aðstaða fyrir stjórnarandstöðuna, þegar hún viðurkenndi að eitthvað yrði ai gera til að bjarga stærsta at- vinnuvegi þjóðarinnar, oð ráð- ast á allt sem gert er en haf> þó engin úrræði sjálf fram aíí bera. Hann sagðist telja að sú leið, sem hjer væri farin væri ekki aðeins útvegsmönnum heldur öllum almenningi til frám- dráttar. Af hálfu Alþýðuflokksino töluðu Gylfi Þ. Gíslason o,j Hannibal Valdemarsson. Kjai':> inn í ræðum þeirra var innan- tóm slagorð og blekkingar. Fulltrúar kommúnista Ijeku sömu plötuna. Af þeirra hálfu töluðu Brynjólfur Bjarnason o.' Áki Jakobsson. Af hálfu Fram- sóknarflokksins töluðu Stein- grímur Steinþórsson forsætis- ráðherra og Eysteinn Jóruson fjármálaráðherra. Umræði num | lauk laust eftir kl. 12. Halda þær áfram á miðvikudagskvöld. Olafur Thors atvinnumála- ráðherra fer til útlanda í dag í erindum ríkisstjórnarinnac. Siúdenfar mótmælð MADRID, 26. febr. — Háskóla- stúdentar í Bareilona hjeldu áfram óspektum sínum sem hóf- ust út af því að sporvagnafar- gjöld voru hækkúð. Lögreglan handtók marga þeirra. Háskólarnir voru lokaðir, i dag. Var fullyrt að stúdenturi- um væri stjórnað af möpxium utan skólanna. —Reuter. Forseti íslands á einkaskrifstofu sinni að Bessastöðum. Forsetinn heldur ræðu á Akureyri sumarið 1944.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.