Morgunblaðið - 27.02.1951, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.02.1951, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. febrúar 1951 P$rpnlilðM^ CJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. írjimkv.ntj.: Sigfúa Jónsson. "itstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgSann.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristuuson. Ritstjórn, auglýslngar og afgreiðsia: \usturstræti 8. — Siml 1600. Askriftargjald kr. 16.00 & mánuði, innaniands. t lausasolu aura elntaklð. 1 króna með Lesbðk. Skýrsla ríkisstjórnarinnar BÍKISSTJÓRNIN hefur nú gef- ið þingi og þjóð nánari upp- lýsingar um ráðstafanir þær, sem gerðar verða til stuðnings lsátaútvegnum og rýmkunar verslun og viðskiptum í land- inu. Hefur stjórnin unnið að því undanfarnar vikur að skapa grundvöll þessara ráðstafana. Eins og kunnugt er skýrði Qlafur Thors atvinnumálaráð- herra frá því í samtali við Morgunblaðiö seint í janúar að ríkisstjórnin hefði ákveðið að ifcoma til liðs við bátaútveginn með því að veita honum til- ftekin fríðindi um innflutning .vissra vara fyrir allt að helm- ingi þess gjaldeyris, sem bát- arnir öfluðu. Skyldi þó dregið frá andvirði síldarafurða og þorskalýsis. Þessi ráðstöfun .væri þó því skiiyrði háð að ■ríkisstjórninni tækist að auka mjög verulega innflutning ann- ara vara en þeirra, sem útgerð- armönnum er ætlað að flytja inn. í skýrslu þeirri, sem Ól- afur Thors flutti Alþingi í gær, er það í raun og veru aðalatriðið, að ríkisstjórn- inni hefur tekist að tryggja nægilegan gjaldeyri til þess að framkvæma þessa aukn- ingu innflutningsins. Ráð- herrann kvaðst að vísu ekki geta gefið nákvæmar upp- lýsingar um þá upphæð, sem fengist í þessu skyni. En hann lýsti því yfir að ís- Iendingar fengju stóraukið beint framlag frá efnahags- samvinnustofnuninni í Was- hington 'til þess að fram- kvæma umræddar ráðstaf- anir. Við myndum ennfrem- ur fá aukið framlag í Ev- rópugjaldeyri frá Greiðslu- bandalagi Evrópu, sem ís- land væri aðili að. Þegar þessar ráðstafanir eru dæmdar verða menn að gera sjer ljóst það ástand, sem útvegurinn og öll þjóðin horfðist í augu við um síð- ustu áramót.Vjelbátaútgerðin var að stöðvast. Vegna lækk- aðs fiskverðs og aflabrests hafði gengisíækkunin ekki orðið henni að því gagni, sem til var ætlast, enda þótt hún hafi haft mikla þýðingu. — Margra kosta var ekki völ til stuðnings útgerðinni. Ný gengislækkun var talin ó- hugsandi. Ríkisábyrgð á út- flutningsafurðunum ófram- kvæmanleg án þess að leggja nýja drápsklyfjar tolla og skatta á þjóðina. Niðurstaðan varð því sú að horfið var að því ráði að veita útgerðarmönnum vjelbátaflot- ans nokkur fríðindi um ráðstöf - un gjaldeyris, þess, sem bátar þeirra afla. Að sjálfsögðu hljóta sjómena að njóta þeirra fríðinda jafn- hliða í hækkuðu fiskverði. í þessu sambandi er rjett að geta þess að forvígismenn út- vegsins fjellust á þessar til- lögur ríkisstjórnarinnar og hófu vetrarvertíð á grundvelli þeirra. Um það þarf engum að bland ast hugur að þó horfið hafi ver- ið að þessu ráði nú, þá er hjer ekki um neina framtíðaMausn að ræða á vandamálum vjel- bátaflotans. Á það benti Ólafur Thors atvinnumálaráðherra einnig í ræðu sinni á Alþingi í gær. Það hefði hinsvegar verið gjörsamlega óverjandi að gera ekkert til þess að tryggja rekst ur hans og láta algerlega skeika að sköpuðu um afkomu þess- arar þýðingarmestu greinar ís- lensks atvinnulífs. Það er á grundvelli þeirra auknu innflutningsmöguleika, sem þessi gjaldeyrisframlög skapa, sem ríkisstjórnin hefur iheitið útvegsmönnum þeim fríð índum, sem áður er lýst. Hefur nú verið gefinn út listi yfir þær vörur, sem gert er ráð fyrir að útgerðin annist fyrst og fremst innflutning á. Er það aðallega varningur, sem lítið hefur ver- ið fluttur til landsins undan- farið. Sannleikurinn er líka sa, að kommúnistar og Alþýðu- flokksmenn, sem gagnrýna aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessu máli, hafa ekki getað bent á eitt einasta úrræði annað til stuðnings vjelbáta- útgerðinni. Þeir hafa aðeins hamast gegn því, sem ríkis- stjórnin hefur lagt til og ekki hikað við að beita hvers konar blekkingum í áróðri sínum. Nokkurs ótta hefur orðið vart við að þessar ráðstafanir gætu orðið til þess að hækka mjög allt verðlag í landinu. Má og vera að einhver hækkun geti orðið á einstökum vörutegund- nm. En hinn aukni innflutning- ur til landsins, sem tryggður er með umræddum gjaldeyris- framlögum hlýtur þó að verka gegn henni. Hið aukna versl- unarfrelsi, sem siglir í kjölfar þeirra mun verða öllum al- menningi til verulegra hags- bóta. — Aukinn innflutningur nauðsynjavara hlýtur einnig að skapa nokkurt aðhald um verð- lagningu þeirra vara, sem út- gerðinni er sjerstaklega ætlað að njóta fríðinda af að flytja ínn. Það er von allra góðra man: að sú rýmkun um innflutnin inn, sem þessar ráðstafanir þágu útgerðarinnar byggjast sjeu upphaf að auknu verslu arfrelsi og bættum viðskipt háttum í þessu landi. Einn m intilgangur gengisbreytinga innar á sínum tíma var afná haftakerfisins, hallalaus a | vinnurekstur og jafnvægi í þj arbúskapnum yfirleitt. Erfitt ferði hefur valdið erfiðleiku í baráttunni að þessu takmar] En henni verður haldið áfra og óhætt er að fullyrða að allt verður með feldu eigi fyr greindar ráðstafanir að færa í lensku þjóðina nær frjál: verslun og heilbrigðum vi jskiptum. Vikar skritar: ÚR DAGLEGA i l* * \IU SAMVISKUSPURNING HEFURÐU heyrt annarlegt hljóð innan úr reykháfnum þínum síðustu dagana? Sje svo, ættirðu að gæta að, hvað veldur. Það kann að vera kominn gestur i húsið þitt, örlítill fiðraður vesalingur, gjörsamlega ráðþrota. Og það er hreint ekki loku fyrir það skotið, að hann sje innan í skorstein- inum! • MESTI AUMINGI í GÆRMORGUN heimsótti okkur maður, sem var nýbúinn að kveðja einn þessara óvæntu gesta. Hann heyrði til hans um helgina og fór að leita að honum. Og mikið rjett, hann var í skorsteini mannsins, sótugur upp yfir höfuð og ósköp, skelfing vesaldarlegur. Þetta var snjótitlingur, auðvitab. • EINTÓMT MYRKUR MAÐURINN sagði, að það væri aíls ekki frá- leitt, að fleiri snjótitlingar kynnu að leynast hjer í skorsteinum. Þeir eru að leita sjer að skjóli, gægjast niður um hlýlégan skorstein á hlýlegu húsi — og svo eintómt myrkur. — Þeir ná ekki flugtakinu svona beint upp í loft- ið og falla niður skorsteininn. Þá fyrst er út- litið svart, maður, og þá fyrst fer að heyrast til þeirra. LÖNG TUGTHÚSVIST MAÐURINN, sem sagði okkur frá þessu í gær- morgun, giskaði á, að snjótitlingurinn hans hefði verið búinn að dveljast þrjú dægur í reykháfnum, þegar honum var bjargað. Og það var ekki sjón að sjá hann, þegar hann slapp úr prísundinni. Ritjulegra stjel hefur varla áður sjest á nokkrum snjótitlingi hjer í Reykjavík. Maðurinn náði honum, eftir talsvert erfiði, út úr sóthólfinu, sem farið er í til þess að hreinsa miðstöðvar. Þangað var snjótitling- urinn kominn, um reykháfinn og örmjóa ofn- pípu. Og í gærmorgun, þegar hann var búinn að jafna sig svolítið, hvarf hann út til vina sinna í sólinni. Þá sleppti maðurinn honum. • HLUSTl NÚ ALLIR NÚ VILL Daglega lífið botna þessa frásögn með því að ympra á því við lesendur sína, hvort þeir vilji ekki hlusta eftir annarlegum hljóðum innan úr skorsteinum. Það er allt annað en skemmtiléfet fyrir snjótitlinga að sitja í svartholi í Reykjavík, jafnvel þótt þeir megi sjálfum sjer um kenna. Og þess má geta, að lítil reykvisk stúlka bjargaði einum vetrargesti úr reykháfsprísund fyrir skömmu síðan, hvað óneitanlega bendir í þá átt, að fleiri snjótitlingar kunni að vera í Steininum en menn grunar. • BEÐH> UM BREYTINGU VILJA ekki forráðamenn strætisvagnanna nota hljeið, sem nú hefur orðið á ferðum þeirra, til þess að nressa eilítið upp á staf- setninguna á Ieiðbeiningaspjöldunum, sem skreyta vagnana að innan? Það þarf varla snjallari íslenskumann en gengur og gerist til þess að tárfella yfir orð- skrípi á borð við aftur-dyr eða afturdvr. (Það virðist vera deilt um það meðal málvitringa strætisvagnanna, hvor rithátturinn sje rjett- ari „aftur-dyr“ eða ,,afturdyr“). Það er tillaga Daglega lífsins, að deilan verði leyst með því að nota einfaldlega: BAKDYR. • HRINGAVITLEYSA OG SVO eitt enn, viðvíkjandi þessu sama máli. Það er bjánalegt að biðja menn að fara ekki út úr strætisvögnunum, þegar þeir eru stöðvaðir vegna „umferðaljósa“. Hvað eru margar „umferðir“ í Reykjavík? Afar vönduð myndabók um r Island kemur úl í Svíþjóð Yafalausf besla landkynnmgabókin fil þessa I SVÍÞJÓÐ er að koma út bók um ísland í myndum. Bók þessi er tvímælalaust besta myndabókin um ísland, sem komið hefur út til þessa. — Hún mun innan skamms einnig koma út á ensku. Bókin er eftir þá Hans Malmberg ljósmyndara frá Stokkhólmi og Helga P. Briem sendiherra, en hann skrifar formála og teksta rreð hverri mynd bókarinnar. A snöggri ferð Hans Malmberg ljósmyndari, sem í sumar og haust var á Koreuvístöðvunum við ljós- myndatöku á vegum sænska myndablaðsins Se, kom hingað til lands í snögga ferð síðastl. föstudag, ásamt konu sinni, Margrjeti Guðmundsdóttur flug freyju, sem nú starfar hjá nor- rænu flugsamsteypunni SAS. Þau hjeldu heimleiðis í dag með Gullfaxa. ^ferðalögum árin '49 og 50 _ Bókin, sem heitir ísland, er gefin út af. Nordisk Rotogravyr í Stokkhólmi. Bókina prýða rúm lega 130 ljósmyndir, sem Malm berg tók hjer á landi, árin 1949 og ’50. Þá ferðaðist hann mikið um landið og tók þá ógrynni ljósmynda. Einnig hefir harm tekið hjer ljósmyndir á vegum I Flugf jelags íslands Þær mjnd- ir prýða almanök f jelagsins, svo að almenningur hjer hefir haft | nokkur kynni af ljósmyndum Malmbergs. Vitnar í fornsögurnar Helgi P. Briem sendiherra, hefir eins og fyrr segir, ritað formála og skýringarteksta með myndunum. Hefir hann gert 1 það með mikilli prýði og notast oft við tilvitnanir í íslendinga- sögurnar, þar se mslíkt á við. Lifandi og skemmtilegar Myndaúrvalið í bókinni er mikið og gefur það ókunnugum gott skyndiinnsýn í líf þjóðar- innar og starf. Það er aðalein- kenni myndanna, hve Malm- berg hefir tekist að gera þær lifandi og skemmtilegar. í ráði er að bókin komi út á vegum bókaforlagsins, á ensku, áður en langt um líður. Það er ekki orðum aukið, að í þessari bók er vafalaust meiri landkynning, en öðrum slíkum, er komið hafa út til þessa Og er sennilegt að ráðstafanir verði til þess gerðar að fá bókina hingað til sölu. Á New York flugleiðinni Kona Malmbergs, Margrjet Guðmundsdóttir flugfreyja, læt ur vel að dvöl sinni í Stokk- hólmi. Hún er flugfreyja á leið- inni Stokkhólm New York, með viðkomu í Prestvík og Gander í Nýfundnalandi Hún bað Mbl. að færa vinum og kunningjum kveðjur sínar, í Koreu Hans Malmberg var við ljós- myndun á Koreuvístöðvunum á s. 1. nausti og vai með herjum S. Þ. er þeir fóru yfir 38. breidd arbauginn. Hann kom m. a. til Seoul og segir borgina vera svo að segja útmáða. Hann var 4 vikur á vígstöðvunum og komst nyrst hálfa leið til höfuðborg- ar N.-Koreu. — Hrömungar fólksins eru ægileeav — Hann segir landið vera ákaflega fag- urt, en lítill tími hafi verið til þess að gefa náttúrufegurð landsins eins mikið gaum og hún svo sannarlega verðskuld- ar. Á vígvöllum hverfur öll náttúrufegurð eða kynni af henni. Efri deild fellir sönn- unarskylduna á ný í GÆR var enn deilt um sönn- unarskylduna í levnivínsölu- frumvarpinu í Efri deild Al- þingis. Togstreita er milli Efri og neðri deildar um þetta atriði. Neðri deild er tvisvar búin að samþ. f-v l'annig, að finnist áfengi í bitreið sje eig- anda skylt að sanna að hann ætli ekki að selja það ólöglega. Efri deild hinsvevar samþ. í gær í annað sinn há breytingu að nægilegt sje að ákærður færi sterkar líkur fyrir. að hann ætli áfengið til lögmætra nota. Breytingin var að þessu sinm samþykkt með 9 atkv. gegn 5. Þar sem ekki hefir náðst samkomulag um málið milli deilda, kemur það fyrir Samein að þing til lokaafgreiðslu Smygluðu víni og BERGEN, 26. febr. — Tollverð- ir í Bergen hafa fundið mikið áf áfengi og tóbaksvörum í farangri tveggja yfirmanna af s.s. „Brasil“. í farangri annars þeirra fund ust m. a. 188 flöskur af whisky.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.